Norðlingur - 05.12.1877, Blaðsíða 2

Norðlingur - 05.12.1877, Blaðsíða 2
107 108 farif i gáfur piltsins, «g ar þá ekki til einskis unnið! Líka eru 12 ára biirn mikils til of óhörðnuð til þess að þola hina slæmu »ðbúð í hinu núverandi skólahúsi*. J>essi aldursákvörðun vœri sök ser, ef hennar væri nú einu sinni þðrf, en þá þyrfti þörfin líka að vera svo mikil, að hún hyldi annmarkana. En því fer fjærri að svo se. Meiri hluti skólapilta er ennþá úr sveitum og annar- staðar að af fslandi en úr Reykjavik, og það hafa hingað tii mátt lieita undantekningar að ófermdir unglingar hafi komið í skólann annarstaðar að eu úr Reykjavík; og viiðist svo sernað almenningur liafl til þess giidar ástæður, því varla er hægt að dæma um náms- gáfur, og því síður vilja og löngnn unglingsins, fyr en hann er að minsta kosti 12 ára, og svo hafa foreldrar með réttu ekki viljað sleppa börnum sinum frá sér áður en þeir hefðu »kent þeim unga þann veg er liann á að ganga til dygða og ráðvendni", og svo eru börn fyrir innan fcrmingu, eins og áður cr sagt, lítt hörðnuð til þesi að þola þá vosbúð og illa aðbúnað, er opt kemur fyrir á haustferðum og í skólauum sjalfum. J>á litið er til þess aldurs er settur er sem lögaldur til að geta fengið embætti (full25 ár), þá sýnist það meira en óþarft, að menn komi svo ungir í skóla, því J.eir yrðu þá útskrifaðir fyr/r innan eða um tvítugt, og hefðu — J.areð fæstir sigla — lokið embættisprófi 2-3 árum áður en þeir gætu náð í embætti, og cr cngin sérleg nauösyn á svo löngu milli- bili, nema að það sé meining nefndarinnar og ráðgjafa að kandi- datarnir skuli nota þann tímann til þess að læra J>ýzkuna til hlýt- ar(!) því í henni er þeim meinað að fullkomna sig í skólanum sjálfum, svo sem síðar mun á vikið. Ea hvað gat þá komið þess- um reykvíksku nefndarmönnum til þess að setja þennan lága aldur þvert ofaní allar skynsamlegar ástæður? — J>að er auðséð, þvi af honuni hafa Reykvikingar einir veruleg not, því þeim hamla eigi hin hætlulegu ferðalög og hinn illi aðbúnaður í skólanum sjálfum, því börn þeirra eru eigi »heimasveinar», en eigi er spar- aður eldur á daginn í skólastofunum, og i Rvík og geta foreldrar haft sjálfir eptirlit með siðferði harna sinna. Vér álítum og mjög svo eðlilegt að Reykvikingar reyui að koma burnuin sínum sem ýngst- um í skólann, þvi fyrst veitir það meiri ró á heímilinu, sparar und- iibúningslestnr og kostnað við hann, veitir fria kenslu, og gefur drjúgum með barninu, cr það uær í öIitihsu skóians; og ef að drengurinn væri nú ekki sem allra bezt undir búinn, þá mundi það aldrei spiiia að merkismaðurinn, faðir hans hlýddi á inntöku- profið 1 En þess verður að gæta, að ekki getur hjá því farið, að *) f>á er v£r vorum í skdla fyrir 16 árum, þí Taí svo kalt f tlóra íveffiloptinii, þar sem ii};sveinar sofa, afc þeir ætlulu eklii ao geta inölvflo klakann á vatnifbtunum, og bvo næddi vttainn; mun frosiib jnni hafa verit) nálscgt 10 gr. á Reaumur 6 nóttunni, þá kaldast var Ekki var piltum lagt til meira ofan á sig en 2 þunn ullartsppi, og v»r þaíi auma iffio fyrir þá, sem ekki höfcu yfirstengur aö heiman. Og þi á fætur var komio l6k lítit) betra vib, því þá þurftn pilt- ar, lilt klæddir, nifcur f