Norðlingur - 31.12.1878, Blaðsíða 4

Norðlingur - 31.12.1878, Blaðsíða 4
71 72 í hug, að ekki þurfi margar fleiri tekjugreinir en arð þessarar gull- námu, en eins fyrir því: «það er drjúgt sem drýpur». títafþessu gulli getur ekki orðið ófriður, nema blessunarríkur eins og von er til, þar sem hið góða hefir sína mótspyrnu til enda ver- aldar; kristindómurinn hefir líka sinn ófrið. f>essi gullnáma sveit- ar þinnar er nú hið algjörða bindindi eður bindindisfé- lag. Farðu nú að grafa og hugsaðu rækilega um þann gröpt ásamt með öðrum verkum þínum. Hepting vinkaupanna, víndrykkj- unnar og vínveitinganna, er engin áreiðanleg í sveit þinni nema hið algjörða bindindi, það er svo margsinnis búið að sýna það og sanna af skinsemi og reynslu, að þú, eins greindur maður og þú ert, getur seð það með opnump augum. J>ú segir þó líklega ekki: «Mðr kemur ekki við hvað aðrir í sveitinni kaupa, þeir kaupa fyr- ir sína peninga, ekki mína», því það er ekki samkvæmt kúgunar- sálminum. Yið það, að sveitungar þínir féfletta sig (mikið eða lítið) með vínkaupum, sem opt eru verri en fleygja peningum í sjó- inn, þá gjöra þeir éig óhæfilegri til þess að bera almennar byrðar t. d. sveitarútsvör, svo við það lenda ósanngjarnlega meiri gjöld á þeim, sem forðast vínkaup. Einsog menn segja að dugnaðarmenn sveitanna sæti opt að röngu þýngri álögum, en slóðar, eins má þetta ekki síður segja um hina sparsömu, að þeir gjalda lðttúðar eða heimsku vínkaupendanna og ráðdeildar sjálfra sín. þessvegna eru þér, bóndi góður öldungis ekki óviðkomandl vínkaup sveitunga þinna, því vínkaupandinn spillir einmitt þinni og þinna velferð með þessu óráði sínu og það stundum á fleiri hátt en einn, þótt hann væri að öðru leyti aldrei svo mikill atorku- eða auð-maður. Að þessu leyti er hann þó aldrei uppbyggilegur. Yæri það ekki ósköp, ef það færu árlega 1000 kr., sum ár máske nálega 2000 kr. fyrir vínföng í sveit þinni? það munar um minna. Og víndrykkju- dylkarnir: timburmenn, sníkjur, hjartveiki, víl, hugsýki, slis, heilsu- og fjártjón, verkfall í ótal rnyndum o. s. frv., þetta er þér ekki unt að reikna til peninga, naumast fyrir eitt heimili, hvað þá fyrir heila sveit, þótt þú værir hinn skarpskygnasti reikningsmaður, og er það víst, að opt kosta dilkar þeir margfalt meir, en drykkirnir sjálfir. þetta alt bendir á óreiknanlegan arð gullnámunnar. Finst þér þá ekki ákjósanlegt fyrir yður sveitarbændur, sem finnið til hinna miklu þyngsla, að létta gjöld yðar með þessu álítlega fé. «Fjöll sýni torsóttum gæðum að ná», segir Bjarni. í þessu fjalli er gullnáman, um það getur als enginn minsti vafi verið. Hér þarf ekki að grafa upp á óvissu. Sjáðu, þarna er ófrelsi, þarna er kúgun, kúgun vínkaupa, víndrykkju, vínveitinga. Sérðu ekki kúgunina? maður! Og sjá ekki sveitarbræður þínir hana? Er ekki mál komið fyrir sveitunga þína að brjóta ok Bacchusar, já, taka hann af lífi með öllu? Farðu því, bóndi góður að dæmi þeirra manna sem stofna og útbreiða bindindi, og reyndu að gjöra bind- indis málið að sveltarmáli; löggjöf, stjórn og embæltismenn inunu síðar blessa verk þítt með ýmsu móti; ritaðu og ræddu bindindinu til vegs og viðgangs, gjörðu þér ferðir og ómak og fáðu góða menn í lið með þér, einkum prestinn þinn og sveitarnefnd- armennina, sem eiga að vaka yfir velferð sveitarinnar; þarfþóvarla að vekja þessa menn, því þeir verða