Víkverji - 03.07.1873, Side 3
23
leika til með mínum orðum, að binda stjórn
konungsim andspænis öðrum samkomum al-
þingis, en þeirri, sem nú er að líða undir
lok». Reykjavík 27. júní 1873.
IHImar Finsen.
Vér höfum meðtekið bréf frá herra H.
Kr. Friðrikssyni dagsett 20. f. m. og segir
það svo:
«í 2.~3. tölublaði Víkverja, 19. dag þ.
m. stendr grein ein með fyrirsögn «Reylt-
víkingafundr*. Grein þessi á að vera skýrsla
um fund þann, er eg boðaði til og haldinn
var hér í Reykjavík 13. dag þ. m. Eg ætla
mér eigi að fara út í neinar útásetningar
við skýrslu þessa yfir höfuð; en eg verð að
beiðast lagfæringará því, sem rangt er hermt
eptir mér, og mér þykir lagfæringarvert.
1. Þar sem sagt er i grein þessari, að Jón
Pétrsson yfirdómari hafi lagt fyrir mig
þá spurningu, hvort þýðing þeirra og vald,
er kjörnir yrðu á Þingvallafundinn, ætti
að vera meira en alþingismanna, þá er
sagt að eg hafi svarað að þýðing þeirra
ælti að vera «meiri». þetta er eigi rétt,
en egsagði: að nokkru leyti meiri»\ enda
gefr hverjum einum að skilja, að Þingvalla-
fundrinn getur eigi bundið hendrnar á al-
þingi, og að það því hefði verið lílið vit i
því, ef eg hefði sagt skilyrðislaust, að vald
þingvallafundarins ætti að vera meira en al-
þingis.
2. Þá stendr þar enn, að eg hafi sagt, að eg
hefði verið með að boða Þingvallafundinn,
en eg hafi eigi álitið mig skyldugan til,
eða eigi viljað segja, hvort aðrir hefðu
boðað fundinn með mjer; þetta er heldr eigi
rétt; þvi að eg sagði, að eg hefði stefnt
til fundarins, en teldi mig eigi skyldan til
að segja, hvaðan eg hefði fengið hvöt til
þess, eða hvaðan það væri runnið.
3. Enn fremr er sagt, að 23 ára gamall ung-
lingr hafi spurt, hvort hann mætti greiða
atkvæði þar á fundinum; og hafi eg þá
sagst eigi vilja vera svo «6frjálslyndr», að
neita honum um atkvæðisrjett. Þetta er
ranghermt. Þessi «23 áragamli unglingr»
spurði alls eigi, hvort hann hefði þar at-
kvæðisrjett, heldr, hvort hann mœtti tala
fáein orð, og kvaðst eg eigi vilja neila
honum um það; en skaut því siðar bein-
línis til fundarins, hvort hann og 3 eða 4
prestaskólastúdentar skyldu hafa þar atkvæð-
isrétt. II. Kr. Friðriksson».
Vér sjáum eigi betr en að sú skýrsla,
er herra H. Kr. með bréfl sínu heflr viljað
lagfæra, sé eptir hans eigin frásögn í ðllu
verulegu rétt. Þær lagfæringar, sem
hann til færir, eru svo óverulegar að vér
vonum að hvermaðr geti séð, að áfellisdómr-
sá, er herra H. Iír. leyfir sér að kveða upp
um grein vora, sé með öllu ástæðulaus.
Greinin hefir, fyr en hún var prentuð, verið
borin undir 3 menn er staddir voru við fund-
inn, og hafa þeir allir sagt, að þeir hafi skilið
herraH. Kr. eins og skýrt er frá í greininni
og honum hlýtr því að hafa orðið mismæli,
ef hann þegar á fundinum hefir viljað segja,
það er hann nú segir.
{liug'VallafiiiHlr sá, er ritað hefir
verið um í blöðunum að undanförnu, var settr
fimtudaginn 26. f. mán. um dagmál, sunnan
til á Þingvöllum rétthjá Öxará, þar sem hún
rennr úr Almannagjá ofan á völlinn. Þar
höfðu Reykvíkingar nokkrir, er, eins og vór
gátum í 2—3 tölubl. voru, höfðu safnað gjöf-
um til Þingvallaskýlis, reist allmikið fundar-
tjald. Höfðu þeir hlaðið sessubekk af grjóli
með ölium tjaldveggjum; fyrir framan bekk-
inn voru löng borð handa fundarmöunum, í
miðju tjaldinu var minna ferstrend borð, er
ætlað var skrifurum fundarins. Alt var bú-
ið til á haganlegasta hátt og furðanlega vel,
þegar tillit er tekið til, að þeir menn, er böfðu
gengið fyrir samskotum og verki, höfðu haft
mjög stuttan tíma til undirbúnings. Á hárri
slöng, er stóð upp af miðju tjaldinu, blakti
blátt merki, og var á því dreginn hvitr valr.
Eins var mynd af fálka dregin upp á hvítu
merki yfir öndvegissætinu í tjaldinu. (Valr
var eins og kunnugt er merki Lopts ríka
Guttormssonar; nú er það merki niðja Finns
biskups Jónssonar, er telja sig í ættviðLopt).