Víkverji

Útgáva

Víkverji - 03.07.1873, Síða 2

Víkverji - 03.07.1873, Síða 2
22 tilvinnandi fyrir gmið, að smlða neitt heima hjá sír, af þvl að vélarnar gera alt fljótar, en vér erum hræddir um að vinnan við vél- arnar verði bæði óhollari og leiðinlegri en smíðavinna vor. Bréfritararnir segja, að sig vanti ekki ann- að en ættingja og vini, og hvetja kunningja sína sem -mest til að koma til sín. Vér skiljum vel, að ungir menn, er koma bein- línis héðan til lands, sem er eins auðugt og fjölbygt, sem Ameríka, getí áfelt fóstrjörð sína á þann hátt, er inir nefndu bréfritarar hafa gjört, og vér viijum fúslega trúa, að þeir hafi i inum besta tilgangi kveðið upp dóma sína og hvatt landa sína til út- ferðar ; en oss þykir það mikið ábyrgð- armál fyrir blað að færa lesendum þesskonar frásagnir á þann hátt, sem gjört er í Norð- anfara. Enginn neitar því, að land vort er kalt og stundum ilt viðreignar, en hver maðr, erhefir haft færi á að kynna sér önnurlönd til hlítar, að sjá eigi einungis ið glæsilega yfirborð á líflnu í útlöndum, en líka þá eymd, siðaspillingu og svívirðing, er jal'nan er glaumn- um og munaðarlfinu samferða; hver maðr er hefir með eptirtekt lesið frásagnir um framandi lönd, og séð, að auðnum í þeim optast er samferða in hræðilegasta fátækt, er gjörir mikinn part landsmanna að þrælum inna ríku, — hann verðrað segjaeiusogeinn þeirralanda vorra, er mest hafa ferðast I framandi lönd- um, kemst að orðum í Fjölni 1. ári b!s. 49: «íslendingar geta haft það heima hjá sér flest alt, sem hygginn maðr gengst fyrir, og fár söknuðr er sárri en söknuðr ætt- jarðar sinnar, æskuvina og ættingja, og allra þeirra hluta, sem teygja hvern þang- að, sem hann erfæddroghefiralið aldrsinn. Frá landshöfðingjanum höfum vér fengið bréf það, er hér er prentað: Blaðið «Víkverji■> hefir í nr. 4—5 frá i gær i grein nokkurri, sem að öðru leyti er rituð í langtum velviljaðri anda við mig, en eg á seinni tima hefi átt að fagna I blöðum vorum, komið með ýmislegt, sem ekki er rétt hermt, og bið eg yðr því að taka eptirskrif- aðar athugasemdir inu í næsta blað: það er ekki rétt hermt, er greinin segir, að eg á alþingi 1867 hafi «komið samkomu- lagi á milli alþingis og mln». Eg tók það nefnilega sterklega fram undir öllum þing- ræðum í stjórnarbótarmálinu, að ýmsum breyt- ingaratkvæðum þingsins væri þannig varið, að þau, eptir sannfæringu minni, mundu spilla málinu, og að eg heldr eigi gæti ábyrgst þinginu, að ýms önnur breylingaratkvæði, þótt eg héti að styðja þau, yrði álitin að- gengileg af stjórninni (sbr alþtíð. 1867, bls. 848, 964, 965, 970, 972. «Eg heö-------------- sýnt og sannað, að frá minni hálfu er það full alvara, að reyna að koma samkomulagi á; ef það er þingsins alvara, að gjöra ið sama, þá treysti eg þvf, að þingið með at- kvæðum sínum felli pœr breytingar, sem munu gjöra samltomulag í pessu tilliti ó- mögulegt, ekki að eins I þetta skipti, en yflr höfuð að tala, þegar ræðir um grundvallar- lög handa íslandi», bls. 995, 1011, 1012 og víðar). Alþingi samþykti ekki að síðr fleiri þessara breytingaratkvæða, og varð eg fyrir það að taka fram í þinglausna-ræðu minni (Alþlíð. bls. 1031): «Að vísu hefir oss eigi heppnast ai koma á fullu samkomulagi í pessu máli». Það er eigi heldr allsendis rétt hermt, er greinin segir: «Hann hét alþingi fyrir hönd stjórnarinnar frjálsu löggjafaratkvæði ( málinu um landsréttindi vor», án þess að bæta því við, eins og eg tók berlega fram (Alþt. bls. 845), að ummæli mín um, að al- þingi í raun og veru með framleggingu frum- varpsins væri veitt vald er næði lengra, en það, er það hafði að lögum, «að eins snerta þetta mál og í petta skipti, því það er að eins við alþing 1867 að eg er konungsfull- trúi, og að eg get talað í nafni konungs; en eg hefi engan myndugleika til að tala um annað en það, sem við kemr þessari sam- komu þingsins*, sbr bls. 964: «En sjálfsagt hefi eg ekki neitt umboð til þess f nafni lians Hátignar konungsins, að tilsegja al- þinginu annað og meira en það, er varðar þetta þing, þessa samkomu alþingsins, því það er eimmgis við alþing 1867, að eg er konungsfulltrúi, og eg hefi engan myndug-

x

Víkverji

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkverji
https://timarit.is/publication/99

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.