Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.04.2001, Qupperneq 19

Fréttablaðið - 24.04.2001, Qupperneq 19
ÞRIÐIUDAGUR 24. apríl 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 19 Vortónleikar Léttsveitar Reykjavíkur: Suður um höfin tónleikar Þriðju og síðustu vortón- leikar Léttsveitar Reykjavíkur sem bera yfirskriftina „Suður um höfin“ verða kl. 20.00 í kvöld í tónlistarhús- inu Ými, Skógarhlíð 20. Tónleikarnir bera yfirskriftina „Suður um höfin“, enda er efnisskrá- in suðræn og spænsk í bland við ís- lensk og ensk lög. 4KLASSÍSKAR koma fram með kórnum, en þær eru Björk Jónsdóttir, Signý Sæmundsdóttir, Jóhanna V. KVENNAKÓRINN LÉTTSVEIT REYKIAVÍKUR Ásamt kórnum kemur fram kvenna- söngkvartettinn 4KLASSÍSKAR. Þórhallsdóttir og Aðalheiður Þor- steinsdóttir. 4KLASSÍSKAR verða með sjálfstæða tónleika í maímánuði. Auk þess spila með kórnum hljóð- færaleikararnir Einar Kristján Ein- arssson, gítar, Kristinn Árnason, gít- ar og Jón Skuggi, bassi, með píanó- leikara Léttsveitarinnar í broddi fylkingar. Á slagverk spilar Stína bongó, sem er ein Léttsveitarkvenna og einsöng syngur Ása Bjarnadóttir, einnig í Léttsveitinni. Kvennakórinn Léttsveit Reykja- víkur mun koma í fyrsta skipti fram á þessum tónleikum í nýjum kjólum, sem hannaðir eru ef Elínu Eddu Árnadóttur, myndlistarmanni. ■ -———-— ------------------------------—------------------y ~ ............iiiimiiumiiuiiiiiMiniiitiiiiiiiiiiiwiiiiiiiwMiiimimiwniiiivTiii ! MYNDBAND FYRIR KVÖLDIÐ ’ ...................... ............. ................‘ Tónsnillingur í The Legend of 1900 er hugljúf mynd um drenginn 1900 sem fæddist og ól allan aldur sinn um borð í farþegaskipi sem sigldi milli Evrópu og Ameríku. Vélamaður í skipinu finnur hann í kassa á pí- anói danssalarins og elur hann upp í vélarrúmi skipsins. Nafn sitt hlaut pilturinn af fæðingaári sínu. í ljós kemur að 1900 er hreinasti tónlistarvirtúós og verður hann pí- anóleikari um borð. 1900 þekkir ekki lífið utan skips en hann þekk- ir vel það líf sem býr í tónlistinni. Trompettleikarinn Max verður vin- ur hans og freistar þess fá hann til að takast á við hið raunverulega líf án árangurs. Myndin fjallar um skipi hugarheim 1900 vináttu þeirra Max. Myndir um kynlega kvisti eru fyrir löngu orðnar sígildar og eru á góðri leið með að verða kvikmyndaklisja. Myndin er engu að síður ágætt framlag í flóru þeirra. í THE LEGEND OF 1900 _______________ Itölsk frá 1998 Leikstjórn: Giuseppe Tornatore Handrit: Giuseppe Tornatore byggt á sög- unni Novecento eftir Alessandro Baricco Tónlist: Ennio Morricone Kvíkmyndataka: Lajos Koltai Aðalhlutverk Tim Roth og Pritt T. Vince W: forlagatrú íslendinga. hætti lífi, starfi og hugsjónum Vestur-ís- lendingsins Vilhjálms Stefánssonar. Sýningin er um leið kynning á umhverfi, menningarheimum og málefnum norð- urslóða, en hún er í Listasafni Reykjavík- ur - Hafnarhúsinu og er opin kl. 10-17. „Á meðan eitthvað er að gerast hér, er eitthvað annað að gerast þar" nefnist sýning á vekum Bandaríkjamannsins John Baldessari sem stendur yfir í Lista- safni Reykjavíkur - Hafnarhúsi. Hann er eitt af stóru nöfnunum í samtímalista- sögunni og hefur verið nefndur Ijóð- skáld hinnar öfugsnúnu fagurfræði og húmoristi hversdagsleikans. Sýningin er opin kl. 10-17. „Eruð þið enn reið við mig?" nefnist sýn- ing á verkum eftir breska listamanninn John Isaacs í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi þar sem gefur m.a. að líta sláandi nákvæma sjálfsmynd lista- mannsins, sem þar skyggnist undir eigið yfirborð í orðsins fyllstu merkingu. Við- brögð áhorfenda við verkum hans ýmist hlátur eða hrollur, en víst er að lista- maðurinn ieggur mikið upp úr því að hreyfa við fólki, á hvorn veginn sem er. Safnið er opið kl. 10-17. í Ásmundarsafni við Sigtún í Reykjavík stendur yfir samsýníng á verkum Páls Guðmundssonar og Ásmundar Jónsson- ar. Safnið er opið kl. 10-16. í Listasafninu á Akureyri stendur yfir sýn- ing á Ijósmyndum eftir hinn þekkta fran- ska Ijósmyndara Henri Cartier-Bresson, en líklega hefur enginn átt meiri þátt í því að gera Ijósmyndun að viðurkenndri listgrein. Opið 14-18. Myndir 370 barna af mömmum i spari- fötum eru á sýningu í Galleríi Sævars Karls við Bankastræti í Reykjavík. Opið á verslunartíma. í Listasafni Kópavogs - Gerðarsafni stendur yfir sýningin Carnegie Art Award 2000, þar sem sýnd eru verk eftir 21 norrænan myndlistarmann, en þar á meðal eru þeir Hreinn Friðfinnsson og Tumi Magnússon. Opið 11-17. „Drasl 2000" nefnir rithöfundurinn Sjón sýningu í Menningar- miðstöðinni Gerðu- bergi i sýníngarröð- inni „Þetta vil ég sjá". Þar hefur Sjpn valið til sýningar verk eftir Erró, Magnús Páls- son, Magnús Kjart- ansson, Hrein Frið- finnsson, Friðrik Þór Friðriksson og fleiri. Menningarmiðstöðin er opin frá kl. 9 að morgni til kl. 21 að kvöldi. 