Norðlingur - 03.12.1875, Blaðsíða 3

Norðlingur - 03.12.1875, Blaðsíða 3
85 86 flóttamanna komnlr, sumir særðir úr bardögum eða örkumslaðir við aðfarir Tyrkja, en flestir snauðir og allslausir. J»ví má nærri geta, að Suðurslöfum og fleirum heflr fallið þungt að heyra slik tiðindi, og það er ekki tregðu vegna, að Serbar hafa ekki að svo komnu þrifið vopnin og hætt sðr í styrjöld. Hitt hefir valdið, að stórveld- in hafa aptrað þeim og sagt, að þeim mundi engin liðs von, ef þeir hfeldu sér ekki í skefjum, hvernig sem færi; þeir yrðu því sjálfir fyrir að sjá, ef þeir tækju það óráð af, að berjast við sitt ofurefli Ilið sama hefir verið brýnt fyrir Svartfellingum. ðlilan Serbíujarl hefir nýlega sett þing sitt, en ræða hans sigldi milli skers og báru, og var auðseð, að hann hafði hitann i haldinu. Hann fór viðkvæmum orðutn um þjáningar bræðranna í Bosníu og Her- zegovina 0g bað þingið styðja sig til að stuðla til friðar og góðra málalykta í þetm löndum. þingið hefir nú svarað ræðunni í ávarpi, og farið likum orðum um hag þessara landa. 71 atkvæði fylgdu ávarpinu, en 44 voru á nuH;, 0g voru það þeirra manna atkvæði, sem vildu þegar segja Tyrkjum sir;a u íiendur. Tyrkir hafa sent mikinn her að landamærum Serbíu til að >urna útrásum í lið upp- reistarmanna, og er auðvitað, að Serbum er að þvs hin mesta skap- raun. þó svo hafi farið á pingi, sem nú var sagt, þykir eKu; g£ð fyrir endann á, hvað Serbar kunna að berast fyrir, því þeir hafaher sinn vopnaðan og hafa líka sent lið til landamæra, og munu þar hvorugir liorfa vinaraugum til annara, ea hvorumtveggju vant við að sjá, að hvorir rekist ekki á aðra svo að til tiðinda dragi. Stór- veldin hafa látið það fylgja fortölum sínum í Belgrad og Cettinje (höfuðborg, Svartfellinga), ;að þau skyldu sjá um, að stjórn Soldáns skyldi bæta ráð sitt og nú skyldu engin undanbrögð henni hlýða látin Soldán liefir líka sent sáttaboð til uppreisnarmanna og heitið fólkinu allri réttsýni, sem þyrfti, og honum hafa fylgt konsúlar stórveldanna og stutt mál hans, en til þessa hefir ekkert saman gengið. Um þetta mál má að minnsta kosti segja, að hér sé ekki öll kurl kominn til grafar og þess er til gelið, að llússland hafi því farið svo stillilega í sakirnar, að það viti fyrir fram, í hverja klýpu Tyrkir muni komast, þegar farið verður að reka á eptir réttarbótum kristinna manna; en við það verður það æ berara að Soldán er ekki annað en hræða eða vofa á veldisstóli, og þó svo lengi, sem honurn endist náð og mildi stórveldanna. Að vest- an er Spánn enn annað ófriðarhorn álfu vorrar. þó Karlungum hafi veitt þyngra seinustu mánuðina, þá er samt langt um meira en herzlumunurinn eptir fyrir her Alfons konungs. Martinez Com- pos tókst að vinna kastalann Seo d’ Urgel (í Iíatalóníu) af Lizzaraga og taka hann og menn liaus höndum. Marga grunar, að Lizzaraga liafi hér verið keyptur en eigi kúgaður. Dorragaray — einuin hinum frægasta foringja í liði Karlunga — vannst að komast undan eltingaliði hinna vestur á Biscaya, en hafði látið mikið af liði sínu. Sagt er að Karl konungur hafi nú sett hann til æðstu forustu fyrir her sínum. — Frá Frakklandi eru þær fregnir nýjastar, að Orleansfiokkurinn hefir ráðið að fylgja þjóð- valdsmönnum að máli, þegar þingið byrjar aptur störf sín, og kváðu prinsarnir sjálfir