Norðlingur - 06.01.1881, Blaðsíða 2

Norðlingur - 06.01.1881, Blaðsíða 2
110 í>essa regln „Ja-s. Fátt er auðveldara, en að greina h.jóð- ið í pt og ft. J>ó er auðséð, að ]>nð er J„“ ura megn. t>að er kunnugra en frá ]>uvfi scgja, að pt og ft hafa eitt og hið sama hljóð í íslensku, en ]>að hljóð er, eptir lögmáli hljóðfræðinnar, og að vitni hljóðfræðinga vorra, ft. |>ví er ]>að, að fslendingar hera ávalt (að sjálfráðu) rangt fram pt hljóð í, t a. m., ensku, sem gjörir skarpa grein pt- og ft hljóðs, og kveða að pt með ft-hljóði. — Engum vafa virðist pað bundið, að pt hefir verið borið fram á Islandi einsog f't frá alda-öðii. Yor glöggvasti hljóðfræðingur, Koniáð tfíslason, segir í „Oldnordisk Fonnlære“, § 75: „I ... pt löd i den sædvanlige Tale p som f, skapt somd.“ (p. e. dansk) „Skaft, o. s. v., hvorfor man ogsaa ofte finder Skrivemaaden ft for pt (oft ofte, eftir efter)“. Hal- dór K. Friðriksson segir alveg hið sama í Bjettritunarregl- um sínum (bls. 218), ]>ó hann byrji á öðrum — að voni ætlirn óheppilegri — enda enn Konráð: „f 4 undan t hefir sama atkvæði og p“. J>að er: f í haft af hafa, leyft af leyfa, gæft af gæfur, svæft af svæfa, o. s. frv., hefir sama hljóð og p hefir í keypt af kaupa, hleypt af hleypa, steypt af steypa, gleypt af gleypa o. s. frv. Fornskáldin gera engan mun þessara hljóða; því setja þau t. a. m.: Sóknar hafsz (—- hafts) með svipti. S. Edda. T. 292. Kvensku heft, ok láti eptir. S. Edda. II, 505, o. s. frv. Ilæinin eru óþrjótandi. T þessu pt-hljóðs máli stendur „ J“, því einn síns liðs, og mun engum þykja staða hans öf- undsverð, með Konráð, Haldór og fomskáldin 4 móti sjer. f>4 kemur til reglunnar: að „linur dumbur“, (t a. m. f °g "), verður að hörðum dumb, (]>. e. p og k), „fyrir framan t“. í þessu máli þykir oss nóg að vísa. ,,.T“ á rit- hátt islenzku kennarans við skólann, Haldórs Friðriksson- ar. þó lýst sé að með loganda Ijósi finst hvergi í hinum mörgu ritum þessa manns, t. a. m. hálpt fyrir liálft, helpt fyrir helft. sjálpt fyrir sjálft, -lípt fyrir -líft. stýpt fyrir stýft, gæpt fyrir gæft (af gæfur), hlípt fyrir Idíft, þýptfyrir þýft, ljúpt fyrir Ijúft, hreypt fyrir hreift, Icypt fyrir leyft leipt fyrir leift, hapt fyrir haft, kleypt fvrir kleyft o. s. frv.; né heldur sakt fyrir sagt, lakt fyrir lagt, bákt fyrir bágt, trekt fyrir tregt, lákt fyrir lágt, -likt fyrir ligt, beykt fyrir beygt, smeykfc fyrir smeygt, víkt fyrir vígt, leikt fyrir leigt, o. s. frv. Iívað verður nú úr reglu „J“-s? Fyrir dómstóli Haldói'S Friðrikssonar, sem vér vonum að ,,.T“ respekteri, vefður hún að vitlansri óreglu. ,,.T“ stendur }>:u- fordæmd- ! ur 1n perpetuum! Haldór og aðrir réttritunar-meistarar vorir fylgja yfir höfnð þeim reglu, að rita svo, sem framburður og upp- runi vísa til. því skrifar Haldór þýft af því, að mvndin leiðist af þúfu og framburðurinn er ft; bágt af því, að myndiu leiðist af bágur, ellefti af ellefu, tólfti af tólf, }>yHti af þurfa o. s. frv. En þegar fornmenn herða lina .óskvlda dumba fyrir framan t, fer Haldór með slíkt einsog ritkæk, sem hefir ekkert gildi. þó ritar nú Haldór sunr staðar pt þar sem öðrum þykir réttara að rita ft. En sá { ritháttur helgíist ekki af reglu „J“-s, heldur af ritvenju j tommanna og ímyndun Haldórs að þar sé upprunalegt \ p-hljóð að minsta kosti í stofninum, þó að öll samkynja, niál sýni, að f sé hin upprunalega hljóðtáknan og hafi •gengið í riti í sumum þeirra öldum áðnr en nokkur Is- endingur varð tiL En eigi verður því neitað, að á veik- : um fæti .stendur sannfæring Haldórs þó„ J>að væri t. a. m. undarlegt, að veva að stafa máí vort nú til þess að við- ; lialda hljóði, sem einhver ímvndaði sér, að fornmenn hafi i haft; enu undarlegra er }>ó, að vera að þessu, þegar sann- j ,nð er, að fornmenn haiá aldrei haft hljóðið heldur en vér j sjálfir, (sbr. orð H. K. Friðrikssonar, Konráðs Gísiasouar i Jiér á undan og fornskáldin, J>etta p-múl styður því bvorki framburður né uppruni. Bn framburður og uppruni er það, er memi kalla eðli máls. Á því pt-stöfunin (sem bér Kcðir um) engan stuðning í eðli málsins. |>á stendur eptir venjan ein undir pt-rithættinujn. En um ]>að verður eigi prútt'id við neipn inajin, hvaða helgi liann vill gefa gam- glli venju; því að þar kemur til kasto. tilíiimingarinnar, vænt- umþykjunnar. |>ó ætti það að ráða miklu í þessu máli hvernig pt-ritvenjan er til komin, hvert muni vera hennar eiginlega tilefni. Uppruni og framburður, þ. e. eðli máls- ins, getur það ekki verið. ];>a,ð höfum vér nú séð. Hún getur því ekki hafa leiðzt úr, og getur því eigi fcugið stuðning í eðli hlutarins. En þetta hnekkir stórlega. ef það ekki steypir með öllu, gildi hverrar venju sem er, er liún skal lögð 4 met slcynseminnar. Ritvenja þessi er því sprottin upp fyrir öndverðu utan eðlis tungu vorrar. Hvar þá? Hér er nú ekki í margar graf-götur að fara. J>aðeró- hætt að segja — eða réttara: það er vist — að allur háfaði þeirra, sem ritað hafa,, o: skrifað og skrifað upp, fornrit vor voru latínu-læsir menn, er þeir eigi vorn latínu- lærðir: þeir voru klerkar. Tíðahækur þein-a voru á latínu. og þeir lásu þær daglega. 011 önnur fræði urðu þeir að nema af latínskum bókum. I latínu er stafa-samstaðan pt fjarskalega algeng. Klerkarnir báru pt fram með ís- lenzku hljóði. en það var ft. Latínan var eins og sjá má af Eddu, réttritunarfyrirmynd fslondinga, þegar þeir voru að koma ritmáli sínu á stokkana. Hvað var þá eðlilegra. en að bókasmiðirnir tækju fyrirmynd latínunnar í þessu efni, og stöfuðu pt í íslenzku riti, þar sem þeir ekki studd- ust við málfræðislega þekkingu, þegar sú stöfun ruglaði í engu framburðinum ? Og merkilegt er að sjá það, að þar sem málið sjálft ber f-inu upprunans ljóst vitni, (sbr. ofan- sýndan rithátt H. Friðrikssonar á liálft, o. s. frv.), þar flaska klerkar vorir, svo að kalla, aldrei. En þegar nauðsyn krafði samanberandi málsþekkingar, til þess að rita rétt, þá leiddi það af sjálfu sér, að klerkarnir gátu eigi leitað þeirrar þekkingar í öðrum málum en þeim er þeir þektu. En þeir þektu ekkert mál, nema LATÍNUNA, og — hvaða réttritunar-þekkingu í þessu efni fengu þeir úr þeirri átt? f>á: 1) að stöfunin ft fanst ekki í því rnáli; og þá: 2) að þar stóð pt, svo að kalla, í hverju orði, sem tálcnaði hljóð, er þcir vissu eklci betur en borið væri fram ft, og var því sú hljóðtáknun er þeir leituðu að. — Nú eru leidd rök að tildrögum ritvcnjuiinnr p1. par sem ft skyldi rita eptir uppruna. |>að yrði fjarska-langt mál. ef vér færum að sýna hvar skvldi rita f 4 undan t í stofnum íslenzkra orða. Leiðum vér það mál hjá oss, að sinni. þangað til „J“ svarar oss. Aðfinningar „J“-s við getgátur rektors Jóns segja eiginlega ekki annað en það, nð getgáturnar sé ástæðu- lausar og út í bláinn. f>enna dóm fellir ,,.T“ einnig á þær skýringar rektorsins, sem Konráð Gislason segir, (Njála, II, bls. 238), að sé ,,fortrinligc“ o: ágætar. Ekki má „,T“ heita vandur að sóma sínum! f>að eru ljót tákn tím- anna, að dagblöðum vorum, skuli ekki þykja sér skylt, að vernda visindamenn voragegn ástæðulausum árásum. En vita skal „J“ að hann verður hvorki í augum Haldórs Friðrikssonar, Konráðs Gíslasonar, né nokkurs annars skynsams inanns að snjallari þótt hann æpi að rektor .Tóni einsog snáplvndur götustrákur. BaUur. Sréf fríi Eiriki Magníissyni M A. til frú Iv. K. Kjcrúlf að Ormarstöðurn í Fellum. (Famhald). í Helsingfors eru tvær kirkjur cr eínkurn eru ept- irtektar veröar. Er önnur luthersk, helguð heilöguin Nikulási, en hin rússnesk, lielguð npphafningu Maríu. Nikulásar kirkja er næsta merkilegt musteri og rilfkt flestum er eg hefi séð. Hún er reist f krossmynd ; og stendur fyrir fjórum endum krossins súlur í korintu-snið fyrir frarnan hátt og vftt andyri. Yfir sammæti kross- álmanna er afar-há hvelfing með gyltum krossi upp af. Kirkjan stendur á kletti og cr feikna mikið granit-rið upp að ganga á þrjá vegu. Þetta ætla eg sé eitthvert Iiæsta mannvirkið f Helsingfor*.

x

Norðlingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðlingur
https://timarit.is/publication/106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.