Víkverji - 07.08.1873, Blaðsíða 5
69
laun forstöðumanns . IGOOrd.
— 2 yfirdómara sem
aðstoðarmanna . 800 —
til bókakaupa og húsa-
leigu m. fl. . . . _600— 3Q00rd.
þótti of mikill. Síðan vér fengum vorn eig-
inn sjóð hefir stjórninni eigi þótt svo brýn
nauðsyn á þessari stofnun, að nauðsynlegt
væri að koma henni upp fyrr en alþingi hefði
fengið fjárforræði (sjá Alþ.tíð 1871 bls. 17.
— 18. og bls. 205) enda nnin efasamt, hvort
lagaskólinn yrði eigi talsvert dýrari, en á er
ællað — in árlegu útgjöld til prestaskólans
eru nú liðugar 6000 rd.
Nú kom til þingsins bænarskrá frá 12
eldri og yngri íslendingum í Kaupmannahöfn
um að stofnaðr verði ið bráðasta á landsins
kostnað kensluskóli handa íslenzknm lögfræð-
ingaefnum, og réði nefnd sú, er þingið setli
í málinu (Benedikt þm. Árnes., Páll þingm.
Húnvetn., Jón þm. S. I’ingey.) þinginu til að
beiðast þess, að Hans Hátign Konungrinn
allramildilegast skipi svo fyrir, að lagaskóli
handa íslenskum lögfræðingum komist á sem
allra fyrst samkvæmt konunglegri auglýsing
til alþingis dags. 8. júní 1863, að undir-
stöðuatriði þau í fyrirkomulagi á þessum
skóla, sem um er rætt í bréfi kirkju- og
kennslustjórnarinnar í Kaupmannahöfn til
stiptamtmannsius yfir íslandi, dags. 28. des
1863 verði fyrst um sinn látin gilda fyrir
skólann, og að kostnaðrinn til skólans verði
í bráð greiddr af því fé landssjóðsins, sem
látið hefir verið renna inn í inn svo kall-
aða hjálparsjóð fyrir ísland.
14. Uppkast það til ávarps til konungs,
sem biskupinn lagði fyrir þingið og sem það
aðhylltist, segir svo:
Allramildasti konungr!
Um leið og alþingi íslendinga lýkr störf-
um sínum í síðasta skipti áðr en nýar kosn-
ingar fara fram, finnr það hjá sér sterka
innvortis hvöt til að senda Yðar Konúnglegu
Hátign þetta þegnlega ávarp til þess á hátíð-
legan hátt að yfirlýsa þeirri lotningu, sem
það ber fyrir Y. K. H. og því trausti til Y.
K. H. sem það er gagntekið af.
I hjörtum vorum býr sú lifandi sannfær-
ing, að Y. K. H. vilji veg og frama allra
þegna Yðvarra, eins vor íslendinga sem ann-
ara, og þessi sannfæring styðst við þá yfir-
lýsingu, sem Y. K. H. ailramildilegast hefir
þóknast að gjöra við byrjun ríkisstjórnar Yð-
ar í opnu bréfi dagsettu 22. Febr. 1864, þar
sem Y. K. H. allramildilegast heitir þvi með
berum orðum, að sýna öllum þegnum Yðar
sama réttlæti og sömu mildi.
Traustið á þessum heityrðum hefir einn-
ig veitt þiuginu djörfung til að þessu sinni
að bera þegtilegar frelsisbænir sínar fram
fyrir Yðar Hátign.
Allramildasti konungur!
Saga vor á inum liðnu öldum frá því, er
landið fyrst bygðist, sem að ári eru 1000
ár, sýnir Ijóslega, að það er frelsið, sem hefir
veitt þjóð vorri fjör og afi, fylgi og framtak
í öllum greinum, en að það er ánauð og ó-
frelsi, sem heflr deyft hana og kúgað, og vér
ölum þá öruggu von, að Y. K. H. veiti oss
þau réttindi og það frelsi, sem eiga rót sína
í eðli og ásigkomulagi þjóðernis vors að
fornu og nýu, og miða til að efla það og
styrkja.
Þessari öruggu von látum vér verða sam-
fara þá allra undirgefnustu ósk vora, að Y.
K. H. allramildilegast þóknist hið allrafyrsta
ske kann, að afneina það ófullkomna og ó-
eðlilega stjórnarástand, sem nú er hér á landi
og sem nálega allr landslýðr hér leynilega
og opinberlega hefir lýst óánægju sinni yiir,
en fyrirskipa aptr þá landsstjórn, sem hag-
feld væri og samboðin þjóðerni voru og sér-
staklegu ásigkomulagi þessa lands.
Þessa ósk sína hefir þingið dirfst að fram-
bera í þegnlegri bænarskrá um stjórnarbót,
sem þingið leyfir sér að senda Y. K. H. og
vonum vér, að Y. K. H. sjái af henni, hví-
líkt áhugamál þetta er fyrir landið, þar sem
þingið nálega í einu hljóði hefir beiðst þess,
að, ef Y. H. ekki þóknaðist að staðfesta það
frumvarp til stjórnarskrár íslands, sem það
hefir samið, eins og það liggr fyrir, Y. K. H.
þáallramildilegast mætti þóknastaðgefa íslandi
að ári komanda þá stjórnarskrá, er veiti al-
þingi fullt löggjafarvald og fjárforræði, og sé
að öðru leyti svo frjálsleg, sem framast er