Norðlingur - 13.09.1875, Blaðsíða 1

Norðlingur - 13.09.1875, Blaðsíða 1
Kemur út 2—3 á mánuði, 30 blöð alls uni árið. Mánudag 13. seplember. Kostar 3 krónur árg. (erlendis 4 kr.) síök nr. 20 aura. 1875 I, 5. Frá alþingi. Frumvarp til laga um útrýmingu hins sunnlenzka fjárkláða. gr. Uvar helzt sem kláðasjúkt fð er, eða hvenœr sem hinn sótt- n*mi fjárkláði gjörir vart við sig, skal svo fljótt sem því verður við- ^omið, öllu því fé lógað, skaðubótalaust, sem ekki er nægilegt húsrúm heyfóður fyrlr. Skal hlutaðeigandi sýslumaður útnefna 2 valinkunna utanhrepps menn, til að áiíta hús og Uey Ujá búendum, allstaðar þar sem uggvænt þykir, að það vanti. Allir aðrir, sem kláðasjúkt eða grun- að fé eiga, skulu skyldir að baða fé sitt, svo opt sem yflrvaldið ákveð- ur, eða skera niður að öðrum kosti skaðabótalaust. Nú eru 8 vikur liðnar frá því lög þessi náðu gildi, og kemur kláði upp eigi að siður eptir þann líma, skal þá öllu sauðfé hvers þess húanda eða fjáreiganda tafarlaust lógað skaðabótalaust, sem kláðakind finnst í, og skal því fram haldið unz kláðanum er útrýmt. 6r- Nú þykir hlutaðeigandi amtsráði eða sýslunefnd ástæða til með samþykki landshöfðingja að lóga nieiru fé, en hér er gjörtráðfyr- *rj á því 8 vikna tímabili, sem um er rætt í 1. grein, og skal þá fjár- eIgendum það endurgoldið. Skal samin um það nákvæm skýrsla eptir ^yni, tölu og aldri. j»vi næst skal féð virt samkvæmt grundvallarregl- U|n tilsk. 4. marz 1871 þannig, að tveir þriðjungar af mismuninum á ahnennu gangverði fjárins, eins og það kemur íyrir, ef heilbrigt væri, °o trálagi þess, bætist eigendum. Virðingarmenn skulu teknir úr öðr- nm hreppi en þeim sem lógað er í. Skaðabæturnar greiðast hlutað- eigendum fyrirfram úr landssjóði, eigi seinna en um haustréttir næstu á eptir að niðurskurður framfór. Jafnar þá landshöfðingi skaðabótunum fliður á alla tjáreigendur í landinu, eptir fjárframtali næsta vor á ept- lr að fénu er lógað, og lætur sýslumenn innheimta það á næstu mann- talsþingum 3. gr. |>ess skal vandlega gælt, að allt sóttnæmi sé numið burt úr fjárhúsum þeim, sem kláðafé hefir verið í. Öll varúð skal og viðhöfð, að kláðamaur geti ekki borizt á fénað, hvorki úr gærum, ull né fatnaði manna. Varúðarreglur um þetta skulu hlutaðeigandi yfirvöld setja. í sveitir þær, sem fjárkláði hefir verið í, má enga sauðkind reka til lífs fyr en að 6 mánuðum liðnum frá því að þar heíir kláðanum ver- ið að fullu útrýmt. 4. gr. Ilvervetna þar sem líkur eru til að kláði geti verið, skulu al- mennar skoðanir fram fara, eigi sjaldnar en á hálfsmánaðarfresti unz full vissa erfyrir því, að kláðinn sé upprættur. Allt fé skal haft i strangri vöktun, svo það nái eigi 6amgöngum við annað fé. Komi Kláðasjúk kind inn á annars manns land, skal hún réltdræp, en halda skal afurðum hennar til haga fyrir eiganda svo sem föng eru á. Sleppi beilbrigðar kindur úr vöktun, er rétt að setja þær inn, og cr þá eig- ®nt*a heimilt að leysa þær út, og