Norðlingur - 13.09.1875, Blaðsíða 2

Norðlingur - 13.09.1875, Blaðsíða 2
35 nnglegu Ilátign mætti þóknast, að staðfesta lög þessi svo fljótt, að þau komi til iandsins, eigi síðar en með seinustu póstskipsferð í ár. Almáttugur guð haldi sinni verndarhendi yfir Yðar konunglegu Há- tign, niðjum Yðar og þegnum. Frumvarp til laga um laun íslenzkra embættismanna, o. fl. I. Almennar ákvarðanir. 1. gr. Embættismenn þeir eða sýslunarmenn, sem eptirleiðis verða Yögð embættishíbýli, skulu viðhalda þeim á sinn kostnað, og greiða skatta þá og álögur, er að lögum hvíla á þeim, sem hafa afnot afhúsi. Sé nokkrum embættismanni eður sýslunarmanni lögð embættisjörð, á hann að greiða alla opinbera skatta, sem á jörðinni hvíla. f>eir, sem þegar hafa að löni embættishíbýli eða embættisjarðir, skulu hafa þau með sömu kjörum og þeir hafa haft. 2. gr. Embættismenn þeir eður sýslunarmenn, sem skipaðir eru með launum, cr ákveðin eru í launalögum, skulu skyldir að láta sér lynda breytingar þær á yfirgripi og ásigkomulagi eml ættisstarfa þeirra, sem seinna kynni að verða mælt fyrir um, þótt eigi sé neitt áskilið um það í veitingabréfum þeirra. 3. gr. Ilafi sami maður tvö embætti eða sýslanir á hendi, og sér- stök laun eru ákveðin handa þeim í launalögum eða fjárlögunum, þá Skal hann missa svo mikils í af laununum samanlögðum, sem svari } af laununum samanlögðum, eða ef launin eru jafnhá helmingnum af öðrum laununum. Ef embættismaður gegnir embætti með föstum laun- nm, og embætti eða sýslan, sem óvissar tekjur eru lagðar að nokkru eða öliu leyti, þá skal leggja tekjurnar af hinu síðar nefnda embætti eða sýslan, eins og þær hafa verið að meðaltali um hin síðustu 5 ár til grundvallar, þegar reiknuð skal upphæð þess, sem hann skal missa í. 4. gr. SérhVer embættismaður eða sýslunarmaður er skyldur að gegna um stundarsakir þeirri þjónustu, sem er samfara þeirri stöðu, er æðri er en staða sjálfs lians í sömu stjórnargrein, án þess að eiga tilkall til þeirra hærri launa, sem eru lögð slikri stöðu, Sé embættismaður eða sýslunarmaður settur í annað embætti, og verði hann af þeirri sök að láta af að gegna sínu eigin embætti eða sýslan, má auk endurgjalds fyrir ferðakostnað veita honum öll launin, sem lögð eru embættinu eða sýslaninni, með því móti að hann láti af hendi laun þáu sem lögð eru embætti eða Sýslan sjálfs hans. Gegni hann aptur á móti báðum stöðunum í einu, skal auk launa þeirra, sem lögð eru embætti sjálfs hans eða sýslah, veita honum þóknun, sem þó ekki má fara fram úr helmingnum af launum þeim, sem lögð eru því embætti eða sýslan, sem hann ásamt er setlur í. Séu því embætti lagðar óvissar tekjur, skal fara eptir því, sem fyrir er sagt í niðurlaginu á 3. grein. Nú er maður, sem eigi er í embættisstöðu, settur í embætti eða sýslan, og nýtur hann þá Iauna þeirra allra, er embætti því eða sýslan fylgja. þó skal sá, sem biðlaun hefir eða eptirlauu, missa jafnmikils í og þeim nemur. 5. gr. Melorðaskattur greiðist eigi af þeirri tign, sem er samfara embætti eður sýslan. Hafi embættismaður eða sýslunarmaður tign, sem húndin er við nafnbót, orðumark eða hirðmannsþjónustu, skal að eins greiða metorðaskatt af þeirri tign, að svo miklu leyti, sem hann við hana kemst í æðri tignarflokk, en þann, er embættið eða sýslanin heyr- ir til. Yeitingarbréfagjöld falla burtu eptirleiðis. 