Norðlingur - 13.09.1875, Blaðsíða 4

Norðlingur - 13.09.1875, Blaðsíða 4
39 ÍO arinnar voru síðan birt og hafa verið öðru hvoru birt síðan 16. júlí. Enn hér fór sem oplar, að íslands óhamingu verður margt að vopni. í Frakklandi höfðu stórflóð gjört fjarskalegan usla og manndráp i Gar- onnedalnum og evmdarópið var hált í blöðum Englendinga, svo litlu öðru var sint en að safna gjöfum saman handa hiníím nauð- stöddu. íslands mál lá því niðri meðan þcssu vatt fram. j*ó komu smágjafir hððan og þaðan og vorum við búnir að ná saman um 500 pund sterl. er við áttnm síðast fund. Enn af þessu var skuld fyrir aug- lýsingar o. s. frv. 100 pund. Nú liöldum við fund í London þann 10. þ. m., og vona eg að buddan haíi þyngst, þvi eg hefi komið nýju á- varpi í Scotsman og vonast eptir að fá frá Skotlandi töluvert. Ilins vegar lieíi eg skrifað Times að nýju, og beðið Edilor* að takumálið upp fyrir alvöru. En hvað hann gjörir er nú óséð enn. Eg vildi geta drifið upp nokkur þúsund pund og kaupa fyrir þau kornfóður handa fé og kúm og hestum og sent það heim í september. j»ví sendi menn féð heim, lendir það í kaupmanni og hann er sá sem fær allan ágóðan af því í raun og veru. Verði nokkuð markvert að heyra í þessu máli um það er skip fer heirn skal eg bæta því hér við. Síðan eg skrifaði hafa vaxið nokkuð samskotin til Austfirðinga. Eg skrifaði Editor af »Times» langt erindi um eldgosið og alleiðingar þess, og tók hann því svo greiðlega, að hann setti það í blaðið og með því sérstaka grein um ísland, heilan dálk, og hvatti menn hðr ört til sam- skota. Enn þegar «Times talar þá hlýða margir». Nú er sá árangur orðinn að við höfum náð saman um 1200 pd. sterl. == 21,600 krón- um, og enn halda samskotin áfram að koma inn. Við getuin því lík- lega sent héðan korn og aðrar vistir til Múlasýslu í september og það svo mikið að þeim sveitum er harðast hafa orðið úti verði verulegur léttir að. Á Sierra Nevada. (Orkt 10. sept. 1874). Yfir firnindi* og fjöll þakin fannhvítri mjöll yfir frrðgrænar stórskógalendur, yfir hyldýpis-gjá, gegnum hamarinn blá, ber mig hratt, sem þá kólfur er sendur. Hér er mikið sagt frá, enda’ er margt hér að sjá! llvort skai meir vera’ að undrast — sá kraptur, sem að fjöllunum hlóð og tróð fljótunum slóð og svo fól sig í björgunum aptur, sem um gullauðga fold lagði gróður í mold steypti gljáfögrum íshjálmi’ á tinda, sem að foldarbrjóst rauf, sem að fjallbungur klauf, dróg um fellshlíðar skúmhvíta linda, — eða hugur og hönd, sem að hrauð þessi lönd og sem heflaði slétt fjöll og sprungur, sem með íþrótt og þraut lagði beinslélta braut gegnum berg, yfir firnindi’ og klungur? Krjúptu maðkur á mold beygðu mikillátt hold; öll þín stórmennska’ er stormhrakinn reykurl Líttu undrandi önd drottins almættis-hönd, Bkil, hve örlítill ert þú og veikur! Jón Ólafsson. — 22. f. m. tóku þessir stúdentar próf f forspjallsvísindum við prestaskólann: 1. Sófonías Halldórsson hlaut eink. ágætl. 2. Guðmundur Helgason — — dável -f- 3. Janus Jónsson . . — — dável -f- 4. Sigurður Jensson , — — vel -f- 5. Jónas Bjarnarson . — — vel + — Hinn 29. júní tóku burtfararpróf frá lærðaskólanum í Reykjavik: 1, Magnús Andrésson frá Urriðafossí fékk 1. eink. 93 stig 2. Friðrik Petersen frá Færeyjum fékk 1. eink. 93 stig 3. Skapti Jónsson úr Reykjavík — 1. — 85 . 