Norðlingur - 20.05.1879, Blaðsíða 1
miLIIMR.
IV, 37-38.
Kemur út 2—3 á niánuði
30 blöð als um árið.
þriðjudag 20. Mai.
Kostar 3 kránur árg. (erlendis lft7Q
4 kr.) stðK nr. 20 aura.
Fundarboð.
Firatudaginn 19. dag næstkomanda júnfmánaðar viljum við
undirskrifaðir jeyfa okkur að kveðja hina háttvirtu kjósendur okkar,
Eyflrðinga og Akureyrarbúa, til almenns fundar á Akureyri til að
ræða um alþingismál og önnur nauðsynjamál þessa kjördæmis.
Yæri okkur mikil ánægja, að sem allra flestir góðir menn sækli
fundinn og skýrði þar frá skoðunum sfnum og tillögum um málin,
sjer í lagi þaú sem líkindi eru til að rædd verði í sumar á alþingi.
Vitjum við einkum tilnefna brauðaskipunarmálið, bæði í heild sinni
og einna helzt að því er við kemur Eyjafjarðarprófastsdæmi.
28. d. aprílmán. 1879.
Einar Ásmundsson. Snorri Pálsson.
ÚTLENDAR FRÉTTIR.
Einsog áður er sagt frá í Norðlingi þá hafði veturinn verið
ákaflega harður hðr í álfu, bæði frosta- og snjókomumikill, og eptir
það að hlánaði og snjór þiðnaði, var næturfrost víða mikið, og tafði
það mjög fyrir öllum gróðri, en hin miklu harðviðri og snjókingja
hafði víða kyrkt það, sem sáð var í haust, svo það leyt fremur illa
út fyrir bændum, að minsta kosti í Danmörku, hvað haustútsæðið
snérti. — Veturinn heflr verið fjarska stormasamur og fjöldi skipa
farist. Einna ákafastir voru stormarnir seint í febrúarmánuði, og
Kvað einna mest að þeim á Italiu, bro|nuðu þar við strendurnar
fjöldi skipa, og er sagt að strandlengjarj frá Genúaborg norðuntil
á Ítalíu, a|t suður ly.rir Neapelsborg hafl mátt heita þakin í brotum
af smærrj og stærri skipum. Úm sama leyti var Vesúvíus að
gjósa, og er sagt að hafl verið stórkostleg sjón að horfa á sjávar-
rótið og skipaflotann á höfninni í sjávarháskanum við eldglæringarn-
ar. þá ,fprp strætin í Veneziuborg, er bygð er á smáhólmum í Adria-
hafi, mörg í kaf, og mátti þar víða róa á bátum er stræti voru
undir, þó varð þar eigi stórkostiegt tjón á mönnum eða fö. í
þe.ssu ofviðri hrundu hús og turnar víða á Ítalíu, og á tveim kjrkj-
um hrundu klukkuturnarnir meðan á guðsþjónustugjörðinni stóð og
drápu prestana fyrir altarinu. Viða liafa slprár tlóð yflr bakka og
girðingar og gjört stórtjón; en langmest er bæði mann- og fjártjóo-
ið í Szegedinborg sunnantil á Ungverjalandi. Borgin stendur
við ána Theis þar sem þveráin iYIaros fellur í hana. þar fórust
margar þús.undir manna og mörg hundruð húsa, og var þó hvor
járnbrautarlestin send á fætur annari óðfluga til að bjarga, og sjálf-
ir fjármálaráðgjafar Austurríkismanna og úngverja flýttu sör með
stórfð til þeirra borgarmanpa er liöfðu komizt undan. Dagana rét.t
áðuren Theisfljótið braut girðingarnar ráku hermenn hvern sem
þeir náðu í til þess að tryggja þær, en alt kom fyrir ekki, þvi að
ofviðrið fór ajtaf vaxandi, og héldust menn varla við á girðingun-
um. Szegedinborg var mannmörg, nálægt 80,000 íbúar og hin
blómlegasta og er hún að mestu eyðilögð; en «fátt er svo með öllu
ílt að ekki boði nokkuð gott». Síðan að Lngverjar fengu frelsi
sitt þykja þeir hafa tekið sér lítið fram og litlu góðu til leiðar kom-
ið heima hjá sér, en skörungar þeirra eitt timanum í að keppa um
völdin og deila hvor við annan á þingi. y^Ctla margir að þetta
þjóðarólán verði tii þess að snúa huga allra föðurlandsvina frá þing-
rifrildi og metprðagirnd að nauðsynjamálum þjóðarinner sem ærið
þurfa þess með, þar sem þau hafa undir liarðstjórn Austurríkis-
manna petið á hakanum í marga mannsaldra. — í vetur hurfu
laugarnar í Tepíitz i jörðu niður. sá bær er í Bæheimi, og er
frægur fyrir heilnæmisböð sín, og þyrpast þangað fjöldi manna sér
til heilsubótar. Laugarvatnið kom aptur fram í námum nokkrum
jþar í grend og fórust þar um 30 manns. í vetur féll snjóskriða
6000 fet pfanúr Alpafjöljunum yfir bæ nokkurn t Kærnten í Aust-
urríki er Bleiberg heitir og tók töJuverðau liluta bæjarins. I vet-
ur brann slotið Tervueren í grend við Löven í Belgíu til kaldra
kola. það var mikil bygging og lögur. J>ar bjó Cliarlolte ekkja
Maxemilians, keisara í Mexikó’, er Juarez rikisíofselí þar let iifláta;
hún heíir verið brjáluð síðan maður hennar var drepiuu, en rank-
145'
aði nokkuð við sér við brunann, og hafa menn heldur von um að
að henni muni batna. Stórbruni varð í vetur í Hongkong f
China, þar brann ráðhúsið, fangelsið, spítalinn, kirkjur og fjöldi
húsa; varð eldurinn loksins stöðvaður með því að sprengja fjölda
húsa í lopt upp, þar sem að eldurinn sótti mest á Hongkong er
hinn blómlegasti bær og rekur mesta verzlun þarlendra bæja við
útlönd.
