Norðlingur - 08.07.1876, Side 1

Norðlingur - 08.07.1876, Side 1
II, 1. Kemur út 2—3 á mánuði, 30 blöð als um árið. Laugardag 8. júli. ivostar a Kronur arg. (enenais 4 kr.) stöK nr. 20 aura. 1870. fiiæru liaupeudiir fi'ordliHgsI Nú er þá fyrsti árgangur Norðlings |á enda og annar þegar að byrja. þer liafið, landar góðir, tekið þessuin norðlenzka ung- lingi svo vel, að hann muu nú þegar á fyrsta ári vera næstum á eins mörgum heimilum eins og hinir eldri samlandar lians , hin Llöðin. Eg finn mðr því skylt að þakka yður innilega fyrir þessar góðu viðtökur blaðs míns , og það því fremur sem þetta er hið fjórða dagblað á landi voru, sem er undravert og aðdáaniogt hjá svo fámennri Jijóð. þessar góðu viðlökur hlýt eg að laka sem vott þess að mer liafi lekizt nokkurn veginn að efna það er eg lofaði fyrir hönd Norðlings með fyrsta, að það væri »innileg ósk mín að stuðla að velmegun og andlegum framförum b æn d as tð 11a r- innar». þessari stefnu mun eg framhalda, og treysti eg því að geta framhaldið henni enn betur framvegis en hingað til. Ritstjórinn. •— það eru mín vinsamleg tilmæli við liina heiðruðu útsölu- menn og aðra kaupendur «Norðlings» að þeir sem eigi hafa enn borgað árganginn vildu svo vel gjöra, að horgu hann nú í kauptíð. En til þess að gjöra lúkninguna sem hagfeldasta fyrir kaupendur, vil cg gefa þeim kost á, ef þeir ekki ættu hægt með að borga beinlínis til min, að greiða hana til þeirra manna er nú, skal greina: Múlasýslur báðar til herra verzlunarstjóra Sigurðar Jónssonar á Vest- dalseyri; Norðurþingeyjar- og nvrðri hluti Suðurþingeyjar-sýslu til herra verzlunarstjóra þórðar Guðjohnsens á Ilúsavík, en suðurhluti sýslunnar og Eyjafjarðarsýsla borgi hðr inn í einhverja verzlan á staðnum; Skígfirðingar á Grafarós til herra verzlunarstjóra V. Claessen; Húnvetningar til herra óðalsbónda Jósefs Einarssonar á Ujallalandi. Vestfirðingar borgi annaðhvort til herra kaupstjóra Dani- els Thorlaciusar á Stykkishólmi eða herra stórkaupmanns Ásgeirs Ásgeirssonar á ísafirði. Sunnlendingar til herra bókbindara lirynj- ólfs Oddssonar í Reykjavík, nema hvað Skaptfellingum gefst kostur á að borga til sðra Jóns Jónssonar prests til Bjarnaness og llof- fells, nú á Borg í Hornafirði. Ritstjórinn. UM LAUNALÖGIN OG UPPBÓT BRAUÐA. (Niðurl.) Höf. «Eptirl. »> kann nú að segja, að ekki hafi laun allra hinna æðri embættismanna verið hækkuð, frá því sem áður var, með hinum nýju launalögum, og er það að visu satt, því að eptir hinum eldri ákvörðunum fóru launin hækkandi eptir embættisaldri, og marg- ir þessara höfðingja eru nú teknir að eldast. En þegar nýir menn koma í embættin, þá fá þeir miklu hærri laun eptir hinum nýju launalögum, heldur en þeir liefðu fyrst um sinn fengið eptir hin- um eldri ákvörðunum. Og eigi allfáir af hinum núverandi embætt- ismönnum hafa beinlínis fengið launaviðbót. Launalögin auka því útgjöldin að miklum mun, og er það hörmulegt, að alþingi skyldi takast svo illa í þessu máli, þar sem það hafði alveg óbundnar hendur, því að héðan af mun örðugt veita að fá launalögunum breytt. Vðr hirðum þess vegna ekki um, að fara fleirum orðum um aðgjörðir þingsins í þessu máli, en viljum að eins geta þess, að oss hefðu þótt þeir embættismenn, er launalögin hljóða uppá, fullsæmilega iaunaðir, ef þeir hefðu fcngið þau laun er nú skal greina: biskup 5800 krónur, amlmennirnir 50C0 kr., hvor urn sig, háyfirdómarinn 4800 krónur, hinir yfirdómararnir 3500 kr., hvor um sig, landfógetinn 3500 kr , póstmeistarinn 1400 kr., for- stöðumaður prestaskólans 4000 kr., fyrsti kennari við sama skóla 2400 kr., annar kennari við sama skóla 2000 kr., forstöðumaður lærðaskólans auk leigulauss bústaðar 3600 kr., yfirkennarinn 2800 kr., fyrsti og annar skólakennari 2400 kr. hvor um sig, þriðji og fjórði 2000 kr., hvor um sig1. — ðlunurinn á þessum launaupp- hæðum og þeim, sem taldar eru í launalögunum, er 6800 krónur, og hefði þeim iniklu betur verið varið á anna hátt, í því landi, þar sem fe vantar til nálega allra þarflegra fyrirtækja*. Áður en vör Ijúkum máli voru, verðum vér að fara nokkrum orðum um það, hvernig landshöfðinginn hefir útbýtt fð því, er al- þingi veitti til uppbótar fútækustu brauðum. Eptir