1:10 nefnist sýning á þrívíddarmyndum eftir Karin Sander. Þetta eru eftirmyndir af fólki, unnar með nýjustu tölvutækni og allar í hlutfallinu einn á móti tíu af réttri líkamsstærð viðkomandi. Sýningin er í Galieríí Í8, sem nýlega er flutt að Klapparstíg 33 í Reykjavík. í gallerí@hlemmur.is stendur yfir sýning Erlu Haraldsdóttur og Bo Melin „Here, there and everywhere". Á sýningunni leika þau Erla og Bo sér að því að brey- ta Reykjavík í fjölþjóðlega borg með að- stoð stafrænt breyttra Ijósmynda. Opið 14-18. VEITINGAHÚS Indland við Hverfisgötu Góður matur í notalegu um- hverfi en verðlagið heldur í hærri kantinum. Austur Indíafélagið við Hverf- isgötu á sér orðið alllanga sögu miðað við veitingahús á íslandi. Staðurinn var lengi eina Indverska veitingahús borgarinnar og er nán- ast enn þótt einn indverskur skyndibitastaður hafi bæst í veit- ingahúsaflóruna. Það er alltaf gott að koma á Austur Indíafélagið. Andrúmsloft- ið er notalegt og þjónustan alúðleg. Matseðillinn samanstendur af hefðbundnum og góðum indversk- um réttum og svíkur engan. Sér- staklega verður að hvetja fólk til að muna eftir hinu dæmigerða ind- verska meðlæti eins og nanbrauði Austur Indíafélagið Verðlag: í efra meðallagi, aðalréttur kostar um 2000 kr. Umhverfi: Notalegt ef frá eru taldar leiðin- legar glerplötur á borðum. Matur: Stendur alltaf fyrir sínu ef fólk er fyrir indverskan mat á annað borð. Hverjir koma: Fólk á öllum aldri sem vill eiga rólega stund yfir góðum mat. Kostir: Hér veit maður alltaf að hverju gengið er. Gallar: Heldur hátt verðlag miðað við það sem gengur og gerist á indverskum veitingastöðum. og jógúrtsósu sem er hvort tveggja einstaklega vel gert á Austur Ind- íafélaginu. Sýning á Akureyri: Ljósmyndari aldarinnar liósiviyndir Þeir sem eru eða verða staddir á Akureyri í dag eða næstu daga gerðu margt vitlausara en að líta á sýningu á ljósmyndum eftir sjálfan Henri Cartier-Bresson á Listasafni Akureyrar. Þetta er í fyrsta sinn sem hann heldur einkasýningu á íslandi og samanstendur sýningin af 83 verkum sem teknar voru í Parísarborg á ár- unum 1950-1970. Margir hika ekki við að fullyrða að Cartier-Bresson sé merkasti og fremsti ljósmyndari tuttugustu aldar, og hann átti tvímælalaust meiri þátt en aðrir ijósmyndarar í því að gera ljósmyndun að alvöru listgrein. Cartier Bresson náði þvi sem margir hafa sóst eftir en fáum tekist: að spegla í ljósmyndum sínum fjöl- breytileika, tilfinningar og mannlega reynslu samtíma síns. ■ MICHEL GABRIEL Ungur drengur sprangar kotroskinn um götur Parisar með tvær vínföskur. Cartier Bresson festi hann á filmu árið 1952 ÁSTFANGIÐ PAR Þessa frægu Ijósmynd tók Cartier Besson af kossaflensi í París árið 1969. Hundurinn undir borðinu fylgist með af áhuga. Öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð NYJUNG EFTIR PASKA! Stvitt tuiigumálanámskeið fyrir eldri borgara Um er að ræða hnitmiðuð námskeið til að gera fólki kleift að bjarga sér á tilteknu tungumáli um það nauðsynlegasta sem snýr að ferðamanninum s.s. ferðlög, kurteisisreglur, veitingahús, búðir og heilsugæsla. Kennt verður tvisvar í viku, klukkutíma í senn í fimm vikur. Gert er ráð fyrir að nemendafjöldi á hverju námskeiði verði um 15. Tungumálin sem unnt er að velja um eru enska, franska, norska,sænska, spænska og þýska. Auk þess er boðið upp á eftirtalin námskeið Hvert námskeiðið er 12 kennslustundir. Framburðarnámskeið í ensku Námskeiðið er 12 kennslustundir. Stutt tölvunámskeið Kennari: Sigurður Haraldsson MCP, netstjóri MH. a) Windows & Internetið. b) Námskeið í Word c) Námskeið í Excel. Er þetta ekki eitthvað fyrir þig? Innritað er í síma 5955200 mánudaginn 21. apríl til miðvikudagsins 23. apríl n.k. kl. 1000 - 1800. Gert er ráð fyrir að námskeiðsgjald sé greitt við innritun. Slóð heimasíðu okkar er; www. mh.is Rektor

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.