Norðlingur - 24.01.1879, Blaðsíða 3

Norðlingur - 24.01.1879, Blaðsíða 3
85 86 voru í felaginu, árin sem þær bækur kemu út, fengu þær meö öðr- um fölags bókum fyrir árstillag sitt eins og félagið hefði gefið þær lit sjálft. Eg sagðí að þær mundu mega heita eir.s þarfar al- þýðu bækur eins og þær sem félagið gaf út fyrir 1851. Hvern- ig þetta verður hrakið með því, að dómsmálastjórnin hafi kostað útgáfuna kunna þeir að sjá, sem betur sjá en eg. (Sbr. Skuld II, 17—18, 212. dálki, 4. neðmgr.). Blér er ekki kunnugt, að hve miklu leyti «Einfaldri Iandmæl- ingu» Gunnlögsens hefir verið epilt af bókmentafélaginu. IJitt veit eg af eigin athuga, að hana má vel nota til þess sem hún er ætl- uð, og að hún sé mcðal þeirra rita (bverra, herra ritstjóri?) er félagið hefir gjört að viðundri og vitleysu, neita eg þverlega. (Sbr. Skuld í tilvitnuðu blaði, 210. dálk 1. neðmgr.). Annars ber rit- stjóri Skuldar hér félaginu alvarlegt lagarof, sbr. 7. gr. félagsiag- anna. Er hann viðbúinn að halda lagaábyrgð fyrir þetta fram á liendur félaginu? Og «prestatal og prófasta», «brot afHauksbók*, «skýringmál- fræðislegra hugmynda», meginhlulinn af landshagsskýrslunum og • Fornbrófasafnið alt o. s. frv.» eru bækur sem þér ætlið að «al- þýða yfir höfuð» liafi eigi «stórmikið» gagn af. Að rita bók er alþýða yfir höfuð hafi stórmikið gagn af er enginn hægðar leikur. því að til þess, að hafa stórmikið gagn af bók verður al- þýða ekki einungis að lesa liana, heldur að setja hana á sig, læra liana. f>að er engin alþýða til, er gjöri þetta yfir höfuð. Engin kenning er svo hringlandi vitlaus eins og sú, að kenna bókunum ávalt um, er alþýða vill ekki færa þær sér í nyt, eða að skoða al- þýöu yfir höfuð eins og síþyrsta í að nema gagnleg fræði. Eestr- arfýst alþýðu á Islandi er víst eins mikil eins og hverrar alþýðu annarstaðar, er til verður vitnað. En að ætlast til að hún hafi yf- ir höfuð gagn jafnvel af gagnlegustu bókum, er að ætlast til of mikils. það eru bókmentavinirnir meðal alþýðunnar sem færa sér þarfar bækur í nyt. Að rita við hæfi þeirra sem hvorki hafa geð né greind til að lesa þörf rit er engum manni unt. það er rit- liöfundurinn sem á að leiða alþýðu fram frá stigi til stigs á braut mentunarinnar. Hann verður að miða rithátt sinn, ef liann ritar fyrir múginn, við lestrarhæfi hinna mentaðri alþýðu mauna, því að þeir leiða liina áfram með sér. En að rita fyrir alþýðu yfir höf- uð er þá bezt gjört er ritað ér við liæfi hennar beztu manna. Öll liin tilnefndu rit eru alþýðu gagnleg, ef hún að eins vildi færa þau sér í nyt. Ilvaða fróðleikur er ekki fólginm í preslatali og prófasta, og hversu nauðsynleg er ekki sú bók fyrír sögu lands- ins? Ilauksbók var einu sinoi ritin fyrir alþýðu íslands. JJrot úr Ilauksbók er svo gefið út, að alþýðu er aðgengilegt til lestrar, og vísindamanninum gagnlegt um leið út um alla víða veröld*. »Skýr- ing málfræðislegra hugmynda» er nýt bók að mörgu leyti, þó eg játi fúslega að hún standi til mikils batnaðar. Landshagsskýrsl- urnar eru gagnþarfleg bók lærðum jafnt sem leikum, og lítt mun- uð þér fást við að leiða alþýðu i skilning á búlegum hag sínum, eður í skilning á verzlunarhögum sínum, ',án þess að nota þetta ágæta rit, og það þá þrjá fjórðu þarta þess er þér í fáfræði yöar teljið ónýta málalengingu tii þess gjörða að liafa lélagið og stjórn- ina að fé. Ilve sannlega þér séuð kominn