Norðlingur - 16.08.1876, Qupperneq 3
21
22
Frá öðrum löndum er ckkert nýnæmislegt að herma. Vðr getum
að eins tveggja mannsláta. 27. maí andaðist Palackí hinn nafnfrægi
sagnaritari og þjóðskörungur Böhmensmanna (Czeka), kominn fyrir
skömmu á nýræðisaldur. Vinir hans og fjöldi czekneskra stórmenna
heldu í vor afmælishátíð hans með mikilli viðhöfn og virðingu, og
komu þar nefndir frá flestum slafneskum háskólum að tjá lionum þakkir
og heiður fyrir störf hans og forvígi fyrir retti Czeka og fleiri slafn-
eskra þjóða í Austurríki. — Fyrir fám dögum fréttist lát konu þeirr-
ar á Frakklandi, sem kallaði sig George Sand, en hét að réttu nafni
Aurorc Dudevant. Eptir hana eru afarmörg skáldrit (sögur) og tal-
in í helztu röð þ>eirra rita á Frakklandi. Hún var af eðalmanna-
kyni og að langfeðgatali komin frá Ágúst öðrum Póllandskonungi
og Auróru af Iíönigsmark, mesta kvennblómi sinna tíma.
GRÁNUVÍSUR,
(Kveðnar þegar hún kom inn úr ísnum 1876).
1. Spaugar lánið lands við menn,
að leiðum hafnar brýnum
smaug hún Grána okkar enn
inn hjá nafna sínum.
2. Mæðir voða meins ei stúr;
— mátaði happið kvíða —
græðis hroða greipum úr
gnoðin slapp en fríða.
3. Ægis þrengja þökin tvist
þylju hesta rjóður,
hlægir mengi, hún er fyrst
hafnar sezt í tjóður.
4. I>ó að ís um birtings bú
beygðar kvíi skeiðir,
liafa dísir heilla nú
lienni fríað leiðir.
5. Vertu’ oss, Gránal velkomin
væn með fránu gengi;
haldist lán og hróður þinn
hafs um ána lengil
Á sælli óska stund
ötull vorn sótti fund
frömuður íleys;
lokuð þótt lands umgerð
lágöltum hepti ferð,
hugdáð var hans ei skerð
hriðjum í þeys.
Annar víst er Jason
oss fenginn Peterson
með lietju móð;
hann yflr boða ber
brims gegnum voða her
hamingja’ á höndum sðr,
höfrungs um lóð.
Hrímþussa hann ei sköll
hræðist né Grænlands tröll,
þess óskum þvt':
sefs konan súgs um mið
sitt vciti fulltingið
gangi’ onum gullreyfið
greiparnar í.
Tryggvi vor, traustan dreng
— tranan þars hljóp af streng —
í fylgi fékk,
freravangs* j>órinnþá
þjóðmærings jafni sá
hugprúður hólminn á
haslaðan gekk.
Háfleygur ísiands örn
mót okum þreytir vörn,
— þreklyndir þeir —
bundu fóstbræðra lag
bjartan um frelsis dag,
fjördánu fróni i hag
fuilhugar tveir.
Svo lengi grundin grær
og girðir kaldur sær
um Garðars ey:
mærasta minning hans
mun börnum ísalands
ens fríða frægðarmanns
fyrnast aldrei.
Leggjum fram liðið vort,
liðs að ei flnni skort
hugrakkur hann.
Sigli þeir svo um haf,
sifjum lands studdir af,
víkinga vorra í kaf
verzlunar bann.
K. B.
FRÉTTIR.
' Frá útlöndum eru þetta helztu fréttir: Ófriðurinn í Tyrkja-
löndum hefir aukizt stórum síðan síðast frjettist, því að nú hefir
Mílan Serbajarl og Nikita Svartfellingajarl fyllt flokk uppreistar-
mauua og sagt Soldáni hernað á hendur. J>að gjörðist fyrstu dag-
ana af júlímánuði. [>eir hafa báðir saman rúmlega 100 þús-
undir vígra manna. Fundur hafði orðið með liði Serbajarls og Sol-
dáns 5. f. m., en engar áreiðanlegar fregnir eru komnar af orustunni.
