Víkverji

Tölublað

Víkverji - 16.10.1873, Blaðsíða 2

Víkverji - 16.10.1873, Blaðsíða 2
í byrjun fyrra mánaðar, og kom liann 4 heiin- leiðinni við hér í Kaupmannahöfn, Skáldið Björnstjerne Björnsson er nú kominn suðr til Rómaborgar, og er mælt, að hann sé al- fluttr þangað um hrtð. í Helsingborg og Höganes á Skáni hefir nú í sumar geysað mjög skæð kólera, en nú er hún að mestu hætt. Til Kaupmannahafn- ar hefir hún enn ekki komið, þrált fyrir að hún hefir verið hér alt umhverfis með fram Austrsjónum. ■Veðráttufar hefir verið hér mjög stirt, kalt og rigningasamt, og horflr eigi vel til nm kornuppskeruna. Shahen af Persíu er nú kominn heim aptr af ferð sinni hér um norðrálfuna, og kom hann á heimleiðinni til Miklagarðs, og var honum þar vel fagnað af Tyrkjasoldáni. Mælt er að hann hafi látið mjög vel af ferð sinni. Eitt ið fyrsta verk hans, er hann var heim kominn, var að hann setti stórvesir sinn af völdum. Frá Ameríku hefir það frétst að nú fvrir skömmu hafi orðið aptr stór húsbruni í Chi- khago, en það hafi þó brátt tekizt að slökkva etdinn. Núna um ina síðustu daga hefir i Newyork verið mikil peningaekla, og hafa margir stórir bankar orðið gjaldþrota, en sumir hafa stöðvað útborganir sínar, og hefir þetta haft mjög mikil áhrif á peningaviðskipti manna um alla Norðrameríku, og til þess að nokkru að ráða bót á þessu, liefir stjórnin keypt upp veðskuldabréf fyrir 12 millíónir «Dollars». ÞJÓÐHÁTÍÐIN ÁÐ ÁRI. Eins og vér höfum sagt í skýrslum vorum um fingvalla- fundinn og prestamótið, var það falið biskupi á hendr að færa ávarp, er Þingvallafundrinn hafði samið um, að guðþjónuslugjörð yrði haldin um land alt ákveðinn dag sumarið 1874 í minningu 1000 ára byggingu lands- ins fram fyrir konung. Hans hátign konurigrinn hefir nú 8. f. m. allramildilegast fallist á, að haldin verði opiuber guðsþjónustugjörð á öllu íslandi árið 1874 í minníngu þess, að ísland þá hefir veriðbygt f þúsund ár, að guðsþjónustugjörð þessi skuli fram fara í öllum aðalkirkjum landsins í lok júiímánaðar eöa f byrjun á- gústmánaðar, á þeim sunnudegi, sem bisk- npinn nákvæmar til tekr, en f aukakirkjum næsta sunnudag eða næstu sunnudaga eptir, og að biskupinum sé falið á hendr að ákveða texla þann, sem leggja skuli út af við téða guðsþjónustugjörð, og að gjöra þær ráðstaf- anir, sem að öðru leyli með þarf f tilefrii af þesSu. BÖÐCN Á SAUÐFÉ. Við skýrslu vora nm fjárlækningar f Mosfellsveit f fyrra get- um vér aukið þvf, að á bæ einum, þar er baðað var 3var sinnum, taldi bóndinn útlát sín til meðala 8 sk. fyrir hverja kind, og get- um vér sagt, að sé réttlega með baðið farið, er hér vel í lagt með kostnaðinn. í vor þá maðr þessi vóg ull sína, hafði hann að rneð- altali fengið 8 lóð meiri nll af hverri skepnu, en hann varvanrað fá. Ýmsar orsakir gela verið til þess, að ullin verðr meiri á þvf fé, er baðað er, en á því, er eigi er þvegið. Bæði er það, að ullin sprettr betr fyrir baðið, enda reytir kindin sig miklu síðr, er hún hefir böðuð verið. í stuttn máli að segja, er enginn efi á því, að það væri in mesta framför í sauðfjárrækt vorri, ef hver bóndi léti baða eðr bera vel í alt sauðfé sitt haust og vor, eðr að minsta kosti einn sinni á vetri. Erlendis, t. a. m. áJótlandi, er þvottr a fé úr völskueitrs-lög næsta almeunr; en af því að völskueitrið er mjög banvænt, þá er lögboðið, að fjárböðun þessi megi eigi fram fara, nema undir umsjón dýralæknis. Völskueitrsbaðið getr því, eptir því sem nú til hagar, eigi orðið alment hér á landi. Það er sannreynt, að inu ivalsiski baðlögr, er mest megnis hefir verið víð hafðr við kláða- lækningar hér, hefir góð áhrifá ullarvöxtinn, og þólt hann sé nokkuð dýr, þá borgar það sig þó vel að baða heilbrigt fé úr honum, svo sem sýnir dæmi það, er vér höfum til greint hér að framan úr Mosfellssveit. Menn eru nú orðnir svo vanir, að baða úr wals- legi, að vér ætlum þarfleysu að fara fleirum orðum þar um. í'á er eitt baðlyf, er vér vildum benda mönnumá; það er bæði ódýrt, og að voru áliti ágætt til að varna óþrifum, bæta ullarvöxt, ogjafnvel til að vernda sauð-

x

Víkverji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkverji
https://timarit.is/publication/99

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.