Fréttablaðið - 03.05.2001, Blaðsíða 12
12
FRÉTTABLAÐIÐ
3. maí 2001 FIMMTUDAGUR
I INNLENT 1
✓
Oskað var eftir því að ræða gengis-
fall krónunnar utan dagskrár á Al-
þingi í gær en því var synjað. Össur
Skarphéðinsson formaður Samfylking-
arinnar bað um umræðuna við forsæt-
isráðherra vegna þess að Alþingi kem-
ur ekki saman fyrr en að viku liðinni
þar sem hlé er nú gert á þingfundum
til nefndarstarfa.
Umfangsmikil brunaæfing fór fram
í Útvarpshúsinu við Efstaleiti í
gær. Notaður var sviðsreykur til að
gera aðstæður raunverulegar en
markmið æfingarinnar var að reyna
rýmingaráætlun stofnunarinnar.
Reykkafarar slökkviliðs fóru um hús-
ið og körfubíll „bjargaði" fólki af svöl-
um. Æfingin vakti athygli vegfarenda,
sem óttuðust það sem ekki var, að eld-
ur hefði komið upp í stofnuninni.
Israelar jafna 20 hús
við jörðu:
Drengur féll
í skotárás
jerúsalem Skriðdrekar ísraela jöfn-
uðu tuttugu hús við jörðu í palest-
ínskum flóttamannabúðum á Gaza-
svæðinu í gærmorgun. Að sögn
embættismanna ísraela höfðu hús-
in verið notuð til að hýsa vopnaða
Palestínumenn. Einn palestínskur
drengur lést í skothríð fsraels-
manna. Samkvæmt samkomulagi
Palestínumanna og ísraela skipta
þeir Gaza-svæðinu á milli sín og
halda báðir aðilar fram að húsin
hafi verið á þeirra yfirráðasvæði.
Ariel Sharon, forsætisráðherra
ísrael, sótti landnemabyggð gyð-
inga ó Vesturbakkanum heim í gær
og mátti sæta harðorðri gagnrýni
þar fyrir að hafast ekki nægilega að
til að tryggja öryggi gyðinga. Shar-
on hitti ættingja Assaf Hers-
hkovitz, sem féll fyrir hendi Palest-
ínumanna í fyrradag.
Shimon Peres, utanríkisráð-
herra ísrael, sem staddur er í
Bandaríkjunum, fundaði með Colin
Powell, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, í Washington í gær. Hann
hittir George W. Bush, forseta
Bandaríkjanna, í dag. ■
í HÚSARÚSTUM
Palenstínsk fjölskylda i gaer
Olafur Torfason, hótelstjóri Grand Hótels:
Nóg pláss fyrir bygg-
ingar uppi í loftinu
skipulacsmái Árni Þór Sigurðsson,
formaður skipulags- og byggingar-
nefndar Reykjavíkur segir alveg
ljóst að Grand Hótel muni ekki fá
leyfi fyrir því að byggja 22 hæða turn
við hótelið. Það hafi verið samþykkt á
fundum nefndarinnar og farið í gegn-
um borgarkerfið.
„Þeir segja núna að það nægi
þeim ekki að bæta við 100 herbergja
viðbyggingu, að það sé ekki rekstrar-
lega hagkvæmt. Þess vegna hafi þeir
ekki byrjað á stækkuninni sem þeir
hafa heimildir fyrir. Við höfum sagt
að við séum reiðubúin að skoða
möguleika á að koma eitthvað til
móts við þá. En það verður að vera á
forsendum þess skipulags sem fyrir
liggur varðandi aðlögun að umhverf-
inu.“
Árni segir að fyrirhugaðar bygg-
ingar hafi farið í grenndarkynningu
þegar leyfið var veitt upphaflega. Þá
hafi komið fram mikil andstaða með-
al íbúa við að reistur yrði mjög hár
turn og því illfært að samþykkja mik-
ið hærri byggingu nú.
„Þeir vilja að tekið sé tillit til þess
HÓTELTURN
UPP A
22 HÆÐIR:
Skyggir á sól allt
niður að Sæbraut
umhverfis sem er þarna“, segir Ólaf-
ur Torfason hótelstjóri Grand Hótels.
„Við höfum verið að benda á að það
er komin tiltölulega há byggð hinum
megin götunnar.“ Þegar Fréttablaðið
ræddi við Ólaf taldi hann að ekki
væri búið að hafna beiðni þeirra um
heimild til að
byggja turninn.
