Norðlingur - 11.12.1880, Blaðsíða 3

Norðlingur - 11.12.1880, Blaðsíða 3
107 íengið jungfrúarhár fyrir strengi, og því liafi hún hljómað manaði og gleði. En gamalt þjúðkvæði finskt (í sænskri þýðingu) lýsir.henni á annan hátt: Kantelen af sorg ;ir bildad, Af bekymmer sammanfogad ; Kupan* gjord af hárda dagar, Utaf hjerteqval dess stomme;** Strángarna af bittra smártor, Skrufvarna af motgúng smidda; Derför Kantclen ej klingar, Klingar ej i gladtig yra, Derför iuga jubeltoner, Kunna Ijuda frún dess strángar, Dá den ár af sorger bildad, Af bekymmer sammanfogad. Auk þess, að vera frumsrniður söngs og hörpu rðð Wáinámöinen einnig fyiir lögun lands, legi og takmörkum lagar og vatna, Annað voldugt goðmagn blótuðu Finnar, er og var so'.i Kaleva, 11 m a r i n e n, „sí-hainrandi“, hann var faðir smfðisíþróttarinnar og bjó til af mikilli lyst, him- insins lok, himinhvolfið. Þriðji Kalevasonur var „h i n n k á t i“ L e tn m i n k á i n e n, ástarinnar, hreystinnar og hernaðarins goð. jÞessi voru aðaigoð Finna og um athafnir þeirra og hreystiverk eru flestir hinir elztu söngvar. Margra fleiri goðmagna getur í Kalevala; meðal þeirra eru, t. a. m. K i v u t a r, hin mjúkhenda líknardís; A a 11 o t a r, síiðandi sjáfardis, Rán ; A h t o sjáfarguð, Ægir; Etelátár, hlævinda-dís og sunnan- golu; 11 in a t a r, hin fagra hirnneska dís, móðir als er anda dregur, veglegust allra vætta, móðir Wáináinöinen; T a p i o skóga, fjalla og firnindaguð ; kona hans M i e 1- i k k i, hin árvakra skógadís; P á i v á t á r, sunnu dóttir, loptsins dís, ijóss og geisla-vættur; með henni fer jafnan K u u t a r, mána-dís, er æ situr á jaðri purpuralitra skýja, eður á regnbogans rönd, eða við skógadrög á holtum og hæðutn ; þessar tvær dísir starfa sífeit saman að vefnaði glæsiiegra gullin-dúka og silfrin-voða. Meðal iilra vætta eru : T u <> n i eða M a n a, undirheimaguð, dauðans lávarður; kona hans Manalatar; kölluð í skopi „sú hin góða kona“, færir gesturn síinim að inat orma og eðiur ; dætur Tuouis eru þ*r Tuonetar, hin stutt- vaxna hrellinga-norn, og Loviatar, kellingin gainla og blinda, dökk og viðbjóðslcg, móðir ailra þungra liarm- kvæla; K a I m a, Náþefur, grafa og graiieitaguð ; T e r- hcnetár, Dimmudóttir, myrkurs og hrásiagavættur ; Syöjátár ferlegt sætröll, hrækir á sæ og verður af hundraðeygður höggormur. Ilinn versti ailra goða er Hiisi, hinn leiði ilsku-hölundur og allra bölva siniður. — Eigi gefur nú þessi listi greinilega nh glöggva hugmynd mn Kalevaia, og þann auö einfalds en þó háfleygs náttúruskáidskapar er þar er fóiginn. Eigi ræðst eg þó í að fara lengra út í lýsingu þessaru merku forn- kvæða, að sinni; þaö er ekki auðgert, svo nokkrum veröi gagn af eða gaman er þau cru á 800 átta blaöa brots sfðum í 22, 800 vísuoröuin. Hvílíka feikn goðsagna og guðasöugva auk Kale- valakvæða hinar finsku þjóðir liafi átt fyrir eina tíð iná ráða af fornkvæðmn Eista, er vísindaleiagið í Dorpat gekst fyrir að safna í mörg ár, og út komu í Dorpat 185 7. Ntfna Eistur þau öll einu nafni, Kalewipoeg eða Iíaleva-son, og er í þeim Wane inui nen, sein er sama og Váinámöinen iijá Finnuin, aðal guðdómurinn. Pessi kvæði eru í tuttugu söngvum, yíir 18,000 vísu- orð. 011 goðmögn og vættir líkjast að nöínuin og at- höfnuin þeim er getur í Kalevala, en fjöhniklu er breytt, og fjölmargs getið er eigi er nefnt í Kalevala. Þessi fornkvæði Eista sýna það, að þau renna úr aðallynd þjóðsagna Finna austan frá fornheimkynni þeirra, og hafa því verið til þegar áðurcn þjóðin flutti vestur á við. Því síðan Eistur tóku sðr bóll'estu sunnan Finska llóans hafa samgöngor þeirra og Norðurlinna aldrei ver- ið svo tíðar nö svo niiklar að hvorir hefði geíað numið að öörum slíka mergð fornra kvæða; er í milli lá hið breiða belti noiðan/jarðar þar er samsku Finnar bjuggu. *) bungau (ab netan). ") holib. Finnland hefir sfna eigin stjórnarskrá, og stjórn út af fyrir sig, og er hið eina skattland í hinu rússneska ríki er nýtur þess rðttar. Frá 