Víkverji

Tölublað

Víkverji - 07.08.1873, Blaðsíða 7

Víkverji - 07.08.1873, Blaðsíða 7
71 vissa von mín, bera blessunarríkari ávegsti fyrir landog lýð,beldr en nokkuð annað alþing. Inn háttvirti forseti þingsins hefir í þetta skipti, sem svo opt áðr, sýnt þann framúr- skaranda dugnað í stjórn þingstarfanna og þá ágætn mannúð, mnburðarlyndi og ætt- jarðarást, er hann hefir verið svo kunnr að um alla æfi slna; hann helir á inum þremr síðustu þingum tekið svo góðan þátt í öllum störfum þingsins, sér í lagi í meðferð þess á stjórnarbótarmálinu, að honum eptir minni sannfæringu að miklu leyti sé að þakka, að þetta mál nú sé leitt til góðra lykta; eg volta honum þess vegna í landsins og þingsins nafni inar bestu þakkir fyrir alt það, sem hann í þessu máli og öðrum hetir unnið fóstrjörðunni til gagns og sóma, og einnig leyfi cg mér að kunna honum mínar bestu þakkir fyrir þá velvild og vináttu, er hann á þessu þingi eins og að undanförnu ávalt heflr auðsýnt mér í samvinnu vorri. BROT FRAKKA GEGN FISKIVEIÐALÖG- UM. Eins og kunnugt er, er það bannað útlendum flskimönnum að liafa við nokkra flskiveiði fyrir ströndum lands vors innan þeirra takmarka á sjó, þar sem landhelgi er, en það er samkvæmt inum almenna þjóðrélli 3/4 af viku sjávar, 9000 álnir, frá ströndun- um. Brot gegn þessu banni varðar 10—200 rd. sektum eptir tilskipun 12. febrúar 1872. Þegar herskipið Fylla 16. f. m. varáferð fyrir norðan landið, hitti það fyrir utan Héð- insfjörð hér um bil hálfa viku sjávar frá landi 3 frakknesk fiskiskip, Emilie af Dunquerque D. 33, form. Claeysen, Euterpe frá sama stað D. 89, form. Claeysen, og Camille frá sama stað D. 14, form. Messen, og voru öll skip- in að reyna að komast svo fljótt sem verða mátti frálandi, þar sem þau höfðu séð gufu- skipið; en vindr var mjög litill. Herskipið náði skipunum um nón og sendi foringinn, skipstjóri Gjödesen, undir eins 2 báta frá borði til þess að rannsaka, hvort skipin höfðu fiskað innan landhelgi. Formaðr Messen (D 14) meðgekk þegar, er hermenn komu á skip hans, að hann hefði brotið gegn fiskilögun- um. Formaðr Claeysen(D. 33) þrætti þar á móti fyrir, að hann hefði fiskað innan land- helgistakmarka, og bar fyrir sig, að undir- straumr sá, sem var, hefði fært skip hans inn að landi á móti vilja hans. Hermenn fóru nú að skygnast um á skipinu og und- irforingi Normann, er stýrði förinni, var þá var við tnnnu, er stóð á þilfarinu með verk- aðan fisk. Hann gekk að henni, þreif nokkra verkaða fiska upp af tnnnunni og kom þá fram undir þeim töluvert af lifandi fiski, er auðsjáanlega var nýveiddr, og sannaðist þann- ig, að Claeysen hafði við haft ólöglega veiði. Eins gálu hermenn sannað upp á bróður hans formanninn á skipinu D. 89, að þetta skip hafði brotið í mót veiðilögunum, og mun nú verða gjör gangskör að því, að allir þessir fiskiskipaformenn verði sektaðir, þegar þeir koma heim, og munu þá bræðurnir Claeysen verða harðara úti en Messen, þar sem þessi þegar gekkst við brotinu, en hinir vildu þræta fyrir. Með þessari frásögn höfum vér viljað sýna löndum vorum, hverjum örðugleikum það er bundið fyrir berskip að sanna brot gegn veiðilögum. Herskipið er svo einkenni- legt, að fiskimenn í mikilli fjarlægð hæglega verða varir við það, og geta fyrir því í tækan tíma hætt við vciði sína auk þess, að þeir opt, þegar nokkur gola er, geta komist út úr landhelgi, áðr en herskipið, þótt það hafi gufu, geti náð þeim. Fiskimenn eiga því optast hægt með að neita fyrir herskipa- mönnum, að þeir hafi brotið gegn lögunum, og það mun ósjaldan hafa hepnast fyrir þá að komast hjá hegningu með slíkri neitun. Öllu hægara er það fyrir þá, sem eru í landi að sanna brotið gegn veiðilögum upp á út- lend fiskiskip. I’egar skip fer að fiska of nálægt landi, ætti hreppstjóri eðr.prestr eðr einhver góðr bóndi að fara út að skipinu, nefna votta að því, að skipið fiskaði, og skrifa upp bókstaf þann og tölu þá, er máluð eru á skipinu ásamt nafni skipsins og heimilisstað, ef þetta líka sést á skipinu, en eigi þarf nema bókstafs og tölu til þess að vita, hver brotlegr hefir verið. í*ar eptir ætti að taka nákvæmlega eptir, hve lengi skipið var innan landhelgi, og hvort það fiskaði nokkuð að

x

Víkverji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkverji
https://timarit.is/publication/99

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.