Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.04.2001, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 24.04.2001, Qupperneq 4
FRÉTTABLAÐIÐ 24. aprfl ÞRIÐiUDAGUR SVONA ERUM VIÐ SJÓMÖNNUM FÆKKAR Sjómenn eru nú í verkfalli en þeim hefur fækkað jafnt og þétt undanfarin áratug eða um það bil um þriðjung milli ár- anna 1990 og 1999. Sjómenn á fisk- veiðiskipum árin g 1990, 1995 og 1999 S 6.551 5.061 4.408 1990 1995 1999 Samræmd próf í grunnskóium Flestir skráðir í ís- lenskuprófið sKðLAMÁL Samræmdu prófin í 10. bekk standa sem hæst. í gær var prófað í íslensku en í dag er prófað í ensku á morgun er dönskupróf og á fimmtudaginn er prófað í stærð- fræði. í ár eiga nemendur í fyrsta sinn val um hvort þeir taka prófin og geta þeir valið að taka ekkert, eitt, tvö, þrjú eða öll prófin. Samkvæmt upp- lýsingum frá Námsmatsstofnun höfðu flestir 10. bekkingar ákveðið að þreyta próf í íslensku sem prófað var í í gær en fæstir ætluðu í próf í dönsku eða öðru norrænu máli en þau próf eru haldin á morgun. Heldur færri nemendur eru í 10. bekkjar árgangnum í ár en í fyrra. ■ Atvinnuleyf- um útlend- inga fækkar vinnumarkaður Umsóknum um at- vinnuleyfi fyrir útlendinga fækkaði á milli febrúar og mars í ár um 9% en fjölgaði um 20% milli sömu mánuða í fyrra. Þetta er það eina í nýút- kominni skýrslu Vinnumálastofnun- ar sem gefur vísbendingu um að eft- irspurn eftir vinnuafli sé að minnka. Atvinnuleysi mældist 1,5% 1 mars sem er það sama og mældist í febrú- ar. Skráðum atvinnuleysisdögum fjölgaði um 2.000 milli þessara mán- aða en atvinnulausum hefur fækkað í heild um 15.2% frá febrúar í fyrra. í skýrslunni kemur fram að yfir- standandi sjómannaverkfall hefur talsverð áhrif á atvinnuástand og lík- legt að atvinnuleysi aukist í apríl ef verkfallið stendur enn. Spáð er að það verður á bilinu 1,5% til 1,9%. Við venjulegar aðstæður minnkar at- vinnuleysi á milli þessara mánuða. ■ Útgefin atvinnuleyfi útlendinga Febrúar Mars °/obreyting 2000 182 219 20,3% 2001 311 284 -9% 4 Einkavæðing Áslandsskóla: Aformum Samfylkingar mætt með skaðabótum crunnskóli Búst er við að það ráðist um aðra helgi hvort samningar takast á milli Hafnarfjarðarbæjar við íslensku menntasamtökin um kennslu og rekstur grunnskólans í Áslandi til þriggja ára. Samfylkingin í Hafnarfirði hefur hinsvegar lýst því yfir að það verði þeirra fyrsta verk að rifta samningi um einkavæð- ingu Áslandsskóla ef fylkingin nær meirihluta í bæjarstjórninni eftir kosningarnar næsta vor. Böðvar Jónsson talsmaður samtakanna segir að ef samkomulag tekst og því síðan rift næsta vor muni þeir krefjast skaðabóta frá bænum. Hann gerir sér þó vonir um að ekki komi til rift- unar heldur verði samningurinn lát- inn gilda út samningstímann ef Sam- fylkingin nær meirihluta í bæjar- stjórninni. Böðvar segir að þegar sé farið að huga að kennararáðningum og m.a. með því að hafa samband við ein- staka kennara. Hann segir að það sé hinsvegar erfitt að fastsetja eitthvað í þeim efnum á meðan samningur er NÝTT HVERFI (slensku menntasamtökin eru vongóð um að samningar takist á milli þeirra og Hafnar- fjarðarbæjar um Áslandsskóla. ekki í höfn. Hins vegar séu menn takast. í það minnsta á meðan annað vongóðir um að samningar muni hefur ekki komið í ljós. ■ ^xmmestœt^vm^Mœsmisíams&BíSíSíssmGmtei Geðhjálp er í gíslingu - framkvæmdastjórinn kennir starfsmönnum um og þeir framkvæmdastjóranum ceðhiálp Hatrömm átök fara fram innan Geðhjálpar og bera talsmenn fylkinga innan félagsins hvora aðra þungum sökum. Sveinn Magnússon framkvæmdstjóri Geðhjálpar segir að í raun sé staðan sú að stuðnings- þjónusta Geðhjálpar sé í gíslingu starfsmanna - ekki allra - en flestra. Starfsmennn stuðningsþjónustunnar nota sama