Fréttablaðið - 24.04.2001, Side 14
FRÉTTABLAÐIÐ
24. apríl 2001 ÞRIÐJUPAGUR
HVERNIC FER
U21-landsleikur íslands og Möltu?
LOGI ÓLAFS-
SON, ÞJÁLFARI
FH
„island vinnur
þetta létt með
þremur mörkum
gegn einu. Jó-
hannes Karl Guð-
jónsson verður á
skotskónum,
skorar tvö mörk. Honum fylgir fast á hæla
Veigar Páll Gunnarsson með eitt mark."
PÉTUR PÉTURS-
SON, ÞJÁLFARI
KR
„Ég vona bara að
ísland vinni. Það
dugar mér."
| MOLAR
ir Frank Williams, stjóri BMW
Williams liðsins, deplar ekki auga
þrátt fyrir að þriggja ára sigurganga
hafi verið rofin með sigri á Imola
um síðustu helgi. „Keppnistímabilið
er nýhafið og of snemmt að spá fyrir
um framhaldið," segir Sir Frank og
ber höfuðið hátt.
Brasilíska toppfyrirsætan Kandja
gæti hafa kostað David Coult-
hard fyrsta sæt-
ið í San Marino
Grand Prix á
dögunum, að
sögn ítalskra
slúðurfrétta-
blaða. Módelið
Kandja, sem
eyddi nóttinni fyrir kappaksturinn
með David, segir kappann gera
meira en að gnísta tönnum, hann sé
hugmyndaríkur og blíður elskhugi
og hafi fært henni morgunmat áður
en hann fór út á braut.
Eiginkona Mika Hakkinen heim-
sótti manninn sinn í vinnuna á
Imola á Ítalíu. Þetta var fyrsta heim-
sókn frúarinnar síðan hún eignaðist
soninn Hugo og í tilefni af því var
gefinn út sérstakur aðgöngupassi
með mynd af drengnum. Undir
myndina var áletrað: Varanlegur
Formula i-aðgangur, Hugo
Hakkinen, framtíðarheimsmeistari.
Lothar Matthaeus, sem hefur spil-
að flesta leiki með þýska lands-
liðinu, ails 150, verður heiðraður í
vikunni. Hann fær titilinn heiðurs-
fyrirliði landsliðsins, titill sem ein-
ungis þremur leikmönnum hefur
áður hlotnast. Þeir eru Fritz Walter,
Uwe Seeler og Franz Beckenbauer.
Athöfnin fer fram síðar í vikunni.
Brasiliski knattspyrnumaðurinn
William Pereira Farias fagnaði
gríðarlega þegar hann skoraði mark
með liði sínu Ponta Pora gegn
Andradina. William, sem fletti sig
klæðum af einskærri gleði og stóð á
nærbuxunum einum saman, var
snarlega handtekinn fyrir ósæmi-
lega hegðun og gert að greiða félag-
inu sekt. Trúlega getur hann önglað
saman fyrir sektinni ef hann þiggur
tilboð sem hann fékk í tilefni af at-
vikinu, að sitja fyrir nakinn í tíma-
riti fyrir samkynhneigða.
Forseti Rússlands, Vladimir Putin
sýnir hér á myndinni júdónem-
anda hvernig á
að ná góðu
ippon. Forsetinn
leggur mikið upp
úr hreyfingu og
fer í sund á
hverjum degi.
Hæfileikar hans
hann er með svart
Tennisleikarinn Steffi Graf hefur
ákveðið að svara ekki gæiunafninu
Steffi í framtíðinni. „Ég heiti Stefanie
og og finnst það fallegt," segir stjarn-
an og hefur til að undirstrika alvöru
málsins breytt nafni markaðsfyrir-
tækis síns úr Steffi Graf Sport.... í
Stefanie Graf Marketing.
liggja þó í júdó en
belti í íþróttinni.
14
U21 landsliðið mætir Möltu í dag:
Sex mörk gegn engu?
knattspyrna Fremstu knattspyrnu-
menn íslendinga fjölmenntu til
Möltu á sunnudaginn þar sem
fram fara tveir landsleikir í vik-
unni. Unglingalandsliðið skipað
leikmönnum 21 árs og yngri mæta
Möltubúum í Gozo kl. 14 að ís-
lenskum tíma í dag í Evrópu-
keppni. Liðin eru saman á botni
riðilsins með eitt stig. Þá mætir A-
landsliðið Möltubúum á morgun.
Unglingalandsliðin tvö mætt-
ust síðast á Sauðárkróki 13. ágúst
1996 þar sem íslendingar burst-
uðu Möltubúa með sex mörkum
gegn engu. Það er vonandi að
strákunum takist eins vel upp í
kvöld. ■
Á SAUÐARKRÓKI 1996
Þá unnu strákarnir Möltubúa með sex
mörkum gegn engu
Atvinnumenn á Ítalíu:
Sterarnir vinsælir
serie a Hollendingurinn Edgar Davids,
leikmaður Juventus, hefur bæst í hóp
þeirra leikmanna í ítölsku deildinni
sem liggja undir grun um misnotkun
nandrolone, sem eru anabólískir ster-
ar. Þó liggja ekki öruggar niðurstöður
fyrir því. Davids þjáist af gláku og er
mögulegt að lyfin sem hann tekur við
sjúkdómnum hafi ruglað lyfjaprófið.
Portúgalinn Fernando Couto, leik-
maður Lazio, á yfir höfði sér tveggja
ára leikbann eftir að hafa fallið á
lyfjaprófi í febrúar síðastliðnum.
