Fréttablaðið - 24.04.2001, Síða 8

Fréttablaðið - 24.04.2001, Síða 8
FRÉTTABLAÐIÐ 24. apríl 2001 ÞRIÐJUPACUR FRÉTTABLAÐIÐ Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Einar Karl Haraldsson Fréttastjóri: Pétur Gunnarsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Pverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjóm@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: ÍP-prentþjónustan ehf. Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Dreifing: Póstflutningar ehf. Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uðborgarsvasðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. | BRÉF Tll BLAÐSINS~[ Ásakanir út og suður Einn þeirra starfsmanna sem gagnrýnir „fráfarandi“ stjórn Geð- hjálpar og núverandi framkvæmda- stjóra sem harðast, ritaði eftirfar- andi bréf í janúarlok síðastliðinn, og er það dæmigert fyrir sveiflukennda yfirlýsingleði sem einkennt hefur máflutning deiluaðila, sem virðast vera margskiftir og margklofnir: „Undirrituð vill koma á framfæri óánægju sinni með óviðeigandi ástand sem ríkir vegna óheilinda for- stöðumanns stuðningsþjónustu Geð- hjálpar. Eins og ástandið er í dag treysti ég mér illa til að gegna störfum mín- um. Mér þykir það miður vegna þess að mér líkar vel við starfið en tel ástandið á vinnustaðnum óviðunandi eins og það er í dag. Svo virðist sem starfsfólkið vinni hvert gegn öðru í stað þess að standa saman, eins og nauðsynlegt er á vinnustað sem þess- um. Ég vil hiklaust halda því fram að forstöðumaður stuðningsþjónustunn- ar vinni störf sín af óheilindum og það skilar sér í lélegum starfsanda og óánægju starfsfólks. Ég leyfi mér því hér með að fara fram á það að framkvæmdastjóri og stjórn Geöhjálpar taki á þessum mál- um.“ -Undirskrift sem ekki er birt hér af tillitssemi við bréfritara. KJÖRKASSINN Á að leggja Þjóðhagsstofnun niður? Niðurstöður dagsins á www.visir.is Já Nei SVONA VAR NIÐURSTAÐAN Kjörkassinn sem birtist í gær eins og hann átti að vera. Leiðrétting í blaðinu í gær birtist kjörkassinn þar sem lesendum var boðið að láta álit sitt á því hvort leggja ætti Þjóð- hagsstofnun niður. Að sjálfsögðu áttu svarkostirnir að vera Já eða Nei' en ekki Já og Kannski. Lesendur eru beðnir velvirðingar. 8 Grœnmetistalnastríð geisar á Islandi fStundum er talað um að til séu þrjár gerðir af lýgi: Lygi, haugalygi og tölfræði. Við sem munum verð- bólguárin minnumst endalausra deil- na um vísitölur verðlagsmála. í þeim ....... völdu hagsmunaað- ilar sér þær tíma- „Blessaður setningar til við- vertu, það er miðunar sem betur allsstaðar sama hljómuðu. Það var tilhneigingin". sjaldnast samkomu- ___.... lag um talnagrund- völl umræðurnar og það var meira þrætt um hver hefði rétt fyrir sér en hvað gera ætti. Hið sama er nú upp á teningnum í umræðunum um verðlagningu á grænmeti. Morgunblaðið komst að þeirri niðursöðu í fréttaskýringu á skírdag að álagning stórmarkaða væri á bilinu 60 - 80%. Baugur hélt því fram að álagning fyrirtækja inn- an samsteypunnar á þessari vöru væri 20 - 30 % en samkvæmt upplýs- ingum I-Iagkaups væri álagning á grænmeti og ávöxtum að