að þessari sögu veit eg ekki, hitt veit eg, að sé hún sönn, þá hefir eigingjarn tilgang- ur haft næsta þakkarverðau enda. Og þá Forubröfasafnið! svo það er alþýðu «gagnslaust»! þér sjáið «nauðsyn þess vel fyrir sögu Islands, . . . en gagnsemi þessa rits fyrir alþýðu» fáið þér «eigi séð»l! Eg man ekki, hvort eg hefi nokk- urntíma lesið jafn liastarleg orð og þessi. Öllum mönnum, innan- lands sem utan, helir hingað til komið saman um það, að saga íslands væri íslendinga bezti fjársjóður. Og það má alþýða Is- lands eiga og henni til sóma sé það sagt, að hún liefir ávalt litið svo á það mál sjálf. Álþýða Islands skoðar sögu landsins cins og sina sögu, þ. e. sögu forfeðra sinna, er liin lifandi kynslóð haíi tekið í arf að þeim. þessu muudi enginn alþýðumaöur neita, þó atkvæða væri krafizt um alt land. Saga landsius er enn fremur þjóðinni svo ljúflæs og auðskilin að alþýöan eigi aðeins skilur hana heldur finnur að hún er svo að segja endurskin lijarta síns og *) Eg get þess hér, aíi mig furbar á ],ví} afc hjun gáfafci og inaigfróhi dú ver- audi rltstjóri Isafoldar skuli haf» feuglfc af gjr tiæuia ^Leifar fornra kristinna fnetia íslenzkra', eins og kann helir gjört í Isafold Y, 22, bls. 8ö. Búkin er yflr höfuí) ágaitlega geflu út, hún er í alla stalbi inerkilegt síuis- horn íslenzkrar ritsmíili frá elstn tímuui bókmenta vorra. Fyrir þá, sera hugab er nm ab kynna ser, hveruig hinir fornu klerkar komu hinu sjálfala sögumáli voru aí) latinskum gntlBortiabókum og hvernig gufcsoríiamál vort myudafcist er bókin eigi aíleius frúþleg, heldur nautlsynleg. Pápisk hiudurvitni og jarteiuatrú ern oss „h6- gómi“, ef oss er bobife ab setja sáluhjálplega trú á þau. En geta menn skilib mibiildina án þess afe kyuna sör þenna hegóma vel? þab er ómæit hvab þcssi hégómi heflr gjört til ab mýkja vlkiugshjarta mibaldarinuar, og ab innræta stál- kheddom þjösnum þeirrar aldar rnanuúb. Líbandí tíb sust bezt í Ijósi hinn- ar libnu. sálar. f>að mun leltun á þeirri þjóð, þar er liðin tíð og líðandi renna saman í þjóðarmeðvitundinni, í eina samfelda sögulega heild eins og á íslandi. Hvert það rit, sem nauðsynlegt er fyrir sögu landsins er og þar með gagnlegt fyrir alþýðu landsins, er les sögu þess eins alment og alþýða Islands gjörir, og ann henni þar að auki eins og heilögum feðra arfi. það yrði oflangt að telja hér allar þær leiðréttingar sem Fornbréfasafnið færir á gagnmerk- um atriðum í sögu vorri. Eg vil aðeins geta þess, að það er hiu eina bók sem nu er tii, þar er rakin eru rétt hin fvrstu drög til hins merkasta aíburðar í sögu vorri: sáttmálanna við Noregs konung 1262—63. Hvílíkur lærdómur liggur ekki í öllu því málí fyrir íslendinga enn í dag! Misminuir mig það iíka, eða minnir mig það rétt, að menn hafi fengið borgið rétti sínum til ítaka og hiunninda á íslandi einmitt fyrir skilríki þau er Fornbréfasafnið færir fram? — Nú, svo fornfræðafélagið átti að gefa út þettasafn? já, þá hefði verið vel séð um að það kæmist fáum sem engum í hendur á íslandi. Hverju vili nú alþýða íslands launa ritstjóra Skuldar fyrir jafn ringlað fát og hann hefir fært í letur um þetta sann-þarfa verk Jóns Sigurðssonar? (Sbr. Skuld 11, 17—18, 210. dálk, 3 neðmgr., og 212 dálk 1. neðmgr.)t (Eramhald). BRÉF frá Eiríki Magnússyni, M. A. til frú K. K. Kjerúlf að Ormarstöðum í Eellum. V. Nú var þar komið ferðinni, cr landafræðin segir sé