Fréttablaðið - 24.04.2001, Síða 6
FRETTABLAÐIÐ
24. apríl 2001 ÞRIÐJUOACUR
1~ÁTVINNULEYSI |
2300 þiggja
ekki bætur
vinnumarkaður Nokkur munur birtist
í mælingum á atvinnuleysi hjá Hag-
stofurmi annars vegar og Vinnumála-
stofnuninni hins vegar. Um mánaða-
mótin mars-apríl var atvinnuleysi
2,1% samkvæmt vinnumarkaðskönn-
un Hagstofunnar en 1,5% af vinnu-
afli var skráð atvinnnulaust hjá
Vinnumálastofnuninni. Mismuninn
má skýra með ólíkum aðferðum við
mæiingu. Vinnumálastofnunin mælir
þá sem skráðir eru atvinnulausir en
Hagstofan bæði þá sem eru skráðir
og ekki skráðir. Þegar tölurnar eru
bornar saman kemur í Ijós að 2300
eru atvinnulausir en ekki á skrá hjá
Vinnumálastofnun og þiggja því ekki
atvinnuleysisbætur á meðan.
CAMBY í LEIK MEÐ KNICKS
Árásarmaðurinn vildi fá að tala við körfu-
boltastjörnuna.
NBA-stjarna í vanda
Fjölskylda
Camby laus
úr gísíingu
connecticut. ap Móðir og tvær systur
hins þekkta NBA-leikmanns Marcus
Camby sem leikur með New York
Nicks voru teknar í gíslingu á heimili
sínu í gærmorgun. Lögregla telur að
ástæðan kunni að vera skyldleiki
þeirra við körfuboltastjörnuna. Mað-
ur réðst inn á heimili mæðgnanna
vopnaður hnífi snemma í gærmorgun
en sleppti gíslunum og gaf sig fram
við lögreglu eftir nokkrar klukku-
stundir. Önnur systranna hlaut smá-
vægileg meiðsl.
Lögreglan fékk tilkynningu frá
nágranna um að hávaði bærist frá
húsinu, en sá sem fyrstur var á stað-
inn sá mann halda hnífi að hálsi Mon-
icu Camby, systur körfuboltaleik-
mannsins. Lögregluþjónninn bað
þegar um aðstoð og var húsið fljót-
lega umkringt. Árásarmaóurinn
krafðist þess að fá að tala við íþrótta-
hetjuna en varð ekki að ósk sinni.
Skömmu síðar gafst maðurinn upp.
ÍLÖCREGLUFRÉTTÍrI
Bifreið var stolið af bílastæði í
Mosfellsbæ aðfaranótt föstu-
dags. Bifreiðin, sem er Isuzu
Trooper-jeppabifreið, hefur ekki
fundist.
—
Stolið var myndvarpa úr skólahús-
næði í austurborginni. Ástæða er
til að hvetja borgara til varfærni
áður en slík tæki eru keypt á al-
mennum markaði, utan sölubúða,
þar sem talsvert hefur verið um
þjófnaði á slíkum tækjum undanfar-
ið.
—♦—
Skemmdir voru unnar á bílum á
bílasölu við Laugaveg aðfaranótt
laugardags. Sést hafði til tveggja
pilta við verkið en þeir náðu að kom-
ast undan áður en lögreglan kom.
—♦—
Til átaka kom milli manna á bíla-
stæði í Breiðholti aðfaranótt
sunnudags. Við átökin urðu auk lík-
amsmeiðsla skemmdir á ökutæki.
-♦
Eldur var lagður að sæti úr öku-
tæki sem komið hafði verið fyrir
í aflögðum spennuskúr við Einars-
nes. Talverður reykur var en ekki
miklar eldskemmdir.
6
Lína.Net fer á hlutabréfamarkað í sumar
Óljóst hve stóran hlut
Orkuveitan ætlar að selja
gagnaelutningar Helgi Hjörvar for-
seti borgarstjórnar segir að borgin
verði ekki meirihlutaeigandi í
Línu.Net þegar fyrirtækið verður
skráð á Verðbréfaþingi. Búist er við
að það geti orðið í sumar. Orkuveita
Reykjavíkur á um 60% hlut í Línu.
Net en hluthafar eru alls um 300.
Hins vegar hefur ekki verið tekin
ákvörðun um hversu stóran hlut ætl-
unin er að selja af eignarhluta Orku-
veitu Reykjavíkur.
