Víkverji

Tölublað

Víkverji - 07.08.1873, Blaðsíða 3

Víkverji - 07.08.1873, Blaðsíða 3
67 mcnna danska stýrimannapróf, og þcss utan þau atriði af því, sem heimtað er við ið æðra stýrimannspróf, er eigi útheimta að menn við hafi »nautical almanak and astronomical ephemeris", sem gefið er út á ári hverju i Lundúnum; greind atriði voru meðal annars þau, að finna lengd og breidd eplir kyrðar- stjörnum, gang sæ-úra og mismun þeirrafrá miðlíma i Greenwich. Próf þetta er ið fyrsta, er átt hefir verið hér á landi, og það er eptirtektavert, að það skyldi fara fram fáum dögurn eptir, að al- þingi hafði hrundið lagafrumvarpi um sjó- mannaskóla. tað hefir sannað, að vör eig- um hér á landi þann mann, er full fær er um að kenna sjómannafræði, og jafnvel meira í henni en til var ætlað í stjórnarfrumvarp- inu um sjómannaskólann; að slík kensla hæglega geti farið fram hér á landi, og að danskir menn geta prófað íslending, er eigi kann meira í dönsku, en með þarf til að skilja danskar kenslubækr, í stýrimannsfræði, og mun þetta einkum leiða þar af, að mikill partr prófs þessa eru reikningar. ALÍ’INGi 1873. VI. Tultugasla fund sinn álti þingið 29. f. m. |»á l'óru fram á- lyktarumræður í máiunum um ábyrgð fyrir eldsvoða í lleykjavíkrkaupstað og um friðuu á lagsi; í báðum þessmn málum voru nppá- stungur nefndarinnar samþyklar. þar næsl var lesið upp nefndarálitið í málinu um stofn- un lagaskóla og þetta mál rætt ið fyrra sinn. Tuttugasta og fyrsta fund sinn álli þing- ið 30. f. m. og var þar, eins og vér sögð- um í 16. tölbl voru, stjórnarbótarmálið rætt til lykta. Á luttugasta og öðrum fundi sínum, 31. f. m., ræddi þingið málið um fjárhagsreikn- inga landsins 1871—73 til lykla, og voru þær nefndaruppástungur, er vér höfum skýrt frá í 16. tbl. voru, samþyktar. Að því búnu var tekið til ályktarumræðu málið um stofn- un lagaskóla, og aðhyltist þingið einnig í þessu máli uppáslungur nefndarinnar. Á tuttugasta og þriðja fundi þingsins, 1. þ. m., var lesið upp uppkast til ávarps til konungs, cr nefnd sú, er sett var 12. f. m., sjá46. bls. hér að framan (Davíð þ.m. Skag- firð., Guðmundr þ.m. Dalam. og Benedikt þ.m. Árnes.) hafði samið. Inn 5. konung- kjörni þ.m. Pétr biskup kom þá fram með annað uppkast til ávarps og var eptir nokkr- ar umræður af ráðið að leggja þetta frum- varp lil grundvallar fyrir ávarpi þingsins og að halda annan fund máli þessu til úrslita. Á tuttugasla og fjórða fundi siiuim, 2. þ. m., samþykti þingið uppkast biskopsins til ávarps til konungs með nokkrum breyt- ingum. Nokkru síðar kom konungsfulltrúi inu í þingsalinn og gekk til sætis síns og flulli þar ræðu, sem venja hefir verið að þinglokum. Að henni lokinni stóð forseti upp og flutli aðra ræðu, og er henni var lokið, lýsti kon- ungsfulltrúi því í nafni konungs og nmboði, að alþingi vceri slitið. þá stóð upp einn þingmanna og mælti: Lengi lifi konungr vor Kristján inn níundi! og tóku allir þirigmenn undir það. Síðan gengu menn af þingi. Vér skulum nú halda fram skýrslu vorri um in einstöku málefni, er liafa verið rædd á þinginu. 11. Málið um ábyrgð fyrir húsbruna hefir lengi verið eilt ið mesta áhugamál lleyk- víkinga. Ilúsin hér í bænum eru Oest úr timbri og mjög hætt er því við, að eldsvoði, er kæmi upp í bænum, tæki yfir Oeiri en cilt hús. Bæarmenn hafa þóttst of lítið efnaðir til að stofna ábyrgðarfélag sín í milli og í úllenzkum félögum hefir ábyrgð eigi fengist nema með afarkostum, vanalega 80 sk. af hverju 100 rd. húsverðsins. I’ar af hefir leitt, að brunabótaábyrgð hefir fengist fyrir mjög fá hús hér í bænum, og að hús hafa verið talin mjög falivölt og óáreiðanleg eign. Húseigendr hafa því sjaldan getað selt hús sín með fullu verði, lán hefir eigi getað fengist gegn veði í húsum, og enginn hefir getað gjört hús hér, nema hann hafi verið svo efnnm búinn, að hann hafi getað reist þau af eignu fé. Bæarmenn hafa því opt farið þess á leyt, að hús bæarins yrðu tekin upp í eitlhvert danskt brunabótafélag, og 1863 félst alþingi á stjórnarfrumvarp um, að hús

x

Víkverji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkverji
https://timarit.is/publication/99

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.