Alþýðublaðið - 30.04.1960, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 30.04.1960, Qupperneq 2
 G'tgefandi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ingólfur Kristjánsson. — Ritstjórar: Gisli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fulltrúar Ettstjórnar: Sigvaldi Hjálmarsson og Indriði G. Þorsteinsson. — Fréttastjóri: Cjörgvin Guðmundsson. — Símar: 14900 — 14902 — 14 903. Auglýsingasími: Í4906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfis- Cata 8—10. — Áskriftargjald: kr. 45,00 á mánuðj t lausasölu kr. 3,00 eint. SU • .r/V efoe ff ® Þjoövnjinn pegir ÞAÐ hefur ríkt þögn um skattamál í Þjóðviljan um siðustu daga. Þessi þögn hófst, þegar Alþýðu blaðið veitti lesendum sínum nokkrar upplýsingar um skattamál helztu brodda kommúnista, og verð ur þögnin ekki skilin öðru vísi en sem játning á j/éttmæti þeirra upplýsinga. Alþýðublaðið upplýsti, að helztu forustumenn kommúnista í Reykjavík greiddu grunsamlega ' lágan tekjuskatt. Var af því augljóst, að þeir gæfu ekkert upp nema nokkra bitlinga, sem ekki er hægt 1 að svíkja undan. Sumir þeirra telja skattayfirvöld- 1 um trú um, að þeir hafi svo lágar tekjur, að það l væri brot á samningum viðkomandi stéttarfélaga, ! ef satt væri. Það var einnig upplýst, að kommúnistaflokk- urinn og fyrirtæki hans greiða allmörgum mönn- ' um laun, en þessi laun virðast, ef dæma rná eftir j álögðum tekjuskatti, ekki vera gefin upp. Að gefnu f þessu tilefni var varpað fram þeirri spurningu, 1 javort kommúnistaflokkurinn væri skattsvika- { fyrirtæki. Og Þjóðviljinn þegir. íslenzk þátttaka AÐALFIMDUR Flugmálafé- lags íslands var haldinn þriðju- daginn 26. þ.m. í Oddfellow- húsinu. Formaður prófessor Alexand er Jóhannesson flutti skýrslu stjórnar, en merkasti atburður ársins var 40. afmæli flugsins hér á landi, sem Flugmálafél. minntist hér, eins og áður hef- ur verið skýrt frá í útvarpi og blöðum. Þá gat formaður þess að fjárhagur félagsins hefði ekki, um árabil, verið eins góð- ur sem nú. Á þessu ári verður haldið heimsmeistaramót í svifflugi við Köln í Þýzkalandi, og var ákveðið að taka þátt í því af íslands hálfu, og verður þátt- takandi Þóhallur Filippusson núverandi íslandsmeistarj f þessari grein. Tveir brautryðjendur, þeir Björn Pálsson, sem um 10 ára skeið hefur stundað sjúkraflug, svo sem þjóðinni er kunnugt, og Sigurður Jónsson hinn fyrsti atvinnuflugmaður hér á landi, voru sæmdir gullmerkjum fé- lagsins. Formaður baðst eindregið undan endurkosningu, en fund armenn hylltu hann fyrir störf hans í þágu félagsins og störf hans í þágu íslenzkra flugmála. Formaður fyrir næsta ár var kosinn Baldvin Jónsson, hæsta- réttarlögmaður. Þeir Páll Mel- sted, forstjóri og Björn Br. NÝLEGA var stofnuð hér í Reykjavík skátasveit fyr'r fötl- uð börn. Að stofnun sveitarinn- iar standa Skátafélögin í Reykja vík og Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. Þetta er fyrsta til- raunin, sem gerð er hér á landi til slíks starfs, en erlendis eru þessar sveitir algengar og hafa gefið góða raun. í skátastarfi er reynt að finna þá leið, sem hæfir bezt hverj- um einstaklingi. Það geta allir orðið skátar, þó líkamshreystin sé mismunandi mikil. Þó skát- ar leggi mikla stund á ferðalög og útilegur, þá er ekki þar með sagt að ekki sé hægt að finna aðrar leiðir fyrir þá, sem það geta ekki stundað. Með stofnun þessarar deildar Björnsson, tannlæknir, áttu að ganga úr stjórninni, en voru endurkosnir. Fyrir í stjórninni voru þeir Björn Pálsson og Ás-< björn Magnússon. í varastjórn voru kosnir þeir Björn Jónsson, deildarstjóri hjá flugmálastjóra, og Hafsteinn, Guðmundsson, prentsmiðju- stjóri, og Úlfar Þórðarson, lækn ir. Að loknum aðalfundarstörf-* um sýndi Björn Pálsson skugga myndir við mikla hrifningm fundarmanna. er farið út á aðrar brautir en! skátastarfið sem slíkt byggist á, en eru þó mjög tengdar því, Það liggur ljóst fyrir, að til þésS að geta verið foringi slíkr-< ar deildar, sem hér um ræðir, þarf að hafa goða sér-þjálfun, og þeir, sem að þessum málum standa, hafa í hyggju, að sendá skátaforingja á námskeið till Danmerkur. Námskeið þetta er haldið á vegum danslsra skáta, og er sérstaklega ætlað þeins skátaforingjum, sem eru eða ætla að verða foringjar fyrir fatlaða skáta. Á sama tíma og námskeið þetta verður haldið, fer frara mót fatlaðra skáta í Danmörku, Framhald á 13. síðu. Kórea og Ungverjaland LÝÐRÆÐISSINNAÐIB