6. gr. Allir þeir embættismenn og sýslunarmenn, sem árlega erlagt fé úr landssjóðí til endurgjalds skrifstofukostnaðar, eru skyldir að senda stjórnarráðinu við lok hvers reikningsárs greinilega skýrslu um þau skrif- stofugjöld, sem þeir hafa haft það ár. 7. gr. f>ví, sem cinhverjum samkvæmt fyrri launa-ákvörðunum hefir verið lagt meira i tekjur, en lagt er embætti því eða sýslan, sem hann hefir á hendi, í þessum eða öðrum launa-lögum, heldur hann sem við- bót, er honum sé veitt fyrir sjálfan hann. Launaviðbót sú um stundarsakir og eptir embættisaldri, sem hing- að til hefir verið lögð þeim íslenzku embættismönnum, sem nefndir eru I þessum lögum, fellur burt frá þeim tíma er lögin öðlast gildi. |>eir embættismenn, sem eptir eldri ákvörðunum hafa aðgang til að fá hærri embæltislaun, en ákveðin eru í lögum þessum, skulu einkis í missa við þau. II. Laun o. fl. 8. gr. Biskupi skal veita í árleg laun 7000 kr. 9. gr. Amtmanninum yfir Suður- og Yesturamtinn og amtmannin- um yfir Norður- og Austuramtinu skal veita i árleg laun 6000 kr. hvor- um fyrir sig. 10. gr. Forstjóra landsyfirréttarins skal veila í árleg laun 5800 kr. Öðrum dómendum í landsyfirréttinum skal veita í árleg laun 4000 kr. hvorum fyrir sig. 11. gr. Landfógetanum skal veita í árleg laun 4000 kr. 12. gr. Póslmeistaranum skal veitt í árleg laun 1700 kr. 13. gr. Forstöðumanni prestaskólans skal veita í árleg laun 4600kr. Fyrsta kennara við prestaskólann skal veita í árleg laun 2400 kr. Öðrum keunara við prestaskólann skal veita í árleg laun2000kr. Förstöðumanni hins lærða skóla skal auk leigulauss bústaðar veita 1 árleg laun 4200 kr. Yfirkennara lærða skólans skal veita í árleg laun 3200 kr. 36 Fyrsta og öðrum kennara við lærða skólann skal veita í árleg laun 2400 kr. hvorum fyrir sig. þriðja og fjórða kennara við lærða skólann skal veita í árleg laun 2000 kr. hvorum fyrir sig. 14. gr. Til endurgjalds fyrir skrifstofukostnað skal veita á ári: biskupi.............................. 1000 kr. amtmanninum yfir Suður- og Vesturamtinu 1400 — amtmanninum yfir Norður- og Austuramtinu 1000 — landfógetanum........................ 1000 — póstmeistaranum....................... 600 — 15 gr. Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1876, og verður frá þeim tíma eigi farið eptir þeim ákvörðunum sem lög 21. janúar 1857 um skrifstofupeninga handa amtmönnunum og landfógetanum á íslandi, og lög 19. janúar 1863, um launaviðbót handa ýmsum embættismönnum á íslandi, hafa inni að halda. ¥ M Ávarp neðri deildar. Ilerra konungur! þegar vér, alþingismenn íslands komum í fyrsta sinn saman á alls- herjarþingi þjóðar vorrar, er Yrðar Hátign allramildilegast hefir veitt lög- gjafarvald eptir að landið hafði svo öldum skipti farið á mis við þessi dýrmætu réttindi, þá hlýtur þakklætistilfinning að gagntaka hjörtu vor fyrir það er Yðar Hátign, fyrstur allra konunga vorra heimsótti fóstur- jörð vora á næstliðnu ári og veitti henni á 1000 ára afmæli hcnnar lengi eptirþreyða stjórnarbót. Mun slíkt jafnan verða talið með hinum merk- ustu atburðum í sögu þessa hins forna heimkynnis sögunnar, og að voa vorri bera blessunarríka ávexti fyrir oss og niðja vora. þó svo liti út um tíma, sem stórkostlegar umbyltingar í náttúrunni á norðausturhluta landsins ætluðu að eyðileggja land vort, þó margar af hinum blómlegustu sveitum þess yrðu á svipstundu huldar ösku og sandi frá hinum brennandi eldfjöllum, og þó næm drepsótt á