Fréttablaðið - 01.06.2001, Side 6

Fréttablaðið - 01.06.2001, Side 6
6 FRÉTTABLAÐIÐ 1. júni 2001 FÖSTUDAGUR ROBERT HANSSEN Segist ekki hafa leikið tveimur skjöldum, en gaeti fengið dauðarefsingu verði hann fundinn sekur (október. Málið gegn bandaríska alríkislögreglumanninum: Segist saklaus af njósnum VIRCINÍA. bandaríkin, ap. Fyrrum alrík- islögreglumaðurinn Robert Hanssen sem Bandaríkjastjórn sakar um að hafa njósnað í 15 ár fyrir Rússland mætti fyrir rétt í gær og kvaðst vera saklaus. Réttarhöldin verða í október nk. Viðræður lögfræðinga Hanssen og ríkisins að undanförnu um dóms- sátt báru ekki árangur, en verði Hanssen fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér dauðarefsingu sam- kvæmt bandarískum lögum. Er hon- um meðal annars gefið að sök að hafa tekið við jafnvirði um 150 miiljóna króna í peningum og demöntum fyrir njósnirnar. Bandarísk yfirvöld hafa jafnan forðast að halda réttarhöld í njósnamálum af ótta við að ríkis- leyndarmál verði þar opinberuð. Lög- fræðingur Hanssen sagði ríkið ekki hafa verið tilbúið til að gera samning við Hanssen og fórna þannig mögu- leikanum á dauðarefsingu. Síðast voru njósnarar teknir af lífi í Banda- ríkjunum árið 1953. ■ —♦— Danmörk: Eftirlit með farsímum farsímar Danska þingið samþykkti í gær lagafrumvarp sem gefur lög- reglunni heimild til að fá upplýsingar um alla farsíma sem kveikt var á í grennd við morð eða sölu eiturlyfja. Að sögn danska dagblaðsins Politiken voru lögin umdeild en þó studdi mik- ill meirihluti þingmanna frumvarpið sem lagt var fram af Frank Jensen, dómsmálaráðherra. Hluti þingmanna hægriflokksins Venstre og vinstri- flokkurinn Enhedslisten eins og hann lagði sig greiddu atkvæði gegn frum- varpinu. Kristian Jensen, þingmaður Venstre, segir gagnrýnivert að al- mennir borgarar muni þurfa að svara til saka fyrir það að vera í grennd við afbrot. ■ Alltaf metveiðiár í Maine: Liechtenstein: Hvaðan kemur allur humarinn? sjávarútvecur. Elstu menn muna ekki aðra eins humartíð í Maine-fylki í Bandaríkjunum. New York Times greinir frá því að á meðan samdrátt- ur hafi verið í fiskveiðum á flestum tegundum við austurströnd landsins hafi humaraflinn aukist stöðugt og verið á síðasta ári 56,7 milljón punda sem er þrefalt meiri afli en fyrir 15 árum. Humarveiðimenn eru sælir og glaðir með afkomu sína. „Á hverju ári segjum við að aflinn geti ekki orð- ið meiri, en gott ef hann fer ekki upp önnur milljón pund árið á eftir,“ seg- ir Pat White, talsmaður þeirra á svæðinu. Enginn veit nákvæmlega afhverju ekkert lát er á humarstofninum. „Humarinn hér er líklega eina teg- undin sem veidd hefur verið af áfergju í 150 ár og hefur það sí- fellt betra fyrir vikið,“ sjávarlíffræðingurinn Bob Steneck, prófessor við Maine-háskóla. Flestir sérfræðingar telja humarinn hafa verið ofveiddan á svæð- inu í yfir 20 ár. En þrátt fyrir að margir f ræðingar telji vel- g e n g n i stofnsins „vísindalega ráðgátu“ þá benda veiðimennirn- ar á að hluti ástæðunnar séu skynsamlegar veiðiaðferðir þeirra. Þeir hendi til dæmis alltaf ungum humri og hrognafullum. „Litlu humr- arnir vaxa og dafna og einn Ngóðan veðurdag skríða þeir í gildrurnar okkar," segir Walter Day, en faðir hans og afi veiddu humar á undan honum í Maine. ■ METVERTÍÐ Því meira sem þeir veiða af humri í Maine í Bandaríkjunum því meira virðist af honum að sækja í djúpið. Humar frá Maine þykir mesta lostæti og fæst stundum í veitingahúsum hérlendis. í mál við Þýskaland VADUZ, LIECHTENSTEIN. AP. Smáríkið Liechtenstein hefur stefnt nágrönnum sínum Þýskalandi fyrir Heimsdóm- stólnum í Haag og sakar þá um að bera ekki tilhlýðilega virðingu fyrir sjálf- stæði þjóðarinnar. Vandamálin í samskiptum þjóð- anna byrjuðu árið 1999 þegar þýska leyniþjónustan sagði þá vera alþjóð- lega miðstöð peningaþvættis. Talið var að þýskir leyniþjónustumenn hafi hlerað viðskiptasamtöl í smáríkinu frá stöð sinni í hinum nálæga Svartaskógi. Liechtenstein er með ríkari löndum þrátt fyrir skort á náttúruauðlindum og hefur mestan hluta tekna sinna af blómlegum fjármálaviðskiptum. ■ Á SLÓÐIR INKA Róbert ætlar sér ekki að takast á við blíðuna í Reykjavík í sumar. Hann er haldinn vestur um haf til þess að njóta lífsins. Kristín ætlar líka að nema ný lönd. í tvímánuði kveður hún