Víkverji - 16.10.1873, Blaðsíða 1
‘1 fgreiddust.ofa « Vík-
verja» er í hxísi Teits
dýralœkn. Finnboga-
sonar. Verð b/aðs-
ins er 8 mr/t um árið,
2 mrk utn ársfjórð.
i
« Víkverji» kemr xit á
hverjum virltum
firntudegi. Borgun
fyrir augtýsingar
4 /3 fyrir smáletrs-
Unu eðr viðlíkt rúm.
lst»(3ag innar 26tu viku sumars, j Vilja guðs, oss og vorri þjóð 1. ár, 2. arsljórðnngr,
fimtud. 16. dag októbermán. Ivinnum, á meðan hrœrist blóð. 29.—30. tölublað.
Kaupmannahöfn, 26. sept. 1873.
Um miðjan þennan mánuð fóru inar síð-
ustu varðsveitir Prússa burt úr landareign
FmkJta, og var «Verdun» in síðasta borg, er
Prússar höfðu varðsveit í, en rétt áðr en
þeir áttu að fara úr borginni, kváðu þeir
upp með, aðþeir færu ekki burt fyr, en þeim
væri borguð I millíón franka (her um bil
310,000 rd.) fyrir að liafa haft póststjórn á
hendi í borginni, og borgaði frakkneska
stjórnin þegar þessa peninga til þess að
afstýra óeirðum af hendi borgarlyðsins. Var
tnikill fögnuðr um alt Frakkland yflr lausn
landsins við inar prússnesku varðs veitir.
Ríkisforsetinn á Frakklandi er nú sem stendr
Mac Mahon, og vita menn eigi gjörla, í
hvaða stefnu stjórnviska hans gengr, en eins
og kunnugt er, eru þrír stjórnarflokkar þar
í landi, þ. e. lýðstjórnarmenn, Bonapartistar
og Legitimistar, og áltta inir síðast töldu, að
ríkisforsetinn sé þeim hliðholir. Að öðrn
leyti eru þaðan fáar fréltir, nema að meðal
Frakka og ltala er risinn nokkur kurr út af
páfanum og áformum Victors Emanúels að.
ónýta algjörlega þýðingu páfans í stjórnar-
efnum.
í Spaníu eru óeirðir miklar; en að nafn-
inu til er það nú sem stendr talið iýðstjórn-
arríki, og er Castelar nú í broddi stjórnar-
innar; kom hann í stað Salmerons, er áðr
var; en sú sljórn mun nokkuð á völtum fót-
um. Flokkar Karlista, þótt að höfðatölunni
nokkuð minni en stjórnarflokkrinn, vinna þó
æ meira og meira land undir sig, og hafa
þeir nýlega náð Estella, höfuðborginni í Na-
varra. Stjórnin í Madrid hefir fyrirskömmu
tekið það ráð, að leggja fyrir Cortes (þ. e.
þingið) frumvarp, er leyfði stjórninni að kalla
saman alt hjálparliðið og taka töluvert pen-
ingalán.
Frá Italíu er fátt annað að segja', en að
Victor Emanúel um miðjan þennan mánuð
tók sér ferð á hendr til Vínarborgar og það-
an til Berlínar, og hafa menn lagt þá þýð-
ingu í þetta, að þótt hann sé sjálfr velviljaðr
Frökkum, mnni ferðin vera stofnuð til þess,
að vingast aptr við Austrríkismenn, en milli
þeirra og ltala heflr verið fæð mikil, síðan
Italir náðu undan þeitn í sameiningu við
Prússa t síðustu styrjöld Lombardíu og Ve-
nedig.
Eins og kunnugt mun vera, hefir í sum-
ar í Vínarborg verið almenn heimssýning, og
hafa gripir verið sendir þangað því nær frá
öllum þjóðum, og hefir þar verið fjarska-
gestkvæmt, þrátt fyrir það, að kólerusóttin
hefir sýnt sig þar um stundarsakir.
Af Pýskalandi er lítið að segja. Prúss-
ar og Bismark trúa eigi friðnum vel, og eru
alt af að víggirða borgir sínar einkum á
vestrtakmörkunuin. Málasókn gegn inum
katólsku biskupum og erkibiskupum afhendi
innar prússnesku stjórnar er enn fram haldið,
og er stjórnin fastráðin í, að neyða þá til
hlýðni við sig, og mun Bismark alment ekki
velviljaðr Jesúítum og katólskura mönnum.
Á Englandi hefir nú alllengi verið talað
um, að gjöra út herlið til Aschanti á vestr-
slrönd Afríku, og hefir nú í byrjun þessa
inánaðar verið afráðið að gjöra gangskör að
því, og á herliðið í síðasta lagi að vera til-
búið í byrjun júním. 1874, en ekki er þó
enn alveg útgjört um, hvort við hafa skuli
eingöngu innlent herlið, eða hvort þurfa muni
að senda þangað einnig nokkurn liðstyrk frá
Englandi.
Hér á norðrlöndum er að mestu við-
burðalaust. Skal þess getið, að inn prúss-
neski konungssonr, Friðrik Vilhjálmr tók
sér ferð á hendr til Kristianíu og Stokkhólms
113