meðaltali 40 - 45%. Sagði ekki Nettó að hún væri 40 - 60& hjá þeim. Hér er úr nokkru að velja. Ég spurði Jóhannes Gunnarsson hjá Neytendasamtökunum hvort svona talnastríð væri sérkenni ástandsins á ísland eða hvort þetta væri svona í öðrum löndum. „Blessaður vertu, það er allsstað- ar sama tilhneigingin. Seljendur vita að kaupendahópar flytja sig til lendi þeir hæstir að meðaltali í verðkönnun eða á einstökum vörufiokkum. Þess vegna er allt reynt til þess að finna veikleika á gerð kannanna eða opin- bers eftirlits og beina sjónum fólks MáLmanna EINAR KARL HARALDSSON ræðir um talnastríðið við Jóhannes G.unnarsson, framkvæmdastjóra Neytendasamtakanna. frá útkomunni. Það hafa geisað talna- stríð af þessu tagi í flestum löndum þar sem ég þekki til. En kannski eiga hagsmunaaðilar greiðari aðgang að fjölmiðlum hér í fámenninu en ann- ars staðar, og því ber meira á íslenska karpinu." Jóhannes greindi frá því að í Belg- íu hefði nýverið náðst friður um „módel“ fyrir verðkannanir, og í und- irbúningi væri hjá Neytendasamtök- unum að taka upp belgísku fyrir- myndina. En vert er að minnast þess að vís- tölustríði verðbólguáranna lauk ekki fyrr en lagaramminn breyttist með inngöngu Islands í Evrópska efna- hagssvæðið og með því að samtök at- vinnurekenda og launafólks tóku upp nýtt vinnulag í upphafi síðasta ára- tugar. Hugsanlegt er að einhverjir muni rifja upp grænmetistalnastríðið með lítilli eftirsjá að áratug liðnum. En ef svo á að geta orðið þarf sjálf- sagt að breyta lagarammanum um búvöruverndina og knýja fram „þjóð- arsátt" um ný vinnubrögð. ■ ÓVIÐUNANDI ÓFREMDARÁSTAND Eftir að Sveinn Magnússon birti svarta skýrslu um Stuðningsþjónustu Geðhjálpar hefur málið tekið nýja stefnu. Ástandið innan Geðhjálpar er löngu hætt að vera einkamál félagasamtaka Félagsmálaráðherra ogfélagsmálastjóri Reykjavíkur hljóta að grípa í taumana geðhjálp Geðhjálparmálið snýst um vanefndir á þjónustusamningum við Félagsþjónustuna í Reykjavík annars vegar og félagsmálaráðuneytið og Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík hins vegar. Þessar van- efndir hafa leitt til stórhættulegs ástands, sem þegar má tengja amk einu dauðsfalli. Um málið hefur verið fjallað í fjölmiðlum út frá persónulegum ill- deilum, fundaátökum og starfs- mannadeilum en hagsmunir þeirra 35 einstaklinga sem áttu að vera í EKKI STAÐIÐ VIÐ ÞJÓNUSTUSAMNINGA • Samningarnir gera ráð fyrir að ríki og borg greiöi fyrir 15,79 stöðu- gildi en þjónustan sem veitt hefur verið nemur ekki nema sem svarar 11,95 stöðugildum. Samstarfshópur um þjónustumat hefur metið um- önnunarþörf 35 skjólstæðinga Geð- hjálpar og segir að hún kalli í raun á nær 21 stöðugildi. Alltof fátt fólk hefur því sinnt um sjúklingana. • Misbrestur hefur verið á því að lyfjagjöf íbúa væri framfylgt og dæmi um að ónotuð lyf safnist upp hjá íbúum yfir lengri tíma, sem er stórhættulegt bæði þeim og öðrum. • Ljóst er að eftirlit með fram- kvæmd þjónustunnar hefur verið takmarkað af hálfu Félagsþjónust- unnar í Rey.kjavík og Svæðisskrif- stofu fyrir málefni fatlaðra í Reykjavík. Jafnframt hefur óvissu