Norðlingur - 12.05.1877, Page 1

Norðlingur - 12.05.1877, Page 1
NOIBLNGM. II, 24. Kcmur út 2—3 á mi'inuði, 30 blöð uls um árið. Laugardag 12. mai. Kostar 3 krónur árg. (erlendis 4 kr.) síök nr. 20 aura. ÁLIT SKATTANKFNDARINNAR, eftir A»nljót Ólafsson. v. (Tramli.). Nefndin liefir skýrslur um jaisir undanþegnar tíund. Jarðir þessar setr hún með nöfnum og hundraðatalinu nýa. Að þessu leyti eru skýrslur hennar góðar, en svo eru og kostirnir taldir. Nefndin telr eigi aðeins jarðir bændakirkna með tíund- frjálsum bændajörðum, heldr slengir hún saman stólsjörðum og kóngs- jörðum, er orðnar eru bændaeign. J>ar á ofan telr hún með þess- um bændaeignum sinum, sem eg veit til, tvær slaðakirkjujarðir: Syðra Túngukot í Blöndudal, kirkjujörð frá Blöndudalshólum, og Leifslaði í Svartárdal, kirkjujörð frá Bergstöðum. Líkr ruglingr mun víðar vera. J>ó er enn lakari skýrsla nefndarinnar um þjóð- jarðirnar, þar er eigi einúngis blandað saman þjóðjörðnm og þjóð- kirkjujörðum, svo kirkjujarðirnar cru í þrennu-lagi, heldr er stráð þar innanum spítalajörðum, lðnsjörðum presta og annarra emhætt- ismanna. Engum manni er því auðið að raða af skýrslum þessum, livernig á undanþágunum stendr. Mér þykir og mjög hætt við, eftir allri þessari grautargerð, að þessar embættisjarðir sð aftr tald- ar í skýrslunni á 109. bls., svo nefndin fái allvíða tvær undanþág- ur úr einni; en við það verða báðar aðalskýrslur hennar á 82. og 109. bis. óáreiðanlegar. Nefndin er, að mðr virðist, mikils til ofiengi að velta því fyrir ser, hvert afnema megi undanþágurnar. það er þó sjálfsagt að það má, af því þær geta þó aldrei verið retthærri en eignarréttrinn sjálfr, einúngis ef gælt er þeirra skilyrða er 50. gr. í stjórnar- gkránni setr1. Nefndin kcmst og að því að af taka skuli undan- þágurnar. Kn sem hón fer aO ra’Oa um bæturnar, þá gý&rir liún sér hægt um liönd, því lnin segir sem svo: Sumirmenn og sum- ar jarðir hafa haft undanþágur með tilteknum nöfnum, og þessi nöfn eru : skattr, gjaftollr, kóngstíund, I ö gman n s tol 1 r og manntalsfiskr; eg tek bara þessi nöfn á burt, og sjá, gjald- frelsið er fokið útí veðr og vind. Svo legg eg, segir nefndin, ú þessar jarðir og á jarðir og lausafð þessara manna nýtt skattgjald __ reyndar í staðinn fyrir ö 11 hin fyrri gjöldin; en hvað gjörir það til, fyrst það ber annað nafn, því »nöfnin eru óvin- sæl« (nomina sunt odiosa)— þeim »ó 1 í k t að öllu fyrirkomu- lagi og hefir ekki annað sameiginlegt við þau cn að það legst á sömu gjaldstofnana«. — Bara það! 1 — Mikið hefir lög- fræðinni fleygt áfram síðan ó dögum Örsteds gamla, það má nú gegjal! því þá er Grímr amtmaðr kom fram á Ilróarskeldu-þíngi liérna um árið með nýa skattgjaldið sitt, einmitt með landskatt- inn og afnám gjaldfrelsisins, sagði Örsted, að aftaka þess mundi eigi vera sem ráðlegust, því, sagði liann, »með þeim hætti iegði menn ú hlutaðeigendr nýar álögur, er þeir, hafa cigi áðr borið" (Hróarsktíð 1840, 54. bls.). En nefndin, hún þarf eigi nema nafnið landskaltr, einmitt sama nafnið sem Örstcd sagði þetla um; nafnið eitt gjörir hjá henni alt um eitt. Ilún þárf eigi að rannsaka lögréttarsögu gjaldfrelsisins, hvort lög- rfcttarásíæðan sé alstaðar jafnsterk og gild, svo sem fyrir tíund- frelsi kóngsjarðaeigendanna á eina hönd og stólsjarðaeigendanna á hina í Sunnlendíngafjórðúngi; hún þarf eigi svo mikið sem fietla upp konúngsúrsk. 