1772 hafði landið söinu stjórníirskipuii og Svfaríki, og þegar Alexander I. hafði unnið það frá Svíarfki 1809 gaf hann út þá grundvall- arlagalegu skipun í Borgá 23 marz s. á., að landið skyldi njóta allra hinna sömu rðtíinda, er það hafði notið f sambandinu við Svíaríki, halda grundvaliarlögum sfnunr óbreyttum og landstrú. Allir eru embættismenn innfæddur Finnar og Finnlendingar nema landsstjóri, scni verið getur hvort eð vil), innlendur eða útlendur. Land- ið geldur Rússlandi engan skatt af neinu tagi, nema ef telju skai nokkra hermenn. Engir skattar verða álagðir nema með samþykki stanðanna, o: þingsins, Landsdags- ins, er nú kemur saman að lögum 5. hvert ár. Aður var þinghald bundið við boð keisarans og meðan svo stóð fór svo að ekkert þing var haidið frá 1809 til 1863. Að öllu samtöldu er hagur Finna því bærilegur, en margt þykir þeim nú þurfa til bóta að færa sem eigi verður framkomið að sinni. Aiiir unnu þeir keis- arunurn hugástum, og er viðkvæðið, er þeir nefna hann, að hann sð „en áddál sjál og eiska þeir ríkiserfingjann og Prinsessu Dagmar einkar viðkvæmlega. En þegar til þjóðarinnar keinur, þá er annað hljóð uppi, og aldrei getur sá dagur komið. að Finnar hati ekki Ilússa eins og dauðlega fðndur sína. Petta liggur í hlutarins cðli. Síðan á 14. öld hafa Rússar vcrið erfðafðndur lands- ins, og eytt það hvað eptir annað; ólfkara inál og þjóðerni getur eigi en mál og þjóðerni Finna og Finn- ienðinga og mál og þjóðerni Rússa. Enda bætist þar við ineðvitundin nm það, að landið varð síðast vopnuin nnnið af óláni einu og hyggjuleysi hinnar sætisku stjórnar og hins vitfirta konungs, er þá sat að völdum, og hcfði þó að öllutn líkum eigi unnizt að heldur, ef Sveaborg liefði eigi gefizt upp. Gafzt foringi (Aðmíráll) Cronstedt upp með 6000 manns og 110 herskipuni. Pað er dómur hinnar finsku þjóðar er Runeberg leggur á þennan óhamingjulega atburð er hann kveður um Cronstedt (í kvæði er Sveaborg heitir og heyrir til Fánrik Stáis ságner, en kom ekki út í skáldrituni Runebergs fyrr en að honum iátnum): Námn allt livad mörker finns i graf Och allt livad qvai i lif, Ocb bilda dig ett namn der af Och det át honom gif; Det skail dock vácka mindre sorg An det han bar vid Sveaborg. Helsingfors er staðarlogur bær við iitla vík, er gengur úr Finska ílóanuin inn í suðurströnd Finnlauds. Hann hefir verið höfuðstaðnr Finnlands síðan 1819. Aður var Abo höfuðborgin. Göturnar eru breiðar og beinar, og meðfram víkinni sem bærinn stendur við, eru flóðgarðar hlaðnir langar leiðir úr granitbjörgum og eru þeir hið mesta inannvirki. Höfnin er krök á markaðadögum báturn af öllu tagi; og eg tók eptir því, að smá- gufubátar, er ílytja fólk rnilli Helsingsfors og hinna mörgu skemtistaða í nágrenninu, bæði þeirra er á ströndinni liggja og þeirra sem eru á eyjum út í skerja- garðinum, voru nefndir allir eptir liinum finsku hetjum, er Runeherg hefir kveðið uni í Fánriks Stáis sögner. Vagnar í Helsingfors eru aliir smá-kerrur seni tveir geía setið í með naumindum, með litlum hestum fyrir, varla stærri en íslenzkuin hestuni. Vagnmenn hðr eru svipur hjá sjón Peir hafa á höfði lágan liatt, ineð breiðum kolli og bördum, og ganga allir í bláum pilsutn sem ná niður á mjótalegg, í treyju af sama efi.i, festri sið pilsið, og belti um sig iniðja. Tilsýndar eru þeir áþekkir mark- aðs- eða fiskikerlingum, er menn sjá í útverum á Skot- landi og Engiandi. Margir þeirra eru Rússar, ug leik- ur síielt f gráu gamni tnilli þeirra og Finna. Við tók- um einn dag í grandleysi vagn til að fara tncð oki.ur út í skeintigarða nokkra lyrir utan bæ En um ieið tók maður í sama hótelli og við vorum í annan vagn, Okkar stýrði Finni, hans stýrði Rússi. Rússinn ætlaði að kornast á undan Finna upp að dvrunum, en Finni varð hlutskarpari. Pegar við vorum komin til sætis,

x

Norðlingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðlingur
https://timarit.is/publication/106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.