Fréttablaðið - 03.05.2001, Síða 19
FIMMTUDACUR 3. maí 2001
FRÉTTABLAÐIÐ
19
Spurningakeppni
milli grunnskóla:
Borgó getur
betur
spurnincakeppni í kjölfar velgengni
Borgarholtsskóla í spurningakeppni
framhaldsskólanna Gettu betur ætlar
Borgarholtsskóli að efna til spurn-
ingakeppni milli grunnskóla í Graf-
arvogi og Mosfellsbæ. Markmið
keppninnar er að efla tengsl milli
þessara skólastiga, að gefa keppend-
um skólans tækifæri til að skipu-
leggja spurningakeppni og ekki síst
að skemmta sér saman eina kvöld-
stund. Nafn keppninnar er „Borgó
getur betur“ og fer hún fram í kvöld
frá klukkan 20 til 22.30 í Borgarholts-
skóla. ■
ÞRÍR FJÓRÐU HLUTAR
BJARGRÆÐISKVARTETTSINS
Vegna fjölda áskorana ætla þau að
flytja víðar dagskrá sína með textum
Ómars Ragnarssonar.
Sigríður Helgadóttir, Patreksfirðing-
urinn Gísli Magnason, Hafnfirðingur-
inn Örn Arnarson og Húsvíkingurinn
Aðalheiður Þorsteinsdóttir. ■
fyrir sjávarmyndir sínar þar sem hann
sýnir störf við fiskveiðar og - vinnslu. Á
undanförnum árum hefur Jón í auknum
mæli sótt efnivið sinn í íslenskt landslag,
ekki síst í uppland Hafnarfjarðar. Sýning-
in er opin milli kl. 11 og 17 alla daga
nema þriðjudaga og lýkur 14. maí nk.
Gunella sýnir olíumálverk í Galleri
Fold, Rauðarárstíg. Sýningin nefnist
Kellur og er efniviðurinn (slenska
bóndakonan úti í náttúrunni við leik og
störf. Trúin á álfa og huldufólk kemur
þar líka við sögu. Sýningin stendur til 6.
maí.
I Stöðlakoti við Bókhlöðustíg hefur
Kristján Jónsson opnað sfna 6. einka-
sýningu. Öll verkin á sýningunni eru
unnin á þessu ári og sérstaklega með
rými Stöðlakots í huga. Sýningin er opin
alla virka daga nema mánudaga kl. 14-
18 og lýkur 13. maí.
Tónleikar í Stykkis-
hólmskirkju:
Flytja lög úr
glæsiaríum úr
óperum
tónleikar Þóra Einarsdóttir, söng-
kona og Jónas Ingimundarson, píanó-
leikari, halda tónleika í Stykkis-
hólmskirkju í kvöld og hefjast þeir
kl. 20.30. A efnisskránni eru íslenskir
og erlendir söngvar ásamt glæsiarí-
um úr óperum eftir þá höfuðsnillinga
Mozart, Weber, Verdi og Johan
Strauss.
Jónas Ingimundarson er óþarfi að
kynna, hann hefur margoft komið í
Stykkishólm á liðnum árum, ýmis
einn eða með söngvurum. Þóra Ein-
Jean Posocco sýnir í Sverrissal, Hafn-
arborg. Vfírskrift sýningarinnar er
Stemming eða „Ambiance". Á sýning-
unni eru vatnslitamyndir, flestar unnar á
þessu ári. Posocco stundaði nám í
Myndlista- og handíðaskóla islands
1985-1989 og er þetta 5. einkasýning
hans. Sýningin er opin alla daga nema
þriðjudaga kl. 11-17 og henni lýkur 14.
maí.
i Norræna húsinu sýna fimm myndlist-
armenn frá Svíþjóð Rose-Marie Huuva
, Erik Holmstedt, Eva-Stina Sandling,
Lena Ylipáá og Brita Weglin. Norður-
botn er á sömu norðlægu breidd-
argráðum og ísland og að flatarmáli
helmingi stærra þó íbúar séu þar álíka
margir og á íslandi. Sýníngin stendur til
13. maí.
i Ásmundarsafni við Sigtún í Reykjavík
stendur yfir samsýning á verkum Páls
Guðmundssonar og Asmundar Jóns-
sonar. Safnið er opið 13-16. Sýningin
stendur til 6. maf.
í Listasafnínu á Akureyri stendur yfir
sýning á Ijósmyndum eftir hinn þekkta
franska Ijósmyndara Henri Cartier-
Bresson, en líklega hefur enginn átt
meiri þátt í því að gera Ijósmyndun að
viðurkenndri listgrein. Opíð 14-18. Sýn-
ingin stendur til 3. júní.
sem baðst nýverið afsökunar á því að
hafa siglt undir fölsku flaggi með því að
kalla sig listamann. Sýningin er opin 10-
17 en til kl. 19 miðvikudaga. Sýningin
stendur til 27. maí.