vetrarþunglyndi okkar íslendin- ga og ætlar að skoða sig um á slóðum Inka og Azteka. Sumarið er komið Léttklætt fólk og sólskin prýddi miðbæinn í gær. Bros og bjartsýni er það sem koma skal í sumar. Ungt fólk hyggur á landvinninga í Hörp og tvímánuði. sumarpæling Það var fjölskrúðugt mannlífið sem prýddi miðbæ Reykja- víkur í gærdag. Augljóst er að flestir hafa einhverjar áætlanir þegar spurt er um sumarið og meðal þeirra var Róbert Örn Arason sem var við það að leggja land undir fót. Hann ætlar að eyða sumarinu með föður sínum sem býr í smábænum San Ramone, rétt fyrir utan flóaborgina San Francisco í Kaliforníu. Fréttablaðið rakst á Róbert þar sem hann drakk kaffi við Austurvöll og spurði hann hvað hann hyggðist gera í landi tæki- færanna? „Mig langar bara til þess að njóta lífsins og hafa gaman af því að vera til - slappa af og slæpast um á hjóla- bretti," sagði Róbert en bætti því þó við glaðbeittur að hann myndi ekki einvörðungu slappa af... eitthvað þyrfti víst líka að vinna. Faðir hans rekur veitingastað í San Ramone sem sérhæfir sig í því að bjóða gestum og gangandi upp á morgunverð og ekki er ólíklegt að Róbert reyni að vera föður sínum innan handar. Að sumr- inu loknu verður þó snúið aftur til Klakans og tekist á við tölvufræði- nám í Iðnskóla Reykjavíkur. Með Róberti sátu systurnar Krist- ín og Ingibjörg Davíðsdætur sem sól- in plataði á stúfana. Aðspurð sagði Kristín að ýmislegt væri í bígerð í sumar en var þó örlítið leyndardóms- full. Hún gaf það þó upp að hún væri - líkt og Róbert - að fara að leggja land undir fót. Stefnan er tekin suður fyrir miðbaug á slóðir Inka og Azteka í Suður-Ameríku. Kristín var þó ekki alveg til í að fara strax - í augnablik- inu er veðrið á íslandi bara einum of gott. Þegar fer að hausta verður pakkað niður í töskur og flogið suður með farfuglunum og sjálfskipuð út- legð mun standa yfir eins lengi og fjárráð leyfa. „Það er um að gera að flýja vetur- inn,“ sagði Kristín og brosti sínu blíð- asta. En veturinn er líklega eitthvað sem fæst okkar eru til í að hugsa um í dag -1. júní - þegar heilir þrír mán- uðir eru eftir að rjómablíðu, fallegu fólki og sólskinsskapi. omarrafrettabladid.is NÝTT SKÓLAHÚS Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi naut dyggrar aðstoðar við fyrstu skóflustungu nýbyggingar Ártúnsskóla. Viðbygging við Artúnsskóla: Fyrsta skóflustungan skólabycgingar Sigrún Magnúsdóttir, formaður skólamálaráðs Reykjavík- ur tók í gær skóflustungu að nýrri viðbyggingu Ártúnsskóla í Ártúns- holti. Skóflustungan fór fram við há- tíðlega athöfn um leið og skólanum var slitið. Viðbyggingin mun tengja saman þær byggingar sem fyrir eru og eykur verulega við húsrými skól- ans. Áætlaður kostnaður er 130 millj- ónir og búist er við að verklok verði við byrjun skólaárs 2002. ■ Atvinnulífið: Lítil framleiðsla á hverja vinnustund vinnumarkaður Framleiðsla á vinnu- stund í krónum talið er töluvert minni hér á landi en í helstu sam- keppnislöndunum. Af 23 löndum er ísland í 18. sæti með 2.211 krónur í framleiðslu á hverja vinnustund. í efsta sæti er Lúxemborg með 3.356 krónur á hvern vinnutíma og því næst Belgía og Bandaríkin. Fyrir neðan íslendinga eru m.a. þjóðir eins og Japan og Bretland en Tyrkland rekur lestina. Þetta kemur fram í ritinu Um- hverfi til nýsköpunar sem Samtök at- vinnulífsins, Nýsköpunarsjóður at- vinnulífsins og Deloitte & Touche hafa tekið saman. Þar kemur fram að íslendingar hafa bætt sér þetta upp að hluta með löngum vinnudegi og víðtækari atvinnuþátttöku en gerist FRAMLEIÐSLA Á VINNUSTUND 1 KRONUM: ■ Mest í ■ Minnst Lúxemborg 3.356 Tyrkland 697 Belgia 3.243 ! Portúgal 1.615 Bandarikin 2.869 Crikkland 1.845 írland 2.865 Bretland 2.146 Frakkland 2.847 Japan 2.152 ítalia 2.842 Island 2.211 FISKVINNSLA (slendingar bæta sér upp litla framleiðslu á hverja vinnustund með löngum vinnudegi og mikilli atvinnuþátttöku og gengur meðal annarra þjóða. í skýrslunni kemur fram að „fórnar- kostnaður" við þetta getur að ein- hverju leyti falist í takmörkuðu svig- rúmi til nýsköpunar. Það er m.a. vegna þess að það kostar þjóðina meira að afla sömu tekna en til dæm- is aðrar þjóðir þar sem framleiðsla á hverja vinnustund er meiri en hér- lendis. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.