Fréttablaðið - 03.05.2001, Side 17
FIMMTUDAGUR 3. maí 2001
FRÉTTABLAÐIÐ
17
CÍÓI
SIK
SNORRABRAUT 37. SÍMI 551 1384
iniiniiiiiiim
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 vrr 226
|PAY tt FORWARD kL 540,8 og 10.20 IffÁI
TRAFFIC
kl 5, 8 og 10.40~Q
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 vit 228
\ SAVE THE LAST DANCE 3.40,5.50,8 og 10.15 IftlTi
[MISS CONCENIALITY kl. 5.45, 8 Ogl0.15|ffl
NÝI SfÍLLlNN KEISARANS (Isl. tal) W.3.50ICT
[102 DALMATÍUHUNDUR (Isl. tal) kl.3.45lM
LAUCAVECl 94. SIMI 551 6500
falls
Sýnd kl. 6, 8, og 10
|THE WEDDING PLANNER kl. 5.50,8 og 10.10
Dcmv»or><^iKiKj
HVERFISCOTU SIMI 551 9000
www.skifan.is
Sýnd kl. 6, 8 og 10
[men of honor kl. 5.30, 8 og 10.30 [
[CROUCHING TIGER... kl. 8 og 10.30 {
[ALMOST famous kl. 5.45 og 10.151
[WHAT WOMEN WANT kl.8|
[emperors new groove kl. ej
AFMÆLISMYND FILMUNDAR
Hin umdeilda Citizen Kane eftir
Orson Welles.
kvikmyndasögunnar, Citizen Kane
eftir Orson Welles. Nú eru sextíu ár
liðin frá frumsýningu þessarar um-
deildu myndar en hún byggir á lífs-
hlaupi dagblaðakóngsins William
Randolph Hearst og fékk á sínum
tíma níu tilnefningar til Óskarsverð-
launanna. Myndin hlaut hinsvegar
aðeins ein verðlaun, fyrir besta
handritið og hlaut seint þá viður-
kenningu sem hún átti skilið. ■
Bono söngvarinn í U2 og Bob
Geldof aðalhvatamaður Live Aid
tónleikanna, ætla að halda áfram að
berjast fyrir því að
skuldir þriðja
heims ríkjanna
verði felldar niður.
Á síðasta ári felldi
Bill Clinton, þáver-
andi forseti, niður
skuldir fátækustu
landa heims gagn-
vart Bandaríkjun-
um en það var bara brotabrot af
skuldunum. „Þetta er skandall. Hlut-
fall þeirra sem bregðast við er ein-
faldlega ekki nægur til að leysa
vandamálið" sagði Bono. Hann og
Geldof ætla að ferðast til Bandaríkj-
anna og berjast fyrir málstað sínum.
„Við ætlum að reyna að fá að koma
fram hjá Opheru Winfrey. Þannig
náum við kannski að vekja almenn-
ing í Bandaríkjunum til lífsins.
myndina en leik-
stjóri er Dj Pooh.
Tökur hefjast
næsta mánudag og
á víst að koma út
fyrir veturinn.
Harðhausarnir
tveir mun einnig
sjá um að semja
tónlist fyrir myndina. Þeir léku báð-
ir smáhlutverk í myndinni 'IYaning
Day.
Eddie Van Halen er nú á sjúkra-
húsi þar sem hann berst við
krabbamein. „Það er ekki gott að
segja hvenær, en
það er góður mögu-
leiki á að ég nái
fullum bata áður en
langt um líður,“
sagði gítargoðsögn-
in. Nokkur óvissa
hefur verið um
framtíð hljómsveit-
arinnar sem kennd
er við gítarleikarann en ummæli
David Lee Roth, fyrrum söngvara
sveitarinnar, í vikunni þykja benda
til þess að möguleiki sé á endurfund-
um, þ.e. ef söngvarinn nær bata.
Roth sagðist sleginn af fréttunum af
David en hvatti fyrrum félaga sinn
áfram og sagðist vongóður um að
sveitin næði saman aftur. Hinir tveir
meðlimirnir, trommuleikarinn Alex
Van Halen og bassaleikarinn Mich-
ael Anthony gáfu ekki ákveðin svör
varðandi framtíð hins fræga rokk-
bands.
Asunnudginn voru haldnir stór-
tónleikar á Trafalgar Square í
Lundúnum. Um 20.000 manns voru
saman kominn til
að fagna frelsisdegi
Suður Afríku og
meðal tónlistar-
manna sem fram
komu voru R.E.M.,
Ladysmith Black
Mambasa sem kom
hingað til lands á
Listahátíð í fyrra
og Mel B. Hin raunverulega stjarna
kvöldsins var þó enginn annar en
Nelson Mandela sem hylltur var á
samkomunni af rokkunnendum og
andstæðingum kynþáttastefnu.
„Hreyfingin gegn kynþáttastefnu
reis upp og ákvað að styðja íbúa
Suður Afríku til frelsis," sagði Nel-
son Mandela í ávarpi sínu. „Við
megum ekki gleyma þessu fólki því
alltaf er hætt við, nú þegar Suður
Afríka er orðin frjáls, að frumkvöðl-
ar baráttunnar fyrir frelsi lands
okkar gleymist.“
Geri Halliwell segist loks vera
komin yfir matartruflanir sínar.