Sjö olíumálverk er á sýningu Kristínar
Geirsdóttur í Hallgrímskirkju. í verkun-
um er lögð áhersla á krossinn, þríhyrn-
inginn og litinn en verkin voru gerð sér-
staklega fyrir þessa sýningu. Sýningin er
opin alla daga frá kl. 9-17. Sýningin
stendur til 20. maí.
„Heimskautalöndin unaðslegu" er heiti
sýningar sem lýsir með myndrænum
hætti lífi, starfi og hugsjónum Vestur-ís-
lendingsins Vilhjálms Stefánssonar.
Sýningin er um leið kynning á umhverfi,
menningarheimum og málefnum norð-
urslóða, en hún er í Listasafni Reykja-
víkur - Hafnarhúsinu og er opin 10-17.
Sýningin stendur til 4. júní.
„Á meðan eitthvað er að gerast hér, er
eitthvað annað að gerast þar" nefnist
sýning á vekum Bandaríkjamannsins
John Baldessari sem stendur yfir í
Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi.
Hann er eitt af stóru nöfnunum i sam-
tímalistasögunni og hefur verið nefndur
Ijóðskáld hinnar öfugsnúnu fagurfræði
og húmoristi hversdagsleikans. Sýningin
er opin 11-18 og fimmtudaga til kl. 19.
Sýningin stendur til 17. júní.
Myndir 370 barna af mömmum í spari-
fötum eru á sýningu í Galleríi Sævars
Karls við Bankastræti í Reykjavík. Opið
á verslunartíma. Sýningin stendur til 3.
maí.
I Listasafni Kópavogs - Gerðarsafni
stendur yfir sýningin Carnegie Art
Award 2000, þar sem sýnd eru verk eft-
ir 21 norrænan myndlistarmann, en þar
á meðal eru þeir Hreinn Friðfinnsson
og Tumi Magnússon. Opið 11-17. Sýn-
ingin stendur til 6. maí.
„Drasl 2000" nefnir rithöfundurinn Sjón
sýningu I Menningarmiðstöðinni
Gerðubergi í sýning-
arröðinni „Þetta vil
ég sjá". Þar hefur
Sjón valið til sýning-
ar verk eftir Erró,
Magnús Pálsson,
Magnús Kjartans-
son, Hrein Frið-
finnsson, Friðrik
Þór Friðriksson og
fleiri. Menningarmið-
stöðin er opin frá 9 að morgni til 21 að
kvöldi.
I gallerí@hlemmur.is stendur yfir sýn-
ing Erlu Haraldsdóttur og Bo Melin
„Here, there and everywhere". Á sýning-
unni leika þau Erla og Bo sér að því að
breyta Reykjavík í fjölþjóðlega borg
með aðstoð stafrænt breyttra Ijós-
mynda. Opið 14-18. Sýningin stendur til
6. júní.
Á Kjarvalsstöðum stendur yfir sýning
norska listmálarans Odds Nerdrums,
Norðmaðurinn Gisle Nataas hefur opn-
að sýningu á Mokka-kaffi við Skóla-
vörðustíg.
Sýninguna nefnir listamaðurinn Eitt
andartak og þrjár samræður og fjallar
hún um hreyfingu og rými. Ljós og
skugga. Sambandið á milli mynda og
samræðna og þau áhrif sem
hlutirnir hafa á rýmið.
Sænska listakonan Anna Hailin sýnir
málverk og teikningar í Gryfju Lista-
safns ASÍ og heitir sýning hennar „Soft
Plumbing". Olga Bergmann sýnir í Ás-
mundarsal safn verka sem unnin eru
með blandaðri tækni.
Berglind Björnsdóttir Ijósmyndari hef-
ur opnað sýninguna 2001 Space
Odyssey í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðu-
stíg. Myndirnar eru bæði svart/hvítar og
í lit. Sýningin er opin alla virka daga frá
kl. 10-18, laugardaga kl. 11-16 og
sunnudaga kl. 13-17. Sýningin stendur
til 6. maí.
I Listasafni Sigurjón Ólafssonar er
sýning á verkum Sigurjóns sem spanna
30 ára tímabil í listsköpun hans. Sýndar
eru Ijósmyndir og verk í eigu safnsins,
raunsæisverk, andlitsmyndir og abstrakt
verk. Fram til 1 júní er safnið opið laug-
ardaga og sunnudaga milli kl. 14 og 17.
Kaffistofa safnsins er opin á sama tíma.
Sýningin stendur til 1. júní.
Ásdís Kalmanheldur sýningu í Lista-
salnum Man, Skólavörðustíg, á
abstrakt-málverkum sem hún hefur gert
á sl. tveimur árum. Þetta er hennar 4.
einkasýning.
Tuesday dföstudegi
VEITINGAHUS
Seint á föstudagskvöidi, þegar
hungrið fór að segja til sín og
letin var í hámarki, var ákveðið að
arka á Ruby lúesday við Skipholt.
Viðtökur voru góðar og
brosmildir þjónar pössuðu að vera
manni innan handar ef eitthvað
vantaði og tónlistin hæfilega há.