bæ, opt og einatt i stórhrlcum, og er því- líkt ekkert barna metfæri, og guos miidi, ao slarkast befir af hing- ao til meo fermda skólapilta. *>aö er eigi ætlandi ao foreldrar vilji leggja 12 ára barn sitt ( þvflíka hættu, þó ókunnugleiki ráí- gjafans, og ettthvab annafc ©uefnt bjá hinuro teykvíkeku nefndarmönn- um freisti þeiita til þess. En sícan vcr vorum í sfcóla, mun skdla- litísit liafa hc'dur hibrnac, sem von er. miklu yngri og óþroskaðri piltar úr Reykjavík einni li'jóta að tefja nám sveitapiltanna, er minst eru 2 árum eldri að jafnaði. J>að þarf nú ekki að taka það fram, hvílík tímatöf og leiðindi það eru fyrir kennarana og lærisveina að hafa pilta i sama bekk svo mjög mis- jamt andlega þroskaða, því ölium sem í skóia hafa verið, cr að minsta kosti kunnugt, hversu mikið það hefir tafið fyrir hinum. J>að er nú að sönnu kunnugt að tiltölulega er langmestur hluti lærisveina úr Reykjavík, en ennþá er þó miklu meira en helming- urinn annarstaðar að af landinu, og því er það ekki meira en sann- girní að embættis- og tómthúsmenn í Reykjavík þoli hinum hlutum landsins lög í þessu efni, og gjöri eigi sveitamönnum hinn fullörðuga skólakostnað ennþá kostnaðarsamari með^ þvi að senda óþroskaðri pilta en aðrir landsmenn í skólann, þó þeir sjálfir kynnu að hafa nokkurn liagnað af því, einkum þá þeir sjá að þessa á- kvörðun styður, að undanteknum þeirra eiginn hagnaði, engin skyn- samleg ástæða. Af ofangreindum ástæðnm er það vor lillaga í þessti atriði, að halda sérfast við aðalákvörðun skóla reglugjörðarinnar 30. júlí 1850 og taka sem fæsta nýsveina í skólann innan fermingar, og gefa sem sjaldnast undanþágur frá reglunni hvað nýsveina snertir, því oss uggir, að þær kunni að verða misbrúkaðar. — Ilinar aðrar aldurs ákvarðanir nefndarinnar og ráðgjafa «að ofan» þykja oss bæði frjálslegar og skynsamlegar. J>areð ver höfurn sagt hér að framan, að lítið hafi ráðgjafi bætt tillögur nelndarinnar, þá er það heldur eigi meira en sanngirui að geta þess, að hann hefir felt úr hinii jafn óþjóðlega sem heimsku- lega og öllii nefndarálitinu sjálfu ósamkvæma slaflið K, er hljóðar þannig: «Óski! útlendur piltur að komast í skóla, skaíl þjóðerní hans og raált! eigi vera því lil fyrirstöðu meðan hann er að læra íslenzk u» !!!. J>essi ákvörðun þótt hinni heiðruðu nefud svo sjálfsögð II! að hún færði engar ástæður fyrir henni í áliti sínu. Vér erum ráðgjafanum innilega þakklátir fyrir, að hann í þessu hefir reynzt þjóðlyndari og skynsamari en nefndin sjálf. (Framhald). IURK.1UMÁL Akureyrar. Deila sú, er lcsa hefir mált um ( Norðanfara í liðlangt stim- ar um »Kirkjumál« og ..Aptur kírkjumál« o. s. frv. mun mönnum þykja nú orðín fuíllöng, enda komin býsna langt frá efninu, og mundum vér helzt hafa kosið að taka engan þátt í herini í blaði voru ef unt hefði verið; en sjáum oss nú ekki fært að sitja Ieng- ur hjá í því máli. Að sönrru höfum vér ekki dregið nokkrar dul» ur á álit vort um það á mannfundum bæjarbúa, og mun það því flestum þeim fullkunnugt, að vér erum að mestu leyti samdóma herra verzlunarst. Eggert Laxdal um það mál; og finnum ver því nú fremur ástæðu til þess að koma opinberlega fram ( blaðinu með skoðun vora, sem tit lílur fyrir að