Norðlingur - 28.04.1881, Blaðsíða 2

Norðlingur - 28.04.1881, Blaðsíða 2
26 amtmaður, sendi Bjarna frá Drablastað í Fnjóskadal til að leita pessa vegar og gat hann séð gamlar vörður hér og kvar.1 Pét- ur sonur Brynjúlfs læknis Péturssonar fór 1794 frá Brú á Jök- uldal upp í jporláksmýrar, síðan vestur yfir Kverká, Jökulsá á fjöllum, fyrir norðan Skjaldbreið, yfir Skjálfandafljót til Kiðagils og hefir pá farið töluvert sunnar en leið lá áður. það er mælt að áður hafi legið vegur úr Fljótsdal suður yfir Jökulslakkana á Yatnajökli fram hjá Snæfelli til liálsatinda fyrir ofan Kálfafell í Hornafirði og hafi pá verið töluverð verstöð við Hálsasker og menn sókt pangað sjó að norðan og austan; samgöngur pessar er sagt að hafi lagst af á miðri 16. öld. Sagt er að enn megi sjá forn- ar götuslóðir fmm hjá Hálsatindi.2 Um vorið 1793 fóru 3 menn frá Hornafirði til að leita, að pessum vegi og sögðust nærri hafa komizt norður af jöklinum en sneru pá vjð, sunnantil í jöklinum sögðust peir hafa séð íjall snjólaust og dal til norðurs djúpan og grösugan.3 Árið 1850 8. október sendi |>orsteinn Einarsson prestur á Kálfafellsstað 4 menn til pess að kanna fjöll upp af Kálfafellsstað; gengu peir inn af Breiðamerkurjökli sunnan undir Yeðurárdalsfjöllum, héldu svo áfram unz fyrir peim varð par norð- ur í jöklinum mynni á stórum dal, sem lá til austurlandnorð- urs, dalur pessi var langur og bréiður með skriðum og kletta- beltum til beggja hliða og mosabrekkum hér og hvar, grasbrekka virtist vera fyrir stafni dalsins en jökulflesja lá eptir endilöngum botni dalsins og var hún fallin um munna hans að sunnan. Frá norðurhlið daísins, og sro langt sem peir sáu, gengu hálsar og hnúkar. En af pví dagur var stuttur gátu peir eigi rannsakað petta og komust eigi lengi’a en í dalsmynnið, par sneru þeir aptur og komu í björtu að Felli. Skoðunargjörð pessi var pó eigi hin áreiðanlegasta pvi nokkur snjógráð var fallin.4 það er í munnmælasögum að áður hafi verið vegur frá Skaptafelli yfir Yatnajökul norður á Möðrudalsöræfi og að sel hafi verið haft frá Möðrudal uppi á öræfum og eins frá Skapta- felli par norðurfrá og að seljasmalarnir hafi fundizt. I Möðru- dalsmáldaga stendur: „kirkjan á 20 hesta tróð í Skaptafellsskógi“. Seinast á 18. öld rannsakaði Sigurður bóndi frá Svínafelli í Or- æfum jöklana par fyrir norðan og var við annan mann. |>eir komu um nónbil uppá hájökulinn og sáu norður af, par var dæld fyrir norðan pá og svo liæðir, en paðan sáust öræfi og svört fjöll í miklum fjarska; hvergi sáu peir merki til dala eða auðra bletta á jöklinum.5 Hin fyrsta ferð, ser* gjörð hefir verið til að kanna Ódáða- hraun og Yatnajökul var ferð Bj'órus Ounnlaugssonar 1839, hann fór fyrstur Vonarskarð næstur eptir Gnúpa-Bárð, með honum var Sigurður Gunuarsson, sem seinna varð prófastur á Hallormstað og nú á seinni tímum pekti manna bezt öræli Islands. Ferð Gunnlaugssens varð til pess, að menn fengu nokkra hugmynd um landslag um pær slóðir, en áður hafði pað eigi verið pekt að neinum mun. þö uppdráttur Gunnlaugssens sumstaðar sö óná- kvæmur eða skakkur í úbygðum mega menn eigi áfella höfund- inn fyrir pað; par sem fljótt er farið yfir fjarri mannabygðum í vegleysum, ófærðum og illviðrum, er pað engin von að alt verði sem nákvæmast. Björn Gunnlaugsson getur pess og í lýsingu sinni á mælingunni, hverjir annmarkar sé á pví að mæla óbygðir og pví hafi hann látið bygðir sitja í fyrirrúmi.6 Uppdráttur Is- lands er til mesta sóma fyrir íslendinga, og útlendingar, semvit hafa á, dást að honum. Hver sá sem eitthvað lcann til landmæl- inga og nokkuð pekkir til náttúru íslands verður að játa, að pað var mesta prekvirki er Björn vann, og óvíða munu menn hittast, er hafa vilja, prek og elju til að gjöra nokkuð pví líkt. Gunn- 'álsso|n 1 og 3) Sveinn Pá konungsins stóru bókhlöS fol. nr. 1094 b § 12, 2 og 4) sbr. Lýsing Ká Einarsson í handritasafni 5) Sigurðui' Gunnarss' 1865 bls. 3 og 9. 