Fréttablaðið - 14.06.2001, Síða 1
EVRAN
Skiptir ekki
sköpum
fyrir Breta
bls 2
ÚRVALSVÍSITALA
Overðskuldað
fall Opinna kerfa
bls 4
MYNPLIST
Kyrrð hver-
dagsleikans
bls 18
- einfaldlega hollt!
FRETTABLAÐIÐ
36. tölublað - 1. árgangur
FIMMTUDAGUR
Viðhorfin rædd
STJÓRNMÁL Vinstri
grænir koma
saman og ræða
viðhorfin til kom-
andi sveitastjórn-
arkosninga á veit-
ingahúsinu Catal-
inu í kvöld
Lektor hjá
sveitarfélögum
menntamál Skrifað undir samning
Háskóla íslands og Reykjavíkur-
borgar um tímabundið starf lekt-
ors á sviði félagsþjónustu sveitar-
félaga.
IVEDRIÐ í DACl
Þverholti 9, 105 Reykjavík — simi 515 7500
Fimmtudagurinn 14. júní 2001
REYKJAVÍK Vestan eða norðves-
tan 5-8 m/S og léttskýjað.
Hiti 7 til 13 stig.
VINDUR ÚRKOMA HITI
fsafjörður © 5-8 Skýjað Q 9
Akureyri Q 5-8 Léttskýjað Q 9
Egilsstaðir O Skýjað Q 7
Vestmannaeyjar o Skúrir Q 11
Djassdrottning í
Kaffileikhúsinu
tónlist Tina Palmer syngur með
Kjartani Valdimarssyni og Matthí-
asi Hemstock í Kaffileikhúsinu.
Njála og Þingvellir
saga Jón Böðvarsson fer um Njálu-
slóðir á Þingvöllum og gerir grein
fyrir stjórnskipan á Þingvöllum.
Barist í Bikarnum
fótbolti Átta leikir fara fram í 32-
Iiða úrslitum Coca Cola bikar-
keppni karla í kvöld. Tveir leikir
fara fram í Reykjavík, á Valbjarn-
arvelli mætir KR liði Þróttar R. og
að Ásvöllum mætast Haukar og
Valur. Leikirnir hef jast kl.20.
\ KVÖLDIÐ I' KVÖLD [
Tónlist 18 Bíó
Leikhús 18 fþróttir
Myndlist 18 Sjónvarp
Skemmtanir 19 Útvarp
smmsmlmmne
mmm
Kaffíhús
á tjarnarbakkan
opnum kl 12:00
Útvegurinn og sjómenn
græða á falli krónunnar
Sjómenn stórhækka í launum, segir formaður útvegsmanna. Utílutningsverðmæti ársins 15 milljörðum
hærra í krónum talið. Ottast stöðugleikann og áhrifin á kjarasamninga, segja útvegsmenn.
Fiskverð hækkar ekki þrátt fyrir gengishagnað, segja sjómenn. Taka undir að nokkrir þeirra hafi hagnast.
gengi „Afurðirnar eru seldar á hærra
verði og heildaráhrifin eru jákvæð
vegna gengisbreytinga, en við erum
ekki ánægðir ef þetta gengur lengra
því þá fer þetta að hafa áhrif á stöð-
ugleika og kjarasamninga," sagði
Kristján Ragnarsson, formaður
Landssambands íslenskra útvegs-
manna, þegar hann var spurður um
áhrif gengisbreytinga fyrir sjávarút-
veginn.
„Útgerð og fiskvinnsla hagnast.
Það er engin stétt á landinu sem
hagnast á þessu einsog sjómenn.
Gengið hefur það mikil áhrif á sölu-
verðið, fiskverðssamninga og það
hefur strax áhrif á fiskverð á mörk-
uðum. Kostnaðurinn leggst ekki af
sama þunga á þá og okkur. Olía hækk-
ar, lánin hækka og veiðarfæri
hækka,“ sagði Kristján Ragnarsson.
Gengistap hefur verið mikið í um-
ræðunni, og sér í lagi hjá útgerðinni.
„Þetta er gert samkvæmt alþjóða-
reikningsskilavenjum. Hækkanir
lána eru færðar á rekstrarreikninga
á árinu sem gengið fellur, en til lengri
tíma litið eru áhrifin af þeim gengis-
breytingum sem hafa orðið sjávarút-
veginum jákvæðar," sagði Kristján
Ragnarsson. Þær háu tölur sem hafa
verið nefndar vegna gengistaps segja
ekki alla söguna, þar sem aðeins örlít-
ið brot þeirra fjárhæða hefur komið
til gjalda, þar sem oftast er um lang-
tímalán að ræða.