7. mar/. 1774 til að skygnast eflir, hvort nokkurr mnnr geti vcrið árétti andlegra og veraldlegra embæltismanna (sbr. rklir. 7. nóv. 1767, rkbr. 17. des. 1768 og 9. febr. 1771), hvað þá hcldr að hún leiti í kirkjusiðaregl. 2. sept. 1537 111. eðr tilsk. 19. nóvbr. Í542. Nefndin þarf eigi að vita, hvort gjaldfrelsisréttrinn er fylli- lega fenginn með veilíngarbréfum nllra embaTlismanna, eðr rétlr þessi sfc hjá einhverjum þeirra Vonargripr, það er að segja, að þcir verði að taka þeim breytíngum er á kunni verða gjörðar. Hún þarf eigí að gjöra sér samvizku útaf slfkum smómunum sem þeim, livort hinn nýi skattr hennar ncmi frá 40 ti! GO al. á tveim lök- ustu brauðunx landsins, er metin eru á 111 og 118 rd , eðr liann væri svo lcltr í samanburði við lekjurnar, að hans gætti svo sem ekki. Nei, nafnið eitt, þessi kynjaríki töfrastafr, liann slær alt í 1) Grelnin er þannig: „Eignarréttriun cr fribhelgr,1' Engan má ekylda til al) líta af hendi eígn BÍna, mema airaonníngeþörf krefi; þarf til þess lagaboí) og komi fult tcrtb fyrir. 1877. rot, Örsted gamla, A. W. Scheel1, almenna réttarvitund manna og heilbrigða skynsemi, því hún kallar eflaust þessa nafnfræðiskenníng nefndarinnar eintóma orðkróka og lögkróka. — Litlu lxeppnari er nefndin þar er hún fer að ræða um tíundfrelsi jarðanna. ííún játar, að »það væri eðlilegt að slíkar jarðir væri meira virði í kaup- um og sölum og bygðist með hærri leigumála en aðrar jarðir gjaldskyldar með sömu gæðumn. En livað verðr svo úr þessu eðlilega hjá nefndinni? Sá liinn »frekasti« kunnugleiki nefnd- arinnar gerir þetta hið »eðlilega« að eintómum skugga, að »í- mynduðu tjóni«, því af hinum mikla og nákvæma kunnugleika sínum á öllum mönnum og sveitarháttum í landinu veit hún að jafngóðar jarðir sé eigi dýrari í kaupum né sölum , né þá" heldr dýrra leigðar en hinar líundskyldu; og þó játar hún að þetta sé óeðlilegt, það er að skilja, móthverft mannlegum hyggindum og hagsmtinasemi. Ilingaðtil hefir og löggjafinn, bæði alþíngi og konúngr, litið alt öðru visi á þetta en nefndin, svo og báðir þeir Grímr amtmaðr og Örsted (Hróarskt. 1840, 50. og 54. bls.). Nefndin leikr og togar aumkvunarverðan hráskinsleik við hið »eðli- iega« og hið »ímyndaða tjón«. Aftr og aftr lekr hugsanlopinn í sundr í höndum hennar. Skuggi hins »ímyndaða tjóns« kemr óg hverfr sem svipr Bancós í Macbeth. Hið »eðlilega« stígr fram fyrir nefndina upp af undirdjúpi sannverunuar, en verðr að lyktum barið niðr með sleggjunni sem selshausinn forðum í Fróðárundrum. J>ess er skylt að geta, að eigi hafa nema tveir af nefndarmönnum getað fengið