Víkverji

Útgáva

Víkverji - 03.07.1873, Síða 4

Víkverji - 03.07.1873, Síða 4
24 f>ingmaðr Reykvíkinga Halldór skólakenn- ari Friðriksson setti fundinn. Hann sagðist hafa stefnt þessum mönnum, er hér væru samankomnir til fundar, af því að hann hefði tekið eptir, að það væri almenn ósk hér á landi, að Þingvallafundr væri haldinn áþessu sumri. Fundrinn ætti einkum að ræða stjórn- arbótarmálið. Það væri í sama tilgangi, að inn fyrsti Þingvallafundr hefði verið áttr hér 1848. Síðan hefði lítið orðið ágengt um stjórnarmál vort. Reyndar urðu konungs- fulltrúi og þingið ásátt 1867, en stjórnin brá þessum samningi, og síðan höfum vér eigi getað fengið það, sem vér viljum. Nokkrir menn höfðu skotið því til þingmannsins, þeg- ar hann í gær fór úr Reykjavík, að vér ætt- um að vera ánægðir, þar sem vér hefðum fengið töluverðar réttarbætr á síðustu árum, en flestir mundu vera þingmanninum sam- dóma um, að þetta væri eigi nóg. Fundr- inn, er nú væri settr, ætti einkum að kveða upp álit sitt um það, hvort meiri hlutinn á alþingi hefir styrk þjóðarinnar. Spursmál mundi verða um það, hvort ætti að halda inni sömu stefnu í stjórnarbótarmálinu og meiri hlutinn hefði haft, eðr breyta nokkru til. — Aðaltilgangr fundarins væri þannig að ræða sljórnarmálið, en önnur mikilvæg málefni mætti eins bera upp á fundinum. t*ar næst gat fundarstjóri þess, að hann liefði skrifað í öll kjördæmin og skorað á kjósendr að senda kosna menn á fundinn, og bað hann þá menn, er kosnir væru, að afhenda sér kjörbréf sín. Voru þá afhent kjörbréf af 2 kjósendum frá hverju umdæmi nema frá ísafjarðarsýslu, og var enginn kom - inn frá henni, og frá Barðastrandar, Húna- vatns og Norðr- þingeyarsýslum, er ekki höfðu sent nema 1 mann hver. Frá Reykja- víkr kjördæmi mættu 2, en þeir sögðusteigi hafa neitt kjörbréf; alls voru samankomnir 35 kosnir menn. Loksins kvaddi Halldór skóiakennari fund- inn til að kjósa sér orðstjóra og var mála- flutningsmaðr Jón Guðmundsson frá Reykja- vlk í einu hljóði kosinn, en Benedikt prófastr Kristjánsson frá Múla var kosinn varafund- arstjóri. Fundarstjóri þakkaði fundínum það Iraust er sér væri sýnt og gat þess, að hann væri því fúsari á að taka þessi störf að sér, sem einmitt í ár væru liðin 25 ár síðan, að inn fyrsti frjálsi þjóðfundr var haldinn hér við Öxará og hefði hann einnig stýrt þeim fundi, í fundartjaldið voru samankomnir auk inna kosnu fundarmanna svo margir aðkomu- menn, er rúmast gátu í tjáldinu og sáust á meðal þeirra fleiri alþingismenn, einkum þeir nafnarnir Jónar Sigurðssynir frá Kaupmanna- höfn og Gautlöndum. Fundarstjóri gat þess fyrst, að svo væri tilætlað, að fundarmenn eigi skyldu vera fleiri en inir kosnu, hann yrði því að bera undir ina kosnu menn, hvort fleiri en þeir gætu fengið leyfi til að tala á þessum fundi eðr greiða atkvæði um þær á- lyktanir, er fundrinn semdi. Um þetta urðu langar umræður. Sumir vildu greina á milli alþingismanna og annara ókosinna fundar- manna; aðrir mótmæltu þessu fastlega og báru það einkuin fyrir sig, að fundr þessi væri stofnaðr tii þess, að álit þjóðarinnar um frammistöðu meira hlutans á alþingi í stjórn- arbótarmálinu gæti komið fram, alþingismenn gætu þessvegna eigi greitt atkvæði um á- lyktanir fundarins, því þær mundu einmitt kveða upp dóm um alþingismennina sjálfa. Loksins var viðtekið, að enginn annarfund- armaður en sá, sem kosinn var til Þingvalla- reiðar, ætti að hafa rétt til að gjalda atkvæði, en að allir fundarmenn ættu málfrelsi. Eptir 2 tíma frest var fundrinn aptr settr kl. 1. Fundarstjóri gat nú þess, að sér hefðu verið afhentar 19 bænarskrár um stjórnar- bótarmálið, 13 til fundarÍDS, 6 til alþingis, og 4 bænarskrár, er ræddu um þjóðhátíð í minningu þess, að landið hefði verið byggt í 1000 ár og um ýms önnur mál. Til þess að íhuga þessar bænarskrár voru settar 2 nefndir, 9 manna nefnd til að fhuga stjórnarmálið og 5 manna nefnd til að lesa og segja álit sitt um hinar bænarskrárnar. Nefnd sú, er hafði tekið að sér stjórn- arbótarmálið, færði fundinum álit sitt daginn eptir 27. f. m. um miðaptan. Hún hafði þá komið sér saman um að semja alveg nýtt frurnvarp til stjórnarskrár handa íslandi —

x

Víkverji

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkverji
https://timarit.is/publication/99

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.