Norðlingur - 12.12.1879, Blaðsíða 4

Norðlingur - 12.12.1879, Blaðsíða 4
232 * 03» Það er nobkuð, þiítt lítið sé, sem einstakur maður getur komið til leiðar, og ef Guð gefur mðr heilbrigði og styrkleik, ætla eg að vinna framvegis fyrir framför íslands, að svo mlklu leyti, sem á mfnu valdi er. tír minni mínu líður aldrei ís- land og íslenzka þjóöin. Og nó kveðjum við yður vináttu-kvcðju. Hafið þökk fyrir alla gestrisni og alla gæzku yðar og samlanda yðar ; Guð feðra yðar, Guð þjóðanna, blessi sí og æ yður og Island 1 F r é t t i r. Samsæti. Hinn 28. nóvember héldu allrnargir Akureyrarbúar alþingismönnunum Einari Ásmundssyni og séra Arnljóti Ólafssyni, er þá satu hér í amtsráðí, lagra veizlu. Mælti sýslumaður Stefán Thorarensen faaurt erindi fyrir minni heiðursgestanna, og þakkaði sérílagi þingmanni sýslunnar, Einari, fyrir starf hans á hinum þrem síðustu þingurn einsog líka séra Arnljóti fyrir hans viturlegu og frjálslegu tillögur á alþingi, og vonaði hann að sýslan bæri gæfu til að fá þá tvo fyrir þingmenn sína á því löggjafartímabili er í hönd færí.* Alþingismennirnir þökkuðu vel sóma þann er þeim var sýndur, og mæltu aptur fyrir Akureyri, sem »hjarta-stat> og frarnfara- stað« íslands; bókbindari Frb. Steinsson mælti fyrir minni alþing- ismanos Eggerts Gunnarsonar, er kom að vestan úr Húnavatns- sýslu samdægurs, og var strax boðið til samsætisins, hann þakkaði og fyrir virðing þá og velvild er h'onum var hér sýnd. Margar voru aðrar fagrar ræður haldnar, og stóð samsætið með góðrí skemtan langt framá nótl. Undir borðum og á eptir var skemt með íjórrödduðum sö»g af söngfélagi Akureyrarbúa. Fór veizlan, er gestgjafi L. Jeusen stóð fyrir., hið bezta fram til ánægju fyrir alla er hlut áttu að máli. Tíðarfarið hefir i ait haust verið hið blíðasta, nærfelt sí- feldar blákur og optast þetta frá 4° 9® hiti, og stundum meiri alt að 13° R. má því víðast heita auð jörð hér nyrðra, því snjó þann er kom um miðjan október befirleyst, svo að varla hafa sézt dílar í fjöilum, mun því óvtða til skams tírna hafa verið hýst annað en lömb, og er það ærinn munur eða í fyrra um þetta leyti er hér varð víða jarð- laust í norðursveitum um og litlu eptir göngur. Haustið hefir samt verið mjög veðrasamt víðast hvar hér norðaniands, og því gæftalítið, en hér á Eyjafirði hefir verið allgóður afli er gefið hefir.; Skiptjón. þauu 8. f m. gjörði hér snögglega eitt af þess- um ofsaveðrum er hafa verið svo tíð í haust, og iitur út fyrir að það hafi gengið yfir mestan hluta Norðurlands eptir þeim fregnum er oss hal'a verið skrifaðar um það. það veður var svo mikið að víða var eigi stætt í biljunum. þá fórust 2 skip af Skaga austanverðum með 11 mönnum á og önnur tvö af Skagaströnd með öllum þ«im er á voru. Menn voru og hræddir um skip af Vatnsnesi og Heggstaðanesi, er eigi halði enn spurst tii eplir ofveðrið. Kappróður. Hitin 1. þ. m. var haldinn kappróður hér á Pollinum á 2 sexæringum, erþeiráttu verzlunarstjórarnir Jakob Hav- steeri og Eggert Laxdal: hafði Edilon Grírnsson smiðað llavsteens bát, en sunnlenzkur hátasmiður bat Laxdals. Spretturinn var Irá Akurcyri yfir Pollinn út að Oddeyri og svo inneptir aptur; var veður allhvast á oorðan. Sexæringur