Ivaup- mannahöfn, eða Ilöfn, en staðarbúar segja að sé Nordens Athen og þeir sjátfir sé Nordens Atheniensere. Ekki er mér gagn- kunnugt hvað kemur til þessa glæsilega nafns. En heyrt hefi eg þess getið til, að til þessa muni liggja tvær megin uppsprettur: konunglega leiklnisið og safn Alberts forvaldssonar, liins fræga myndasmiðs. f>v/ að Aþenumenn voru frægir að fomu, meðal margra annara liluta, fyrir leikrit sín (Drama) og mindasmíð (Skulptur), og í livorri tveggja þessara íþrótta þykja Danir hafa átt frábæra meist- ara. það er því auðskilin sjálfska, þó að Hafnarbúar reyni að leggja á sig þá virðingu, er þeim þykir auðkenna sigbezt meðal norrænna s£iðabúa. En einkunnin Nordens Atheniensere er vel löguð til þess, að vekja eptirtekt manna og umhugsun, ekki sízt aunara eins mannjafnaðarmanua og vor, íslendinga. Lítið ætla eg að muni finnast samt í húsasmíð í Höfn er minni á Aþenuborg, að fornu eða nýju. Enda þykir mör húsa- snið þar hafa fátt til síns ágætis, það sem eg hefi séð, að konung- iega leikhúsinu einu undanskildu. f>að sem fyrir mig hefir borið elzt í húsasmíð, er stéypt í líku móti og búsasmíð Holjendinga og og Norður-þjóðverja á 17. og 18. öld, svo sem er Rosenborgar- böll og kauptnannasamkundan (llörsen). En bér mætti eflaust sjá mörg forn og merk bús og jafnvel heilar götur, ef stórbrunar hefðu ckki eitt bænum svo skaðsamlega á öldinni sem leið, að yfir liálft þriðja þúsund lu'isa hrundn í ösku. Hvar sem gengið er um götur Hafnar minnir flest á þýzkan bæ; nema hvað allur bæjarbragur virð- ist glaðlegri. Alstaðar blasa við kafflhús og veitingastaðir, veiskipaðir lífsglöðum gestum með gómsætan mat og Ijúffenga drykki fyrir fram- an sig, eður og sitjandi yíir freyðandi bjórkollum, angandi púnsi, eða gufandi kaiö, sem hver sopi af er eptirkældur með ís-svölu sódavatni. Á þessu gengur hér allau daginn, og sá scm ókunnugur kemur tii Hafnar freistast lil að ímynda sér, að hér sé altaf verið að éta og drekka og skemta sér. f>að sem mestri furðu gegnir er það ltvað lítil verzlunarflutninga ferð er á götnm bæjarins, í sam- auburði við það, sem titt cr í jafnstórum bæjum, t. a. m. áEng- landi. En það er þó skiljanlegt þegar þess er gætt, að lítið er landútrými fyrir aðstreymi landvörunnar til höfuðbæjarins en bæjir hvervetna með slröndiuni til þess að taka við því, sem að sígur úr nágrenninu. Eins cr og um það, að á Sjálandi er of fátt fólk tii að skapa stórvægilega aðflutninga utan að, og það sem að flytzt fer sjóleiðina til næsta bæjar á ströndinni við viðtökustaðina sjálfa, s\o að aðflutmngarnir koma hvaðanæfa utan 6lrandar að en ekki landveginn frá einu aðal-forðasafni. Eigi að síðtir er verzlun llafuar ailmikil við ýmsa staði út um ríkið og við önnur lönd, en liún er öll á sjó. |>ó nú fátt sé að sjá i fornri húsasmíð i Ilöfn, þá eru þar þó býsna mik.il mannvirki víða, svo sem hallir, kirkjur, leikhús, að ó- gleymdum skemtistaðnum Tivoli, og liiu merku söfn Dana. Stærsta böllin er Iíristjánsborg, en ekki er hún að því skapi fögur ásýnd- um. |Mig minnir að Axelhús Absalons biskups stæði fyrir eina tíð þar sem þessi liöli stendur nú. Ekki fullvrði eg það samt. |>egar Danakonungar tóku sér aöselur í Uöfn skipti liið forna liervirki um

x

Norðlingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðlingur
https://timarit.is/publication/106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.