gjaldi hann 20 aura fyrir kindinafyr- lr hvern sólarhring. Ilafi eigandi eigi út leyst fé sitt að 3 sólarhring- Uin 'iðnum, frá því hann íékk að vita, að það var iunsett skal selja það skurðar sem annað óskilafé. Á sama hátt skal farið með þær kind- nr^sem ekkert mark er á. Kr> i hvert sirin sem fé er skoðað , skal semja nákvæma skrá r a"a fjáreigendur og yfir tölu og tegund fjárins hjá hverjum þeirra. u u fjáreigendur undir eiðstilboð gjöra grein fyrir fjártölu sinni, og rU kúendur skyldir að telja fram fyrir heimamenn sína sem fé eiga, °S eins ef þeir halda fóður- eða hagagöngufé. í skrár þessar skal j'.3 ’ *IVe margar kindur finnast með kláðavotti við hverja skoðun og dre *"er^Utn' Verði cinhver uppvís að því, að hafa með ásettu ráði „ e.oÍ^ undan skoðun eða sýni nokkui mótþróa við skoðun, skal hann 20—200 kr. sektum. * eru baðanir við hafðar samkvæmt 1. grein laga þessara, g., U U bá hreppsnefndirnar eptir nákvæmari fyrirmælum yfirvaldanna & n lbm' ^ allulíl ^láðalyf séu fyrir hcndi, og geta þær, ef nauð- er til, skuldbundið sveitarsjóðina til að greiða kostnaðinn móti end- urn^f * ^ ^árei6en<1um. Svo sltulu í,ær og ásamt með hreppstjóran- m ramkvæma allar þær ráðstafanir sem yfirvöldin fyrirskipa samkvæmt lö6um þessum. aðrir ^aðst^ð e^^S'^rar’ lirePPsnefnílarmenn > V11'ðingarmenn og hverjir samk 0 armenn lögreglustjórnarinnar fá borgun fyrir starfa sinn aðei ,VÍEj- , í8^ 5- jan. 1866. Senda hreppsnefndirnar hlut- 8311 1 S^S Umannl 6reinilegan reikning yfir þennan kosthað í tækan ^ f Uar lanU sillan gjaldinu niður og innheimtir það á næstu manntalsþmgum, eins og ryrir er Inælt . nýaefadri tiIgkipua> 8. gr. Sýni sýslumaður hreppstjóri, hreppsnefndarmaður eða nokk- Ur annar, sem skipaður er af yfirvaldinu til að framkvæma ákvarðanir laga þessara, hirðuleysi, mótþróa eða óhlýðni gegn þeim, skal hann sæta 20—2Ö0 króna sektum. Uppljóstarmenn fá hehning sektanna. Eigi sýslumaður í hlut, getur amtmaður og tafarlaust vikið honum frá sýslun sinni við fjárkláðann, en sett [annan mann í hans stað og á hans kostnað. 9. gr. hver sá búandi eða fjáreigandi, sem veit af kláða í fé sínu, eða fær grun um hann , skal tafarlaust skýra formanni hreppsnefnd- arinnar frá því. Vanræki hann það, skal hann sæta 20—200 króna sektum. 10. gr. Enginn má taka fé til fóðurs né hagagöngu úr þeim sveit- um sem sjúkt fé er í eða grunað, ella verður hann sekur um 20—200 kr. Ilreppsnefndirnar i hinum sjúku og grunuðu héruðum skipa fyrir um töku á fóðurfé bæja á milli hver í sinum hreppi. 