voru áliti var það öldungis rétt, að veita Stað í Aðalvík og Stað í Súgandafirði 300 kr. hvoru um sig, þvi að þau brauð eru bæði harla óaðgengi- leg, og hafa hú staðið laus í 10—12 ár, og ófært að sameina þau 1) Vflrdóinara-ouibættin eru einhver hin hægustu embætti ht>r á landi, og viri- ist því meb Bllu úþarft ab þeim fylgi hærri laun, en hér eru talin, enda hafa jafn- an vorir læríiustustu lögfræbingar sótt um þau ab undanförnu, þú ati lannin værn ekki hærri en þau voru. Hin einustu þessara embætía, er nokkur þörf var á at> bæta, voru skúlakermara embættiu, því ab þau voru fremur úabgengileg, ctnknm fyrir fjölskyldumenn. Eu alt nm þab sjnir reynslan, einsog vér 6ögbnra { fyrri greiu vorri, afe þau voru miklu aígengilegri en mörg prestaköll. 2) Svo virbi6t »em þeir höfbingjar vorir, sem anuars hugsa nokkub um fram- farir landsins, vorkenni ekki fátækum almúga ab leggja fé til þarflegra fyrirtækja og þyki vér sveitamennirnir eyta helzt til miklu í óþarfa. Ef oss minnir rétt, stúþ þab ekki ais fyrir löngu í „Sæmund! frúba", ab landstnenn eyddu áriega flm tunnnm gulls í hreinan og beiuan úþarfa. pab værl frúblegt ab vita, hvab mikl- um hluta af fé þessn væri oytt af embættismönnnm og kanpmönoom í Reykjavík. Moban þessir herrar takmarka ekki átveizlnr sluar, mega þeir vorkouna aimúga- mönnnm, þútt þeir vilji eiga dálítib betra en hnudar. Æskubrögö Mristins Blokks. (Framh.), Hinn drenglyndi vinur hans varð þessa var ogspurði hann, livort eigi væru einhver ill tíðindi í brjefinu. Langi fór í fyrstu undan, en þar ltom, að hann sagði honum allt af ijelia. Iiristinn Blokk skildi hvort efni í væri og hleypli brúnum. Hann þagði um stund, svo sem hann væri að hugsa málið, en leit síðan hýrlega til vinar sins, tók i liönd honum og mælti af skyndingu: Farðu nú í rekkju þína, hvað sem þessu líður, og lállu það eigi standa þjer fyrir svefni! það raknar með Guðs hjálp einhvern veginn fram úr þessum vafningum. Meira vildi hann eigi tala um þctta efni, og tóku þeir nú báðir á sig náðir. Snemma morguns daginn eptir töluðust hjónaefnin við eins- lega úti í sáðgarðinum. |>ví næst komu þau inn til að drekka kaffi og voru bæði nokkuð fáræðin, en þ<5 hjartanlega ánægð og glöð á að sjá. Blokk gjörði það þá uppskált, að þau hefðu hugs- að betur eptir um silt rúð, Soffía og liann, og snúizt til þess, að fresta brúðkaupi þeirra eilt eður tvö ár, svo sem margir góðir menn 'væru vanir að gjöra, og rífa eigi þegar hið gamla hús, er mætti vera þeim svo kært og minnisstælt að mörgu leyti. Ilann kvað Soffíu þykjast vera enn of ung til þess að veröa húsfreyja, 1 og yrði hún fegin að mega vera framvegis einn eður tvo vetur hjá góðvinum síuum á Bækidalsgarði. J>á kæmi sjer það og vel, að vinna nokkra hríð hjá eldra meistara, áður enn hann tæki sjálfur að reisa bú, sem húsasmiður. þau Emilíaog Langi hlýdduáþessa ráðagjörð og liorfði forviða ýmist á Blokk eða Soffíu. Mjer inun og, mælti Biokk enn framar, eigi verða svo auð- velt að ná borgara rjettindum, fyr en menn hafa haft nokkurn tíma fyrir sjer til að sjá, hvort jeg muni hafa fengið allt vit mitt apt- ur crlendis. Og nú hef jeg nokkra peninga aflögu, sem jeg veit ekki hvað jeg á við að gjöra. Jeg vildi helzt að jeg gæti komið þeim í hendur skilvísum rnanni mót veði í fasteign. Mjer hefur því komið í hug að búgarðurinn þinn, Langi I verði mjer trygg- ing fyrir þessu fje. því getur rneð engu móti verið óhættara. þá gætir þú greitt af hendi þá skuld , sem garðurinn stendur nú í veði fyrir, og mætti þetta verða jafnt hagur okkur báðum. þann- ig fórust Blokk orð, og hann sýndi sig svo alvarlegan og hrein- an, að Emilía ætlaði jafnvel, að Langi ætli að gjöra honum þetta til þægðar, er hann mælti til. þá er öllum vandræðum lokið, gæzkan mín! sagði hún við bónda sinn hjartanlega glöð og hafði eigi neinn grun á því, að þeim Blokk og Soffíu mundi vera allt kunnugt um hagi þeirra bjónanna. Langi hvessti augun fast og lengi ýmist á Soffíu eða á Blokk. Yfirbragð þeirra var bliðlegt og hógværlegt, eu þó sem það lýsti 2

x

Norðlingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðlingur
https://timarit.is/publication/106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.