Norðlingur - 19.03.1879, Blaðsíða 4

Norðlingur - 19.03.1879, Blaðsíða 4
112 1 11 ágætis hjóna Dr. Krabbe og frúr* hans. f>ar var inargt saman komið af löndnm, þar hitti eg Kálund, sem mörgum íslendingum er þegar að góðu kunnur. Hann talar íslenzku furðanlega vel og er nú að semja vandaða lýsingu íslands. J>au hjón búa i sínu eigin húsi, spölkorn utanbaejar, spánýju og með aðbúnaði hinum prýðilegasta utanstokks og innan. f>etta var í fyrsta skipti í mörg ár að mér veittist sú ánægja að hitta hina gáfuðu forn-kunningja- konu mína frú Iírabbe, sem enn er jafnfjörug og full af græsku- iausu gamni sem hún áður var. Mjög þótti mér gestrisni hér svipa til þess sem alkunnugt var um alt land frá föðurhúsi hennar, enda er fjöldi (slendiuga stöðugir geslir hjá þeim hjónum árið um kring á vissum vikudögum og jafnan endrarnær boðnir og velkomnir. f>að sem mér þótti að kvöldinu var það, að sjá ekki syni frúarinnar, sem hún á þrjá eina barna; því eg kom of seint til þess. En í þess stað lýsti hún þeim fyrir mér með sérstaklega skemtilegri móðurmælsku og endaði með því að segja mér — og var þá dálítið ídrjúg um leið — að þeir töluðu allir íslenzku. Eg hét á frúna að skoða «praktútgáfurnar» næst er eg yrði á ferð; og það ætla eg að efna. J>að var einhverntíma um óttu bil, að lagt var upp og inn í bæ aptur frá Krabbe og urðu þeir af íslendingunum er með gátu komizt á vagni okkar heim í Ilotel d’ Angleterre þar sem við bjuggum. Daginn eplir lögðum við af stað frá Höfn yfir til Svfaríkis og slógust þeir í förina með, yfir að Málmey, þorvaldur Thoroddsen og Guðmundur þorláksson. Ýmsir íslendingar kvöddu okkur við skipsfjöl og vörpuðu hvítum handdúkakveðjum eptir okkur út á sundið. þar var góður skólabróðir minn, málagarpurinn rnikli Jón Sveinsson, þriflegur, kátur og kurteis og einkanlega notalega minn- ugur skólabróðernis okkar. J>á var þar nýr kunningi er eg hafði aldrei séð fyrr en nú, Jón J>órarinsson frá Görðum, prúðmenni mik- ið og einkanlega kurteis og viðkynnilegur. J>ar var og barnglaði öldungurinn Magnús Eiríksson, sem ávalt tekur mér sem bróð- ur er mig ber á veg hans, og gaf mér nú að skilnaði rit sitt •Jöder og Kristne», sem hefir margt til síns ágætis, styrkva hugs- un, brennheita Guðs elsku og mikinn iærdóm. — Nú var skilið við Höfn. (Framhald). f Signrður dlirm. §veinsson. J>ann 10. þ. m. andaðist dannebrogsmaður Sigurður Sveinsson á Öngulstöðum á Staðarbygð, einhver hinn mesti og bezti bóndi þessarar sýslu. Sigurður var fæddur árið 1827 á Garðsvíkurgerði á Sval- barðsströnd. J>aðan fluttist hann með mjög fátækum foreldrum eínum á lítið jarðnæði á ströndinni, Breiðaból, og var þar hjá þeim þangað til þau önduðust bæði veturinn 1846, og tók hann þá við búsumsýslu 'ptir þau. þrem árum síðar giptist Sigurður Guðrúnu Sigurðardóttur, er lifir hann, og var hún sem hann af fátækum en ráðvöndum og velmetnum foreldrum; bjuggu þau Sigurður á Breiðabóli í 14 ár, og varð á þeim tíma 11 barna auð- ið, en 9 dóu af þessum hóp þar. og lifa nú aðeins 2 mannvænleg börn eptir, Sigurgeir og Guðrún. J>au hjón veittu á Breiða- bóli tveim fátækúm börnum fóstur, er lifa, og þrátt fyrir alla þessa ómegð liafði Sigurður ofanaf fyrir fjölskyldu siqni, og var jafnan fremur veitandi heldur en þyggjandi, enda var hann hinn mesti dugnaðarmaður til lands og sjóar. Yorið 1863 fluttu þau hjón á hálfa Öngulstaði, sem þá var eigi talin nein fyrirtaksjörð, en bráðum fékk Sigurður ábúð á allri jörðunni, og sást þá íljótt að «veldur hver á heldur». J>ví að hann hafði nú bætt jörðina svo að hún ber nú eitthvert stærsta bú sýslunnar. J>að sýnir meðal annars hvflíkur ágætismaður Sigurður sálaði var, að hann var — þó að honum liefði eigi gefist færiáaðmenta sig er svo er kallað — eptir að hann kom að Öngulstöðum kosinn til hreppstjóra, Gránufélagsstjóra, forstjóra framfara- l'élags Öngulstaðahrepps ogtil sýslunefndarmanns, og þótti alstaðar koma vel fram. Margir munu einkum dást að sveitarstjórn hans, og mátti hana líka kalla fyrirmynd, enda sæmdi konungur vor hann með krossi dannebrogsorðunnar 1874, sér í iagi með tilliti til ágæts dugnaðar hans sem hreppstjóra. En vér höfum þó einkum dáðst að hinum óbilandi öfluga framfara anda hins framliðna