Almenn ánægja virðist vera með-
al stjórnarmanna Línu. Nets um ár-
angurinn í rekstri fyrirtækisins á sl.
ári en fyrirtækið var stofnað sumar-
ið 1999. í ársreikningum félagsins
sem lagðir verða fram á aðalfundi
þess í dag kemur fram að tap á reglu-
legri starfsemi þess nam um 36 millj-
ónum króna. Tap eftir óreglulega liði
nam hinsvegar 471 milljón. Athygli
vekur að samanlögð afskrifuð við-
skiptavild nemur um 435 millljónum
króna. Þar nam nemur hlutur vegna
Tetra kerfi Irju um 35-40%. Aðspurð-
ir hvort þessi mikla afskrift beri vott
um að gerð hafi verið mistök í fjár-
festingum félagsins var vísað á bug
af stjórnarmönnum með þeirri full-
yrðingu að afskriftir sem þessar
væru eðlilegar.
ÁNÆGJA HJÁ LÍNU.NET
Alfreð Þorsteinsson telur ekkert óeðlilegt
við það að fyrirtækið hafi afskrifað við-
skiptavild fyrir 435 milljónir króna
á síðasta ári.
I samband við Netið á
dreifikerfi rafmagns
Nýjung í gagnaflutningi hjá Línu.Net: Hægt verður að tengjast netinu í gegnum rafmagnsinnstungu.
Stofnkostnaður neytenda um 20 þúsund krónur að viðbættu mánaðargjaldi
netið í sumar verður settur upp bún-
aður til gagnaflutnings í 70 spenni-
stöðvum á höfuðborgarsvæðinu sem
Lína. Net hefur fest kaup á frá sviss-
neska fyrirtækinu Ascom. Með til-
komu þessa búnaðar getur fólk
tengst Netinu í gegnum hvaða raf-
magnsinnstungu sem er á heimilum
sínum. Til að byrja með er gert ráð
fyrir að í sumar geti um það bil 20%
heimila í borginni haft möguleika á
að nýta sér rafdreifikerfið til að fara
á Netið. Eini búnaðurinn sem fólk
þarf að kaupa er nokkursskonar
millistykki sem fest er við rafmagns-
kló tölvunnar. Áætlað er að þessi
búnaður muni kosta um 20 þúsund
krónur og mánaðargjald fyrir raflín-
una er áætlað að verði um fjögur þús-
und krónur.
Á blaðamannafundi hjá Línu.Net í
gær kom fram að kostnaður vegna
þessa sé um 60 milljónir króna. Þar
kom einnig fram að Lína.Net er eitt
af mörgum fyrirtækjum í Evrópu
sem hefur gert samning við Ascom
um notkun og frekari þróun þessara
tækni. Eiríkur Bragason fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins segir að
ætlað mánaðargjald fyrir aðgang að
4,5 Mbps tengingu sé svipaður og
íbúar Essen í Þýskalandi greiða fyrir
slíka þjónustu.
Hann segir að þetta sé í fyrsta
skipti sem íslenskum neytendum er
boðið uppá aðgengi að Netinu í gegn-
um rafdreifikerfi í stað símkerfis. Þá
gefur raflína Línu. Nets notendum
sínum kost á sítengingu við netið án
innhringingar. Fyrir vikið munu sím-
gjöld vegna notkunar á netinu heyra
sögunni til. Þess utan býður nýja
kerfið uppá mun harðvirkari gagn-
flutninga en þekkst hafa fram til
þessa. Framkvæmdastjórinn bendir
einnig á aö það sem gerir þessa teng-
ingu í gegnum rafdreifikerfið sér-
lega fýsilega kost sé m.a. sú stað-
reynd að fyrirliggjandi kerfi Orku-
veitunnar er aðgengilegt öllum íbú-
um á höfuðborgarsvæðinu. Einnig
skiptir máli að ekki verður þörf á
nýjum innanhúslögnum til að geta
nýtt sér þessa nýju tækni.
-grh@ frettabladid.is
NETIÐ í rafmagnsinnstungunni
Sérstakar innanhúslagnir vegna nettengingar á heimilum heyra sögunni til með nýjum
búnaði sem Lína.Net hefur fest kaup á.