11. gr. Allir fjárrekstrar skulu bannaðir til og frá yfir takmörk hinna heilbrigðu og grunuðu héraða, unz kláðanum er útrýmt. Ilver, sem brýtur bann þetta, skal sæta 20—200 kr. sektum. Sektir eptir lögum þessum renna í landssjóð, nema það sem upp- ljóstarmenn fá. 12. gr. Mál sem risa af brotum gegn lögum þessum, skulu rekin sem opinber lögreglumál. Með þessu frumvarpi sendi hið sameinaða alþingi ávarp það tij konungs, er hér kemur á eptir, og biður það þar i konung að stað- festa frumvarpið sem allra fyrst, en aðgætandi er, að í það vantar hina síðustu grein, er bætt var inni i efri deild þingsins og samþykkt var í hinni neðri deild og er þess efnis, að lögin skuli birta á hreppa- þingum, er halda skyldi jafnharðan og lögin kæmu hér til lands og ættu þau þannig að ná fullu iagagildi. ★ * ' ¥ Ávarp til konungs, um fjárkláðann. Mildasti herra konungur! Nú, þegar hið fyrsta löggcfandi alþingi líkur störfum sfnum; finn- ur það ástæðu til að leiða sérstaklegt athygli Yðar konunglegu Ilátign- ar, að einu hinu mesta velferðarmáli þessa lands, og sem liggur þingi og þjóð mjög þungt á hjarta. Nú í hartnær 20 ár hefur hinn sótt- næmi fjárkláði geysað á Suðurlandi, einkum í Gullbringu- og Kjósar- sýslu, og valdið ærnu tjóni, ekki að eins ibúum nefr.dra héraða, held- ur öllum landsbúum yfir höfuð að tala, sem hafa orðið ár eptir ár, að halda uppi kostnaðarsömum vörðum til að hindra útbreiðslu sýkinn- ar til hinna heilbrigðu héraða. Að eigi hefir tekizt að útrýma Ijárkláðanum enn í dag, ætlar þingið muni koma til af því, að lögin um útrýmingu sýki þessarar hafa ver- ið of lin og eiga ekki við landshagi vora, og að framkvæmdarvaldið hefir skort nægilegt afl til að framfylgja þeim. Enda hefir (járkláðinn nú á þessu ári náð svo geigvænlegri útbreiðslu, að hans hefir meira og minna orðið vart í öllum þeim héruðum, sem liggja millum Hvítár í Borgarfirði og Ilvitár í Árnessýslu og í sumum þessum sveitum, eiukum þeim, er að sjó liggja, er hann nú á mjög hættulegu stigi. I»essi útbreiðsla fjárkláðans er hið alvarlegasta áhyggjuefni allra landsbúa, enda komu til þingsins að þessu sinni ekki færri en 12bæn- arskrár og ávörp, jöfnum höndum frá sjúkum og grunuðum sem heil- brigðum héruðum landsins. Fara flestar þeirra fram á að þingið gjöri gangskör að því að sýki þessari verði gjörsamlega útrýmt með algjörð- um niðurskurði á öllu hinu sjúka og grunaða svæði nú þegar í haust. En þó þingið yrði að álíta, að brýnustu nauðsyn bæri til, að gjöra all sem gjört yrði, til að afstýra þeim háska sem aðalbjargræðisvegi lands- ins, sauðfjárræktinni, er búinu af sýkinni, virtist þvi kröptum landsins ofvaxið að lóga nú þegar öllu hinu sjúka og grunaða fé. Komst það þess vegna til þeirrar niðurstöðu, að skerpa hin eldri lög um kláða- sýkina. Mildasti herra konungur! Sérstaklega leyfir þingið sér að taka það fram, að sökum þess að kláðasýkin er nú á svo hættulegu stigi, þá er mjög áríðandi, að lög þau sem hör ræðir um nái lagagildi hið allra bráðasta, og að vikið verði frá hinni almennu reglu um birtingu þeirra (sbr. 13. gr. frumv.); enda er frumvarpið samið í því trausti, að það öðlist lagagildi öndverðau næstkomandi vetur. Leyfir þingið sér því að vænta þess, að Yðarkon* 33 34

x

Norðlingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðlingur
https://timarit.is/publication/106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.