mikilmennis, er alt vildi þar að og þar til vinna í orði og verki, að þjóðleg og nytsörn fyrirtæki næðu sem fyrst vexti og viðgangi. Sigurður sálaði vrr maður hinn hyggnasti, vinfastur og glaðvær, *) Krietín dóttir þjú’oskörungsins Júns Gníímundssonar. Ritst gestrisinn og í allri reynd hinn drenglyndasti, svo nm hann má með sanni segja, að ísland hafi, þar sem hann lézt, mist hæði inlkiiui mann og góðau. Jarðarförin á að fara fram á morgun (fimtudag þann 20 þ. m.) að Munkaþverá. FRÉTTIR INNLENÐAR. í allan vetur hefir lungnabólga verið að stinga sér niður hér og hvar um nærsveitirnar, en einkum hefir hún orðið mannskæð eptir nýárið, og hafa allmargir dáið úr henni. Taugaveikin hefir stungið sér niður á tveim bæjum hér í Firðinum og hefir hún verið mjög illkynjuð og fylgt henni rotnunarsýki. — Tíðarfar hefir nú lengi alstaðar er til fréttist verið hið harð- asta, einlægar stórhríðar, heljur og jarðlaust víðast. Sumstaðar, t. d. í Bárðardal og víðar í J>ingeyjarsýslu hefir eigi verið jörð síðan á veturnóltum. J>að er nokkur bót í máli að sumarið var hið hag- feldasta og heyjaðist víða í betra lagi, en fæstir munu þó þola innistöður þvínær frá haustnóttum til sumarmála. — í austanhríð- unum fyrir skemstu ætluðu menn að ísinn mundi hafa rekið nokk- uð frá. J>að höfum vérog heyrt haft eptir séra Pétri í Grímsey, er heldur hinar nákvæmustu rannsóknir fyrir veðuráttufræði-félagið i Iíaupmannahöfn, að sjókuldi sé miklu minni nú en að undanförnu, og þykir honum þessvegna alllíklegt, að það færi oss þá gleðifregn að ísinn sé töluvert minni í hafinu en að undanförnu. Bókafregn. Ct er komið frá preotsmiðju Norður- og Austuramtsins á Ak- ureyri 1. hcpti af Ijóðmælum Iljálmars Jónssonar (Bólu-Hjálmars); kostar í kápu 1 krónu, fæst til kaups hjá bók- bindara Friðbirni Steinssyni á Akureyri, verzlunarstjóra E. Laxdal á Akureyri og verzlunarstjóra J. V. Havsteen á Oddeyri; verðurvið fyrstu hentugleika sent út til annara bókasölumanna hér á landi.— 2. hepti þessara Ijóðmæla verður prentað svo fljótt sem hægt er, og er það innileg ósk vor og áskorun til allra, sem hafa kunna undir höndum Ijóðmæli eptir Bólu-Hjálmar, sem ekki eru í þessu hepti, að gjöra svo vel, að senda oss þau hið allra fyrsta, og vilj- um vér fúslega þægja fyrir það. Ætlazt er til að æfiágrip höf- undarins fylgi 2. heptinu. Útgefendurnir. fxeidréttillgar i 1. hefti af Ijóðmælum Hjálmars Jónssonar. í lyrsta erindi kvæðisins á bls. 30. hefir fallið burt eitt visu- orð; á eptir orðunum: «armi móður vafinn* á að koma: undir hennar líknarblæju grafinn. Bls 56 línu 2. að neðan stendur: meðan fyrir: fyrr en. — 65 í fyrirsögn kvæðisins stendur 1875 fyrir 1825. — 70 línu 8. að ofan stendur: þjófum fyrir: þjóum. — 97 — 8. að neðan — annar — amar. — 123 — 9. - — — sjóndeidar fyrir: sjóndeildar. — 124 — 6. - — — úðar, fyrir: úður. — 126 — 6. að ofan — hlunna, fyrir: hlauna. Auglýsingar. — 13. janúar næstliðinn tapaðist úr farangri af Akureyrarplássi út á Oddeyri svart sauðskinn (sútað), og er finnandi beðinn að skila því á skrifstofu Norölings gegn sanngjörnum fnndarlaunum. — Neéangreindar óskilakindur voru seldar í Presthólahrepp baustib 1878. 1. Hvítur saubur veiurgamall mark: tveir bitar framan, hangandi fjötmr aplan hægra, heilrifaé vinstra. 2. Hvítur geldingur mark : stúfrifat) fjöéur framan hægra, vagl- 8korat) aptan vinstra. 3. Svartbíldóttur geldingur mark: stúfrifab hægra, sýlt vinstra. 4. hvítur geldingur mark: stýföur helmingur apt. biti fram. hægra, tvístýft apt. biti fram, vinstra. 5. Hvítur hrútur ómarkatiur. 6. Hvít gimbur mark: sneitt apt. biti og hófbiti (netiar) hægra, sneitt apt. vinstra. 7. Hvít gimbur mark : tvfstýft apt. hægra, styft biti apt, vinstra, 8. Hvítur hrútur veturgamall mark: stýft hægra stýfínr helmingur aptan vinatra. Raufarhöfn 11. febrúar 1878, H Hjalmarsson. Eigandi og ábyrgðarmaður: Skapti .lösepssoit, cand. phiL Prentori: B. M, Stephdnseon,

x

Norðlingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðlingur
https://timarit.is/publication/106

Tengja á þetta tölublað: 27.-28. tölublað (19.03.1879)
https://timarit.is/issue/148033

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

27.-28. tölublað (19.03.1879)

Aðgerðir: