Norðlingur - 07.02.1881, Blaðsíða 2

Norðlingur - 07.02.1881, Blaðsíða 2
118 Íngu, og hafa 105 af þeim haldið heimuglegan fund og skorað á vicikonunginn á írlandi að hjálpa þeim, en það fyrsta sem þeir báðu hann um, var að þegja yfir nðfnum þeirra, því þarvið iægi líf þeirra. það eykur óspektirnar, að kartöplu-uppskeran, sem almúginn á Irlandi liflr mest á, hefir mjðg mishepnast, svo út lítur fyrir neyð á meðal al- mennings i vetur. þ»essi megna óánægja íra með hag sinn og yfirst/óm Englendinga er engin ný bóla hún er jafngömul og yfir- ráð Englendinga þar í landi. Frá því að Hinrik II. (Plantagenet) braut landið undir sig með leyfi páfans! 1171—72 hefir því jafnan verið stjómað Englandi í hag án tillits til þarfa landsins sjálfs. Fasteign landsins hefir opt verið tekin af innlendum mönnum og gefin gæðingum konunga og kúgurum landsmanna, iðnaði og atvinnuvegum landsins hefir verið íþyngt Englendingum i hag en lrlandi til mesta ögagns. J>essi óheppilega og rangláta stjórnar- aðferð hefir í margar aldir grafið svo um sig, og vakið loksins svo megna óánægju hjá þjóðinni, að frar hafa á þessari öld flutt sig af landi brott svo hundruðum þúsunda skiptir, en alþýða, sem heima situr, hlýðir drukkin og ósjálfbjarga, og menntunarlítil fortölum æsinga- manna, er hér hafa um auðugan garð að gresja og geta fengið hana til mótþróa við landsdrottna og yfirtroðslu lands- laganna, sem þeir kalla ólög ein; alt það sem hin núver- andi stjóm vill gjöra til þess að hæta hag landsins er Iagt út á versta veg, og má hin núverandi enska stjórn og landsdrottnar bera alla ábyrgðina fyrir syndir forfeðranna lengst fram á öldum. A meðan írlendingar ekki verða hófsamari — drykkjuskap íra hefir lengi verið viðbrugðið — iönari og mentaðri en þeir nú eru mun óánægjunni og ó- spektunum þar í landi trauðla létta af, þó réttarbætur séu gjörðar á stangli, einsog átt hefir sér þar stað á þess- ari öld, — Stjórn Englendinga á írlandi nú í yfir sj'ó hundmð ár her þess ljósan vott, að Englendingar eru manna ólægnastir að hæna að sér aðrar þjóðir, og sætta þá við yfiriráð þeirra. Á Frakklandi stóð nú sem hæst á útrekstrf munkafélaga þeirra er eigi hafa viljað hiðja stjórninaum að lofa sér að vera kyrrum af því að þau þóttust eiga heímt- ing á því eptir. landslöguuum, enda treystu þau því að stjórnin mundi aldrei þora að gjöra alvöru af útrekstrin- um af ótta fyrir alþýðu sem víðast hefir tekið málstað munkanna. En Oambetta, sem nú ræður mestu á Frakk- landi, er mesti óvin munkanna, og fékk vikið þeim stjórn- arherrum frá er vægja vildu til við félögin, og sett aðra menn í ráðaneytið, sem fylgja alveghans skoðunum í þessu rnáli. Munkamir hafa hvergi farið góðviljugir, heldur hefir lögregluliðið orðið að brjóta upp klaustrin og draga þá nauðuga útúr klefum þeirra; hefir alþýða nærri því alsfað- ar veitt munkunum og víða orðið óspektir, sem eigi hafa orðið sefaðar nema með herliði. Mælist þessi aðferð stjómarinnar mjög misjafnt fyrir og þykir mörgum hún miður sæmandi frjálslyndri þjóðstjórn og því víkja hálf und- arlega við að reka hurt guðsmennina, en náða og kalla aptur heim til vegs og virðinga brenni- og morðvargana ftá 1870—71. Fjölda margir embættismenn era þessari aðferð stjómarinnar svo mótfallnir, að þeir hafa sagt af sér embættum sínum, og hershöfðingi einn, Charette* að nafní, hefir opinberlega hvatt menn til að gjöra uppreist gegn þessari stjórn sera niðist á /relsinu og trúnni. Altalað er að páfinn muni kalla erindsreka sinn í París heim þareð hin franska stjóm hefir í þessu máli ekkert viljað vægja til við munkafélögin. f haust kom upp eld- ur í Tuiléri-höllinni í París, þeirri sömu er kommunist- arnir ætluðu að hrenna til kaldra kola, en hann varð slökt- ur, en hafði þó áður gjört stórskaða. lirenni- og morðvargarnir, er náðaðir voru og kallaðir heim i sumár, hamast nú sem við var að búast; þeir stofna nú hvert saurblaðið öðru æstara, og þykir