Norðlingur - 15.06.1880, Síða 4
52
lagi aÖ hannyröom, vefnaÖi og tóskap kvenna vorra, og
höföu þeir sízt bóizt við svo fagurri og vel vandaðri vinnu
hjá konum þeirra manna, er hingað tii hafa eigi haft
menning eða fyrirhyggju tfl þess að nota aðra eins auðs-
uppsprettu og sfldarveiðina, er þd geugið hefir um margar
aldir upp í landsteina nálega á hverjurn firði. í stofunni
á sýningarhúsinu voru veitingar. þrjú tjöld stór voru reist
og voru þau áföst hvert við annað, gáfu þau fófkinu rúm-
gott skjól um daginn, þar voru og veitingar. Fyrir
fðnað var gjörð mikil rbtt, og varð bændum títt reikað
þangaö til þess að sjá f&ð og fjárbragðið og læra hver af
öðrum. A milli sýningarhússins og tjaidanna var reistur
ræðustóll, og var hann alþakinn skógarviði úr Hálsskógi,
og sýningarstaðurinn víða annarstaðar skreyttur með skógviði
og var mikil prýði að. Sýningarstaðinn prýddu og fánar,
Ifka blöktuöu þeir á hverri rá f bænum og á skipunum á
höfninni. Sýningarnefndin hafði fengið söngflokk Akureyr-
arbúa til þess að ssemta mönnum með söng um daginn,
hann söng og kvæöi þau, cr ort hóföu til þessa tækifæris
þeir söra Matthfas — fyrst skaf frægan telja, þjóð-
skáldið vort góða, — Páll Jónsson gullsmiður, þórður
Grfmsson, Jóhannes Davíðsson, og kveðja til Eyfirðinga frá
Eirfki bónda Eiríkssyni á Skatastöðum og fl. Söngflokk
vorum bættust ágætir söngmenn úr Skagafirði, þeir Arni
organleikari frá Sölvanesi og Jón frá Mælifelli, og var
góð skemtan að söngnum um daginn, stýröi honum Magn-
^és organleikari.
Prófastur sfera Davfð Guðinundsson opnaði
sýninguna rneð ágætri ræðu, og dreifði mannljöldinn sfcr að
henni lokinni um sýningarstaðinn. Seinna mælti sbraArn-
ljótur Ólafsson fjörugt og fagurlega fyrir íslandi,
sðra Tómas Hallgrítnsson fyrir konum, og loksins
skýrði hreppstjóri JónÓlafsson frá verðlaunum og
þýðingu sýninga yfir höfuð, og sagðist þeim vel. Á sýn-
ingunni lóru fram leikfimisæfingar, glímur, veðreið og daus
um kvöldið, og skemtu menn sðr með siðsemi og góðri
reglu langt fraiu á nótt, og var það furðanlegt hvað hæg-
lega tókst að halda góðri reglu meðal þess manngrúa er
saman var kominn — og lögreglustjórinn var heldur ekki
heima — mun það hafa verið hátt á annað þúsund
manna; var og margt manna norðan úr þingeyjarsýslu og
úr Skagafirði. Framan af degi var veður nokkuð svalt, en
fór batnandi og varð mesta blíöviðri er á daginn leið.
Góðviörið og ágæt forsjá forstöðunefndarinnar gjörði því
daginn að hinní skemtilegustu hátíð, og henni mjög þýð-
ingarmikilli íyrir framför vora, því það er óneitanlegt að
áhuginn á að bæta fjárkynið og fara betur með skepnur
sínar og vanda tóskap og smíðar hefir aukizt stórum við
sýningarnar, og þær hafa vissulega s k a p a ð viðleitni hjá
hagleiksmönnum vorum til þess að reyna að finna upp og
búa til ný og þarfleg verkfæri. Vör viljum hér aðeins
geta kambavblar Magnúsar Benjamínssonar,
sem oss viitist hið mesta völundarsmíði og matsmenn
fengu eigi nógsatr.Iega lofað. Hún dregur í sig vírinn,
beygir hann og klippir, og setur hann loks í skinnið sem
hún dregur sjálf til; var því öllu fyrirkomið ineð aödáan-
legu hugviti, og cr sagt hún muni f u 1 I k o in n a r i en
þvílíkar vðlar erlendis. Listaverk þau eptir konur, er til
sýningar koma, hljóta að glæða fegurðartilfinninguna einsog
þær geta margt lært hver af annari viö þvflík tækifæri.
það kom t d. skaitering á sýninguna eptir fröken Krist-
ínu Benidiktsdóttur (prófasts) frá Breiðabólstaö, sem
konum þótti afbiagð og fyrirmvnd í þessari grein. — í»að
ht-fir að vorri hyggju mjög háð búskap hðr á landi að
rnenn liafa haldið mjög litla búreiki inga, þetta er nú að
lagast einmitt fyrir sýningarnar, nienn eru nú farnir að
gjöra sðr fulla grein fyrir hlutfallinu milli eldis og arðsins,
er það gefur af sfcr, og teljum vðr þetta hina mestu bót.
f»aö mun ósatt mál að rnenn ali fð tii þess að lá verðlaun;
bændor ala fðð til þess að fá sem mestan arðinu eptir
skepnuna og bæta kynið. enda sýr.a og sanna skoðunar-
gjörðir þær er fara frain á fðnu í hverjum hrepp á vetr-
um, að þannig er fjárbragöið yfir höfuð hjá bóndanum á
bænum; eg skal aðeins leyfa mðr að nefna í þetta sjnn
scm framúrskarandi og sláandi dæmi í þessa átt, stórbónd-
ann Jón Sigfússon á Espihóli og mága þá Sigur-
geirana á Öngulstöðum og I’verá. Sama er að segja
um fjárbragð Jóns Ólafssonará Laugalandi, en
breyting á högum og verri hús höfðu háð fð hans í ár.
