Norðlingur - 31.12.1878, Blaðsíða 1

Norðlingur - 31.12.1878, Blaðsíða 1
Kemur íit 2—3 á mánuði 30 blöð als um árið. þriðjudag 31. Desember. Kostar 3 krónur árg. (erlendis 4 kr.) stöK nr. 20 aura. W2> wm skólakennara €iiisln Hfigi&tíssttMar. (f 24. ágúst 1878). Líður að aptni Nú er Ijós leiðar Ijósskær dagur við lát hans slokknað, þá er sól sígur er yndi’ og unað fann að sævi köldum, af eigin hvötum höfuð húmfaldið að efia megin hvítra jökla mannlegs anda krýnir kvöldgeislum og sólbraut sýna og kveður frón. sannrar vizku. Líkt var með æfi Hjarta hollvinar íturmennis, inns hugum prúða er lífdagur leið einlægni’ og alúð að ljósum aptni eigi leyndi, og handan um haf né ljúfu liðsinni hinstu kveðju við liðþurfendur, færði fold sinni því öllum vildi vcl eptir fögur störf. til vegs og heilla. LiQr minning mœrings heiðruð fyrir fremd er vann fósturjörðu, og að starfslaunum í stundarheimi björtum bjarma slær á braut bans farna. Br. Oddsson. BRÉF frá Eiríki Magnússyni, M. A. til frú K. K. Kjerúlf að Ormarstöðum í Fellum. IV. Hamborg er stór bær og björgulegur. Hvar sem litið er, þá er maður gengur meðfram lendingarstöðunum, sér ekkert, eptir öllu fljótinu, nema kolsvartan skipaskrokka grúa, og þar yfir siglu við siglu, stöng við stöng, rá við rá og endalaust net af reiða- böndum; og glórir í gegnum þetta mor í himininn, sem hér er allopt gráleitur, eins og gegnum lauflausan skóg í sólarlausu skammdegi. H&r er mestur verzlunarbær á öllu þýzkalandi, og eru vörurnar sem iunduttar eru í Ilamborgarliöfn árlega metnar á tólf hundruð og sexlíu miiiiónir króna. Talið er að altað sex þúsund- rnn skipa sigli upp höfn þessa árlega. Niður við höfnina eru viða allfornfáleg hús. Mörg eru auðsjáanlega frá 16. öid, og þannig reist að hvert loptið er öðru breiðara, upp á við svo að yfirhúsið tekur út yfir neðstu hýbýdin. Sama eða líkt húsalág má enn sjá í fornum bæjum á Englandi. þegar hús eru þannig rcyst á báðar hendur í götu, og hún er sjálf, eins og vant var að fornu, mjó, þá verða efri loptin beggja inegin stundum svonáin, að rnenn geta tekist höndum saman út um gluggana. þetla getur stund- um verið skemtilegt fyrir þá, sem innan glugganna búa; enn ófríðar eru slíkar götur ílits og sjaldan finnast þar ávextir ljósvakins lifs. Inni í rökkrinu — því það er alt af rökkur í slíkum götum — sér maður í Ilamborg oftast feita, gráhærða Gyðinga á eigri, og ó- þvegið kvennfólk með ógreitt hárið, þar er nótt og mörur virðast eiga órótt ryk-hreiður jafnvel um hádegið. Efri hluli bæjarins er opnari og skemtilegri. Enn það ber til þess, að allur efri bærinu 65 | brann 1842, dagana frá fimtudegi 5, maí til sunnudags, 8. maí, og lagði eldurinn í eyði 4219 hús og garða, og 75 stræti. Úr ösku þeirri hefir ílamborg risið fegri en nokkurn tíma fyrri, enn með þeim kostnaði, að bærinn er nú skuldugri en nokkur önnur borg eða ríki á fastalandi Norðurálfunnar, að tiltölu. það hlýtur að vera gott að vera vinnukona í Hamborg ef dæma skyldi af útliti vinnustúlkna. þær sjást varla á götunni nema prúð- búnar með hvítar, léttar, kniplaðar kollhúfur, er fara ágætlega og gefa meyjarkollinum snoturlegan og rösklegan svip; þær ganga ávalt með geitaskins glófa sem þær hneppa langt upp á handlegg og optast nær með skrautlitað sjal á handleggnum eða réttara sagt undir hendinni, og hylur það mjófan stokk, er kvensur þessar ganga með til markaðar til að kaupa smávegis til hússins, svo sem smjör, ost, bjúga, kálmeti, o. s. frv. þegar þessum