Alþýðublaðið - 30.04.1960, Síða 3

Alþýðublaðið - 30.04.1960, Síða 3
Krefjast verndar og löndunarbanns Iandi. Mikil æsing er í mönn- um í Grimsby og Hull og er óttazt að til tíðinda dragi, er sjö íslenzkir togarar koma þang að með afla í næstu viku. Talsmaður brezka utanríkis- Framhald á 10. síðu. wwwwwwwMwmwwww Raunar er forsíðumyndin ekki af stórfljóti. Það er ekkert Skeiðarárhlaup á ferðinni, og allra sízt í Nóatúni, þar sem forsíðu- myndin var tekin síðast- liðinn föstudag. Hitt er annað mál, að töluverður lækur rann eftir götunni, eins og víðar hér í hænum þennan dag, og þegar Ijós- myndari Alþýðublaðsins, hafði framið seið og gald- ur yfir sprænunni í myrkrakompu sinni, var hún orðin að skaðræðis- fljóti. GRIMSBY, 29. apríl, (NTB— REUTER). 14 brezkir togarar eru nú á leið frá Grimshy á ís- landsmið eftir að enginn árang- ur varð á Landhelgisráðstefn- unni í Genf. Undanfarna daga hafa mörg skeyti borizt til Grimshy frá togaraskipstjórum, sem krefjast þess, að þeim verði áfrant veitt herskipavernd við fsland og að landanir erlendra °g þá fyrst og fremst íslenzkra 1 togara yerði bannaðar í Bret- MJÖG harður árekstur varð í gærmorgun um kl. 8.40 á gatnamótum Álf- heima og Suðurlandsbraut ar. Tildrög voru þau, að bif reiðinni R—487 var ekið eftir Álfheimum og inn á Suðurlandsbraut. Lenti hún fyrir vörubifreiðinni R—7296 og varð árekstur- inn mjög harður. Þegar lögreglan kom á staðinn, lá bifreiðin R— 487 fyrir utan veginn á hvolfi, stórskemmd. Kranabifreið var fengin til að fara burtu með bif- reiðina. MmMHHMmmWMHWMM Gréta Björns- son opnar mál- verkasýningu í DAG kl. 5 opnar Gréta Björnsson ntálverkasýningu í Listamannaskálanum. Á sýn- ingunni eru um 70 myndir. — Einnig er á sýningunni 1 teppi prjónað úr lopa, 1 brekán úr Álafossbandi og einn gólfdreg- iH. Á .sýningunni eru 35 olíu- myndir, en hinar eru flestar vatnslitamyndir. Á sýningunni eru 10 myndir, sem frúin mál- aði í Palestínu, en þar var hún fyrir nokkrum árum. Margar af myndunum eru frá Snæfells- nesi og einnig eru nokkrar myndir af blómauppstillingum. Sýningin mun standa yfir til 8. maí, og verður hún opin dag- lega frá 1—5, en á sunnudög- um verður hún opin frá kl. 10 —10. EKKERT samkomulag verður um hátíðahöldin 1. maí að þessu sinni. Sam- 'komulag náðist ekki um sameiginlegt ávarp. Vildu kommúnistar setja inn í ávarpið áróður fyrir sín- um sérsjónarmiðum í landhelgismálunum svo og áróður gegn efnahags ráðstöfunum ríkisstjórn arinnar, en á slíkt gátu andstæðingar kommún ista ekki fallist. Endanlega slitnaði upp úr á fundi 1. maí-nefndar verkalýðs- félaganna í Reykjavík í fvrra- kvöld. Héldu kommúnistar þar til streitu sérsjónarmiðum sín- um í landhelgismálinu og f lokks pólitískum áróðri um efnahags- málin og rufu þannig með póli- tískum áróðri hina faglegu ein- ingu, er nauðsynleg var til þess að samkomulag væri um 1. maí. HEIMTA ÚRSÖGN ÍJR NATO. I ávarpi því, er kommúnistar hafa samið, heimta þeir m.a. úr- sögn úr Atlantshafsbandalag- Kommúnistar vildu gera daginn pólitiskan inu og halda frammi öðrum á- róðri gegn samstarfi okkar hinar vestrænu þjóðir. Einnig taka þeir undir áróður A-Evr- ópuríkjanna fyrir 12 mílna hernaðarlandhelgi. Þá taka þeir ennnfremur upp óbreyttan á- róður Þjóðviljans og Alþýðu- bandalagsins gegn efnahags- ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar, svo sem að ríkisstjórnin sé að leiða atvinnuleysi yfir þjóðina. ANNAÐ ÁVARP. Fulltrúi þeirra verkalýðsfé- laga, er ekki vilja hafa slíkan flokkspólitískan áróður í ávarpi sínu fyrsta maí, hafa samið ann að ávarp, sem er laust við póli- tískan áróður. Verður það á- varp birt í Alþýðublaðinu á morgun. En með því, að kom- múnistar höfðu meirihluta á 1. maí-nefnd munu þeir einir standa að útifundi á Lækjar- torgi og kröfugöngu 1. maí. — Andstæðingar kommúnista x verkalýðsfélögunum munu eng- an þátt taka í því, að gera 1. maí að flokkspólitískum degi. ^ n M D í Keflavík Umboðsm. HAB í Keflavík er: Friðrik Sigfússon, Vesturgötu 21 Sími: 1365. :Alþýðublaðið — 30. apríl 1960 * ’ -

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.