Erfiðleikarnir urðu strax þegar
velja átti rétt á matseðlinum. Ekki
vegna þess hve óspennandi hann
var, heldur hvað margt var þess
vert að bragða á.
Fyrir valinu var réttur sem
hafði að geyma sýnishorn af ýmsu
sem matreitt er. Flest að því var
mjög gott nema hvað djúpsteiktur
kjúklingur var frekar bragðlaus.
Ruby Tuesdav_______________________
Staðsetning: Skipholti 19
Opið: til 2330
Verðlag: Fyrir ofan meðallag
Óhætt er að mæla með staðn-
um í hádeginu eða þegar skroppið
er til að seðja hungur að kveldi.
Björgvin Guðmundsson
Hentar vel fyrir félaga sem
vilja skjótast í mat og spjalla.
Aðalfundur Rithöfundasambands íslands:
Matthías og Einar Bragi
kjörnir heiðursfélagar
HEIDURSFÉLACAR Á aðalfundi Rithöf-
undasambands íslands, sem haldinn
var 26. apríl sl., voru skáldin Matthí-
as Johannessen og Einar Bragi kjörn-
ir heiðursfélagar Rithöfundasam-
bands íslands. A fundinum var rætt
um gjaldfellingu bókarinnar og það
öngþveiti á bókamarkaði sem frjálst
bókaverð hefur haft í för með sér.
Voru fundarmenn á einu máli um að
rithöfundar þyrftu að beita sér í
þessum efnum. Þá var rætt um fram-
komu Ríkisútvarpsins gagnvart sjón-
varpsþýðendum sem ekki hafa leng-
ur samning við stofnunina en honum
var sagt upp á síðasta ári. ■
Fyrirlestur um nöfn skipa og báta:
Ýmislegt líkt með nafn-
gjöf barns og skips
fyrirlestur Svavar Sigmundsson
nafnfræðingur heldur fyrirlestur í
Sjóminjasafni íslands, Vesturgötu 8 í
Hafnarfirði, í kvöld kl. 20:30. Fyrir-
lesturinn nefnir Svavar „Hvað á skip-
ió að heita?“ og er hann í boði Rann-
sóknarseturs í sjávarútvegssögu og
Sjóminjasafns íslands. Allir eru vel-
komnir. í fyrirlestrinum fjallar Svav-
ar, sem er forstöðumaður Örnefna-
stofnunar íslands, um nöfn á íslensk-
um skipum og bátum frá fornu fari til
okkar tíma (1996). Ýmislegt er líkt
með nafngjöf barns og skips. Hátt í
helmingur allra skipa og báta bera
líka mannanöfn. . Ætlunin er einnig
að bera saman nafngiftavenjur hér á
landi og í öðrum löndum. ■
Málstofa í Miðstöð nýbúa:
Nauðsyn erlends vinnuafls
funpur Síðasta málstofa vetrarins
verður haldin í Miðstöð nýbúa
v/Skeljanes í kvöld. Umræðan um er-
lent starfsfólk á íslandi tekur stund-
um þá mynd að verið sé að gera er-
lendu fólki greiða með því að ráða
það til starfa hér á landi. Minna hef-
ur hins vegar borið á umræðu um
nauðsyn þess fyrir íslenskt atvinnu-
líf að hingað sé ráðið fólk frá öðrum
þjóðlöndum. Málstofunni er ætlað að
bæta úr skorti á þessari umræðu og
er ætlunin að skoða málið út frá sjón-
arhorni atvinnurekenda og stéttarfé-
laga. Framsögu á málstofunni hefur
Árni Jóhannsson frá Samtökum iðn-
aðarins. Að lokinni framsögu verða
opnar umræður. Allir velkomnir. ■
JÓNAS INGIMUNDARSON
Á efnisskrá eru íslensk og erlend sönglög.
arsdóttir er í framvarðasveit ís-
lenskra söngvara og hefur sungið
víða bæði hér heima og erlendis. Þess
má geta að hún hefur nýlega verið
fastráðin við Óperuna í Wiesbaden í
Þýskalandi. ■
Ljósmyndasýning
á Mokka-kaffi:
Eitt andartak
og þrjár sam-
ræður
uósmyndasýninc Norðmaðurinn Gisle
Nataas opnar sýningu á Mokka-kaffi
við Skólavörðustíg í dag. Myndirnar
standa í rýmislegu samhengi við til-
svarandi flöt þar sem samræður milli
hans og hennar eiga sér stað. Sam-
ræðurnar teygja sig milli þessara
myndflata og helgast af ákveðinni
togstreitu í tíma og rúmi. Sýningin
fjalla um hreyfingu og rými. Ljós og
skugga. Sambandið á milli mynda og
samræðna og þau áhrif sem hlutirnir
hafa á rýmið. ■
GISLE NATAAS SÝNIR Á MOKKA KAFFI.
Sýningin byggjast á þremur stórum Ijósmyndum f stærðinni 100x70 sm.