Alþýðublaðið - 09.04.1960, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 09.04.1960, Blaðsíða 5
Framhald af. 1. síðu. um um frekari stækkun fisk- veiSiIögsögunnar. Að öðru leyti verði fulltrú- um íslands á ráðstefnunni fal ið að taka ákvörðun um af- stöðu til einstakra tillagna og að bera sjálfir fr'am tillögur eftir því, sem þeir meta að gagni bezt hagsmunum fs- lands og ofangreindu aðalsjón armiði. GENF, 8. apríl. EE FUNDGR hófst á Iand- helgisráðstefnunni í Genf í ínorgun lögðu B:andaríkin og Kanada fram tillögu til mála- miðlunar um landhelgi og fisk- veiðilögsögu. Dean, fulltrúi Bandaríkj- anna og Drew, fulltrúi Kanada fylgdu báðir tillögunni úr hlaði. Tillagan er í stuttu máli þann- íg: Landhelgi skal vera sex sjó- mílur og að auki sex mílna fisk veiðilögsaga þar, sem strandríki liafa einkarétt til veiða. En ríki, sem stundað hafa veiðar á þessu viðbótarbelti fimm ár fyrir 1948 skulu hafa rétt til veiða þar áfram næstu tíu ár, frá 31. oktaber 1960 tíl 31. október i 1970. Að þeim tíma liðnum Siafa strandríkin einkarétt til Veiða á viðbótarbeltinu. Arthur H. Dean, fuUtrúi Bandaríkjanna sagði í sinni ræðu, að þessi tillaga'væri mik- ill afsláttur frá fyrri sjónar- imiðum beggja aðila, Banda- ríkjamanna og Kanadamanna. Bandaríkin hefðu viljað áfram- haldanjdi rétt til fiskveiða á viðbótarbeltinu fyrir ríki, sem stundað hefðu þar veiðar frá Brezka fordæmir LONDON, 8. apríl (NTB). — Neðri málstofa brezka þingsins samþykkti í dag einróma til- lögu frá einum þingmanni, þar sem hörmuð er kynþáttastefna stjórnarinnar í Suður-Afríku. Tillagan var flutt af Verka- mannaflokksþingmanninum iíohn Stonehouse ög segir í Iienni að þingið skori á hvíta jtnenn f Suður-Afríku að v'ður- kenna, að apartheit-stefnan sé vitfirring og ganga verði til samninga við blökkuménn um aukin réttindi þeirra, áður en það verði of seint. Það sé brjál- seði að ætla að halda niðri 11 inilljónum manaa með ógnar- verkum og fjöldamorðum. 1953—’58, en Kanadamjenn hefðu lagt til að strandríki fengju þegar í stað einkarétt- indi. Dean kvað Hafréttarráðstefn una 1958 og eins yfirstandandi ráðstefnu hafa hreinsað and- rúmsloftið og gert málamiðluii mögulega. „Ég tel að hægt að fá tvo þriðju anna á þessari ráðstefnu til þess að samþykkja 12 mílna land- helgi_ Hin nýja tillaga Banda- ríkjanna og Kanada mætir ikröf um strandríkja um fiskveiðar strandríkja og verndar um leið veiðar þjóða á fjarlægum mið- um, og gerir þeim kleift að sam þýðast breyttum aðstæðum“. Drew, fulltrúi Kanada sagði að tíu ára frestur á því að strandríki fái alger umráð yfir sex mílna viðbótarbelti, væri hið mesta, sem Kanada gæti fallist á. Dean sagði að þegar um sér- stakar aðstæður værj að ræða eða þegar ríki ætti allt undir fiskveiðum yrði að taka tillit til þess og yrði ráðstefnan að taka vinsamlega afstöðu til slíkra aðstæðna. A blaðamaUnafundi í dag, sagði Dean, að 50 prósent líkur væru fyrir því að tillaga Banda ríkjanna og Kanada mundi hljóta tilskilinn meirihluta, tvo þriðju hluta atkvæða á ráð- stefnunni. Hann sagði að mála- miðlunarfillagan kvæði ekki á um neina takmörkun á fiskveið um á sex mílna viðbótarbeltinu utan landhelginnar, en slíkt yrði að gera með samningum ríkja á milli. Á síðdegisfundi lagðist full- trúi Rúmeníu mjög gegn'hinni nýju tillögu Bandaríkjanna og Kanada. Fulltrúi Sovétríkjanna var á mælendaskrá í dag en talaði ekki og er búist við að hann hafi viljað athuga mála- miðlunartillöguna nánar. Lík- legt þykir, að