Norðlingur - 22.11.1878, Qupperneq 3

Norðlingur - 22.11.1878, Qupperneq 3
53 U húðhvílir Frakkár með hár, skegg og brýr alt kolsvart, og keppt- ist hver við annan, að seðja sig af gæðum hins matsæla borðs áður en brott færi. Eg fór út í garð, tíl að koinast út úr fólks- þröng og vellandi hita, og settist á döggrakan stól til að njóta kvöldandvarans, en hann var svo syfjaður, að hann bærðist varla. Tunglið mændi svo eineygingslega yfir jörðina, sem lá þyrst og magnþrota í hitamóki hins deyjanda dags, enn garðurinn endur- gall af málmhvelium hlátrum ungra meyja, margrödduðu skrafi karla og kvenna, hringli hnífa, forka, glasa, skeiða og' hvellum opnaðra kampavíns flaskna sem alt lagði ut um gluggana galopna. Eg stóð upp eptir nokkra stund, draghaltur, því nú hafði fylgja mín, gigtin, notað dögg og rekju næturinnar til að flytja inn í gamlan bústað sinn, hægri mjöðmina á mér, og sat þar, líkt og «orðið» i illri samvizku, eins og tvíeggjað sverð. þannig staulað- ist eg í rúmið. Morguninn eptir var mjöðmin hressari og við lögðum nú af stað árdegis upp til London. Eg fór eptir skinnunum og flutti alt á sterkum fjórhjólavagni og fekk lið flelga og Einars til að halda öllu saman. f>egar niður var komið að ánni, Thames, var Sigríður þar fyrir og nú þyrptist að lendingunni sá urmull af öll- utn tegundum manna — og eg hafði nærri sagt málleysingja, að við tá á hverri stundu að við smámennin hyrfum alveg í það mor af kistlum, sekkjum, böggum, körfura, hripum, sem í stanslausu óðstreymi komu niður lendingarstigana á herðum og höfðum há- blótandi, löðursveittra burðarkarla, skörnugra og ræfiltyrjulegra. Far- angri farþegja var hlaðið á lítinn gufubát sem flytja skyldí eigur og eigendur út í gufuskipið, enn það lá miðstreymis úti í á og hlóð þar. Skipið het Libra, eða Vogin, það var stórt og rúmgott, enda veitti ekki af rúmi nú, þvi margt var af manninum. þeir Einar og Belgi urðu samferða niður að Gravesend, sem er tveggja tíma ferð vatnsveginn, og fóru þeir þar í land með hafnsögumanni. övíða í öllum heimi er sigling lík því sem hún er á Thames. þar agar öllu saman frá stærstu herskipum Breta niður að smáum tveggjamannaförum. Sökkhlaðnir kolabyrðingar með gjárífum rökk- um fram á og kolahrímugum stýrimanni apturí með skörnuga fjöl- skyldu liggjandi eða skríðandi á fjórum fótum kringum hann, þreyta þar árangurslaust kapp við skemtiför auðmanna undir lín- hvítum seglum með logagiltu vatnsborði. Upp og .niður ösla smá gufuskip með hundruðum farþegja frá og til London; inn undir bökkunum liggja gömul herskip, þríþiljuð, lík fornum víg- borgum; þar er skóli fyrir unglinga, er ætla að verða sjómenn, eður hermenn í skipaliðinu og má opt sjá, er fram er farið lijá þessum gömlu drekum fjölda alsnakinna drengja stökkva fyrir borð til að æfa sig við sund, björgun drukknandi manna o. s. frv. Hvar sem litið er, er alt á iði aptur á bak og áfram, þvert og endi- langt og því verður að fara með hálfri ferð, þangað til áin slær sðr út í flákann er byrjar við Gravesend. Og þó vilí varúðin sjálf ekki duga stundum, eins og sorgleg raun varð á núna fyrir skemstn, er gufuskipið Prlncess Alice var siglt sundur í miðju, hlaðið tólki, og á svipstundu drukknuðu um 800 manns. (Framhald). FRÉTTIR ÚTLENDAIl eptir Gest Pálson. Ekki lítur eiginlega út fyrir það, að Berlínarsamningurinn hafi búið svo um ^hnútana, að menn getí haft trygga von