Fréttablaðið - 24.04.2001, Qupperneq 18
FRETTABLAÐIÐ
24. apríl 2001 ÞRIÐJUPAGUR
HVERIll IVIÆUR ÞÚ MEÐ?
Björg Eva Erlendsdóttir
Upplýsingafulltrúi
Ég mæli með því
að allt gangfært
fólk fari i Þjóð-
lendugöngur í
Gnúpverjahreppi í
Árnessýslu í sum-
ar. I Þjóðlendu-
göngum má fræð-
ast um lífið á
mörkum hálendis
°g byggðar bæði
fyrr og nú. Þar má
líka kynnast hinni
stórfurðulegu deilu ríkisins við bændur um
eignarétt á jörðum og afréttum. Raðherrar,
þingmenn, sveitarstjórnarmenn, kröfunefnd og
þjóðlendunefnd, sláist í för með fuglum, sauð-
kindum og sveitamönnum um þrætulöndin í
ágúst! Hægt er að skrá sig í Þjóðlendugöngur
hjá Ferðafélagi íslands.
Bókakaffi á Súfistanum:
Píslarsaga
séra Jóns
Magnússonar
bókmenntir Píslarsaga Jóns Magnús-
sonar er komin út í nýrri útgáfu. í til-
efni af því verður sérstök dagskrá í
kvöld á Súfistanum, bókakaffi í
verslun Máls og
menningar, Lauga-
vegi 18.
Þar mun rit-
stjóri bókarinnar,
Matthías Viðar Sæ-
mundsson, kynna
hana. Einnig fjallar
Guðrún Ingólfs-
dóttir bókmennta-
fræðingur um Písl-
arsöguna í samhengi íslenskra bók-
mennta og Hilmar Örn Hilmarsson
tónskáld flytur kynngimagnaðan tón-
seið-.-—
Steinunn Ólafsdóttir og Benedikt
Erlingsson leikarar lesa úr Píslarsög-
unni og Hrafn Gunniaugsson kvik-
myndaleikstjóri ætlar enn fremur að
ræða um hvernig hann sótti innblást-
ur í verk Jóns þumals. Sýnd verða
myndskeið úr kvikmynd Hrafns
Gunnlaugssonar, Myrkrahöfðinginn.
Dagskráin hefst klukkan 20 og er
aögangur ókeypis og öllum heimill
meðan húsrúm leyfir. ■
Tónlistarskóli Kópavogs
Píanótónleik-
ar í Salnum
TóNtisi Unnur Fadila Vilhelmsdóttir
píanóleikari verður meó tónleika í.
Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, í
kvöld kl. 20.00. Unnur Fadila ætlar að
flytja þar verk eftir þrjá af höfuð-
snillingum vestrænnar tóniistar, þá
Sergei Prokofieff, Frederik Chopin
og Ludwig van Beethoven. Tónleik-
arnir eru liður í tónleikaröð kennara
Tónlistarskóla Kópavogs. ■
18
Fljúgandi furðuhlutur
Fræðsla um
mat og vín
namskeið Einn besti vínþjónn í heimi,
Juha Lihtonen frá Finnlandi, verður
með námskeið um samsetningu víns
og matar fyrir fagfólk og almenning í
dag og á morgun. Þetta er eitt viða-
mesta námskeið sinnar tegundar sem
haldið hefur verið hér á íandi.
Finninn Juha Lihtonen er einn
besti vínþjónn í heiminum og fram-
úrskarandi matreiðslumeistari að
auki! Hann hefur starfað á veitinga-
stöðum í Frakklandi, Spáni, Ítalíu og
víðar og keppt á öllum stóru mótun-
um í víngeiranum. Hann rekur sitt
eigið ráðgjafarfyrirtæki og veitinga-
skóla. ■
ÞRIÐJUDACURINN
24. APRÍL
TÓNLIST____________________________
20.00 Tónleikar verða í Salnum, Tónlist-
arhúsi Kópavogs, kl. 20:00 í kvöld
í tónleikaröð kennara Tónlistar-
skóla Kópavogs. Unnur Fadila
Vilhelmsdóttir píanóleikari flytur
verk eftir Prokofieff, Chopin og
Beethoven.