Enn teljum vðr það eigi lítinn kost við sýningarnar,
að þær, auk þess að fræöa alþýðu — veita henni ódýra,
saklausa og þarflega skemtun og hressingu, sem mjög er
þörf á hðr á landi, þar sem hver ler svo mjög útaf
fyrir sig. Skemtun og nytsemi fer hbr því saman, því sjálf
skemtunin er nytsöin ; Fleira er nytsaint og gagnlegt en það
sem strax hringlar í buddunni eða eptirtekja sbzt þegar eptir.
Eyfirðingar og Skagfirðingar* hafa heiðurinn af því að
hafa gengið á undan öðrmn í þessu nauðsynlega máli og
brotið fsinn, og vonum vðr að hinar sýslurnar komi bráð-
um á eptir og að eigi verði þess mjög langt að bíða að
á komizt ein höfuðsýning fyrir land alt. I»aö
er vonandi að landsjóðurinn styðji sýningarnar af alefli, þvf
ineö því styður lianu framför landsins og hagsmuni landsbúa.
Það er eigi nema sanngjarnt að unna sýningarnefnd-
inni í heild sinni þess sannmælis, að hún hafi leyst hið
umfangsmikla vandaverk sitt prýðilega af hendi, og á hún
verðugar þakkir skilið fyrir starfa sinn, en þó einkutn og
sðrílagi formaður nefndarinnar, verzlunarstjóri Eggert
Laxdal, sem hefir frá byrjun drengilega stutt sýningarn-
ar og verið lífið og sálin í framkvæmdunum síðan nafni
hans, Eggert Gunnarsson, fór utan.
Að endingu skulum vbr leyfa oss að gefa fáeinar
stuttar bendingar fyrir eptirfarandi sýningar. — f*að er
eigi tiltökumál þó að vðr þykjuinst sjá cptirá, að sumt
gæti máske farið oetur. því „fáir eru smiðir í fyrsta sinni“,
og svo verða menn að sníða sfer stakk eptir vexti, efn-
unum, sem hingaðtil hafa verið lítil, sem von ei til. Vfcr
erum þeirrar ineiningar að kljúfa verði sýninguna, og sýna
fð fyr á vorin, þvt geldfð er komið á fjöll, þegar þessi
tíini er kominn, og með lambær ilt að fara. Alt annað
mætti bíða þangaðtil um þennan tíma eða jafnvel seinna,
er vegir væru orðnir góðir og hægt. að sækja sýninguna,
sein ætti að stauda mcira en einn dag, svo menn gætu
tekið vel eptir því stm betur fer og hefðu nægan tíma til
þess að fræðast og leita sðr upplýsingar. En umfram alt
mega dótnar eigi fara fram samdægurs sem aðalsýningin,
því annaðhvort hafa dómendur ekkert næði til að vanda
(lómana, eða almenningur of lítið tækifæri til þess að skoða
sýnisgripi sér til gagns og nytsemdar.
VERÐLAUNASKÝRSLA.
V efnaður;
Borðdúkur frá frú Elízabet Sigurðardóttur í Nesi . 5 k".
Hvítt vaðmál frá húsfrú Ovídá Jónasdóttur í Hvammi 3 —
Bekkjadúkur — — Guðnýu Kristjánsd. iMöðrufelli 2 —-
Pilsbekkur — frú Kr. Havstein á Laugalandi . . 2 —
Pilsadúkur frá húsfrú Onnu Ásmundsdóttur í Garði . 1 —
Sjal frá jómfrú |>órhildi Arnpórsdóttur á Moldhaugum 1 —
Klútur frá húsfrú þorbjörgu Olgeirsdóttur á J>verá . 1 —-
Dúkur frá húsfrú Ólöfu Jónasdóttur á Grænavatni . 1 —
Pils frá húsfrú Ingibjörgu Benidiktsd. í Árgerði fekk hrós.
Dúkur frá frú R. Christiansson á Akureyri . . — —
Dúkur — — Kristínu Thorlacius í Melgerði . — —
(Frainh»ld).
tí nótt lézt hér í bænum eptir langa sjúkdómslegu af
brjósttæringu, Ólafur Jónsson (timburmeistara) tæpra
19 ára að aldri. í fyrra misti Jón konu sína, kvennvalið
þorgerði Björnsdóttur úr sama sjúkdómi um petta leyti.
Ólafur sálaði var einkabarn þeírra hjóna; var hann foreídr-
um sínum hinn elskulegasti son og hugljúfi hvers manns er
hann ‘pekti. |>ó Ólafur heitinn væri ungmenni, pá er samt
mikill skaði að fráfaili hans, pví að hann hafði í tvo vetur
lært söng og hljóðfæraslátt hjá Jónasi Helgasyni og fieiruin
í Reykjavík og fengið ágætan vitnisburð; var honum mesta
áhugamál að koma góðu lagi á kirkju- og samkvæmasöng hér
nyrða, og hafði hann þartil ágæta hæfilegleika að peirra áliti
er par um eru bærir að dæma, og er vandfylt pað skarð.
*) Skagfirðingar standa hér vel að vígi, því þeir hafa sýslu-.
manninn bæði vitran og velviljaðan öllum framförum, einsog
sjá má á mörgu þar í eýslu, t. d. ágætum vegabótum o. fl.
Eigandi og ábyrgðarmaður; Skapti Jósepsson cand. phil.
Prenlari: P< j r n .7 ó n 5 t ■> n.