„Þeir viija að
við skilum inn
nýjum tillögum
í formi skugga-
mynda og út-
línuforma. Þeir vilja fá þetta eitthvað
niður. Við höfum margbent á að
þarna uppi í loftinu er nóg pláss. Þeir
vilja endiiega láta mann fletja út allt
stór-Reykjavíkursvæðið og kaupa
þess vegna Kjalarnesið og byggja
þar.“ ■
SKÓLALÓÐ VESTURBÆJARSKÓLA
Skólayfirvöldum og foreldrum er mjög brugðið yfir því að fíklar skuli henda nálum á skólaleikvelli.
Mtá ; iitt gfflTj
1 1» tm k:‘:
I , i JjT V "2
Sex ára stakk sig
á sprautunál
Skólalóðin hreinsuð. Nemendur verða varaðir við. Húsvörður fer yfir lóðina
á hverjum morgni. Allir þurfa að halda vöku sinni, segir skólastjóri.
crunnskóli Sex ára nemandi á fyrsta
ári í Vesturbæjarskólanum varð fyr-
ir þeirri óskemmtilegu lífreynslu að
stinga sig í fingur á sprautunál á
skólalóðinni um miðjan dag í gær.
Farið var með drenginn, Matthías
Má Valdimarsson, á slysadeildina
þar sem búið var um sárið og tekin
af honum blóðsýni. Þar var honum
gert að koma á ný eftir sex vikur.
Töluverð hætta getur verið á því að
þeir sem stinga sig á sprautnálum
eiturlyfjaneytenda geti sýkst af
lifrabólgu.
Þegar þetta atvik átti sér stað var
farið strax með drenginn á slysa-
deild og haft samband við foreldra.
Valdimar Birgisson, faðir unga
drengsins, sagði að strákurinn hefði
verið fljótur að jafna sig og bæri
þess ekki merki að þetta mundi hafa
einhver áhrif á hann. Vonandi yrði
engin breyting á því.
Kristín G. Andrésdóttir, skóla-
stjóri Vesturbæjarskóla, segir að
lögreglu verði tilkynnt um atvikið
og skólalóðin hreinsuð. Fyrstu við-
brögð skólayfirvalda hefði verið að
koma drengnum strax á slysadeild-
ina, enda hefði þeim verið mjög
brugðið vegna þessa. Hún sagðist
ekki hafa neina skýringu á því af-
hverju sprautunál hefði verið á
skólalóðinni. Hinsvegar væri nær-
takast að ætla að það sé verk hjá
ábyrgðarlausu fólki sem hendir nál-
um og sprautum hér og þar og m.a. á
skólaleikvellki eins og í þessu til-
viki. Hún segir að í framhaldinu
verði nemendur varaðir við þessum
ófögnuði sem gæti leynst á skólalóð-
inni. Ef einhver finnur eitthvað slíkt
ber honum að tilkynna það starfs-
manni skólans sem fjarlægir hana af
skólalóðinni. Þá fer húsvörðurinn
yfir Ióðina á hverjum morgni. Krist-
ín segir að einu sinni áður hafi fund-
ist sprautunál í runna á skólalóðinni.
Þá hefði enginn stungið sig. Hún
segir að þetta geti komið fyrir á
hverjum degi ef út í það sé farið og
því þurfi allir að halda vöku sinni
fyrir hlutum sem þessum.
grh@frettabladid.is
Sala Landssímans:
Hart deilt
á Alþingi
einkavæðing Stjórnarandstæðingar
deildu hart á ríkisstjórnina við fyrstu
umræðu um sölu Landssímans. Össur
Skarphéðinsson
gagnrýndi stjórnina
fyrir að ætla sér að
selja Landssímann
þegar verð hans
væri mjög lágt.
Steingrímur J. Sig-
fússon sagði óða-
gang stjórnarinnar
við að selja Lands-
símann líkjast því
mest að verið væri
að selja fjölskyldu-
silfrið til að halda
áfram veislunni og
vísaði þar til góðær-
is undanfarinna ára.
„Staða notenda
og samkeppnisaðila
er vel tryggð hvort
sem grunnetið er
skilið frá eða ekki,“
sagði Sturla Böðv-
arsson samgöngu-
ráðherra sem taldi
aðrar leiðir tryggja
keppinautum
Landssímans að-
gang að grunnnet-
inu á sama verði og
deildir Landssím-
ans greiða.
Þessu var Össur
ósammála og sagði
hættu á því að
Landssíminn gæti nýtt sér yfirráðin
yfir grunnnetinu til að tryggja sam-
keppnisstöðu sína gagnvart keppi-
nautum. Keppinautar þyrftu að bíða í
nokkurn tíma eftir nýjum tengingum
og þann tíma gæti Landssíminn nýtt
sér til að krækja í viðskiptin. ■
STURLA
Staða notenda er
vel tryggð
ÖSSUR
Grunnnetið trygg-
ir yfirburði
Sli INt.RIMIIR
Selja fjölskyldu-
silfrið.