Alþýðublaðið - 12.02.1921, Qupperneq 3
ALÞYÐUBLAÐlÐ
3
6ummisðtar og hxlar
beziir og iiýrastir hjá ^vasmbergsbrxirnm.
Álþýðuflokksfundur
verður haldinn í Bárubúð sunnudaginn 13. þ. m.,
kl. 4 e. h. — A fundinum verða aðallega haldnar
stuttar ræður. — Fundurinn er aðeins fyrir Alþýðu-
flm. og aðra, sem fylgdu alþýðunni við kosningarnar.
efast um að heani hafi verið al-
vara. Enda vil eg ekki ábyrgjast
að hlutaðeigandi læknir haíi ekki
hent gaman að því, og jafnvel
öllum þeim kærum og áminning■
um sem hann hefir fengið um
dagana, enda væru þær varla ann-
ars verðar, enn sem komið er.
Hótanakák hreppsnefndarinnar
varð þess valdandi, sð kæra hér-
aðsbúa (9 manna) kom ekki fram
fyr en ura haustið í október. Þá
voru stjórnarráðinu afhentar 2
kærur á ofannefndan lækni. Öan-
ur fyrir falsað vottorð í embættis
nafni, hin fyrir hófiausan drykkju-
skap. Þessar kærur sendi svo stjórn-
arráðið hlutaðeiganda til umsagn-
ar, og hygg eg að honum hafi
borist þær á gamlárskvöld í fyrra.
Er mér ekki gruniaust um að hann
hafi þá í svipinn fengið sting í
hjartað, og þess vegna tekið inn
hjartastyrkjandi meðul í meira lagi.
Var það af sumum talið eðlilegt,
því að hann mun þá ekki hafa
getað hugsað sér valdhafa þjóðar-
innar, frá þeim æðsta til þess
lægsta, jafn hjartagóða og gæzku-
ríka eins og þeir hafa reynst hon-
um síðan.
En þess var ekki langt að bíða
að hann fengi bendingu um það,
því litlum tíma síðar vinnur hrepps-
nefndin hér í hreppi það kærleiks-
verk, að gefa blessuðum læknin-
um vottorð eitthvað á þá leið, að
hún sæi ekki ástæðu til að hon-
um væri vikið frá embætti, með-
an ekki versnaði úr því sem þá
var, enda var hann þá víst búinn
að vera verkfær í hálfan mánuð.
Það er að segja ef drykkjumenn
eru nokkurntíma verkfærir við
læknisstarf.
Þessi blessunarorð hreppsnefnd-
arinnar dugðu, að viðlögðum sann-
Ieikanum frá Iækninum sjálfum.
Landsstjórnin hefir víst orðið
ánægð, bara beðið hann að vera
góða barnið sitt framVegis, svo
hún þyrfti ekki altaf að vera að
sneypa hann.
Málið dó sjálfkrafa, líkt og fár-
veikur sjúklingur mundi hafa gert,
ei" blindfullur læknir hefði gefið
honum inn bráðdrepandi eitur í
stað meðala, Ekki eru allir góðir,
því áðurnefnda hjartagæzku vald-
hafanna kalla eg að svínala púk-
ann í fjósbásnum. En af þvi þeir
sem ekkert spara segja að nú eigi
alt að spara, þá segi eg ekki
meir um málið að sinni. En vona
að Gísli Jónasson, kennari við
Barnaskólann í Reykjavík, gefi
frekari upplýsingar um málið, ef
hann þorir bitans vegna, honum
var falið að fylgja málinu til rétt-
ar, og hefir hann öll skjöl máls-
ins eða á að hafa, en betur má
ef duga skal, Gfsli.
Hvilft, Önundarfirði, I0/i 1921.
Sveinn Ámason.
Di dap 09 veginn.
Sterling kom norðan og vestan
um land frá útlöndum f gær. Með-
al farþega: Alþ.mennirnir: M. J.
Kristjánsson, Halldór Steinsson,
Sigurjón Friðjónsson, Einar Árna-
son, Björn Hallsson, Jón A. Jóns-
son, Sigurður Stefánsson, Sveinn
ólafsson, Þorsteinn M, Jónsson, o.
e. t, v. fl. Auk þeirra fjöldi ann-
ara farþsga, e/vér ekki kunnum
að nefna.
Bragi. Söngæfing í fyrramálið
kl. 10V2.
Alþýðnil.ínadur verður haidinn
i Bárubúð á morgun kl. 4. Ýmis
málefni verða þar tekin til um-
ræðu, og mun „Bragi" auk þess
syngja við og við.
Fórhergur Fórðarson flytur
erindi í Iðnaðarmannahúsinu kl.
5 annað kvöld, eins og auglýst
er á öðrum stað í blaðinu Karma-
Yoga eftir Vivekánanda er talin
eitt af meiri háttar snildarverkum
heimsbókmentanna. Jón Thorodd-
sen og Þórbergur hafa nýlega
lokið við að þýða rit þetta á
íslenzku.
Messur f dómkirkjunni á morg-
un kl. 11 síra Bjarni Jónsson, kl.
5 síra Jóhann Þorkelsson.
Aðalfunður Fiskifélags íslands
er í dag kl. 6 síðd. f húsi K. F.
U. M.
Kyeikja ber á hjólreiðum og
bifreiðum eigi síðar en kl. 5.
Bússar verzia yið Breta.
Verzlunarsamingagerð hefir stað-
ið yfir í alt sumar og vetur milii
Rússa og Breta. En þrátt fyrir
það þó það sé bersýnilega vilji
Hoyd George, að samningar kom-
ist á sem fyrst, hefir utanríkis-
ráðuneytið dregið samningana á
langinn, svo þeir eru ekki komn-
ir á ennþá, en þó sagðir skamt
undan.
Þó samningar séu ekki komnir
á, eru Rússar fárnir að verzia
við Breta, eins og margar aðrar
þjóðir, sem heldur ekki hafa gert
við þá samninga. Hefir rússneska
verkamannalýðveldið fengið tölu-
vert af varningi frá Bretlandi,
einkum ýmiskonar matvöru, lækn-
islyf, og sérstaklega mikið af
álnavöru, t. d. 2,500,000 metra
af khaki-klæði fyrir 1,200,000
sterlingspund.