með forustu greifans af Paris (erfðaprinsins) liafa lagt svo undir við sína liða. Óhætt mun að segja, að orsök- in hafi verið leynileg og opinber umsvif Napóleonssinna. — þjóðverj- ar hafa haldið Sedanhátíð sína sem að vanda með miklum gleðilát- um og viðhöfn, Slíkt þykir miður fallið til að blíðka kunningjana fyrir vestan. þann 16. ágúst var minnisvarði vígður til heið- ursminningar um Hermann Kerúskakonung, sem vann sigurinn á Varusi, hershöfðingja Ágústusar keisara. Við þá hálíð var Vil- lijálmur keisari staddur, en varðinn stendur nálægt Delmold. Bæði á Frakklandi og Ítalíu þótti sunnanmönnum sú hátíð og heiðurs- minning hafa bæði stærilætis og storkunarblæ, einkanlega við það’ sem kvað vera Ietrað á varðastallanum, en þar stendur, að f>jóð- verjar hafi með forustu Yilhjálms Prússakonungs lægt hrokann i Frökkum og sigrast á þeim í öllitm orustum frá ágústmánuði 1870 til janúarmán. 1671. Hér þótti slíkt mega kyrt liggja. Yiíhjálmur keisari er nú á ferð til Ítalíu, en þeir Yiktor Emanúel hafa mælt mót með sér í Milano. það verður að líkindum seinasti stórhöfð- ingjafundurinn þetta árið. — Prinsinn af Wales leggur þessa daga á leið sína til Indlands og ætlar sér að dvelja þar fram undir vor- daga. Seint í ágústmánuði vildi það óhapp til, að ferðaskip Vic- toriu drottningar rakst á annað skip miðskipa, er hún var á heim- leið sinni frá Osborne. Engum varð meint af þessu á drottningar- skipinu, en hitt (lystijakt) sökk og þar drukknaði stýrimaðurinn á- samt ungum kvennmanni, en kapteinninn fékk banvænt rothögg af ási einum. Eiganda skipsins varð bjargað hálfdauðum, og hinum öllum sem með honum voru. Tveimur af herskipum Breta laust saman nokkru síðar. Annað þeirra var járnbrandað að framan og gekk brandurinn á hol hinu skipinu, svo að það sökk innan skamms tíma. Ilör varð mönnum öllum bjargað. FRÉTTIR INNLENDAR. Frá Skagafirli: Tífcin er heldur gób og afli þegar gefnr að róa. Brábapestin stingur sér nibur alivíta, og drepur á sumum stötum fjarska mikib, þá tekib er tillit til hve stutt er libib af vetri; þannig liefir þegar drepizt úr pestinni á Miklabæ, Frostastötmm og Hjallastöbum á milli 40 og 50 fjár á hverjum þessara bæja. Félagsverzlunin á Grafarós hefir gengib mikib vel í haust, og var fjártaka geysi mikil, munu hafa fengizt talsvert yfir 600 tunnnr afkjöti og mikib af öbrum vörum. Verb á kjöti var: Ni. 1. 0,18. Nr. 2. 0,16. Nr. 3. 0,14 fyrir ptindib; og á gærum Nr. 1. 3,16. Nr. 2. 2,66. Nr 3. 2,33; mör 0,28pd. Gufuskipib „Frey“, er f haust flutti til okkar allskonar vörur, fór frá Borbeyri 6. f. m. til Englands meb 60 hesta og 600 saubi. Gekk ferbin mjög illa og nábi þab ekki til Englands fyrr en eptir 10 daga; voru þá 5 hestar daubir og 150 saubir, höfbu skipverjar varpab þeitn útbyibis jafnóbum, og kenna Islendingar, sem meb skipinu voru, um loptleysi. BF’rey“ kom aptur til Stykkishólms 28. f. m og tók þar um 200 tunnur af kjöti og í Flatey 60. en á leibinni norbur hingab breppti skipib illvitri raikil, svo þab hleypti inn á Dýrafjörb, og lá þar f 3 daga, og síbar varb þab ab hleypa inn á ísafjnrb og var þar ( 8 daga ; en á leibinni inn á höfnina þar hljóp þab á grynzli og lá á þeim 2 klukkustundir, en laskabist eigi ab nokkrum mun. A Borbeyri tók þab 490 tunnur af kjöti og kom svo ab lokum hingab 