orðalag um Svein, Sigur- stein Másson varaformann og aðra sem fylkja sér í þann hóp. í fréttatilkynningu sem send er út í nafni hóps starfsmanna og félags- manna Geðhjálpar segir meðal ann- ars: „...lýsum fullri ábyrgð á hendur þeim sem taka sér vald til að halda félaginu Geðhjálp í þeirri gíslingu sem það er í nú. Til skoðunar er, hvort ástæða sé til að óska opinberr- ar rannsóknar á störfum fráfarandi stjórnar." Þeir sem skipa hina fylkinguna hafa uppi margar athugasemdir í Fréttablaðinu í gær um slaka frammistöðu starfsfólks stuðnings- þjónustunnar. í blaðinu var einnig vitnað í niðurstöður starfshóps sem nefndi fjölda athugasemda um stuðn- ingsþjónustuna. Þar sagði til dæmis að ekki væri nógu gott að yfirstjórn stuðningsþjónustunnar skuli ekki vera í höndum faglærðs starfsfólks, að ekki sé veitt sú þjónusta sem greitt er fyrir auk annarra alvarlegra athugasemda. „Þessi skýrsla er naflaskoðun. Sveinn Magnússon hefur starfað sem framkvæmdastjóri í tæplega níu mánuði og væntanlega ber hann ábyrgðina ásamt stjórninni. Hann er að beina spjótunum að sjálfum sér. Það er búið að reka þrjá lykilstarfs- menn; Ingólf Ingólfsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra, Karl Valdimars- son, sem var forstöðumaður stuðn- ingsþjónustunnar og Kristjöna Krist- jánsdóttur bókara. Við teljum að framkvæmdastjóri, sem hefur starf- að í níu mánuði, og veit að ekki er allt eins og það á helst að vera ætti að gera eitthvað í málunum. Þess vegna tel ég að gagnrýni Sveins Magnús- sonar hitti hann fyrir sjálfan," sagði Sigurður Á. Gunnarsson starfandi forstöðumaður stuðningsþjónustu Geðhjálpar. ■ SIGURÐUR ÁRNI GUNNARSSON Hann gegnir starfi forstöðumanns stuðningsþjónustu Geðhjálpar eftir að forstöðumanni var sagt upp störfum. Hann styður Kristófer Þorleifsson til formennsku. Opið í Austurveri frá 8:00 á morgnana fil 2:00 eftir miðnætti Lyf&heilsa Framsóknarflokkurinn: Vill hækkaog lækka raforkuverð raforka Á sama tíma og framsóknar- menn í borgarstjórn Reykjavíkur hafa stuðlað að því lækka raforku- verð til borgarbúa stefnir ráðherra þeirra í iðnaðarráðuneytinu að því að hækka það með frumvarpi til nýrra raforkulaga. Alfreð Þorsteinsson stjórnarformaður Orkuveitu Reykja- víkur segir að það sé hætta á því að nýlegar lækkanir á raforkuverði til borgarbúa verði að engu ef frum- varpið verður samþykkt óbreytt. Hann vonast þó tii að mestu angúar frumvarpsins verði sniðnir af því í meðförum alþingis. Raforkuverð til borgarbúa lækkaði t.d. um 10% þann 1. mars sl. Stjórnarformaður Orkuveitunnar gagnrýnir einnig að lítið samráð skuli hafa verið haft við hagsmuna- aðila í orkugeiranum við gerð frum- varpsins. Hann telur einnig að óbreytt frumvarp muni skekkja verulega samkeppnisstöðu á raforku- markaðnum vegna stærðar Lands- virkjunar. Þá sé líklegt að Lands- virkjun muni stýra því nýja fyrir- tæki sem áformað er að stofna um raforkuflutninga. ■ INNLENT Ríkissáttasemjari hefur boðað fund í deilu sjómanna og útvegs- manna klukkan 14:00 á morgun, en fimm dagar eru liðnir frá síðasta fundi. Samkvæmt upplýsingum frá embætti Ríkissáttasemjara þá ákvað Þórir Einarsson ríkissáttasemjari að boða fund til þess að kanna hvort af- staða deiluaðila hafi breyst. O' lafur Steinarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hjá Icedan. Hann tekur við af Þorsteini Benediktssyni, einum stofnenda fyr- irtækisins, en hann lætur nú af störfum af heilsufarsástæðum. Ólaf- ur er iðnrekstrarfræðingur frá Tækniskóla íslands en kemur nú frá Samskipum. Icedan ehf var stofnað árið 1992 og hefur frá byrjun m.a. einbeitt sér að inn- og útflutningi á veiðarfærum og öðrum búnaði til þjónustu við sjávarútveginn.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.