Útsynningur - 19.10.1876, Blaðsíða 1

Útsynningur - 19.10.1876, Blaðsíða 1
 Hann er svartur, svipillur, M 3. 1876. Reykjavík 19. okt. samt cr partur heiSríkur. Hbeggv. J>jóðin Og þingið. (Framhald). |>ó vér íslendingar getum með sanni sagt, að þing- ið enn sem komið er, hafi ekki jafnfrjálsar hendur eins og það ætti að hafa, þá verðum vjer þó að gá að því, að nú fyrst höfum vér fengið tækifærið til að sýna oss, ef vér kunnum til að gæta. Vér verðum að álíta, að sem frjálslegast stjórnarfyrirkomulag sé það heppileg- asta fyrir þjóðirnar, enda sjest pað nú bezt, þar sem það er nú að nýu að ryðja sér til rúms í öllum hin- um menntaðri löndum — Ameríka er fyrsta fyrirmynd vorra tíma; það er öllum kunnugt hve stórkostleg fram- för hefir orðið hjá þessari stórvöxnu þjóð síðan hún varð frjáls fyrir 100 árum síðan. Tókum annað dæmi, sem jafnvel er ekki minna í varið, þó tíminn sje styttri, hvernig Frakkar hafa enn að nýu gjört sig nafnfræga síðan 1870 að pjóðveldið byrjaði. |>eir hafa nú þegar goldið allt það ógurlega gjald, er á þjóðina var lagt, og hvað meira er í varið innbyrðis framför hjá þjóð- inni hefir aldrei staðið í meiri blóma en nú. Her Frakka er nú orðinn um 2 milliónir, sá stærsti í heimi. petta allt hlýtur að sýna, að hjer er uppgangur þjóð- arinnar meir en tómur hugarburður. þ>að er sjálfsagt: á þessum vegamótum hefur þjóðin áttallmarga ágæta menn, og teljum vér hinn nafnfræga stjórnfræðing Thiers einhvern á meðal hinna helztu. það er líka þjóðinni til sóma að nú er hún farin að viðurkenna og sjá, hversu mikið hún á að þakka þessum ágæta öldungi. J>að er ómögulegt að lýsa því með orðum, hvað þjóðirnar eiga slíkum mönnum upp að unna er „leysa þær þannig úr læðingi", hvert sem hjer er um stóra eða litla þjóð að ræða. Öllum er kunnugt dæmi Norðmanna, síðan þeir leystust undan hinni dönsku kúgun 1814. Af óllu þessu er auðsætt, að hverri þjóð ríður mest á að nota sína eigin krapta og skapa þingið svo í hendi sér, að það ávinni sér virðingu landsmanna sjálfra, og alls hins menntaba heims. Jetta hefir Parlíamentið á Englandi bezt synt — [því þó þar sje bundin konungsstjórn (eon- stitutionel), er hún nú ekki orðin nema að nafninu til]; það má segja, að þingið hefur nú öll töglin og hagld- irnar í öllum þeim málefnum, er mest varðar, og hefur í gegnum sínar blóðugu baráttur áunnið sjer það tign- arnafh að vera það frægasta þing í heimi. |>að er því ekki lítið í það varið, að missa aldrei sjónar á þessari skoðun, og hana verðum vjer, eptir því sem nú stend- ur, að gjöra svo ljósa sem unt er. |>að verðum vér að telja hinn mesta kost á frjálslegu fyrirkomulagi einn- 17 ar landsstjórnar, að menn læri það að hugsa sjálfir um sín eigin efni, og treysta sjálfir sjer bezt, en reiða sig ekki einungis upp á tóma útlenda stjórn og hennar embættismenn. Vér höfum haft fulllanga reynslu í þá átt. Fndir voru fyrra stjórnarfyrirkomulagi var ekki hugsað um annað en að hlynna sem mest að embættis- mönnum og tryggjaþá stjórninni sem bezt, og fje landsins gekk til þess, en það sem afgangs var, fór í ríkissjóð- inn, en þar á móti svo sem eins og sjálfsagt er lítið sem ekkert hirt um menntun og framför alþýðu. J>að er ekki meining vor, að vilja ekki fara sómasamlega með embættismenn vora, þegar þeir eru nytir í sinni stöðu, og vjer væntum af þeim alls hins bezta, og eigum heldur ekki annað skilið, en vjer höfum nú í íleiri horn að líta. Nú sem stendur ganga hjer um bil hálfar tekj- ur landsins til þeirra, og lendir það mest hjá fáeinum mönnum, en eins og áður er getið, þyrfti að bæta kjór sumra annara. |>að sem vjer nú sjer í lagi þurfum að snúa oss að, er, að verja fje voru til menntunar alþýð- unnar og þjóðlegra fyrirtœkja, sem mönnum erutil gagns og sóma. Vér vonum að allir skilji það, að þar sem vjer erum svo fátækir, þá þurfum vjer að fara einkar skynsamlega og vareygðarsamlega með opinbert fje, og ekki eptir gömlum vana að verja mestu af því einungis í eina stefnu. Slíkt á þingið í raun og veru ekki með, gagnvart þjóðinni, og vjer vonum að þjóðin láti til sín taka í þessu efni, og læri að velja þá þingmenn, sem halda taum alþýðunaar, sem bæði ber allar byrðirnar, og hverra rjettur hefur verið fyrir borð borinn í mörg hundruð ár baði í andlegu og peningalegu tilliti. Ætla ekki landsins fé væri eins vel varið að stofna alþýðu- eður þá svokölluðu realskóla, heldur en nú enn að nyu að verja fénu til hinna embættislegu skóla. Vér ját- um ab vísu, að þeim kunni í mörgu tilliti að vera á- bótavant, ef vér hefðum fullar hendur fjár, en enginn mun geta sagt, að ekki séu kenndar nokkurn veginn nógu margar greinir í þessum okkar núverandi skólum, og þar fyrir gætu menn ekki orðið nýtir embætttismenn, ef ekki annað vantaði. Af þessu öllu hlýtur nú að vera auðsætt, að bændurnir og alþýðan hljóta nú að fara að hugsa meir og alvarlegar um sín mál, því kosn- ing til alþingis er hvorki tómur leikur, eða nokkuð sem oss sé á herðar lagt í öðru skyni en sjálfum oss til gagns og framfara. Vór erum hálfhræddir um, að al- þýðan hafi hingað til misskilið þetta efni, og vér von- um að hún ljúki nú upp augunum, einkanlega þar 18

x

Útsynningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útsynningur
https://timarit.is/publication/107

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.