Víkverji

Tölublað

Víkverji - 31.07.1873, Blaðsíða 5

Víkverji - 31.07.1873, Blaðsíða 5
57 neinu móti getr gripið fram fyrir samþykt- aratkvæði og úrskuröarvald það, sem vafa- laust ber H. II. Konunginum, og af annari hálfu er það óhugsandi, að þjóðfundr geti fengið meira vald, en alþingi hefir verið veitt í þessu máli, þar sem in einasta ástæða til þess, að vér eigi enn höfum fengið stjórn- arskrá, er, að konungr eigi hefir viljnð setja slík lög án samþykkis alþingis. VEGAGJÖRÐ HAFNFJARÐARMANNA. Einn af þeim vegum hér á suðrlandi, þar sem in mesta umferð er sumar og vetr, er vegr- inn milli Reykjavíkr og Hafnarfjarðar. lnn versti kafli af vegi þessum hefir jafnan verið stígrinn í gegnum Garðahraun. í hrauni þessu eru mjög fáar hellur, en víðast hvar eru klettaklungr hrúguð saman, og innan um þessi klungr eru djúpar lautir. Stigrinn hefir um aldr og æfi undist fram meðal kletta þessara. Hann var örmjór, svo að ferða- menn optlega hafa komist í in mestu vand- ræði, þá er þeir mættu lest í stíginum eðr lestir mættust. Um vetr fyltust allar lautir í hrauninu djúpum snjó, og varð þá hraunið alófært. Á þessuernú ráðinbót, með því að lögð hefir verið ágæt 5'/2 alinnar breið braut um þvert hraunið, og þykir oss blaðamönn- um því skyldara að geta nokkuru gjör þessa verks, sem einstakir menn hafa unnið að því án nokkurs styrks frá stjórninni eðr af alþjóðlegu fé. í desembermánuði 1871 áttu nokkrir menn í Ilafnarfirði, bændr og verslunarmenn, fund með sér, og ræddu þar, hversu helst skyldi ráða bót á vegleysi því, er væri Hafn- arfjarðar-búum öllum fremr tilfmnanlegt. Menn urðu þá sáttir á að stofna sjóð, er fyrir mætti gera góðan veg, og var þegar tekið að safna gjöfum til sjóðs þessa. Versl- unarstjóri Ziemsen í Hafnarfirði var kosinn forgöngumaðr fyrir gjafasafni, og fyrir verk- inu, er til starfa væri takandi. í vordögum í fyrra voru komnir í sjóð nær 150 rdl., og var þá á fundi, er áttr var inn 15. d. maím. f. á., einkum af livötum forgöngumannsins svo á kveðið, að þegar skyldi til starfs taka, og var verk hafið inn 21. d. maím. 1872. Vinnunni var haldið fram til ins 28. d. sept- emberm. f.á., þó eigi á hverjum degi, því að forgöngumaðr gat eigi jafnan, síst um lest- irnar, verið við vinnuna, enda vantaði stund- um vinnufólk. Als var unnið 58 daga á þessu meli, og 700 dagsverk einstakra manna; að jafnaði hafa 12 '/2 dagsverk utinin verið á hverjum vinnudegi; stundum unnu 12 menn, stundum 14 t senn. Verkiaunin voru fyrir ina bestu vinnumeun 7 á dag, fyrir iua lökustu 5 Jí á dag. Forgöngumaðr verks- ins, herra Ziemsen, kvað á stefnu vegarins, og hefir það heppnast honum að leggja mestan hlut vegarins þráðbeint, svo að nýi vegrinn er töluvert, víst minst þriðjungi styttri, en inn fyrri króka-stigr, er nú sér menjar af beggja megin vegarins. Eins skipaði herra Ziemsen fyrir, hve haga skyldi vinnunni. Formaðr verkmanna var Ólafr þor- valdsson. í byrjun verksins ætluðu menn, að hægast mundi verða að leggja veginn í lautunum og höggva hann í gegnum kletta þá, er fyrir yrðu, en brátt sást, að þetta var bæði seinlegra og kostnaðarmeira en að brúa lautirnar, og það heíir þá verið gjört síðan. Ágæta hraunsteina lil að hlaða brýr af mátti hvarvetna fá, og var 5'/3 alinnar breiðr garðr settr um þvera laut hverja, er verkmenn komu að. Á steinana var borin mold og möl, er fanst hér og hvar í hraun- inu. |>á er hætt var við vinnuna í haust, höfðu lagðir verið 560 faðmar af vcginum, og greiddir fyrir verk þetta 636 rdl. Hver faðmr af því, er gjört var ífyrra, hefirþannig kostað að öllum jafnaði 1 rdl. 13 sk., en það segir sig sjálft, að kostnaðr þessi kemr eigi jafnt niðr á hvern faðm. þá er sást, að verkið færðist vel fram, urðu menn fúsari, en áðr höfðu verið þeir, að leggja til sjóðsins. {>ó var kominn tekna- halli í sjóðinn, þá er hætt var vinnunni í fyrra. En forgöngumaðr vildi eigi láta við svo húið standa, lagði nú til af eignu fé, og tók aptr tiL starfs í vor, svo að vegrinn nær nú, eins ag vér höfum um getið, að hraun- brúninni. Nokkrar gjafir hafa og sfðan auk- ist við sjóðinn, svo að gefendr eru nú orðnir 230 tals, þeir cr gefið hafa 814 rdl., og vér

x

Víkverji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkverji
https://timarit.is/publication/99

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.