um langgæð- an frið. Grikkir hafa farið þess á leit við Tyrki, að þeir bindi enda á lolörð sín í Berlín og láti af hendi rakna við sig lönd nokkur, en Tyrkir neita því mcð öllu; við neitun Tyrkja rituðu Grikkir stórveldunum og kváðust sem salt var, vera blekktir með loforðum einum í Berlín, ef stórveldin vildu eigi á hinn alvarleg- asta hátt hlutast tii um þaQ v;g gtjórn soldáns, að hún efndi lof- orö sín, því ella yrði pag óumflýjanlegur kostur Grikkja eða hins griska þjóðernis, að stefna á ný hinu austræna máli til vopnaþings og leita á þann hátt rettar sins> svar stórveldanna til Grikkja er rnjög á huldu, einkum frá Rússum og þjóðverjum. Frakkar og ítalir cru Grikkjum mjög sinnandi og vilja með tillögum sínum beina máli þeirra í þá átt, að þeirn rnegi sæind að verða, en til styrjaldar ráða þeir þeim ekki. Englendingar eru aptur á móti lítt vinvcittir kröfum þéirra; kveða þeir Tyrki vcra svo aðþrcngda °g löndum svipta í ár, að eigi sð \ert fyrir smáþjóðir, cr litið eiga undir ser auuað eti verud stórveluanna að yia skap «sjúklingsins við Sæviðarsund» og reita hann tii reiði. ]>að cr þannig vant úr aö ráða fyrir Grikki; cptir svari stórveldanna lítur ekki út fyrir að þeir eigi verulegrar hjálpar að vænta þaðan, en heima fyrir geng- ur búskapurinn ckki sem bezt, þvi að ríkissknklir eru miklar og flokkadrættir Svo miklir, að það gæti verið hið ir.esta efamál, hvort flokkshöfðingjarnir mettu ekki sig og síná meira en ríkisheill, þótt yfirvofði þjóðháski hinn mesti. En þó nú ástandið sð svo voða- legt, sem nú var getið, þá eru lítil líkindi til að Grikkir láti af sínu máli, eptir því sem komið er, nema þeir fái einhverja leið- retting síns máls. Frakkar hafa hótað Tyrkjum því, að þeir láti, það eigi fá framgang, að Tyrkir sendi flota sinn lil að sækja Grikki heim, ef tii ófriðar kemur; atriði það mun eigi liíið efl^ von Grikkja, því að floti Tyrkja er þeim mestur voðagesturinn. ]>egar sú grein sáttmálans í Berlín var samþykt, að Austur-t. ríkismenn skyldu koma friði á fyrir hönd soldáns í Bosníu og. Ilerzegovina, þá mun mörgum hafa dottið í hug, að þar skyldi, blindur blindan og sjúkur sjúkan leiða. Enda mun það mála sann-. ast, að Austurríkismenn hafa ekki meira vandaverk á hendur tekizt, síðan þeim varð sú glópska á, að berjast við Prússa um hertoga- dæmin dönsku. Eins og kunnugt er, stendur fjárhagur þeirra svo báglega, að til vandræða horfir árlega, og engínn hefir enn fundið það ráð við því er gagni. En nú kosta þeir nær því milljón gyll- ina á dag til þess að halda her sinn í löndum soldáns til að kúga þegna hans til hlýðni, og mun það verk hvorki afla þeim fjár nð frægðar; því að það gefur hverjum manni að skilja, að slík útgjöld sem þessi, eru hin þyngstu úrræði er gripið verður til, þegar svo stendur á högum sein fyrir Austurríki. En á hinn bóginn er frægð- in, sem taka skal í aðra hönd, harla lítil, því að uppreistarmenn berjast sem Ijón optast nær, og þó að það liggi í augum uppi, að þar komi, að Austurríkismenn yfirbugi þá algjörlega, þá verður svo miklu fð og svo mörgum blóðugum vígvelli kostað tii þess, að lítið verður úr framanum og frægðinni. Og að síðustu er mjög óvíst að Tyrkir þakki þeim nokkru góðu. Rússar líta, eins og eðiilegt er, hýru auga til skýjanna sem taka að dragast upp yfir austræna málinn; því að þeir skilja þetta svo, sem alt lúti aö því að sýna fram á að friður þeirra