4. Ilelgi Guðmundsson úr lleykjavík — 2. — 75 — 5. Grírnur Jónsson frá Gilsbakka — 2. — 74 — 6. Árni Jónsson úr lleykjavík — 2. — 70 — 7. þorvaldur Thoroddsen úr Reykjavík — 2. — 57 — 8. Franz Siemsen úr Reykjavík — 2. — 57 —- 9. Gestur Pálsson frá Mýrartungu — 2. — 49 ~ 10. Jóhann Lúther Sveinbjarnarson frá Skáleyjum á Breiðafirði (hann hafði lesið utan skóla) 1. 82 Um Jónsmessuleytið var haldið nýsveinapróf við lærða skólann i Reykjavik, og voru þessir nýsveinar teknir inn i skólann. í 2. bekk: Jónas Jónasson frá Tunguhálsi í Skagafirði. í 1. bekk: 1. Ólafur Einarsson frá Hífarnesi í ísafjarðarsýslu. 2. Steingrímur Stefánsson frá Görðum á Álptanesi, 3. Bogi Thorarensen Melsted frá Klausturhólum, 4. Einar Hjörleifsson frá Goðdölum. 5. Benidikt Bjarnason frá Isafirði. 6. Lárus Jóhannesson frá Enni í Skagafirði. Auglýsingar. 1 — Hérmeð er skorað á Guðríði Árnadóttur og Sigurð Jónsson að gefa sig fram til þess að veita móttöku arfi þeim tillöllnum eptir Guð- flnnu Ámadóttur frá Karlstaðahjáleigu; þau verða að sýna áreiðanleg vott- orð er sanni að Guðríður sé systir Guðfinnu sálugu og að Sigurður sð sonur Margrétar, systurdóttur Guðfinnu. Skrifstofu Suðurmúlasýslu 23. júlí 1875. .. Jón Johnsen. Bœkur til solu. Mynsters hugleiðingar 3 kr. » aur. Passfusálmar . . 1 kr. 18 Kvæði Kr. Jónssonar 4 — « — Lærdómskver . . « — 50 Kenslubók Ijósmæðra 2 — 67 — Biblíusögur . . . « — 75 Landafr II. Friðrikss. 2 — 18 — Stafrofskver . . . « — 40 Ileikningsbók Briems 2 _ 18 — Bænir Dr. Péturs , « — 54 Matreiðslubók . . 1 — 50 — Afmælisgjöf . . . « — 67 Rit um einkenni á kúm « — 50 — Mjallhvít .... « — 50 Rit um Ijárrækt . . « — 34 — Nýársnótt .... « — 84 Ritum stjórn m. B. Sv. . _ 50 — Mannamunur . . 2 — « Ilit um landbúnað . 1 — 50 — eptir Svein búfræðing, og flest rit hins kaþólska prests ásamt fleiru. Iljá undirskrifuðum verða bækumar seldar að eins mót borgun út f hönd í vörum eða peningum, en til að gjöra ,mönnum hægra fyrir verða þær flestar fáanlegar við Gránufélagsverzlunina á Oddeyri. Bæk- urnar eru flestar í góðu bandi. Mjög gamlar bækur og skrifuð handrit, á vorri tungu, verða keypt móti nýrri ritum. Akureyri 6. september 1875. Frb. Steinsson. ■— Brennimark Kristinns Iíetilssonar í Miklagarði i Eyjafirði K^S. FYRIRSPURN. Eru engin lög til hér á landi, sem leggi hegningu við illri með- ferð á húsdýrum (Dyrplageri)? Ef nokkur þessháttar lög eru til, þá væri ekki ótilhlýðilegt, að sýslu- maðurinn á Akureyri liti eptir hestum austanpóstsins Sigurbjörns Sig- urðssonar, því ef nokkur maður hefir nokkru sinni verðskuldað hegn- ing fyrir illa og óguðlega meöferð á hestum, þá á hann að sætá hegn- ing fyrir meðferð sína á jörpum húðarhesti sem hann hefir brúkað í sumar til póstferðanna. Eg vona að þessu verði gefinn gaumur og póstinum ekki liðið lengur að kvelja þessa aumingja skepnu. J*að er óþolandi skeytingarleysi, sem yfirvöld vor sýna í þessu efni; það er ó- þolandi að mönnum skuli haldast það uppi ár eptir ár og öld eptir öld að kvelja skepnur sínar miskunarlaust hér hjá oss, en í flestum öðrum löndum sæta menn hegningu fyrir slíkt. Helgastöðum 9. september 1875. B. Kristjánsson. Leiðrétting. I næsta blaði 32. dálki stendur spansreyrsskapti en á að vera: brúnspónsskapti Eigandi og ábyrgðarmaður: Nkaptl Jóscpsson, cand. pliil. )) Uöfníiltstjúrl blnB mikls bltét er opt beflr verib J»fnab i»man vlt etúruldin. Akureyn 1875, Prcntari: B. M, Stephdnsson.

x

Norðlingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðlingur
https://timarit.is/publication/106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.