Havsteens varð fyrri báðar leiðir; Samdægurs voru á sama vegi reynd fjögra manna för, er þeir áttu Laxdal og verzlunarmaður Haldór Gunnlaugsson; hafðr Edilon smíðað bát La.xdals, en Jóhann Björnsson Haldórs, og var Laxdals bátur löluvert á undan. þar sem eins mikifc sjávarúthald er einsog hér við Eyjafjörð, þá er gott og bentugt lag á bátum mikilsvert, og því nauðsynlegt að taka eptir þvf, hvert lagið reynist bezt. þar sem venjulega er jafnskamt róið og hér í kring um Eyjafjörð, þá ríður einkum á því, að bátarnír séu stöðugir og gangi vel undir árurn. Aptur er það höf- uékostur við báta víðasl syðra, þar sem svo langt þarf að róa, að þeir sigli vel og þoli mikla siglingu. það er náttúrlega allra æski- legast að sameina þessa báða yfirburði, en einsog hér á stendur verður hinn fyrr taldi kostur affarasælli. það er einkum hann sem Edilon hefir reynt að ná, og það iítur út fyrir, að honum haíi tek- ist það pryðílega, en auk þessa eru bátar hans líka sagðir sigla Vel. Hinn 29. f. m. héit framfa rafélag Akureyrar fund á *) það mun éatt vera að herra Snorri Pálsson geti eigi lengur gefið kost á sér gökum verzlnnaranna, og rnissir þingið þar góðan dreng og bæðj frjálslyndan og vitran þingrnann. Öllum samvinnu- mönnum haus ber saman um, aö hann hafi verið með hinum til- lagabeztn og nýtustu þingmönnurn, þó að hann haö eigi talað mikið Ú sjalfu þinginu, en prðið uptur að ágætu liði i nefudum. barnaskólanum og voru þar alþingismennírnir, séra Arnljólnr Ó!afs- son, Einar Asmundsson og Eggert Gunnarsson. Formaður félags- ins E. Laxdal skýrði frá framkvæmdum félagsins um liðið ár; gat hann þess. að félagið hefði komið hér á sunnudagaskóla og allblórn- legu bindindisfélagi. Var þá rætt um hvað félagið skyldi nú helzt taka fyrir, og varð sú niðurstaða að félagið skyldi reyna að leggja; góðan veg upp brekkuna frá kirkjurtni og upp í krrkjugarðinn, serri ærinn væri nauðsýn á; fékk það mál góðar undirtektir og var þegar gefið töluvert fé til þess á fundinurn. þá var talað nm, að rnjög væri æskilegt að stofna innlent brunabótafélag fyrir kaupstaði lands- ius; hafði bókbindari Frb. Steinsson flult það mál r fyrra á fund- um, og var alþingismaður Einar Ásmundsson beðinn að styðjre það við bæjarstjóra Reykjavíkur, sem hanD og liafði gjórt, og hafðf bæjarlógeti tekið því vei, og kvaðst mundi styðja það við bæjar- arstjórnina; þingmaðurinn ítrekaði þetta nokkriim sinnum við bæjar- fógetann, en svo leið allur þingtíminn að lögmætur bæjarstjórnar- fnndur gat eigi komizt á i hofuðstaðnum fyrir þvr hvað fáir af bæj- arstjórunum mættu. Fógetinn lofaði nú að senda herra Einari svar meí> pósti, en það er enn ókomið, og tvísýni á, hvort núverandi bæjarstjóraf berí. gæfu til að koma á lógmætum fundi, þareð samkomulagið lít- ur út fyrir að vera fremur stirt; en í þeirri von afréð þó frainfara- félagið hér að skrifa sjálft og biðja bæjarstjórn vora iíka aé skrifa enn bæjarstjórninni í Reykjavík um málið, og snúa sér einnig meft málið til bæjarstjórnarinnar á ísafirði. í þriðja lagi var talað um að halda alsherjarsýning fyrir allan Eyjafjörð innan fjalla að ári. Fökk það beztu undirtektir; og var áiitið mjög svo æskilegt að sameinuð væru öll framfarafélög í