Norðlingur - 15.04.1878, Síða 1

Norðlingur - 15.04.1878, Síða 1
III, 49.-50. Kemur út 2—3 á inánuði, 30 blöð als um árið. Mánudag 15. April. Kostar 3 krónur árg. (erlendis 4 kr.) stöK nr. 20 aura. 1878 PRESTA- OG IíIRRNA-MALIÐ á alþingi 1877. Nú er afráðið að metin sknlu öll brauð her á landi f vetur og þriggja manna nefnd er þegar skipuð, er ásamt stiptsyörvöld- unum skuli semja frumvarp til laga um nýja brauðaskipun, um laun presta og prófasta, og líklega um eptirlaun uppgjafapresta og prest- ekkna, um gjöld til kirkna, og hver veit hvað fleira, þegar nefndin lieflr fengið um þetta stórmál álit og tillögur frá fuudum í pró- fastsdæmi hverju, er halda skal á næsta vori, og skulu eiga sæti á fundum þessum prófastur og prestar allir, og 1 bóndi úr brauði hverju, kosinn til þess af sóknarmönnum þeim er gjalda til prests og kirkju. pingtíðindin eru eigi enn komin svo langt á leið* — að minsta kosti eigi hingað norður — að vðr höfum getað söð umræðurnar um þetta umfangsmikla og merkilcga mál, heldur höf- um vér að eins fengið þingskjölin: frumvörpin til þingsins, álit meiri og minni hluta nefndarinnar, og ályktun þingsins um málið. Nú til þess að bíða þó eigi aðgjörðalaus þar til að sumri útkemu tíðindanna — málið er ennþá alveg órætt og er þó í sjálfu sðr liið mesta og mjög áríðandi fyrir alla alþýðu manua hór á landi, og verður víst annað höfuðmál á næsta alþingi — þá viljum vér, lesendur góðir, gefa yður ágrip, fyrst af frumvörpunum til þings- ins, er þingnefndin hafði til lita, síðan prenta álit minni hlut- ans og til samanburðar því nokkrar greinir úr álit meiri hlutans, og að Bi'ðustu þingsályktunina. Af frumvörpum til þingsins skal eg þá fyrst telja nlagafrum- varp um aðra skipun prestakalla á Islandi«, og líka um laun presta og eptirlaun, er I>órarinn prófastur Röðvarssonj í Görðum flutti. I frumvarpi þessu er stungið uppá samsteypum brauða, og þeim fækkað um 28 brauð, frá 170 til 142. Af flestum beztu brauðunum, er verða við samsteypuna, er lagt eitthvað til lakari brauða. Ekkert brauð er látið vera lægra en hérum 1000 kr. eplir hinu síðasta brauða rnati, og eru G6 brauð 1000 kr., cða fáeinum krónum minna, hin öll yör uppað 3000 kr. og Rvík ein rúm 3000 kr. J>að sem á vantar að brauðin geti bætt sig þann- ig upp, það er tekið úr landsjóði, og er sú uppbót als 17,890 kr. 59 a., en það er 4g leiga af 447,250 kr. höfuðstól, eða vextir af öllu vaxtafé 1 andsj óðsins. Svo er og í frumvarp- inu sagt, að uppgjafaprestar og prestaekkjur eigi að fá eptirlaun úr landsjóði »eptir sömu reglum og aðrir embættismenn landsins*. Árgjald af brauðum feliur niður. Verður þetta mjög mikið, og llklega talsvert meira en launabætur prestanna. er áður eru taldar. Annað lagafrumvarpið »um laun presta og eptirlaun upp- gjafapresta og prestaekkna«, er séra Isleifur Gíslason flutti, er þó miklu svæsnara en frumvarp séra þórarins. I frumvarpi þessu er ekki farið framá neinar brauðasamsteypur. Brauðnnum er skipt ( 3 flokka þannig: Eru í fyrsta flokki jafufleiri brauð en nú, og skulu þau brauð er betri eru eptir síðasta brauðamati en 2000 kr. lialda tekjum sínum, en öll hin bætast upp í 2000 kr. Brauðin í öðr- um flokki skulu bætt svo mikið upp að launin verði 1500 kr., (þau eru nú frá 700 til 1400 kr.), og laun brauðanna í þriðja flokki gkulu vera 1000 kr. (nú eru þau undir 700 kr.). Eg hefl eigi talið hvílíkt <k|jrryniii fjár þarf til slíkrar uppbótar, en víst er um það, að landsjóðurinn endist eigi tíl slíkra gjalda. Um eptir- laun presta og prestaekkna segir hið sama sem í frumvarpi séra þórarins. Enn er og þess að geta, að eplir frumvarpi þessu mink- ar eigi tillagið úr landsjóði til brauðauna, hversu mikið sein brauð- in kynnu að batna við nýtt mat. En þetta er eigi svo í frum- varpi séra þórarins, heldur færist tillagið niður eptir þvi sem brauð- in batna. *) þati er liið argasta bneyxli ftb Þ'ogtíMndin voru eigi send met> 8Íf)a8ta pósti; þaf) er eina og tnenn sðu þar j Reykjavík a& gjöra sér far um ab deyfa áhuga alþýöu fyrir þingniálunum og meöferð þeirra á þingi, því miklu munu þeir færri er fara að sökkva sér niður f lestur tíMndanna um hásumarib, enda eru þau þá orðin svo forn, að menn gefa þeim miklu síður gaum, en ef þau Uærou í tíma, Og áhugi framfaramannanna er þá snúinn að undirbúningi málanna undir næsta þing, J>al> tekur út yfir ab varaforseti hins sam- cinaba þings, Haldór Friðriksson, skuli eigi fiuna köllunhjásér at> annast betur um útsendingu tíðindanna. 