Hún kom í viðtal í breska sjónvarps-
þættinum ITv's
this morning og
sagðist vera farin
að neyta matar á
skynsamlegan hátt
og hugsi bara um
einn dag í einu. „Ég
er ánægð með útlit
mitt nú eftir megr-
unina. Ég borða á
skynsamlegan hátt, þrisvar á dag“
sagði Geri en viðurkenndi þó að
vera hrædd við að taka upp fyrri
matarvenjur, sem voru víst heldur
óhóflegar.
Og meira af Kryddpíunum því
snobbparið Viktoría Spice og
David Beckham eru farin að gerast
heldur betur rausnarleg. Þau gáfu
áritaða klósettsetu, skreytta fjólu-
bláum hjörtum, sem boðin verður
upp á netinu. Parið kallar setuna
Loveloo eða Ástardolluna. „Það var
hálfvandræðalegt að biðja Beckham
að rífa setuna af klósettinu. En þau
tóku bara vel í þetta og hlógu dátt
að uppátækinu" sagði Jon Hammond
skipuleggjandi uppboðsins. Uppboð-
ið stendur fram á laugardag. Hæsta
boð hingað til er 200 dollarar.
CORNIER JÁTVARÐUR OG SOFFÍA
Fjölmiðlar hafa fjallað mikið um yngsta son Englandsdrottningar og konu hans. Pað er fulikomlega eðlilegt að mati Breta sem telja
frægt fólk hafa fyrirgert rétti sínum til einkalífs.
Allar hliðar einkalífs fræga fólksins eru réttlætanlegt umfjöllunarefni:
Á ekki rétt á einkalífi
könnun Flestir telja að stjórnmála-
menn, afbrotamenn og frægt fólk
hafi fyrirgert rétti sínum til einka-
lífs. Þetta kemur fram í nýrri
breskri rannsókn um viðhorf til
sjónvarps og útvarps sem greint er
frá í breska dagblaðinu Guardian. í
rannsókninni kemur fram að al-
menningur telur að frægt fólk ætti
að sætta sig við að allar hliðar lífs
þess verði umfjöllunarefni fjöl-
miðla. Þáttakendur í könnuninni
voru öfgafyllstir í viðhorfum sínum
til umfjöllunar um afbrotamenn
sem þeir sögðu engan rétt eiga á því
að einkalífi þeirra væri virt.
Eldri þátttakendur f könnun-
inni höfðu meiri tilhneigingu en
þeir yngri til að telja að einkalíf
einstaklinga ætti ekki heima í
sviðsljósinu, jafnvel þó að þó að
réttlæta mætti að almannahags-
munir væru í húfi. Rúmur helm-
ingur þeirra sem eldri eru en 55
ára töldu að það þjónaði aldrei al-
mannahagsmunum að fjalla um
einkalíf frægs fólks.
Þátttakendur höfðu deildari
meiningar um einkalíf stjórnmála-
manna en annarra frægra. Eldra
fólki finnst að þeir ættu að sæta
sömu reglum og fræga fólkið en
yngra fólki finnst að einkalíf
stjórnmálamanna eigi ekki að vera
umfjöllunarefni fjölmiðla.
Þátttakendur töldu allir að
venjulegt fólk ætti algeran rétt á
að friðhelgi einkalífsins væri virt.
30% aðspurðra töldu hins vegar að
með því að velja það að koma fram
í sjónvarpi hefði fólk kastað þeim
rétti á glæ. í rannsókninni var ein-
nig spurt um einkalífs fólks sem
tekur þátt í svokölluðu raunveru-
leikasjónvarpi og sögðu flestir að
þeir sem tækju þátt í slíkum þátt-
um væru seldir undir sama hatt og
annað frægt fólk. ■
Heitasta
Hollywo
- Clooney og Zellweger
saman í sæng
ást Slúðurfregnir herma að frægasta
piparjónka heims, Renée Zellweger,
og mesti kvennabósi heims, George
Clooney, séu farin að líta hvort annað
hýru auga. Zellweger, sem leikur í
vinsælustu mynd Bretlands nú um
stundir, Dagbókum Bridget Jones, á
víst að hafa verið að gamna sér með
Clooney í 32 ára afmæli sínu síðasta
laugardag. Stúlkan ætti auðveldlega
að geta tekið Bridget í kennslustund
um hvernig laða á að sér kynþokka-
fulla karlmenn en Clooney leit vart af
henni allt kvöldið og hvíslaði ástar-
játningum að henni. Hann lét það
ekki á sig fá að fólk á borð við Jay
Leno, Tom Cruise og Helen Hunt hor-
fðu á allan tímann. Afmælisbarnið
fór síðan ásamt gestum á næturklúbb
fræga fólksins í Los Angeles þar sem
þau skötuhjú dönsuðu kinn við kinn
drjúgan hluta nætur. Það kom því öll-
um að óvörum þegar afmælisbarnið
sagði við vini sína „Ég er orðin svo
drukkin ég ætla bara að fara heim að
sofa“., Clooney, sem m.a. hefur leik-
ið Batman og í sjónvarpsþáttunum sí-
vinsælu E.R., heldur uppá fertugsaf-
KVENNABÓSINN CLOONEY
fagnar fertugsafmæli f næstu viku.
mæli sitt í næstu viku og segja sam-
eiginlegir vinir þeirra að Zellweger
muni ekki láta sig vanta þar. ■