kvenna- lýð slær sainan á markaðinum við landslýðinn, er kemur ofan úr sveitinni að selja matvæli, og æfinlega gengur i sínum marglita þjóðbúningi, verður það ekki varið, að maður sér ekki víöaí nyrðri hluta Norðurálfunnar jafneinkennilega, og að mörgu leyti merka sjóu. Ef maður deyr í Hamborg — það er eiginlega engin efi á því, að menn deyja þar eins og annarstaðar, en efið í upphafi málsgreinarinnar er að austan — þá er það ekki siður að ættingj- ar og ástvinir fylgi liinum látna tílgrafar; það gjöra hinir svonefndu Reiten-Diener. þeir eru 16 að tölu, og er með þá, öldungis eius og með konunginn sem aldrei deyr, að þeir deyja aldrei, því einn er þegar kjörinn er annar líður svo að nátalan 16 er jafnan hin sama. þessir násyrgendur eru liálf skringilegir, þegar þeir ci'u komnir í -tárafötin. Búningurinn er svartur á lit; um hálsínn hafa þeir hvítan kraga, sem líkist nokkuð hinum hræðilega ljóta prestakraga á íslandi; á höfðinu hafa þeir «parruk» stór hrokkin og hveitistokkin ; á herðunum banga frágerðarlegar spanskar skykkj- ur og við hliðina sverð. þcssi flokkur tekur við öllum líkum og færir þau í frið jarðar. það ltvað vera gott embætti, að vera ná- syrgjari hér, og það var áður títt að menn buðu fyrir embættið mikið fé. Enn þegar menn sjá þennan flokk á götu, á leiðinni til þess að gráta einhversstaðar, þá skyldu menn ætla, að þetta væri spanskir matadóres (nautsvígamenn) í sorg eptir foringja sinn, er mannýgur boli hefði stangað til bana og stytt frægan nautsvíga aldur. En það var eiginiega Lúbeck, sem eg ællaði að reyna að komast til í þessu bréfi. Við lögðum af stað þangað kl. 10. Loptið í vagninum sem við fórum inní, hafði sólin verið að sjóða, Guð veit hvað lengi, og var sem okkur hefði verið stungið inní ofn. Eg flýtti mér að opna gluggana. þú þekkir hvað eg er ónýtur að þola hita og ólopt — og þegar eg var kominn í næði, fór eg að skoða hina hvítbuxúðu miklu þjóð er nú stóð fyrir framan mitt sólsoðna auga. Eg sá, að alt gekk hér asalaust, og járnbrautar- embættisinenn og þjónar stóðu, þetta þrír og fjórir sér á samtali,, og svipaði þessu til þess er sjá má opt á íslandi á sunnudögum, þegar gott er veður og fólk bíður eptir messu; aðrir stóðu upp við stoðir og dyrastafi og horfðu í heim fram, og þessu gekk lengi eplir að við vorum sezt, og klukkan hafði hringt okkur af stað. þessu vorum við óvön frá Englandi, því þar sézt ekki þesskonar værð þegar á ferðum cr verið. Loksins var af stað farið enn hægt fórum við, og var ekki trútt um .að mér yrði af og til skapfátt við hið skriðdýrslega ferðaiag. Enn iandið bætti mikið úr ferðaleiðind- unum, því víða var það hólótt og kvosótt og skógi vaxið, enn þess á miili vcl yrkt og blöstu akrarnir í silkigrænu slikjuskrúði við sól- inni er vindurinn fór um þá og bældi kornstanga höfuðin undir léttri veifandi hönd. Eg varð feginn að stíga úr vögnum þessum í Lubeck, og fór eg viðstöðulaust með langstígum háum burðar- karli er hengdi útan á sig fjölskylduna mina — það af henni sem ekki var í vörzlum járnbrautarstjórnarinnar — og þrammaði með hana, suma á baki, og suma í fyrir niður að sænska gufuskipinu «Orion» sem átti að fara um nónbilið til ilafnar og Málmeyjar. Eg kom öllu fyrir sein bezt eg gat og fór síðan upp í bæ, að mæta Sigríði cr fór, tneðan eg sá um skinnin að heimsækja 66

x

Norðlingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðlingur
https://timarit.is/publication/106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.