sauðfé vofi yfir suðvesturhluta landsins, þá vonum vér engu að síður, að eyðilegg- ingin af þessu muni ekki verða eins stórkostleg, eins og þjóðin ber kvíðboga fyrir. það vakti hjá oss iunilegan fögnuð að sjá nýjan vott þess, hversu Y ðar Ilátign ber oss fyrir brjósti Yðar, þar sem þér í broddi fylkingar, og margir hinna dönsku bræðra vorra, auðsýndu það göfug- lyndi, að senda hinum bágstöddu löndum vorum höfðinglegar gjafir. I nafni þeirra leyfum vér oss að senda Yðar Ilátign, og jafnframt hinni drenglyndu dönsku bræðraþjóð, vorar innilegustu þakkir. Eptir að löggjöf og stjórn lands vors hefir um langan tíma verið þannig hagað, að kraptar þjóðarinnar hafa eigj getað notið sín, þá leiðir það af þeirri breytingu, sem orðin er á löggjöf og landstjórn, að margt er að starfa hjá oss, og mörgu að hrinda í lag. Vér treyst- um því, að stjórnarskrá sú, er vér höfum þegið af liendi Yðar Ilátign- ar verði í framkvæmdinni þjóð vorri og landi til viðreisnar í mörgum greiuum. En þegar það reynist, að henni í einhverju er ábótavant, þá væntum vér þess staðfastlega, að Yðar Hátign í samráðum við löggjaf- arþing vort, sem þér hafið endurskapað, muni ráða á því nauðsynlegar bætur. Vér álítum það bezt hlýða, að reyna og prófa stjórnarskrá vora sem rækilegast, áður en vér að svo stöddu berum upp breytingar við einstakar greinir hennar, til dæmis: í því sem snertir fyllra fjárforræði og ábyrgð landsstjórnarinnar, En sér í lagi virðist oss það mjög ísjár- vert atriði í stjórnarfyrirkomulaginu, ef ráðgjafi sá er Yðar Ilátign set- ur fyrir ísland víkur úr sessi fyrir það, að hann er ekki á sömu skoð- un um dönsk og íslandi viðkomandi mál, eins og meiri hluti hinna dönsku þjóðfulltrúa, þegar ráðgjafinn að öðru leyti hefir á sér bæði traust Yðar Uátignar, og liinnar ísienzku þjóðar og fulltrúa liennar, í öllum íslenzkum málum. Ilerra konungurl I»ó ættjörð vor eigi örðugra uppdráttar á vegi framfaranna, en önn- ur lönd, sem eiga betri kjörum að sæta, þá býr í brjóstum vorum ein- lægur áhugi á, að neyta sem bezt frelsis vors og keppa áfram á vegi menntunar og framfara, svo sem oss má auðið verða. Almáttugur guð haldi jafnan sinni verndarhendi yfir Yðar Ilátign, Yðar konunglega húsi og yfir öllum löndum og þegnum Yrðar Uátignar. ★ * ¥ Ávarp efri deildar. Allramildasti konungur! |>egar hið fyrsta löggefandi alþingi íslend- inga hefir nú samkvæmt boði Yðar Ilátignar tekið til starfa sinna, leyfir efri deild þingsins sér að senda Yrðar konunglegu Ilátign þetta allra- þegnsamlegasta ávarp: Allramildasti konungur! J»ér hafið með komu Yðar út hingað á 1000 ára afmælishátíð þessa lands [fyrir nálægan og fjarlægan tíma knýtt hjörtu allra íslendinga óslítandi liollustubandi^við veldisstól Yðar Ilátignar, og eins og Yðar Ilátign mcð konunglegri mildi gáfuð íslend- ingum á þeirri ferð skýran vott til þess, hversu framfarir þjóðar vorrar lágu Yðar Hátign ríkt á hjarta, eins hefir Yðar Ilátign enn á ný tengt hjörtu þjóðarinnar enn nánara við Yðar Hátign með landsföðurlegri umhyggju fyrir þeim ibúum þessa lands, sem orðið hafa fyrir hinum voðalegu árásum hins ógurlega eldgoss, er dunið hefiryfir nokkurn hluta landsins, og enn ógnar landsbúum með stórkostlegum fjörbrotum eld- j

x

Norðlingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðlingur
https://timarit.is/publication/106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.