18. þ. m. Voru menn orbnir úrkula vonar um ab þab kæmi, og kaupstjóri vor Jón Blöndal var þvínær ribinn subur til þess ab taka sér far meb pÓBtskipinu, er gufuskipib sást skjótast inn úr hrfbarbakkanum. þab fór héban aptur þann 20. kl. 6 um morgunin1. Meb því tóku sér 1) Hver sá er þekkir til þess , hversu illt og óþægt er meb alla flutn- inga f og úr skipi á Grafarós, ekki sízt á haustin. blýtur abdást ab hinn ágæta fylgi og atorknsemi hlutabeigenda til ab skipa jafn- tniklum vörum fram f skipib á svo stutlum tíma, því óhætt mnn ab fullyrba ab félaginu mundi hafa orbib mjög svo óþægilegt ab komá ekki þessnm ntiklu vörum nú meb skipinu. Grafarósiélagib hefir annars verib svo heppib ab fá ágæta menn til forstöbu: þá Jón Blöndal, er í framkvæmdum sfnum hefir sýnt sig sem framsýnan og duglegan kaupstjóra, og ltinn valinkunna verzlunar- mann Yalgarb Ciaessen. sem nú er orfcinn verzlunarstjóri þess á Grafarós. meðal allra annara glópalda og fanta, sem þú fyrir hittir erlendis. Jeg vildi nú í bráðina, að þú værir vel sloppinn út úr bænum. En ef þú vilt taka með þjer mína blessun til lararinnar, þá skaltu fá hana. Já, það vil jeg gjarnan, karlinn minn, svaraði hinn ungi mað- ur> og jeg kýs þó helzt að hafa hana tvöfalda. Um leið |og hann mælti svo, þreif hann skjótlega hönd hinnar ungu meyjar, er æll- aði í sömu andránni að taka í hornið á hvíiu svuntunni sinni og þerra augun. Ilver veit nema það komi vel í þarfir, bæði þar sem jeg er i flokki hinna fríðu kvenna erlendis, og eins þá er jeg kem aptur og Soffía er orðin fullvaxta og skynsöm stúlka, sem veit Uvað hún vill og kann að meta — . • Hin unga mær leit á hann augum sínum, stórum og dökkum. Hún sá að hann var hróðugur og brosti við, en svipurinn ein- beittur, svo setti opt mátti sjá á hinu djarlmannlega andlili hans. Ilún varð þá kafrjóð allt í eiuu, hreint niður á háls, og vildi slíta af honum hönd sína, en hann hjelt henni faslri. Jæja, Guð blessi ykkur þá, börn mín, sagði faðir hennarmeð klökkvandi raust, en varð forviða og orðlaus; því jafnskjótt kom það babb í blessunina, að hann heyrði smell á hinum skeggjaða vanga líristins Blokks. Soífía Iiafði vinstri höndina lausa og vann þetta nteð henni, en hægri höndin var öll á valdi hins ramaukna manns. Sleppið þjer mjer, herra Blokk, mælti hún og var reið, en það fór henni vel, og ílýtið þjer yður á stað lil þess að finna fallegu stúlkurnar erlendis. Jeg er, eins og þjer lálið mig skilja, heimsk- ur krakki, sem græt af engu, og gel líka reiðst við yður af jafn- litlu efni, — sagði hún um leið og mýkti mál sitt. þjer ættuð eigi heldur að vera svo viss um — Um hvað? Sofli'a litla, tók hann undir og dróg hana nær sjer, undir eins og hún þagnaði. þú mátt gefa mjer svo marga löðr- unga, sem litli lófinn þinn endist til, en segðu mjer barahvaðþað er, sem jeg má ekki vera svo viss um. Nei, jeg segi það ekki; sleppið þjer mjer, jeg vil ekki sjá yður. |>jer kreistið af mjer höndina; þjer eruð svo sterkur, að allt gengur í sundur, sem þjer takið á. Eigi er svo hætt við þvt. |>ú þolir það Soffía litla, það er töluverður veigur i þjer, og nú verð jeg að kveðja þig fast og

x

Norðlingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðlingur
https://timarit.is/publication/106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.