Víkverji

Tölublað

Víkverji - 28.03.1874, Blaðsíða 4

Víkverji - 28.03.1874, Blaðsíða 4
63 varð veðráttan mildari, nokltrir góðviðrisdagar og ldotar komu, ogjörðkom upp til góðs léttisástöku stað; en inn 22. gjörði sunnan ofviðrisblota, og síð- an kom fannfergja in mesta af útsuðri í tvo sólar- hringa að kalla, svo heita mátti ókleyft að komast milli bæa. Inn 26. brá til landsunnan hlýviðris, í dag or útsynningr. Loptþyngd inn 27. 261 11 + 10; meðalloptþyngd um mán. 27!1 9. Meðaltalhita og kulda 4° K. Heyþröng er orðin talsverð, og verðr að neyð, komi ekki bati bráðum, enda vænta menn hans nú staðfastlega, einkum, þó ekki verði fyr en með jafndægra-straumunum. Inn 9. febr. vottaði fyrir linmerki, þá sást hér sól í „úlfakreppu“ um hádegisbil. Sú varð rannin 1822 og 1866, það veit eg upp á víst. Samanbr. „Atli“ blaðsíðu 153 neðst Kh. 1834*. Heilsufar fólks hefir verið með besta móti um þessar sveitir. Fénaðarhöld hafa og svo verið góð; að eins á stöku bæ hefir borið á lungnasótt og bráðapest, það nokkru nemr. — Undir jökli ersagðr fiskr fyrir, þegar gefr. Að sögn var fólk þarkomið í mestu bjargarþröng, þegar útróðrarmenn komu,og fór að fiskast. Við Clausens og Rickters verslanir í Stykkishólmi fást enn nú helstu nauðsynjar. Nú mun fastráðið að verslun Halafélagsins byri í Stykk- iskólmi á komanda vori. — AÐ AUSTAN. Reyðai-firði 25. jan. 1874. Hér hefir verið mjög vond tíð að heita má síðan í sept- ember f. á. og það svo, að menn muna varla aðra eins síðan helmingavetr og livíti vetr voru, og var þessi tíð einnig hér boðuð í haust of óvanalega mörgum snjótitlingum. Jieir sem komu yfir fjöll segja hafþök hér út af fjörðum af kafís; 12. og 13. þ. m. voru hér fjarskaleg veðr, mátti lieita „orkan“ á norð- ah, 15° R. frost og snjókoma áköf svo ekki sást milli húsa. I>á fuku á Berufjarðarströnd 2 ldrkjur Derunes- og Berufjarðarkirkja, þær voru reyndar orðnar fomfálegar, enda munuþær vera í molum, önnur klukkan fanst upp í fjalli, hin er ófundin enn; á Seyðisfirði skemdist mikið hærsta hús ins norska fiskifélags; í Alptafirði fentifé að mun eptir því sem sagt er, og þogar seinast fréttist var á ein- um bæ búið að grafa úr fönn um 20 fjár dautt. A bráðapestinni hefir borið, en það er samt ekki rajög mikið enn. Heimakoma hefir stungið sér niðr nokkuð víða í haust annars hefir heilsufar verið heldr gott. í dag kom bóndiúr MjóafirÖi, hanu sagðiþrjáís- birni komna á land þar. Um morguninn, þegar komið var á fætr, lá einn í hjalli Hjálmars hreppstjóra á Brekku, og tók sér dúr eptir að hafa fengið sér góða snæðingu af skötu og öðru sælgæti, annar sást á leiðinni upp í hérað. Ganga hér nú miklar kerl- 1) Skær og fagr hringr kiingum sólina um mið- degi í björtu veðri, og standi úlfar skærir sem ljós í þeim hringi, sólin líka skær innan í hringnum, þýðir ætíð veðráttu góða eg mjúka. ingasögur um þessa bimi, og ekki hefir heyrst, að neinn þeirra sé unnin enn. — Fljótsdalshéraði 6. janúar 1874. Hausttíðin var mjög óstilt og notaðist eigi afli í fjörðum, þó hann væri til. 10. okt. gerði foraðsveðr mikið af hafaustri með stórrigningu á láglendi en snjókyngjum á fjöllum niðr að byggðum og ofan í byggðir sem hærst lágu, svo fé fennti þar einkum á Jökuldal og alstaðar á Qöllum uppi meira og minna af því, sem óheimt var. Eptir það voru jafnan frost. Onýttist mörg haust- verk og varð eigi gert að húsum. 1. nóvember gerði annað foraðsveðr og varð mjög víða jarðlaust eða jarðlítið. Seint í nóvember gerði staðviðri og smá- þýður, sem bættu haga þar sem áðr var eigi nema svellstorka. Síðan hafa ýmist verið biljir, en litlar snjókomur, ýmist frost ýmist þýðustundir, og optar verið hagar; í bestu sveitum og víðar nærri sjó, þar sem rignt hefir af í krapaveðrum. í sum- um sveitum má kalla að fé hafi staðið að síð- an fyrir vetr, t. a. m. á Efra Jökuldal. 17. des- ember var þýðu rosi, en hljóp í vestansvip um nóttina með frosti og svo miklu aflveðri að hér koma sjaldan slík — þá tók upp skip og braut, sumstaðar þar sem slíkt hefir eigi fyrr orðið um fjölda ára. |>á tók nýtt þak af Liverpoolsbúð við Soiðisfjörð, hjall og timbrhús lítið þar í sveit. Haustverzlun var hér allgóð og fé í háu verði: kjöt 8—10 mörk, mör 18 sk., g<rrur 7—10 mörk, rúgr 10 rdl. eða 11, kaffi 48 sk. Ull hyít (óþvegin haustidl) 36- 14 sk. Menn urðu að láta æði margt fé í kaupstað, því eigi komu Englendingar að kaupa fé á fæti, en búnaðr er hér eigi kominn svo langt, að ullin ein af fénu og tólgr á haustum hrökkvi til nauðsynja-kaupa. Erfitt hefir og verið að fá silfr, og mun svo lengst verða nema við getum selt kvikfénað okkar á fæti við silfri. En þá ættum við að flytja hann sjálfir til útlanda. Um innlenda verzlunartilraun okkar hér í Gránufélagi verðr enn lítið sagt; hún er enn í bamdómi, getr blessast vel, ef við förum hægt og hyggilega að ráði okkar. Yeikindi eru hér engin almenn — helst er hér að breiðast út bólgusóttin illa sunnlenska, hún gerir marga verklausa og lengi vesala, drep.r held eg suma einkum ef hún færist að inum yeg-- legri líffærum. Víðast leggsthún hér helst að hálsi og höfði og handleggjum. — LEIÐRÉTTING. í 55.—56. tölubl. Víkverja hér á undan, þar sem getið er meðalverðs í verð- lagsskrám vestramtsms 1874—75, þarf að leiðrétta þannig: Aptan yið ísafjarðarsýslu bætist: og ísa- fjarðarkaupstað. í staöinn fyrir Mýra og Hnappa- dalss. á að lesa: MyVa, Snœfellsnes og llnappa- dals og Dala-sgslur. lítgefendr; nokkrir menn í lleykjavík. Ábyrgðarmaðr: Páll Melsteð. Prentaðr í preutsmiðju Llands. Einar þórðarson.

x

Víkverji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkverji
https://timarit.is/publication/99

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.