líklega fyrri til en þú og hafa hugsað um mál þetta þó lítið hafi áborið. Prédika þú «í tíma og ótíma» fyrir hverjum manni sem nokkuð er aðgengilegur fyrir sannri sjálfselsku og eptir því sem mannást og föðuriandsást sam- einast þar við, þá verður því meiri von um árangur. Guð styrki þig að grafa bóndí góður og gefi þér sigur yfir kúguninni. í þetta sinn sæki eg ekki meðmæli með bindindinu til hins æðra ríkisandans og siðferðisins, eg bendi í þetta sinn á það sem mönnum er tíðtalaðast um, það er fé og tímanieg vellíðan. í þetta sinn tala eg ekki um það, sem sannkristilegri og guðhræddri sál má vera ljósast, það eru þær ástæður með bindindi, sem ekki er af þessum heimi, heldur af hinum, sem þó í sannleika gjörir þennan frjálsan og farsælan. Sá sem þaðan kom og þangað fór sagði: «þér munuð þekkja saunleikann og sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa». Bindindismaður. 'FRÉTTIR étlendar. (Cr bréfi frá Englandi). Af fréttum er fált að segja. Englendingar eru að búa út hernað með miklu knppi á hendur Shere Ali, Emírnum yíir Aff- ganisthan, en hann befir allan viðbúnað eptir föngum á móti. Sagt er að honum koini bæði ráð og rausnarleg hjálp frá Rússurn, enda draga blöð Rússa engar dulur á það, að nú sé það skylda þeirra aö verða traustur bakjarl þess höfðingja, er þeir hafi þegar náð að festa vináttu við, einmitt með mörgum fortöium og fögrum loforðum. Eiginlega er alt málið kappsmál milli Rússlands og Englands. Rússurn iiggur á því, eins og lífi sínu, að vera alveg einráðir í Miðasíu og geta verndað hina rniklu verzlunarbraut er bindur ríkið við China; því að sú verzlun helir mikla þýðing fyrir alt Rússland. En Englendingar segja aptur: við geturn ekki leyft Rússum að fcsta fót sinn í Cabul, höfuðborg Emirsins, því að það er ekki annað en byrjun þess, að sölsa undir sig alt Affghanaland og þegar svo er komið veitir þeim hægt að varpa hersveitum sín- um vestur og suður í Persiu og út og suður á Indlandi. En á suðurmærum Aft'ghanistans eru fjallgarðar miklir, er vígfesta má svo með miklum kostnaði, að ehgin her komist uorður eða suður um skörðin. Nú eru þessi skörð rétt við landamæri lndlands og því þykir Englendingum það ekkert áhorfsmál, að brjóta sér leið þar norður um, meðan ekki er komið í meira óefni en enn er og því er það, að þeim þykir það ekki við tefjandi að taka það í tima, sem tekið verður. — Vestra er nlt er Berlinarfundurinn átti að ráða úr, enn eins og hálfráðin gáta. Rússar fara sér hægt að fylla skil- mála fundarins, og Tyrkir eru sín megin engu fljótari til að ráða til lykta það er afráðið var um samband þeirra við Grikki og Svart- fellinga. þar átti að setja niður ný takmörk milli landa en ekkert vinnst enn að því máli sökum þess að Tyrkum verður ekki ekið, en bandamenn þeirra, Englendingar, þykja allsljóir til eptirgangs við Tyrkjann. þetla nota Rússar sér til afsökunar og því er alt svo sem í dróma. Ýmsar sögur eru á sveimi um það að Englcnd- ingar sé að reyna ab fá liðveizlu Frakka, Austurríkis og ítala til að að befja ófrið á hendur Rússum, svo að skriðið geti til skarar um þetta austræna mál, en lítið traust hafa þeir er málum eru kunn- ugastir til þess, að slíku sambandi verði ákomið nú sem stendur. Enda er ekki auðvelt að sjá hvernig það megi á komast nema þýzka ríkinu verði haldið kyrru. En sú kyrð rnundi ærið dýrkeypt, þó hún kynni