við Tyrki í San Stefano hafi verið heppilegar ráðinn en samningur stórveld- anna í Berlín. Ekki láta þeir heldur sitt eptir liggja að leita vin- áttu við Tyrki og sýna þeim fram á það, að Rússar séu einu vin- irnir sem hægt sé að treysta, því að Slava vinátta sé marg- reynd tröllatrygð. Tyrkir eru hins vegar iila settir, að þvi leyti,. að þeim er farið eins og heiðingjunum forðum, þeir vita ekki til hvers þeir eiga að leyta «með vis?ustu von um hjálp og aðstoð», því að hinumegin við þá sitja Englendingar, sem hvísla að þeim, að alt það, sem Rússar segi söu Loka ráð og lýgin tóm, en Englendingar, það sé eina þjóðin, sem rnegi reiða sig á «á þess- uin síðustu og vestu tírnum»; svo geta þeir og eigi heldur látið hjá líða að minna þá á, að þeir haíi eigi ósjaldan látið «gott skild- ingsvirði» af hendi rakna við þá, en benda á um leið, að llússar séu eigi örir á fé. ]>að er eigi gott að seg'ja hvor þessara tveggja þjóða öðlist hylli og vináttu Tyrkja þegar fram líða stundir, en nú sem stendur munu þó Endlendingar vera þar í mestum metunum, enda hefir þeim tekizt að fá soidún til að veila Midhat Pasja lands- vist, hinum mikla framfara- og frelsisvin, er útlægur var gjör í fyrra i'yrir sakir rógs áburðarmanna sinna. ]>ykir Rússum hann illur gestur til Miklagarðs og i ráö með soldáni, því að hann er vinur Engiendinga mikill. Annars hafa Rússar margt að hugsa heima fyrir, því að jafnaðarmenn og aðrir þeir er fjandsamlegir eru liarð- stjórn þeirra og lagaleysi vinna mörg spellvirki og gjöra óskunda mikinn. Nýfega var þar ráðist á póst einn; var hann veginn og og stolið 3 hundruð þúsund rúplum (rúpla er undir 4 krónur í vorum peningum). Keisari og stjórn hans reyna lil á allan «rússn- eskan hált» að losa þjóðfölagið við alla þá menn, er sýna stjórn- arl'yrirkomulaginu eða fylgifiskum þess lilræði nokkurt. En «rússn- eski hátturinn» er sá, að vega menn, eða senda þá til Síberíu til æfilangra kvala. Áf þjóðverjum er það helzt að segja, að þing þeirra er nú að ræða lög, er stemma eiga stigu fyrir ofbeldi og framgöngu jafnað- armanna. Lítur út fyrir að þingið muni í öllu verulegu fallast á frumvarp stjórnarinnar í þá stefnu. Vilhjálinur keisari er nú orð- inn hér um bil alheill sára sinna, þeirra er Dr. Nobeling veitti honum. ]>egar eptir tilræðið veitti Nobeling sjálfum sér sár þau, er nú fyrir skömmu hafa leitt hann til bana. Bismarck er lasinn nú sem stendur, en þó er lasleiki sá eigi talinn hættulegur og menn eru vongóðir um að hann verði eigi langvarandi. Einka- dóttir hans er nú nýlega heitin holsteinskum greifa, er llantzau hcitir; hún þykir rnjög Iík föður sínum í gáfnalagi og skapferli .öllu, enda er hún talin kærst honum af börnum hans. V Englendingar hafa nú sem stendur í ýms horn að h’ta. Fyrst er nú bágindi og eymd kjöllubarnsius, Tyrkja, sem allvönd eru úr- ræða; en það er tilgangur Englendinga, eptir því sem enn er Ijóst orðið, að láta Tyrki bæta svo kjör þegna sinna, að þeir taki með tímanum að una vel hag sínum undir stjórn Tyrkja. Einkum líta Englendingar til Litlu Asíu með réttarbæturnar, en hana hafa þeir sérstaklega tekið undir sinn verndarvæng. En Tyrkir eru allra þjóða seinastir til stórbreytinga, enda hafa þeir þá afsökun fyrir

x

Norðlingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðlingur
https://timarit.is/publication/106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.