20.00 Þriðju og síðustu vortónleikar
Léttsveitar Reykjavíkur sem bera
yfirskriftina „Suður um höfin"
verða í kvöld i tónlistarhúsinu
Ými, Skógarhlíð 20.
20.30 Borgarkórinn og Landsbanka-
kórinn halda sam-
eiginlega tónleika í
Vídalínskirkju í
Garðabæ. Stjórnend-
ur kóranna eru Sig-
valdi Snær Kalda-
lóns og Jónína G.
Kristjánsdóttir, en á
efnisskránni eru ma-
drígalar, þjóðlög og
íslensk sönglög.
BÆKUR______________________________
9.00 Svonefnd Bókahringrás Máls og
menningar hefst í dag í bókabúð-
um Máls og menningar við
Laugaveg og Síðumúla, en þar
verður tekið á móti notuðum
bókum og þær síðan seldar í
kilóavís til styrktar góðu málefni.
20.00 Píslarsaga Jóns Magnússonar
verður kynnt í sérstakri dagskrá á
Súfistanum, bókakaffi i verslun
Máls og menningar, Laugavegi 18.
Þar verða Matthías Viðar Sæ-
mundsson bókmenntafræðingur,
Hrafn Gunnlaugsson kvikmynda-
gerðarmaður, Guðrún Ingólfs-
dóttir bókmenntafræðingur,
Hilmar Örn Hilmarsson tónlistar-
maður og leikararnir Steinunn
Ólafsdóttir og Benedikt Erlings-
son.
FUNDIR_____________________________
8.30 Vorráðstefna Jarðfræðafélags fs-
lands verður haldin á Hótel Loft-
leiðum. Ráðstefnan verður sett
08:30 og stendur til 17:30. Um
27 erindi verða flutt á ráðstefn-
unni og efni hennar er fjölbreytt
því þar kynna jarðvísindamenn
landsins þær rannsóknir sem ver-
ið er að vinna að á hverjum tíma.
Frekari upplýsingar gefur formað-
ur Jarðfræðafélags íslands, Helgi
Torfason.
12.20 Benedikt Waage, efnafræðiskor
mmum/numsiDe
' KVIKMYND
Niðurlœging
keisarans
Nýi stíllinn keisarans“ er ágætis
afþreying eins og við mátti bú-
ast frá Disney-fyrirtækinu, fyndin
og fjörug, en býsna langt frá því
að vera sú brakandi snilld sem
stöku sinnum kemur úr þeim her-
búðum. íslenska talsetningin
bregst þó ekki frekar en fyrri dag-
inn.
Hrokafulli keisarinn Kúskó
lendir í ömurlegum hrakningum
eftir að metnaðargjarni ráðgjafinn
hans gerði sér lítið fyrir og breytti
honum í lamadýr. Niðurlægingin
kennir honum smám saman að
verða mannlegur, og nýtur hann
þar aðstoðar hjartahreins bónda
sem keisarinn var annars nærri
búinn að fara heldur illa meó. Allt
fer vel að lokum eins og vera ber,
Nvi stíllinn keisarans______________
Nýjasta teiknimyndin frá Disney:
Sýnd í: Sambíóunum, Regnboganum
Leikstjóri: Mark Dindal
Framleiðandi: Walt Disney Productions
keisarinn verður að betri manni og
illmennin fá makleg málagjöld.
Disney gengur hér lengra en
fyrr í að troða nútímanum upp á
gamalt ævintýri, og svo sem engin
ástæða til að láta það fara í taug-
arnar á sér.
Húmorinn er fínn, en myndin
nær því samt varla að verða sér-
lega eftirminnileg.
Giörningar í
Nýlistasaminu:
Gerla
situr og
saumar
mynplist Myndlistarkonan Gerla
verður með tvo gjörninga í Nýlista-
safninu við Vatnsstíg í dag, eins og
raunar á hverjum degi meðan gjörn-
ingavika safnsins stendur yfir.
Annar gjörningurinn hefst kl.