Skattbyrði fyrirtækja
Prósentan
lægri en skatt
arnir hærri
rIkisfjArmál Samtök atvinnulífsins
hafa tekið saman tölur um hækkun
tekjuskatts lögaðila á raunvirði á síð-
asta áratug. Fram
kemur að skattbyrði
hafi hækkað en ekki
lækkað á þessu tíma-
bili þrátt fyrir lækkun
hlutfalls tekjuskatts
úr 50% í 30%. Samtök
atvinnulífsins segja að
það gefi takmarkaðar
upplýsingar að horfa á
skattprósentuna því
skattstofninn hefur
verið breikkaður.
Einnig er lækkun pró-
sentunnar komin til
vegna minni verð-
bólgu en lögaðilar
greiða tekjuskatt eftir
á og því hefði það í
raun falið í sér skatthækkun að
lækka ekki skatthlutfallið með
minnkandi verðbólgu.
Það hefur verið stefna ríkisstjórn-
arinnar að lækka skattbyrði á ís-
lenskum fyrirtækjum og nokkur
skref verið tekin í þá
átt. Auk þess að
lækka sjálft tekju-
skattshlutfallið um
20% hafa ýmis gjöld
verið lögð af eins og
aðstöðugjöld og tví-
sköttun arðs vegna
eignar í öðrum félög-
um. Davíð Oddsson
forsætisráðherra
sagði á Viðskipta-
þingi Verslunarráðs
Islands í febrúar s.l.
að það væri heilla-
vænlegt að breyta
skattkerfi fyrirtækja
enn frekar svo að
fýsilegt yrði fyrir er-
lend fyrirtæki að hefja starfsemi
sína hér á landi. Hann sagði þennan
kost koma til góðrar skoðunar og
DAVÍÐ ODDSSON
FORSÆTISRÁÐHERRA
Þrátt fyrir þá stefnu ríkisstjórnarinnar að
lækka skattbyrði fyrirtækja segja Samtök
atvinnulífsins byrðina hafa hækkað því
þótt tekjuskattsprósentan hafi lækkað hafi
skattstofninn verið breikkaður.
„myndarlegar skattalækkanir", sem
fólk hefði trú á að yrðu til frambúðar,
myndu verða fyrirtækjum og ríkis-
sjóði til meiri ávinnings til lengri
tíma litið.
í vefriti fjármálaráðuneytisins
frá 5. apríl s.l. kemur fram að skatt-
byrði fyrirtækja miðað við önnur
OECD ríki er fremur hagstæð. Sú
staða breytist hins vegar þegar haft
er í huga að samsetning atvinnulífs-
ins hér á landi er nokkuð frábrugðin
öðrum OECD ríkjum. Hlutur ríkisins
t.d. á fjármálamörkuðum, í orkumál-
um og fjarskiptum vegur þungt og
þessi fyrirtæki greiða ekki skatt
heldur arð í ríkissjóð.
IlögreglufréttirI
Brotist var inn í geymslu í fjölbýl-
ishúsi í austurborginni og stolið
blöndunartækjum, sturtubotni og
veggflísum.
—+—
Piltur á 15. ári gerði tilraun til að
stela fartölvu úr stofnun í mið-
bænum. Pilturinn hljóp á brott úr
húsinu með tölvuna en missti hana
síðan á hlaupunum og skemmdist
tölvan. Pilturinn var handtekinn og
fluttur á lögreglustöð.
—«—
Bifreið var stolið af bílastæði í
Mosfellsbæ aðfaranótt föstu-
dags. Bifreiðin, sem er Isuzu
Trooper-jeppabifreið, hefur ekki
fundist.
Stolið var myndvarpa úr skólahús-
næði í austurborginni. Ástæða er
til að hvetja borgara til varfærni
áður en slík tæki eru keypt á al-
mennum markaði, utan sölubúða,
þar sem talsvert hefur verið um
þjófnaði á slíkum tækjum undanfar-
ið.
Skemmdir voru unnar á bílum á
bílasölu við Laugaveg aðfaranótt
laugardags. Sést hafði til tveggja
pilta við verkið en þeir náðu að kom-
ast undan áður en lögreglan kom.
—♦—
Brotist var inn á heimili í austur-
borginni aðfaranótt laugardags
og þaðan stolið sjónvarpi.
Auk þess að lækka
sjálft tekjuskattshlut-
fallið um 20% hafa
ýmis gjöld verið lögð
af eins og aðstöðu-
gjöld og tvísköttun
arðs vegna eignar í
öðrum félögum.