af sér að vaða þenna hugsanreyk, né getað þolað alla þá svælu er af honum ieggr. Haldór kennari Friðriksson hefir hér komið fram með ágreiníngsálit silt, og satt að segja, eg fæ eigi hetr söð en það sé bygt á sannleik og réttsýni. Aiiír hijóta nú að verðá á það sáttir, að aftaka skuli allar undanþágur, hverju nafni scm nefnast. En þá búið er að rann- saka á hverjum rökum og rétti þær eru bygðar, því eflaust munu sumar þeirra næsta rfcttlitlar (sjá lil dæmis rkbr. 14. febr. 1767, 4. tölul.), þá finst mér liægast og kostnaðarminst að afnema þær þannig, að hverr réltilega undanþeginn maðr, hvort hann er heldr embæltismaðr eðr embæltislauss, eigi rétt á að njóta hinua eldri laga, meðan liann býr á sömu jörð sem þá býr hann er lögin koma út, en lengr eigi. J>essi réttr, — en hann er eigi annað en lagaregla sú að eigi skuli ný lög svifta mann fengnum réttiudum lians bóta- laust — kemr nú eigi sérstaklega tii greina, ef ræða er ura al- gjörða breytíng á launalögum eðr launahætti embættismanna. Eigi fæ eg séð, að nokkrir eiginlegir vafningar geti verið við þessa til- lögu mína. Embættismennirnir hafa eigi rétt til þegnskyldufrelsis- ins nema meðan þeir halda embætti því er þeir eru búnir að fá þá er lögin út koma. Nefndin heíiroglagt þetta til; en þó afein- tómri sanngirni sinni. En bændr fá enga sanngirni og eigi heldr náð bjá nefndinni. Sama er að segja um tíundfrelsi jarða, hvort heldr jörðin er landseign eðr landsmanna. Sé hún landseign, þjóðjörð eðr eign sérslakra stofnana, svo sem spítalajörð eðr krist- fjárjörð, þá er engin breytíng á gjör meðan leiguliði sá hýr á jörð- unni. En sé jörðin eign einhvers annars, þá gefst landeiganda frcstr til að útvega sér nýan áhúnda, cn landseti sá er þá er heflr cngan lialla, með því að liann sitr, sem aðrir leiguliðar, við sömu kjör eftir sem áðr. En nú kunna menn að spyrja, ætlastu þá til að farið sé eftir tvennum skattheimtulögum í einu, hinum eldri og ýngri?. Nei, cg ætlast einúngis til, að gjald þessara manna sé fundið og talið í bókum sýslumanna til upphæðar eftir eldri og ýngri lögunum, og verði þá gjaldið liærra eftir hinum nýu, þá skuli gjalda slíkt sem eftir liinum eldri lögurn greitt væri. J>ó mætti tiltaka svo, nð munrinn skyldi nema einni krónu minst, til þess að komast hjá ofsmasmuglegum reikníngum. Nú sjá menn í hendi sinni, að liér verðr mest að síðustu undir því komið, hversu liár hinn nýi skattr er; því sé hann lágr, þá hverfr nndanþágan undan konúngstíundinni víðastlivar af sjálfri sér, og erþaðeitt með öðru meðmæli með ábúðarskatti mínum. 5. Á hverja gjaldstofna leggja skuli skattinn. Nefndin atlmgar næsta innvirðulega, hvort skattimx skuli leggja annaðhvort eingöngu á lausafé eðr eingöngu á járðirnar, eðr þá 187 1) Sjá Uan» „Privatrettens almindel. Deol“ 240—43 bls, sbr, 292—9C. bl#, 188

x

Norðlingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðlingur
https://timarit.is/publication/106

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.