Sovétríkin taki tillögu sína aftur en greiði at- kvæði með 16-ríkja tillögunni. Brezku blöðin telja það mik- ið áfall fyrir fiskiðmað Breta ef söguréttur verður aðeins látinn gilda í 10 ár. Daily Telegraph segir að Sennilegt sé, að stjórnin verði að styðja fiskiðnaðinn á þessu tímabili og Bretar muni fá verri fisk enda sé bezti fiskurinn á grunnmiðum. Blaðið telur til- lögu íslendinga stefna að því að fá yfirráð yfir öllu landgrunn inu. Fyrir nokkru var samþykkt að ráðstefnunni skyldi Ijúka 22. apríl og ekki síðar en 25. apríl. í dag var samþykkt að Ijúka henni í síðasta lagi 27. apríl. Næsti fundur ráðstefnunnar verður á mánudag og. hef jast þá umræður um framkomnar til- lögur. EFTIR blóðbaðið í Sharp- ville og ðrum borgum Suð ur-Afríku undanfarnar vikur, hefur stjórn Ver- woerds skipað herliði að vera á verði um öll borg- arhverfi blökkumanna og ógna hinum fnðsömu mót mælagöngum þeirra gegn hinum hötuðu vegabréf- um. Einnig hefur verið gripið til þess ráðs að láta þotur fljúga lágt yfir mannfjöldanum. - Mynd- in sýnir hermenn á verði iiiiiiiiiiiiHiiliiiliiiiiliiiiiHiiiiiiiriiiíiiiiiiiilliiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiirmiiu iiiitiiiiiiiiiimmiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimimiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimu HÖFÐABORG, 8. apríl (NTB).' — f birtingu í morgun hóf lög-; reglan í Suður-Afríku í annað sinn á stuttum tíma handtökur ýmíssa manna, sem andvígir ■ eru kynþáttastefnu hennar. Samkvæmt bráðabirgðaupplýs- ingum hafa 100 menn verið handteknir þar í landi í dag. Eru þeir af öllum kynþáttum. í dag staðfestí landstjórinn lög, iwwwwwwwwwmwww; Talvann biðskákina ELLEFTA skákin í ein- vígi Botvinniks og Tals var tefld til úrslita í gær. Eins og áður hefur verið sagt frá í blaðinu, — fór skákin í bið í flókihni stöðu í fyrradag. Skömmu eftir að tekið var til við biðskákina fórn aði Tal biskupi fyrir tv«T peð. Leiddi sú leið að lok- um til sigurs og varð heimsmeistarinn að gefast upp í 72. l'eik. Tal hefur nú hlótið 614 vinning, en Botvinnik 4%. Tólfta skákin verður tefld í dag. sem samþykkt voru á þingi fyrir nokkrum dögum þar sem öll samtök blökkumanna eru bönnuð. Daff Hammarkjöld, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, sagði í viðtali við blaða- menn í New York í dag, að hann væri reiðubúinn að ræða við fulltrúa ríkisstjórnar Suð- ur-Afríku um ástandið þar, Hann sagði að samþykkt Örygg isráðsins frá 1. apríl þar sem. fordæmd er kynþáttastefna Suður-Afríkustjórnar, bryíi ekki í bág við stofnskrá Sam- einuðu þjóðanna. Ógnaröldin * Suður-Afríku væri alþjóðlegt vandamál, sem snerti alla menn. Rússar vilja st í Genf Washingfon, 8. apríl. (NTB). CHRÍSTIAN HERTER, utan- ríkisráoherra USA, sagði á blaðamatihafundi í dag, að svO liti út, sem Rússar vildu fá sex vikna frest á viðræðum um af- vopnun og mundu þeir senni- lega fara íram á frest frá 1. maí n. k. Herter kvaðst vera undr- andi á þessari afstöðu Rússa og taldi hana standa í sambandi við þ!að, að Krútsjov ætlaði sér að Ieggja fram nýjar afvopnun- artillögur er fundur æðstu manna hefst 16. maí. Herter kvað Bandaríkjastjórn ekki vera andvíga frestun á afvopnunarviðræðunum. j Friðrik i 3.-4. sæti EFTIR sex umferðir em þessif efstir á skákmótinu í Mar del Plata: 1. Spassky 6 vinninga. 2. Fischer 5 vinninga, 3. -4. Friðrik o2 Letelier ' (Chile) 4Vz vinning. > Alþýðublaðið — 9. apríl 1960

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.