það eigi að hrópa hana einan fyrir alþýðu, en láta nægja að dylgja um »nokkra«. Og þó mundum vér enn hafa þagað, ef málefnið hefði eigi í ser fólgið mikilsverðandi atriði er varða alla alþýðu manna her á landi, og sem ekki heflr nægilega verið tekið fram hingað til, einsog annar niálsparturinn hellr leyft sér að ganga alveg fram hjá kjarna málsinsog rettarspursmálinu, og hvorki hrakið í einu ne neinuá- það sem hann æskir, eða þá að minsta kosti, að bæta það upp, eins og vfer getum. Til allrar ógæfu var nú enginn til að gjöra neitt af þessu fyrir litla drenginn, og hlaut því fýsn hans, að ganga sinn eiginn veg í hjarla hans. í fyrstu fyltist hugur hans öfundar við hina gæfusömu drengi sem 011 þess dýrð var ætluð, og setti hann eér lifandi fyrir íjónir þá nautn sem þeirra beið. Svo fyltist hugur hans þykkju og reiði við þá, og tók hann að óska sér að hann hefði þá hjá «ér í hinum dimma skíðgarði, svo að einnig þeir gætu lítið eitt fcngið að kenna á hrindingunum og pústrununi , sem heimurinn reiðir að manni. Og loks sökti hann ser niður í að hugsa sér, hvernig hann læddist inn í búsið í kolniðamyrkri og aflaði sér sjálfur nokkurs af hinum forboðna ávexti, sem hinn miskunarlausi heimur neitaði honum um, J>ví húsið þekti hann — hann hafði komið þangað að betla — og í huganum rataði hann vel upp rið- ið að dyruHum á herbergi því, er mest var umstangið í, 6em freist- aði hans og æsti tilflnningar hans. Rett sem snöggvast kom yfir hann kvíði, er hann hugsaði sér, hvernig hann myndi tekinn, og ofurseldur skelfingum, sem hann aldret hafði þekt, en f^snin varð yfimerkari og bældi niður kviðann. Honum kom það til hugar, að ef hann gjðrði þetta, þá gæti hann aldrei framar, hreykinn í huga, blásift í fingur sér á eptir lögregluþjónunum , heldur hlyti hann að Iæða*t burtu, ivo hægt sem unt vari, og fela »ig í hinu myrkasta horni, sem hann gæti fundið; lá þá nærri, að það vekli hinn barnslega sjáifsþótta hans og frelsistilfinningvi, en fýsnin vann brátl sigur yfir þessum litla, vilta neista af veglyndi, sem bjó í brjósti hans. Sulturinn sleit hann innan, en gat þó ekki komið honum til að fara þangað, sem meiri voru likur til að hann fengi hann sefaðan. Hugsunina um drottinn vorn dróg jafnvel sem skugga yfir munaðarhugmyndir hans, en þessi hugsun hafði aldrei staðið fyrir sjónum hans í fullu Ijósi eða styrkleika, og hvarf því fyrir valdi fýsnarinnar, gem ský flýr undan vaxanda ofviðri. J>annig stóð hann þangað til dimt var orðið, og sá hann þá föður og móður fara frá húsinu og leiða hina gæfu6ömu drengi til þess að fylgja boði jólaklukknanna, til Guðs hiiss, áður en jóla- gleðin breiddi út fyrir þau blómknappa sina heirna hjá þeim. — J>á ýtti hann skónum af fótum sér með titrandi hjarta, og skauzt hljóðlaugt ylir slrætið á stóru sokkunum, hólkvíðu —þettaeru hin fyrstu skref á löngum glæpavegi. Ó, að einhver kærleg hönd vildi stöðva hann— en enginn sér hann, enginn gefur gaum að honum. Hann hlytur að ganga sína ákveðnu leið, og það á hinu heilaga kvöldi frelsisins. (Framhald).

x

Norðlingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðlingur
https://timarit.is/publication/106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.