Alþýðublaðið - 12.02.1921, Blaðsíða 4
4
ALÞYÐUBL AÐIÐ
■^ljóqaranGlinn,
Árshátið
V. K. F. Framsókn, sem frestað var fyrir jólin, verð-
ur nú fimtud. 17. þ, m. í Iðnó, kl. 9 e. m. Pær, sem
eiga eftir að sækja aðgöngumiða, geta vitjað þeirra
til frú Jónínu Jósefsdóttur, Yitastíg 16, og frú
Karólínu Siemsen, Vesturg. 29, í síðasta lagi á mánud.
N e f n d i n.
Amensk /andnemasaga.
(Framb.)
„Óttastu mig ekki, Edith,"
muldraði hann, „enn þá er eg
ekki óvinur þinn. Þú þekkir mig,
eg skal ekkert mein gera þér."
„Já,“ andvarpaði Edith, „eg
þekki þig. Þú ert Richard Brax-
ley, sá, sem leggur munaðarleys-
ingjana í einelti, og hendin sem
heldur mér fastri, er roðin blóði
bróður míns. Ertu ekki ánægður
enn þá?“
„Já, eg er Richard Braxley,"
svaraði maðurinn brosandi, „en
þó ekki óvinur þinn, heldur vinur.
Kanske óheflaður, eigingjarn vin-
ur, en engu að síður tryggur og
óbreytanlegur. En þú ert mátt-
farinn, sestu niður og hlustaðu á
mig *
Edith hreyfði sig ekki og svar-
aði: „Eg vil ekki hlusta á þigl
Þú ert fantur, morðingi, og eg
fyrirlít þig af öllu hjarta!"
„Eg hefi engan myrtl" sagði
Braxley rólegur. „Bróðir þinn er
á lífi og vel geymdur".
„Þú lýguri* hrópaði Edith.
„Eg hefi með eigin augum séð
hann falla til jarðar blóði drifinnl"
„Blóðið streymdi úr sárum ann-
ara," svaraði Braxley, „það var
farið með hann lifandi og þvi
nær ósærðan. Hann er að vísu
fangi, eins og þú; en enn þá er
líf hans ekki í hættu; lausn hans
er undir þér komin."
„Undir mér komin?" spurði
Edith, „og hvað get eg gert til
þess, að leysa hann?"
„Eg ætla einmitt að segja þér
það, og hvers vegna eg er hér,"
svaraði Braxley. „Þú hefir engan
nema mig, sem getur og vill
hjálpa þér. Eða býstu kanske við
hjálp drukkinna rauðskinna? Líttu
í kringum þig. Þarna yfir höfði
þfnu hanga lokkarnir af myrtum
konum og börnum, og tru þú mér,
það er ekki til einn einasti af
þessum þotpurum, sem ekki vildu
heldur hafa hár þitt hangandi
við belti sitt, heldur en að sjá
það á höfði þér."
Braxley hélt áfram að útskýra
það, í hve mikilli hættu Edith
væri stödd, og lauk máli sfnu með
því, að hún skyldi frjáls jafnskjótt
og hún lofaði honum eiginorði.
A þennan hátt ætlaði málfærslu-
maðurinn að sölsa undir sig eignir
hennar, og hann var vfs um það,
að Edith mundi í neyð sinni grípa
i hálmstráið. En honum skjátlaðist.
„Aldrei!" hrópaði Edith ein
beitt. „Þá vil eg heldur þola kvala-
fullan dauða, en ganga að eiga
svikara."
„Fyrst þér er lífið svona lítils
virði," mælli Braxley, að þvf er
virtist, rólegur, „þá gleymdu að
minsta kosti ekki bróður þín
um. Lif hans og frelsi er á valdi
þfnu. Þú þarft að eins að segja
eitt orð. Segðu, að þú viijir verða
konan mín, &g bróðir þinn er
frjáls."
„Nú,“ hrópaði Edith, og huldi
ardlitið í höndum sér; „egmundi
smána bróður minn, ef eg keypti
honum líf og frelsi, með því að
ganga að eiga þorpara. Aldrei!
Aldreil"
„Gott eg vel,“ mæltí Braxley,
„drepstu þá smánardauða, eða
vertu ambátt rauðskinna!"
„Drottinn minn!" hrópaði Edith
og fómaði höndum, „er þá ekk-
ert undanfæri?"
Verkstæði óskasf leigt,
nú þegar, ekki minna en 4X5
álnir. Afgr. vísar á.
Til sölu: Nýtt rúmstæði,
lítill ofn, mótorbátsakkerskeðja
og nýr mótorbátsklyfir. Uppl. á
Bergþórugötu 10.
Alfibl. kostar I kr, á mánuil.
er blað jafnaðarmanna, gefinn út
á Akureyri. Kemur út vikulega
í nokkru stærra broti en „Vfsir".
Ritstjóri er Halldór Friðjónsson.
Verkamaðurinn
er bezt ritaður allra norðlenzkra
blaða, eg er ágætt fréttablað.
Allir Norðlendingar,
yfðsvegar um landið, kaupa hann.
Verkamenn kaupið ykkar blöð!
Gerist áskrifendur frá nýjári á
jffgreiðsln yfiþýðuhi.
Tllkyrming frá verzluninni
„Von", til minna mörgu og góðu
viðskiptavina, sei eg fyrst um
sinn: Steinolíu, Sólarljós, 77 pr.
líter, ekta steinbítsrikling, rauðan
og fallegan, hertan f hjöllum á
vesturlandi, hinar velþektu góðu
kartöfiur, einnig ekta Saltkjöt,
allar fásnlegar kornvörur, þurann
Saltfisk, Sauðatóig, hinir ljúffengu
niðursoðnu ávextir, gerpúiver, si-
trónolíu og Vanille. — Komið
og gerið hin hagfeldu viðskipti
yðar « matvöruverzluninni
„Von". Sími 448.
Viasamlegast
Gttunai Sigupðssoffl.
Rifcstjóri og ábyrgðarmaður :
ólafur Friðriksson.
Frentsmiðjan Gutenberg.