16.00 og stendur í tvo tíma. „Þar er ég
að myndgera það hugarástand sem
bið er,“ segir Gerla. „Ég útiloka mig
frá því sem er að gerast í safninu og
sit bara og sauma flatsaum í tvo tíma.
Maður er nánast mitt á milli þess að
vera lifandi og að vera skúlptúr á
meðan ég er að gera þetta.“
„Svo er ég með annað verk kl.
18.15 á hverjum degi,“ segir Gerla.
Þar er hún að velta fyrir sér foriaga-
trú íslendinga og merkingu orðsins
afmæli, sem er töluvert öðru vísi
hugsað en sambærileg orð í öðrum
tungumálum. „Ég þekki ekki neitt
annað tungumál þar sem vísað er í
annað en fæðingardaginn. „Afmæli"
vísar hins vegar í það að okkur er öll-
um afmörkuð stund og tími.“ Gerla
vitnar m.a. í texta úr Predikaranum í
því samhengi.
Auk Gerlu verður Svanhildur
Hauksdóttir með gjörning í
Nýlistasafninu kl. 16.30 í dag, en
hann felst í því aö hún burðast með
grjót á milli hæða í safninu. ■
GERLA FREMUR GJÖRNING
Myndlistarkonan veltir fyrir sér merkingu orðsins afmæli og hvernig það ti
Háskóla íslands flytur M.S. fyrir-
lestur á málstofu efnafræðiskor-
ar er hann nefnir: „Þriggja ljósein-
da gleypni sameinda, Ijósefna-
fræði ósoneyðandi efna". Fyrirlest-
urinn verður haldinn í stofu 157,
VRII, Hjarðarhaga 4-6.
16.15 Dóra S. Bjarnason dósent við
Kennaraháskóla íslands heldur
fyrirlestur á vegum Rannsóknar-
stofnunar KHÍ. Fyrirlesturinn verð-
ur haldinn í stofu M 201 í aðal-
byggingu Kennaraháskóla (slands
við Stakkahlíð og með fjarfunda-
Kvikmyndahátíðin
Sögur á tjaldi:
Tvær
sjálfstæðar
konur
kvikmynpir Tvær kvikmyndir verða
sýndar í Háskólabíói í dag á kvik-
myndahátíð Filmundar á bókavik-
unni. Ungfrúin góða og húsið (1999),
sem Guðný Halldórsdóttir gerði eftir
smásögu föður síns Halldórs Laxness
verður sýnd kl. 18.00. í aðahlutverk-
um eru Tinna Gunnlaugsdóttir, Ragn-
hildur Gísiadóttir og Egill Ólafsson.
Skilaboð til Söndru (1983), sem Krist-
ín Pálsdóttir gerði eftir skáldsögu
Jökuls Jakobssonar verður svo sýnd
kl. 22.00. í aðalhlutverkum eru Bessi
Bjarnason og Ásdís Thoroddsen.
Kvikmyndahátíinð stendur fram í
næstu viku.
UNGFRÚIN GÓÐA OG HÚSIÐ
Tinna Gunnlaugsdóttir herðir að Ragnheiði Gísladóttur.
Reykjavík. Karsten Iversen hjá
Línuhönnun, Gísli Guðmundsson
hjá Rb og Ólafur Wallevik hjá Rb
ræða málin.
MYNDLIST___________________________
Á Kjan/alsstöðum stendur yfir sýning
norska listmálarans Odds Nerdrums,
sem baðst nýverið afsökunar á því að
hafa siglt undir fölsku flaggi með því að
kalla sig listamann. Sýningin er opin kl.
10-17.
„Heimskautalöndin unaðslegu" er heiti
sýningar sem lýsir með myndrænum
búnaði í Mennta-
skólanum á fsafirði.
Fjallað verður um
spurninguna hvort
samband sé á milli
þess að fötluð ung-
menni telja sig verða
fullorðin og uppeld-
ishátta í foreldrahúsi.
Fyrirlesturinn er öll-
um opinn.
16.15 Steinsteypufélagið stendur fyrir
opnum fundi um áhrif sements á
steinsteypu á Grand Hóteli