Stórveldin ljetu í veðrí vaka, að þau mundu sitja hjá þessum ó-
friði, en vallt þykir því að treysta, og hitt líklegra, að næstu tíð-
indi utan úr heimi verði þau, að höfuðríki álfu vorrar séu komin
*) Asaþtír var kendur vib þrúbvang, sem lesa má í Snorra Eddu, en hðr kenn-
ist Tryggvi vib landil), og nefnist Freravangs-þór, sem sð: }>ór Islands.
En ef jeg hefði nú ekki fundið þessi skjöi, munduð þið þá
liafa verið illa stödd? spurði Kristinn Blokk. Mjer gremst það
nærri því, að þessi strákalukka skyldi riða baggamuninn.
Nei, það er fjarri því! tók Langi undir og þreif um hönd
Emilíu. Nið værum öfundsverð, þótt við yrðum snauð á næsta degi.
Soffía sannaði þetta með þeim og sagði að þeim væri það
full alvara, að lifa hinu sælasta lífi í einhverjum aumasta kiefanum
í Nýhöfn, Lara ef þau gœtu notið þeirrar fögru sjónar, að horfa á
siglu við siglu í skipalæginu.
Áður enn menn höfðu enn fengið tóm til að láta í ljós gleði
sína, bað Iíristinn lilokk Soffíu og þau hjónin að búa sig og halda
þegar á samri stundu til kirkjunnar í þorpinu; skyldi Soffía vera
brúður, en Langi fylgja henni, sem brúðarsveinn, og Emilía, sem
húsmóðir og vinkona. Ueyfisbrjefið, svaramennirnir, presturinn og
allt, sem við þurfti, var óðara til taks, svo sem á brúðkaupsdegi
Langa og Emilíu ; og mönnum mátti eigi bregða undarlega við það,
þótt æðikollurinn liann Kristinn Blokk væri skjótráður nokkuð og
einráður í þessu efni
En heyrðu, vinur! mælti Langi hálfbrosandi og ljet þó sjá á
svip sínum, að hjer mundi horfa til vandræða. þetta liggur ekki
svo laust fyrir, sem þú hyggur. Soiíía vill þig ekki fyrr enu, ef
til vill, eptir nokkur ár, þá er þú ert orðinn betur viti borinn til
að vera húsbóndi og ijarvistin hefur kennt þjer að láta þjer þykja
meira til hennar koma. það sagði hún okkur fyrir stuttu fortaks-
laust.
Nú er nokkuð öðru máii að gegna, kvað Soffía og faðmaði
liinn sköruglega brúðguma sinn með mestu blíðu. Jeg verð nú að
láta mjer nægja það vit, sem bann hefur, og jeg vona að honum
lærist að láta sjer þykja vænt um mig, þótt við lifum eigi í íjarlægð
hvort frá öðru.
Emilía skildi nú fyrst bragð liinnar göfuglyndu meyjar. Hún
komst þá mjög við og tók hana í faðm sjer. Langi gat eigi heldur
leynt því, er hann fann til. Hann bað hana þá að forláta sjer,
hvað liann hefði hugsað henni ijótt fyrir hið andkannalega skap-
lyndi, er hún hafði látið uppi rjett áður. En bæði hlóu þau að
trúgirni sinni og ámæltu Soffíu fyrir þann yflrdrepskap, er hún hafði
vilt þeim sjónir með.
Nú tókst á Bækidalsgarði mikil og óvænt fagnaðarhátíð og
minnti á brúðkaupsdag Langa og Emilíu. Brúðhjónin óku til
kirkjunnar í hinni sömu kerru, sem Kristinn Blokk hafði fyrst kynnzt
við, þá er hann velti henni. Langi og kona hans urðu þeim sam-
ferða; fóru þau, og bæjargreifmn og presturinn með þeim, í hin-
um lilla og ljettfæra vagni, sem þau höfðu svo miklar mætur á
frá þeim degi, er þau giptust. Brúðkaupið var setið á Bækidals-
garði úti í salnum í aldingarðinum. Var þar ofn kyntur eptir því
sem þurfti tii þess, að hiti væri við hæfi. Úr þessum sal mátti
líta yfir skógarrunnana hjeluþrungna á kirkjuturninn í hinum litla