„Sjómenn á frystiskipum hagnast
en ekki á öðrum skipum. Það hefur
verið óbreytt verð á mörgum skipum
í langan tíma, jafnvel sex ár. Vissu-
lega hafa laun hækkað hjá þeim sjó-
mönnum sem fá að selja á markaði og
á frystiskipum einsog ég sagði.
Margir þeirra sem selja í beinni sölu
hafa ekki fengið fiskverðshækkanir
þrátt fyrir þessar miklu gengisfell-
ingar,“ sagði Grétar Mar Jónsson,
forseti Farmanna- og fiskimanna-
sambandsins.
Útflutningur sjávarútvegs er um
100 milljarðar á ári. Vegna falls krón-
unnar hafa tekjurnar aukist rétt um
15 milljarða í krónum talið frá ára-
mótum, en eðlilega eru þær krónur
verðminni en áður.
sme@frettabladid.is
y
16
14
20
21
GAMAN f LAUGINNI
Veðrið hefur leikið við landann. Það var mikið fjör í lauginni í Kópavogi þar sem ungir og eldri voru í besta skapi og léku við hvurn sinn
fingur. Spáð er áframhaldandi blíðu viða um land.
Aðhald áfram mikilvægt:
FÓLK
Verðbólgutoppnum
er væntanlega náð
verðbólga „Ég geri ráð fyrir að mán-
aðarbreytingarnar fari lækkandi
næstu mánuði, en verðbólgan verði
samt há yfir sumarið," segir Þórður
Friðjónsson forstjóri Þjóðhagsstofn-
unar. „Þegar kemur fram á haustið
má gera ráð fyrir að verðbólgan fari
lækkandi á ný, aðallega vegna þess
að gengisáhrif verða þá komin fram,
auk þess sem dregið hefur úr eftir-
spurn hér innanlands. Mér finnst
ólíklegt að mánaðarbreytingar verði
svo háar lengi enn.“
Þórður segir að það sé grundvall-
aratriði þegar gengi hafi lækkað í
kjölfar mikils viðskiptahalla að
koma í veg fyrir að víxlverkun verð-
lags, launa og gengis fari á stað. Það
sem í daglegu tali er kallað óðaverð-
bólga. „Það er verkefni hagstjórnar-
innar að koma í veg fyrir að þessi
víxlverkun fari af stað.“
Þórður segir brýnast að hafa
góðar gætur á peningamálunum og
gæta aðhalds í ríkisrekstri. Hann
telur að menn verði að fara varlega
í vaxtalækkanir eða skattalækkanir
meðan verðbólgan sé svo mikil.
„Við megum ekki taka áhættu á því
að hér verði viðvarandi verðbólga
sem er hærri en í nágrannalöndun-
Þorsteinn J.
ferðast um
heiminn
SÍÐA 16
Skattsvikamál:
Tveir leystir
úr haldi
rannsókn Tveir þriggja manna sem
verið hafa í gæsluvarðhaldi vegna
rannsóknar á umfangsmiklu skatt-
svikamáli voru leystir úr haldi í gær-
kvöldi. Mennirnir, byggingaverktaki
og annar mannanna sem komu að út-
gáfu tilhæfulausra reikninga, hafa
gengist við brotum sínum. Þar sem
rannsókn málsins hefur gengið fram-
ar vonum að sögn rannsakenda þótti
ekki ástæðu til að halda mönnunum
lengur í gæsluvarðhaldi. Sólarhring
áður en mönnunum var sleppt hafði
Hæstiréttur staðfest gæsluvarðhald
yfir öðrum manninum sem hafði
kært úrskurð héraðsdóms.
Við rannsókn málsins hefur komið
í ljós að einn mannanna hefur staðið í
umfangsmeiri skattsvikum en fyrst
var talið. Hann hefur ekki staðið skil
á vörslusköttum. Þau svik hækka
heildarupphæð skattsvikanna um
nokkrar milljónir en enn liggur ekki
fyrir nákvæmlega hversu miklum
fjármunum hefur verið skotið undan
sköttum. ■
I ÞETTA HELST I
Eigið fé sjávarútvegsfyrirtækj-
anna er að hverfa haldi fram
sem horfir. bls. 10
fÞRÓTTIR
Sigurður
Jónsson á
batavegi
Aðalverktakar vilja að Jón Ólafs-
son gefi upp hvað hann á mikið í
fyrirtækinu. bls. 2
U
ppgangur í bændagistingunni og
víða uppselt yfir sumarið. bls. 22
Verð á sumu grænmeti mun
lækka á næstunni vegna afnámi
tolla. bls.
Göturnar eru hreinsaðar, en fólk
er misviljugt að færa bíla sína
svo sópararnir geti athafnað sig.
bls. 11