þeim jafnvel *) Hann er skyldur hinni frægu hetju og nafna hans, sem barðist í Vondée 1794—96. Gamhetta ekkí nærri því nógu rauður. f»eir hafa stofnað til opinherra samskota til þess að gefa morðingja, sem hér um árið skaut á Alexander Bússakeisara marghleypta skammhyssu í heiðurssJcgni fyrir morðtilraunina! og þessu líkt er annað háttalag þeima. — f»ingið átti að koma sam- an fyrri part vetrar, og er líklegra að þar verði eitthvað sögulegt því mótstöðumönnum lýðveldisins hefir í sumar vaxið mjög fiskur um hrygg einkum við útrekstur munka- félaganna sem er mjög óvinsæll. í haust andaðist i Parísarhorg hið fræga tónaskáld Offenbach. Hann var þýzkrar ættar, en hafðí dvalið mest af æfinni í París. Eptir að Georg Grikkja konungur hefir í sumar geng- ið fyrir flesta stórhöfðingja Norðurálfunnar til þess að hiðja þjóð sinni liðs á móti Tyrkjum, er eigi vilja sleppa þeim löndum er Grikkjum voru ánöfnuð á Berlínarfundinum — er hann nú loksins heim kominn í ríki sitt og hefir konungur strax skipt um ráðaneyti og er það lagt svo út, að Grikkir muni ætla sér að sækja löndin í hendur Tyrkjum moð vopnum, en fyrir því ráðlagi spá flestír illa, því að Tyrkir eru þeim miklu yfirsterkari og nú vanir orustum og miklu vighúnari, en mjög litlar líkur til að stórveldin nú sem stendur rétti þeim nokkra hjálparhönd eptir frammistöð- una við Dulcigno. KAFLI ÚR BRÉFI FRÁ KAUPMANNAHÖFN. „Rósau kom hingað frá Eyjafirði, „Cristine“ frá Raufar- höfn 1. nóv. en „Grána* frá Seyðisfirði degi fyrri, öll eptir 9 til 12 daga ferð, fleyri skip komu þessa sömu daga frá Islandi eptir fljóta ferð. J>etta er því gleðilegra sera und- anfarna daga var óláta veður yfir mikinn hluta norðurálf- unnar svo skip strönduðu svo hundruðum skipti. Ekki er álitlegt með verð á íslenzku vörunum, mikið liggur af ull óselt siðan í sumar; fyrir fám dögum var selt yfir 300 pok- ar af ull frá Múlasýslu og Húnavatnssýslu fyrir 85 aura og norðlenzkur saltfiskur stór á 41 kr. skpp. fyrir tunnu af kjöti er nú boðið 44 kr. en kaupmenn vilja ekki selja fyrir það verð, svo raest af kjötinu verður lagt á pakkhús. Kafurniagnsljás Edisons. Hinn frægi uppáfindingamaður Edison hefir nýlega skýrt í tímaritinu „Northamerican Review“ greinilega frá þessari miklu uppá- findingu sinni og frá því sem að hann befir bætt hana og breytt henni síðan að vér gátum hennar í Norðlingi. Edison kvartar fyrst yfir óþolinmæði almennings, sera heimti uppáfindinguna útur höfði og höndum hans áöuren að hann hefir fullgjört hana og lætur vísindamennina, sem hafa sagt þessa uppáfinding ómögulega, vita, að svo hafi þeir líka sagt áður um gufuskipsferðir, fréttafleygir á sjáv- arbotni og margt fleira. þeim tíma, er alþýða þykist hafa beðið forgefins eptir lampanum, hefir Edison varið af mesta kappi og ástundun til þess að breyta og umbæta lampaun í ýmsum smámunum á „þúsund og einn veg“. Loksins er Edison korainn að fastri niðurstöðu og.hefirnú fengið þá lögun á alt sem honum líkar. Hann hefir alveg breytt sjálfum lampanum. I stað hins kolbrenda pappírs, er fyrst átti að loga á, hefir Edison nú sett kolbrendar taugar af einskonar bambusreyr er vex í Japan, og er það efni miklu haldbetra en pappírinn. Nú er lampinn eggmyndaður í lögun og gengur -J puml. þykk pípa úr mjórri endanum, innum hana ganga hisir rafurmögnuða þræðir inní glerlampann sem loptið er tæmt úr. A hinum kolbrenda bambusþræði segir Edison að lifað geti íc. 90P tíma eða næstuin vetrarlangt; larupinn lýsir eins vel og gasljós og birtan er þægilegri fyrir augun, og segir Edison að þetta ljós verði míklu ódýrara en gasljósið. Rafur- magnsljósið átti fyrst að byrja að brúka í New-York og svo koll af kolli í öðrum bæjum þar vestra. Lanvpinn kostar hálfan dollar, eða ekki fullar 2 krónui'.

x

Norðlingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðlingur
https://timarit.is/publication/106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.