og við Eyjatjörð í eitt l'ramfarafélag. Að endingu þakkaði fundurinn forseta framfaraféiagsins Eggert Laxdal áhuga haus á málefuum félagsius og góða stjórn umliðið ár. Fyrirlestur. Eftir áskorun framfarafélags Ákureyrar hélt rit- stjóri Norðlings fyrirlestur í stærstu kenslustofu barnaakólans 29 f. m. um fyrstu æfi mannkynsins eftir hinuin nýjustu vísinda- legu ransóknum og uppgötgvuuum. Fyrírlesturinu varaði i l^ tim® og var vel sóttur. þakkaði forseti framfaraféiagsins E Laxdal vei fyrirlesturinn, og bað hann ritstjórann að halda fyrirlestrunum á- fram framvegis. Austanpóstur kom hér áákveðnum degr 5. þ. m. og »agðl hann að austan sömu öudvegistíð og hér hefir verið í haust, heil- brigði manna alment góða og fiskiafla töluverðan þar eystra. Síld- argangan helir verlð þar fádamamtkil r huust, en þvi rriiður hafa laridsmenn sjálfir haft minst notin af veiðinui. Aptur er sagt að Norðmenu muni hufa atlað áPollinum á Seyðisfirði, sem livað vera helmingi minui eu hér, náiægt 1009 tunnum af síld, og drapst þá öll ósköp fyrir þeirn í kvíunum, þar þá vantaði turinur til þess að hirða og koma attunum fyrir. það hafa komið tvö stór gufuskip frá Noregí í haust til þess að flytja aflann heirn, og von á fleírum. Hinn 6. þ m. kom hingað sunnan úr Reykjavik jarðyrkjumað- ur Haldór Hjálmarsson, hafði póstskipið verið komið fyrir nokknr er hann fór. Hann sagði þá gleðilegu fregn að senda ætti til Reykjavíkur póstskip í januarmanuði næstkomanda, en eigi vissi hann gjörla hvort það ætti að vera gufu- eða segiskip. Eftir þess- ari fregn að dæma eru allar líkur til að konungur hafi staðfest ferðaáætlun alþingis um póstgufuskipaferðirnar til landsins og í kring um það, og er rneð þvi bætt inikið úr samgönguleysinu o-g mikilsvaröaudi mál vel og heppilegu á veg komið. Með póstskip- inu sagði sami maður að hefðu komið tverr rslenzkir Mormonar frá Utah, ætla þeir að dvelja hér árlangt, og fara um og prédika ! eyi vonandi er að landstjórniu hepti þvílíka landhlaupara í tima, og banni þsim að kenna hér á landi, því engin virðist ástæða vera til þess að hún hlífi þeim fremur en Arneríkumenn, er uú þrengja töluvert að kosti þeira þar vestra. Halldór þessi sagði góða tíð heilsufar gottogtöíuverðan afla. Stýrimaðurinn á póstskipinu hafði fyrir nokkrurn dögum er hann fór úr Rvík. farið einn á báti seint um kveld að sigla sér til skemtunar, en til hans hafði eigi spurzt síðan og hafði þó verið sent í allar áttir að leita hans. — Útlendar vörnr fara uú líkast til hækkaudi í verði. Auglýsingar. 1 Grámifélagsverzlun á Oddeyrí fást jólakökur og ýmislegt kridd- brauð með góðu verðí. Riðji menn nm vissa sort af brauði fyrir- fram þá geta menn fengið hatia eftir vild á tilteknum degi. — Sigríður Eyjaf j arðarsól, nýprentaður sjónleikur eptír Ara Jónsson í Viðirgerði, kostar 45aura og l'æst hjá bóka- söiumönnum viðsvegar um (andið. — Afhendingarbækur fyrir verzlunarmenn eru á reiðum hönd- um í bókaverzlun Frb. Steinssonar. Eigandi og ábyrgðarmaður: Skajiti Jósepsson, eand. phil. Pjentari: Bjöin 3ónsson.

x

Norðlingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðlingur
https://timarit.is/publication/106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.