Læknir Lazio harðneitar því að þetta
geti staðist. Sjö leikmenn í ítölsku
deildinni hafa fallið á lyfjaprófi á
þessarri leiktíð, þar á meðal Sal-
vatore Monaco, leikmaður Perugia,
sem var settur í 16 mánaða leikbann í
febrúar. ■
ÉG ER MEÐ'ANN
Markvörður Atalanta, Ivan Pellizzoli, bjargar
boltanum frá Zisis Vrizas, miðjumanni
Perugia í l’tölsku Serie A á sunnudaginn.
Leikurinn endaði með jafntefli, 2-2.
Svifflugur fá uppreisn æru
Voru íjögur og hálft ár í gegnum skriffinnskukerfið
svifflug „Þú þarft að vera mjög fær
flugmaður til að ná góðum tökum á
sviffluginu,“ segir Kristján Svein-
björnsson, formaður Svifflugfélags
íslands. 17. apríl síðastliðin fékk fé-
lagið inngöngu í íþróttahreyfinguna.
Það tók fjögur og hálft ár að fá
viðurkenningu fyrir svifflugi sem
íþróttagrein. Félagið sendi fyrst inn
ósk um inngöngu til íþróttabandalags
Reykjavíkur í apríl 1996. Það að fé-
lagið skyldi kenna sig við ísland stóð
í íþróttahreyfingunni og var mikil
tregða á að samþykkja það. En félag-
ið er gamalt og gróið, eldra en ÍBR,
og því voru menn ekki tilbúnir til að
breyta nafninu.
„Inngangan þýðir að við höfum
sterkari stöðu gagnvart Reykjavík-
urborg. Þá eygjum við möguleika á
að fá aðstöðu á Reykjavíkurflugvelli,
þar sem við gætum meðal annars
geymt flugurnar á veturna. Hingað
til höfum við alltaf verió settir aftast
í forgangsröðina," segir Kristján.
Tvö önnur Svifflugfélög eru starf-
andi á landinu, á Akureyri og á Suð-
urlandi. Svifflugfélag íslands er
stofnað 1936 og eru meðlimir þess
100, þar af 60 virkir.
Sólóréttindi í svifflugi fást eftir
35-40 flug með kennara í tveggja
sæta kennslusvifflugu.
Sviffluguvertíðin er að hefjast
þessa dagana en fyrst þurfa meðlim-
ir félagsins að rýma aðstöðuna á
Sandskeiði en helsta tekjulind félags-
ins er að geyma hjólhýsi og tjald-
vagna í flugskýlunum þar. ■
FÁUM KANNSKI INNI Á REYKJAVÍKURFLUGVELLI
Krístján Sveinbjörnsson, formaður Svifflugfélags íslands, er hæstánægður með aðildina að ÍSÍ.
Fóturinn fastur niðri
Ralf Schumacher tekinn á 170 km/klst hraða
formúlai Allt bendir til þess að Ralf
Schumacher þurfi að fá far á braut-
ina um næstu helgi. Hann var tekinn
af lögreglunni í Austurríki rétt hjá
heimili sínu um síðustu helgi þar
sem hann ók á 170 km/klst hraða þar
sem 100 km/klst er hámarkið.
Ekki léttist brúnin á lögreglu-
þjónunum þegar Ralf litli var ekki
með ökuskírteinið sitt á sér. Hann
þurfti að reiða fram 67 þúsund krón-
ur á staðnum auk þess að missa öku-
leyfið í tvær vikur. Allt þetta gerðist
einungis viku eftir að hann vann
sína fyrstu Fl-keppni, í Imola á
pálmasunnudag.
Þetta breytir þó litlu um keppn-
ina um næstu helgi sem fer fram í
Katalóníu á Spáni. Þar keppa öku-
mennirnir á þeirri braut sem þeir
þekkja einna best þar sem hún er
mikið notuð til æfinga og prófana
utan keppnistímabilsins. Brautin er
jafnframt ein sú erfiðasta, með löng-
um beygjum sem sveigjast með
jöfnum radíus. Hvössustu hornin
eru jafnframt undir níutíu gráðum.
Því er álagið á ökumennina mikið
allan kappaksturinn. ■
FÆ ÉG SÉNS?
Viku eftir fyrsta Fl-sigur sinn
missti Ralf Schumacher ökuskírteinið
1 INNLENT
Daði Eyjólfsson sigraði Hilmar
Þór í úrslitaleik Islandsmóts 1.
flokks í snóker. Jóhannes R. Jó-
hannesson sigraði í stigamótum
meistaraflokks með 2310 stig og
hefur því tryggt sér þátttökurétt á
EM og HM í snóker. RÚV greindi
frá.
Fjórar stúlkur, fæddar 1989,
slógu elsta metið í íslands-
metaskránni í sundi, sett 1989.
Stúlkurnar syntu 4x100 metra á
5:22,68 á langsundsmóti SH í Sund-
höllinni á sunnudaginn. Gamla
metið var 5:27,83. RÚV greindi
frá.
Vernharð Þorleifsson vann til
silfurverðlauna í sínum þyngd-
arflokki á opna
breska meist-
aramótinu í
júdó á sunnu-
dag. Vernharð
komst í undan-
úrslit í morgun
og sigraði þar
franskan júdómann. Hann glímdi
síðan til úrslita við silfurverð-
launahafann frá síðustu ólympíu-
leikum, Nicolas Gill frá Kanada -
hafði yfirhöndina allt þar til hálf
önnur mínúta var til loka glímunn-
ar, en þá náði Gill að kasta Vern-
harð og sigra. RÚV greindi frá.