að fást. Mér í landi eru málhreifingar miklar. Eru fielsismenn alsendis fráhverfir ófriði við Rússa eins eystra sem vestra. |>ó eru þeir eigi svo cindrægir á því máli að þeir hafi bolmagn við stjórninni og heunar flokki, og líklegt er, að þeir beldur hefðust aptur úr, ef fljótt og fullnaöarlega yrði barið á Seer Ali, enda mundi það greiða götu Englendinga til framkvæmda um sambandsmenn vestra, því að þá yrði að öllum líkum tvískipt herafla Rússa, með því að Englendingar sæktu þá að austan, sunnan og vcstan í ein-u og mætti því ætia á því auðunnari sigur sem fleiri járn stæðu á Rússum. En nú fer vetur í hönd, og verður varla við mikil stórræði fengizt, nerna ef til vill í Asíu, fyrr en með. vorinu. SUNNANPÓSTUR kom hingað þann 18. þ. m. sagði hann snjó- létt syðra og vestra, afla nokkurn alt framundir það að hann fór, en gæftalítið. Fjarskaðar urðu miklir syðra og vestra í haust, og víða hafði bráðapestin stungið sér niður. Ritstjóri, kand. Bgciru Jóussou kosinn alþingismaður í Strandasýslu. Fyrrum prófastur séra Siimoií ISeek á þingvöllum látinn. Síðari hluta jólaföstu liafa hér verið mestu heljur, mest frost á 3. í jólum 19°. Eyjafjörður lagður útundir Hrísey þar sem hafis- inn tekur víð. Sunnanpóstur leggur upp héðan suður 13. janúar næstk. A n g 1 ý s i n g a r. Uppliolls-auglýsmg. Kunnugt gjörist: að fimtudaginn þann 6 Tebrúar næstaár, klnkkan 12 á hádegi verður við opinbert uppboð, sem haldið verð- ur hér á skrifstofunni selt: 1. 9 hundrnð 32 álnir íjörðinni S tó ra-Ey rar 1 andi með hjá- leigum Hamarkoti og Barði. 2. 2 hundruð 88 úlnir eður \ af jörðinni Kotá í Hrafnagils- hrepp, hvartveggja tilheyrandi dánarbúi S. B. L. Thorarensens á Stóra-Eyrarlandi. Skrifstofu Eyfjajarðarsýslu, 23. descmber 1878. S. Thorarensen. IIér“með kunngjörist almenningi, að verzlun ekki fram- fari á Akureyri og Oddeyri frá 1. lil 12. janúar næstkomandi. — í 4. ári Norblings 15.— 16 tölnblatii, er skýrsla yfir óskila- kindur í þóroddstatahreppi hauslið 1878, hvar á niefcal er hvítur hrútur veturgamall, meB sýlt og gagnbitab hægra, tvfstýft aptan bita framan vinstra. — Sarokvæmt. bæöi hinni nýju markaskrá Eyja- fjartarsýslu, og líka hinni frá 1871, er Pálmi sonur minn eigaridl fjármarks þessa, eu ekki kindarinnar; en jafnframt hlýt eg at> áliía markið óheimilt þeim er það heíir upptekið, og fyrirbjóba honuin brúkun þess. Tjörnum 16. desember 1878. Páll Steinsson. MARKLÝSINGAR á kindum sem scldar voru í Hálshrepp næstlibið haust. 1. Gulleit ær 4.—5. vetra meö mark: sýlt framan Iiægra, tvístýft aptan vinstra og óglögeu brennimarki. 2. Hvít ær veturgömul meðmark: stúfrifað hægra, sýlt fjö&ur fram- an vinstra. 3. og 4. Geldingur og gimbur bæði hvít, með rnark: Stýft biti fr, bægra, stúfvifað vinstra. 5, Hvítur tambhrúíur með mark: beilhamrað bægra, stúfrifað vinstra. 6. og 7. tveir hvítir lambgeldingar með rnark: sneitt apt. hægra, stýft biti framan vinatra. þeir sem geta santiað eignarrétt sinn á ofanskrifuðum kind- um, mega vitja andvirfcisins til undirskrifafcs Veturlifcastöfcum í Fnjóskadal 7. desember 1878. Sigurfcur Davífcsson, Eigandi og ábyrgðarmaður: gSsaptl Jósepsson, cand. phil. Akurepri 1078. Prentari: B. M. Stephdnsson.

x

Norðlingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðlingur
https://timarit.is/publication/106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.