Af Dönum er lítið frekar að segja en það sem stendur f 31.
og 32. tbl. Norðlings. Stjórnarráðið veitti eyjarskeggjum vestra
fjársíyrkinn, hvað sem þjóðþingið sagði; og hið nýja þiug var, þeg-
ar siðast fréttist, ekki komið svo á laggirnar að menn geti séð
hvað það tekur nú til bragðs, en neitað hafa þeir Berg og hans
fylgifiskar, sem nú eru sá eigiulegi bændaflokkur, að sameina sig
liðhláupurunum, Holstein greifa og hans mönnum, sem hafa fækk-
að við hinar nýju kosningar, en Bergs flokkur hefir aptur aukist.
það er ekki satt að vinstri menn hafl neitað «meðgjöf» I þyri kon-
ungsdóttir. þjóðþingið veitlí einmitt heimanmundinu 7. apríl. Mik-
ið rifrildi hefir orðið á þinginu útaf hinum nýju kosningum, er hver
flokkurinn vill vefengja fyrir öðrum, og svo mikil er ofstækjan á
milli flokkanna, að Tauber, einn af þingmönnum vinstri, hefir borið
hægfi mönnum á brýn, að þeir hafi látið drepa einn af vinstri mönn-
um ( Krosseyri í hefndarskini. Hafa orðið útúr þessu miklar reki-
stefnur, læknaskoðanir og málaferli. Hefir inorðsagan reynzt til-
hæfulaus, því það bárust allar líkur að því, að maðurinn hefði oltið
drukkinn útaf brú og druknað í ánni er rann undir brúnni. — þrír
merkir landþingismenn eru fyrir nokkru dánir. Hæstaréttar mála-
færsípmaður Brock, lagamaður mikill, gáfaður og vel mælskur,
R o s e n ö r n-T e i 1 m an n , undir hann lutu um stund íslandsmál,
var hann í þeim hér um bil meinlaus og gagnslaus. Hinn þriðji
var landþingisinaður Adler, einþver með ríkuri skórkáupmönnum í
ÍIö.fn; hann var frjálslyndur framfaramaður og góðgjarn (hann gaf höfð-
ingsgjöf til kvennaskóla okkar fyrir tlutning Eggertsj Gunnarssonar).
í ár ætia Danir að halda fjögurhuudruð ára liátíð háskólans í Kaup-
mannahöfn, og á að hafa mikið við, en ekki bjóða öðrum til há-
tíðarinnar en Skandinövum; mun það vera af því, að Dönum er
illa við að bjóða þjóðvei-jum, en geta illa kornizt hjá því, ef þeir
bjóða öðrum þjóðum óskildum. I tileíni af hátíðinni heflr háskól-
inn sæmt ýmsa vísindamenn með doktors nafnbót og eru þar á
meðal landar vorir, hæstaréttarassessor Vilhjálmur Finsen og
rektor Jón þorkelsson.
Á þýzkalandi á Bismarck fult í fangi með að temja þjóð-
þingið, er ekki vill lilýða honum í öJlu, þó það sé honum allfylgi-
spakt.. það neitaði honum nýlega um að leyfa að hepta 2 sósíal-
ista þingrnenn á meðan á þingi stendur, og hefir heldur ekki vilj-
að fallast á að múlbinda svo rnunn þingmanna sem Bismarck lík-
aði, er þeir mæltu í móti honum á þinginu; og fékk hann að heyra
það greinilpga hjá skörungum þingsins, að lögin mundu eiga all-
yel við ræður hans sjálfs, en sú mundi þó eigi meiuing hans, en
Bismarck er kunnur að því að bríxla andmælendum sfnurn með
hveyj.u sem að hann getur, og vera eigi vandur að orðum sínum,
og þykir þingmönnum að honum haldist það furðanlega uppi, og
vera óvandur eptirleikurinn, og efast þeir stórlega um, að lögunum
yrði jafnt beitt, heldur mundu þau verða til þess í höndum Bis-
marcks að loka munni á hverjum þeim sem honum stæði stnggur
af, og jafnvel til þess að gjöra mótstöðumenn hans þingræka, ef
honum svo líkaði. Bismarck vill og leggja nýja skatta og tolla
á, því altaf er fjárhagur þjóðverja bágur, þrátt fyrir allar milliónirn-
ar, sem þeir fengu hjá Frökkum eptir stríðið, og veldur því mest
hinn geysi mikli tilkostnaður til hersins. þessi nýju skatta- og
tollalög áttu örðugt uppdráttar á þinginu er siðast fréttist (í miðj-
um apríl) —í vetur dó Roon hermálaráðgjafl Prússa. Roon ciga
Prússar máske mest að þakka sigursæld sína á seinni árum, því
að hann kom hinu nýja skipulagi á her Prússa, er fyrir ekki meiru
en 15 árum var einmitt Frökkum og Austorríkismönnum lil að-
hláturs, fyrir hvað hann væri gamaldags og úreltur.
þess hefir verið getið í Norðlingi, að Englendingar byrjuðu
í haust herför á móti Ala jarli í Afganistan fyrir þá sök að hanit
146