6) De mensura et delin 34—36. on „de íslandske Isbjærge“ liandrit á u í Kaupmannahöfn. Ný kgl. Saml. Ifafelsstaðar sóknar 1855 eptir þorstein bókmentafelagsins í Kaupmannahöfn. : Um útilegupjófa í Norðanfara IV, eatione íslandiæ. Viðey 1834 blaðsíðu laugssen var pessutan svo illa útbúinn með skotsilfur til ferða sinna, að pað er varla skiljanlegt, hvernig hann kefir getað gjört slíkt vei’lc með jafnlitlum efnum, pó tekið sé fult tillit til pess hve miklu ferðalag hér á landi var ódýrara pá en nú. þó hann lcæmi slíku til leiðar vildi stjórnin ekki leggja fé til pess, að hann gæti lokið við að mæla norðausturhlut landsins, svo hann varð þar að hætta við hálfgjört verk. þegar danskir ferðamenn hafa verið hingað sendir, hefir sjaldan verið mikið til fyrirstöðu fyrir pví, að peim væri lagður nógur farareyrir. Sumarið 1840 fóru þeir Schythe og Sigurður Gunnarsson Vatnajökulsveg, þeirri ferð hefir nýlega verið lýst í „Fróða“ (í 36. blaði) svo eigi parf að lýsa henni hér. þeir urðu fyrir mestu illviðrum og stórhríðum og komust með nauðung til bygða. Af peirri ferð má sjá, að ilt getur stundum verið á Vatnajökulsvegi, jafnvel pó hann sé farinn um hásumar. það er líka eðlilegt pegar vegurinn liggur um mestu öræfi meir en 3000 fet yfir sjáf- arflöt. Schythe var duglegur náttúrufræðingur og ritaði manna bezt og réttast um jarðfræði Tslands.* A.rið 1875 fór Watts yfir Vatnajökul. 25. júni hélt hann frá Nöpstað með 5 fylgdarmönnum og 4 aðrir fylgdu honum á leið. þeir Watts höfðu með sér stóran svefnpoka fyrir 6 rnenn og voru nokkumveginn útbúnir. þegar þeir höfðu gengið 3 stund- ir á jöklinum, fengu peir mikla ófærð af krapasnjó, á pá kom poka og síðan kafaldshríð, urðu peir pá pegar að grafa sig í snjó og láta par fyrirberast um nóttina. Næsta dag var hríðin og ófærðin engu nrinni, en samt héldu þeir á stað og komust noklc- r uð upp eptir jöklinum. A priðja degi hafði nokkuð frosið svo færið var betra, komust peir pá upp að Pálsfjalli og tjölduðu par, par sneru peir 4 aptur, er fylgdu peim á leið. þegar peir höfðu verið par nokkra stund fór að rigna og gerði hina mestu ófærð og urðu þeir pví að halda par kyrru fyrir í 2 daga. þá frysti aptur á 5. degi svo snjórinn gat haldið sleðunum on færðin var þó mjög slæm, svo þeir nrðu að hvílast við og við, en pá skall á pá mold- bilur svo ekkert sást, segulnálin var að engu gagni, pví svo -»ra steinar jámblandnir víða undir jöklunum og í hraununum, að hún vísar skakt til átta; eigi var liægt að taka stefnu af sól né vindi og urðu þeir pví aptur að nema staðar og halda kyrru fyrir í tvo daga ; par voru þeir 4000 fet yfir sjóarflöt. Á priðja degi fór að rofa til og pá sáu peir tind upp úr snjónum nálægt þeim hérumbil 1000 fetum ofar. Ófærð var enn svo mikil að eigi var að hugsa til að koma sleðunum, og sáu þeir sér pá eigi annað fært en skilja pá eptir og binda í böggla nauðsynlegustu mat- væli og leggja á bak sér og var eigi annað sýnna eu peir pyrftu að minka við sig matvæli og aðrar nauðsynjar. Einn af fylgdar- mönnunum var farinn að fá blóðspýting, en bæði hann og hinir sögðust heldur vilja deyja en snúa aptur. Til allrar hamingju fór.pá að frjósa, farangurinn var aptur bundinn upp á sleðana og svo haldið af stað. Uin kvöldið voru peir komnir 5000 fct yfir sjáfarflöt, en pá kom yfir pá ofsabilur og fannkoma, þeir lögðust pví til svefns. Um morguninn var veðrið betra og nii sáu peir norður af jöklinum, en góðviði'ið hélzt eigi lengi, svo peir urðu ennpá einu sinni að vera dag um kyrrt, en næsta dag náðu þeir niður að Kistufelli. Voru peir pá orðnir mjög að fram komnir, örmagna, þjakaðir, skólausir, nokkuð kalnir og nærri alveg matarlausir, en fundu þar nokkrar hvannir og liresstust af þeim. þeir héldu samt áfram og komust um miðja nótt að Gríms- *) J. C. Schythe var fæddur í Kaupmannahöfn ,1814; hann ferðaðist í Norður-Grænlandi 1838 og á Islandi 1839 til 40. Bók hans «m Heklu er ágæt pað sem hún nær; lýsing hans á ferðinni um Vatuajökulsveg er í Ivröyers Na- turhistorisk Tidskrift. III, bls. 331—394. 1850 fór Schythe til Chili í Suður-Ameríku, par lagði hann bók sína um Heklu út á spönsku og ritaði margt um náttúrufræði og stjórnfræði. 1852 varð hann prófessor í n.áttúruvísindum í Conception, 1853 var hann valinn til landstjóra í syðsta liluta Chilis, og var kosinn til pess aptur og aptur, eii sagði af sér 1865 fyrir lasleika sakir, seinna varð hann einn af stjórnendum pjóð- banka Chilimamia og dó í Valparaiso 1877.

x

Norðlingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðlingur
https://timarit.is/publication/106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.