menn hafa aldrei dregið dul á, að í hópi hinna vestrænu ríkja, sem I fltanda andspænis heimskommúnismanns, eru all- j mörg lönd, þar sem einveldi og margs konar ófrelsi ! viðgengst. Þetta er mönnum ógaðfellt í hæsta I máta, en illt skal með illu út reka. í þeirri von, j að með tímanum þróist þessi ríki til lýðræðislegri I Btjómarhátta hafa hinar frjálsu þjóðir við þau r samvinnu. Nú hefur það gerzt austur í Kóreu, að einvald- ‘ ur hefur fallið af stóli. Eftir freklegt kosninga- j ijvindl, harðstjórn og spillingu hefur fólkið risið j upp og kastað af sér Syngman Rhee og liði hans. j Ber nú að vona, að stjórnmálaástand landsins þró- j ist til betri vegar. Tíðindin frá Seoul gefa tilefni til að minnast j 'CJngverjalands. Þar reis fólkið einnig upp gegn ; einvaldsstjórn, kúgun og ofbeldi. Það náði stjóm , iiandsins í sínar hendur, — en hvað gerðist? — jRússneskur her óð yfir landið, barði niður hetjur írelsisins, kúgaði þjóðina á nýjan leik. Þrátt fyrir allt er mikill munur á Suður-Kóreu og Ungverjalandi. Hannes á h o r n i n u ýV Frábært listaverk hjá Leikfélaginu. En það, sem það túlkar er erfitt að fallast á. ýV Svanur í Aðalstræti. Kjallari Vilhjálms frá Skálholti. BEÐIÐ EFXIR GODOT er eitt áhrifaríkasta og sérkenni- legasta leikrit, sem hér hefur verið sýnt. Leikfélag Reykjavík- ur, lítið félag við erfiðar að- stæður og tiltölulega lítinn fjár- hagslegan stuðning, hefur sýnt lofsvert hugrekki með því að taka þetta listaverk til sýning- ar. — Að vísu mun það ekki vera fjárfrekt því að persónur eru ekki margar, en Iítið félag þolir ekki þung högg og það er alltaf mikil áhætta samfara því að taka til sýningar leikrit, sem eru fyrst og fremst listaverk. HÆTTA er á að höggið ætli að verða nokkuð þungt, því að félagið hefur auglýst síðustu sýn ingu á leikritinu. Almenningur hefur ekki nógu mikinn áhuga fyrir því, því miður. Það fer líka enginn í Iðnó til þess að hlæja í þetta sinn. En undarlega er sú manneskja gerð, sem býr ekki llengi að þeim áhrifum, sem leikritið skilur eftir. Ég held, að ég, að minnsta kosti, muni aldrei gleyma því. LEIKRITIÐ er afstætt eða hvað menn vilja kalla það. í raun og veru er það hvorki sagt né sýnt á sviðinu, sem veldur mestu áhrifunum. Það er eins og bókmenntaleg listaverk eru oft, þyngst og mest milli lín- anna. — Ég get hins vegar alls ekki verið sammála því, sem mér virðist höfundurinn vilja túlka. Hann túlkar tómleikann, tilgangsleysið, biðina. „Þær fæða af sér nýtt líf yfir opinni gröf“, segir hann, þó að með öðrum orðum sé. Allt, sem þar er á milli er tilgangslaus bið. Lífið er fag urt — og mennirnir eru fagrir þrátt fyrir allt. Lífið er ekki aðeins fæðing — og opin gröf, heldur þroskabraut. Það er að- alatriðið. — Ég vil þakka Leik- félagi Reykjavíkur fyrir þessa frábæru sýningu. VILHJÁLMUR frá Skáholti er sonur Aðalstrætis. Hann er sérkennilegur persónuleiki, sem sannðrlega hefur sett svip sinn á þessi fjörutíu ár, sem ég hef átt heima í borginni. Hann eí| förumaður og skáld, spekinguí — og hneykslunarhella, eins og alltaf er um þá, sem ekki hneppa sömu hnöppum og obbinn a£ samferðamönnunum. Stundum hefur mér dottið í hug Svanur, þegar ég hef minnst Vilhjálms. Hann rís hvítur og fagur og syndir á elfi strætisins góða daga, en allt í einu sveigist háls- inn og höfuðið hnígur —• og maður bíður eftir því að hann rísi að nýju. — Og hann rís allt* af að nýju. VILHJÁLMUR frá Skáholt! hefur fundið kjallara undir fót- um allra þeirra, sem fara unii strætið. Þar hefur hann gert sér búð og safnað að sér munum og mönnum. Maður gengur úp gamla kirkjugarðinum niður tröppur og inn í sérkennilegani sal. Þar er einhverskonar járn- víravirki eins og Gerður Helga- dóttir hafi gert það, en það eru vatnsleiðslur, naktar eða vafð- ar — og ekkert skeytt um píp-< urnar. Og þar eru málverk, fugl ar, refir, minkar, bækur, blómi og fólk. ÉG GEKK í kjallarann — og vinur minn tók mér tveimur höndum. Hann hljóp eftir kaffi og bar á borð og ræddi við gest- ina, sem voru margir, listafólls og listaunnendur, forvitið fóllc um menn og muni — og ég sá hve hlýlega allir heilsuðu skáld- inu. — Ég spái því, að þessi kjall ari verðj frægur þegar stundif líða. Okkur hefur vantað svona kjallára allt til þessa. Vilhjálm- ur fann hann. Ég óska honuno! til hamingju. Hannes á horninu. J 2- 3QÁapríl 1960 W, Alþý«itblaðið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.