Víkverji

Útgáva

Víkverji - 31.07.1873, Síða 2

Víkverji - 31.07.1873, Síða 2
snmt á þingið, að það réði frá því, að frum- «varpið yrði lögleitt, þar sem ákvnrðanir þær, sem frumvarp þelta heflr inni að lialda, eru ó- nógar tii að sporna við því, að inir umræddu sjúkdómar geti komist hér að landi og breiðst út»; nefndin gerði þó cnga tilraun til að benda á aðrar meir tryggjandi ákvarðanir. Eins og búið erað segja, fylgdi meiri hluti þingsins nefndinni. 6. Frumvarpið um skipaslrönd er þannig undirkomið, sem nú skal greina. Eins og kunnugt er höfum vér f landslögum vorum — Jónsbók — mjög fáar reglur um vogrek eðr reka þeirra hluta, sem fémætir eru og menn hafa átt. þessar ákvarðanir má lesa í reka- balki XII. kap., en allir hinir kapítular f reka- balki hafa einungis að innihalda lög um reka viðar, hvala, sela, fiska, fugla, þara og því- líkra hluta, er eigi verðr eðr getr orðið eig- andi til. Engin lög eru þannig sett um það, livers landsmenn eiga að gæta, þegar skip- strönd verða og hvern hluta af vogrekinu eðr andvirði þess landsmenn, skipsbrotsmenn og þeir er hafa tekið skip eða vörur í ábyrgð eiga að hafa. — í Jónsbók XII. kap. er svo mælt fyrir, að landeigandi skuli vogrek varðveita, en hann skuli svo jafnan laust láta, sem eigendr koma til, annaðhvort fé eðr verð og einungis eignast það, er engi verðr eigandi til. Menn sjá hægt, að við slik lög má eigi standa, þar er vog- rek eru mörg og opt koma eigendr að því, er rekið er, því landsmenn gætu þá haft mestan skaða af slíkum ströndum, er þeir eigi hafa neina vissu fyrir að fá þóknun fyrir starf það, er þeir eru skyldir að vinna að vogrekum. Um alt þetta voru 1836 sett lög f Danmörku, og leitaði stjórnin þar eptir á- lits embættismannafundar þess, er setö' var í Ueykjavík með konungsúrskurði 22. ágúst 1838, um málið. Fundrinn samdi frumvarp til almennrar strandtilskipunar, en stjórnin frestaði þar eptir málinu; alþingi hreyfði því eigi heldr, og það var látið liggja í þagnar- gildi, þangað til amtmaðrinn í norðr- og austr- amtinu 1865 ritaði bænarskrá um það til stjórnarinnar. Nú var leitað álits amtmanna um frumvarp embættismannafundarins, og það frumvarp samið, er lagt var fyrir alþingi. Nefndin (ííencdikt þ.m. Árnes., Torfi þ.m. Strandam., Jón þ.m. V.Skaptaf., Hallgrímr þ.m. llorgfirð. og Egill þ.m. Snæfellinga) viðrkendi, að það í sjálfu sér hefði verið bæði gott og gagnlegt, að skipað hefði verið fyrir löngu um skipaströnd, og «að það jafnvel megi fremr gegna furðu, að jafnmikilvægt löggjaf- armálefni skuli hingað til hafa legið í þagn- argildi svo lengi, þar sem skipaströnd eins og eðlilegt er hafa átt sér svo opl stað við strendr íslands». Eigi að síðr ræðr nefndin þinginu frá að ieggja til þess, að frum- varp þelta verði að lögum gjört, og sýn- ist nefndin helst að hafa þá ástæðu fyrir tillögu sinni, «að þetta frumvarp er eitt af þeim mörgu, sem staðfestir og innsiglar ið nýmyndaða landshöfðingjadæmi, embættis- skipun, er eigi verðr annað um sagt, en að hún sé til orðin, eins og hún er, á móti vilja alþingis og innar íslensku þjóðar, land- inu til stórkostlegs kostuaðarauka, án þess þó að landsrétlindum vorum sé í neitiu veru- legu belr borgið en áðr var». Alþingi að- hyltist tillögu nefndarinnar. 7. Frumvarp það um hlunnindi fyrir sparisjóði, sem lagt var fyrir þingið, hafði dómsmálastjórnin samið útaf bænarskrá frá sparisjóðnum í Reykjavík og var stungið upp á því, að landshöfðingja veittist vald til að veita sparisjóðum hér á landi þau lilunuindi, er vér nefndum hér að framan bls. 26. Nefndin (Halldór þm. Reykv., Hallgrímr þm. Borgfirð. og Egill þm. Snæfellinga) réði alþingi til að biðja Hans Hátign Konunginn að löggilda frumvarp þelta óbreytt. Þegar málið kom til umræðu, var samþykt breyt- ingaruppástunga sú, að eigi skyldi leyfa spari- sjóðum að taka hærri lánsleigur en heimilt er öðrum fjáreigendum, en að öðru leyti var uppastunga nefndarinnar samþykt. 8. Eins og kunnugt er, hefir samkvæmt tilskipun 4. maí 1871 verið bygt hegningar- hús áfast við nýa þinghúsið hér fyrir austan bæinn. Áðr en farið verðr að nota þetta hús, þarf að kveða á um hegningu fyrir yfir- sjónir, er varðhaldsmenn þeir, er dæmdir eru í hegningarhúsið, verða sekir í. Hérum hafði dómsmálastjórnin samið frumvarp það

x

Víkverji

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkverji
https://timarit.is/publication/99

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.