gætt um hver eigi að gera hvað í þessum efnum. • Fyrir utan óboðlegt húsnæði á a.m.k. tveimur stöðum er augljóst á skýrsiu vinnuhóps um þjónustusa- samningana við opinbera aðila, að Stuðningsþjónusta Geðhjálpar hef- ur ekki staðið við þá í nokkrum meginatriðum: • Vinnuhópurinn segir í raun að Geðhjálp hafi engu raðið um stjórn Stuðningsþjónustu Geðhjálpar, og áréttar að það sé hlutverk samtak- anna sem eigenda að ákveða stjórn- arfyrirkomulag þeirrar þjónustu- starfsemi sem samtökin hafa með höndum. Þarna sér í áralanga átaka- sögu sem kunnugir segja að hafi staðið allt frá stofnun Stuðnings- þjónustunnar 1994. LÁRA BJÖRNSDÓTTIR Hann hlýtur að láta málið til sín taka. umönnun Stuðn- ingsþjónustu Geðhjálpar hafa fallið í skugga af vopnaviðskipt- unum. Vinnuhópur Geðhjálpar, sem skilaði áliti dag- inn fyrir aðal- fundinn fræga, virðist vera skip- aður yfirveguðu fólki sem kemur víða að úr með- ferðargeiranum. Álitið tekur af allan vafa um að sjúklingarnir 35 sem eru í umönnun Geðhjálpar hafa ekki fengið umsamda þjónustu, hvað þá heldur þá þjónustu sem sérstök þarfagreining kallar á. Þegar stöðugildi sern greitt er fyr- ir eru ekki mönnuð, húsnæði er óboð- legt, eftirlit með lyfjainntöku virðíst ekki vera fyrir hendi, fagleg stjórn og framkvæmd ábótavant, er lítt skiljanlegt. hversvegna félagsmála- stjórinn í Reykjavík og félagsmála- ráðherra eru ekki fyrir löngu búin að grípa inn í málið. Vinnuhópurinn seg- ir að eftirlitið hafi verið takmarkað og óvissa um fyrirkomulag þess og fram- kvæmd. Ástand- ið í Geðhjálp er ekki lengur einkamál sam- takanna og þeg- ar þjónustu- samningar hafa verið.þverbrotn- ir hljóta opinber- ir aðilar, sem hafa „boðið út“ þjónustuna að geta skorist í leikinn. Nú hlýtur að verða spurt: Hvað gerir félagsmála- stjórinn, hvað gerir ráðherrann? Það er svo önnur hlið á þessu máli að mjög hefur tíðkast í seinni tíð að gerðir séu þjónustusamningar við mannúðar- og líknarsamtök eða sjálfseignarstofnanir um yfirtöku á einstökum þáttum í félagsþjónustu. Nú hlýtur að vakna sú spurning hvernig þeir séu almennt ræktir og hvort opinberir aðilar varpi sínum vanda yfir á vanburðug félagasam- tök án þess að skeyta um hvort þeir sem þjónustuna eiga að njóta fái um- samda umönnun. Opið í Auskirveri frá 8:00 á morgnana til 2:00 eftir miðnætti eftiriviæliT Stóð eins og stafur á bók „„Við (þ.e. Davíð og Ingibjörg) höfum alltaf getað talað saman. Það er það góða við hann.“ Síðar í þessum mánuði fagnar Davíð Oddsson þeim einstæða áfanga að hafa setið í áratug í stóli forsætis- ráðherra í þremur ríkisstjórnum. Ingibjörg segir að lykillinn að styrkri stjórn Davíðs felist í leiðtogahæfi- leikum hans, hann kunni þá list að vera skemmtilegur þegar við á og hann sýni fyllstu heilindi í blíðu og stríðu. „Það kann ég hvað mest að meta í fari hans. Þegar hann sagði eitthvað við mig, þá stóð það eins og stafur á bók. Mér fannst gott að vinna undir forsæti Davíðs Oddsson- ar. Ég veit að hann skrifar uppá að samstarfið var báðum til sóma.““ Morgunblaðið 22. apríl 2001.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.