193 þriðja lagafrumvarpið um sama efni, er assessor Benidikt Sveinsson var flutningsmaður að, skiptir og brauðunum í þrjá flokka> en þannig, að launin eru í 1. flokk 30 bdr. álna, — 1980 kr. 2. — 25 — —, = 1650 - 3. — 20 — —, — 1320 - ef 55 aurar eru í alin. Laun þessi skulu greidd úr landssjóði eptir aðalmeðalverði í livers árs verðlagsskrá. Prestar halda jörðum sínum og leigukúgildum, land- skuldnm, eptirgjöldum og ítökum og ískyldum, smjörleigum, prest- mötu og klausturgjaldi, er líklega á að koma uppí þessi laun þeirra. Allar aðrar presttekjur skulu hverfa í landsjóð. Eigi skulu þeir bafa borgun fyrir aukaverk, nema ef ræða er ttutt við sérstök tæki- færi. Prófastar skulu hafa fyrir prófastsverk árlega úr landssjóði 3—5 bdr. álna, einnig talin eptir meðalverði. Um eptirlaun og árgjald er hið sama tiltekið sem í hinum frumvörpunum. Tvö frumvörp komu og til þingsins um kirkjur, tekjur þeirra og umsjón. Var annað þeirra frá séra Isleifi Gíslasyni og fer það framá, að allar kirkjur á opinberu gózi (staða kirkjur og klaustra) skuli fengnar söfnuðunum til ábyrgðar og allrar umsjón- ar, og séu þeir skyldir að taka við þeim og alt eins bænda kirkj- um, ef eigendur æskja þess. Svara skal til álags á kirkjur, en skuld sína hjá kirkjum skulu prestar og bændur fá smámsaman endur- goldna, eptir nákvæmari ákvörðun biskups, ef á greinir. Prestar skulu vinna torfverk að kirkju og gjalda henni sem aðrir. Söfn- uðurinn kýs 3 menn af sjálfum sér til að annast um kirkjusmíði og annað. (Framhald). LANDBÚNAÐARLAGAMÁLIÐ. eptir Jón Sigurðsson alþingismann. Eg get að miklu leyti felt mig við athugasemdir höf. við 4. kap. (29.—34. gr.). Einasta virðist mér hinu sama bregða fyrir, sem eg hef áður bent á, að höf. bafl ekki gjört sér nógu Ijósa þá stefnu sem nefndin befir fylgt við tilbúning frumvarpsins. það er eins og höfundurinn haö hugsað sér ætlunarverk nefndarinnar að semja lög sem tækju útyflr livert atvik sern fyrir getur komið í mannlífinu, ef það að eins getur heimfærst undir búnaðarleg við- skipti manna á milli. En því var betur, að nefndin var ekki svo skyni skroppin , að reiða sér þann hurðarás um öxl, með þeim tíma og þeim kröptum sem hún bafði yfir að ráða. Nefndin kunni sér eigi sæmri siði en taka liina fornu og frægu löggjafa vora — höfunda Grágásar og Jónsbókar — til fyrirmyndar. Ilver sem les Landabrigða þátt Grágásar og Jónsb. Landsleigubálk — sem báð- ir taka útyfir það verkefni er nefndin liafði til meðferðar — munu geta sannfærst um, að þar er ekki mörgu ofaukið og ekki óþarfa málalengingar eptir því sem þá var liáttað réttarfari. Eg skal fús- lega játa, að sú uppástuuga höfundarins getur átt vel við, að sýslu- nefndum og amtsráðum sé gjört að skyldu, að setja nokkurskon- ar búnaðarreglugjörðir, eptir því sem tilhagar í liverju héraði lands- ins, og að í téðum reglugjörðuin sé lagt ,mat á greiða til ferða- manna. o. fl. o. fl. En ákvörðun um þetta á að mínu áliti ekki við í almennum landbúnaðarlögum , hvar 'að eins er að ræða um innbyrðis skyldur og réttindi manna á milli, en als ekki um gjörð- ir eða framkvæmdir stjórnarvalda landsins. Hvað snertir viðauka þann er höf. slingur uppá við 32. gr., þá á bann að mínu áliti ekki heima í Iandbúnaðarlögum, allra sízt á þessum stað. Hér er að eins um þær skyldur að ræða, sem hvíla á hverju bygðu býii, og sem hver sá er jarðar umráð befir á hendi hlýtur að ieysa af hendi sem slíkur. Hýsingarskyldan (að Ijá ferðamönnum húsaskjól) er nú ein af þessum kvöðum, og þó hún geti á stundum orðið í mesta lagi ósanngjörn, þá virðist nauð- synlegt að halda henni sökuin þess, hvernig hér hagar til, að gest- gjafahús eru nálega hvergi til. Skyldan að ljá ferðamönnum fylgd virðist mér þarámót alveg persónulegs eðlis, og vilji menu gjöra hana að lögskyldu, álít eg sjálfsagt að leggja hana á hvern mann sem er sjálfura sér ráðandi, í liverri stöðu sem hann er, og hvort 194

x

Norðlingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðlingur
https://timarit.is/publication/106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.