Fréttablaðið - 14.06.2001, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 14.06.2001, Blaðsíða 4
4 FRÉTTABLAÐIÐ 14. júní 2001 FIMIVITJPflGUR SVONA ERUM VIÐ ÁNÆGJA MEÐ LÍFIÐ f NOKKRUM RÍKJUM Þrátt fyrir að laun séu almennt lægri og vinnutími almennt lengri á íslandi en í samanburðarlöndum þá var fólk hér á landi af einhverjum ástæðum hlutfallslega ánægt með tilveru sína samkvæmt fjöl- þjóðlegri rannsókn. Meðaltal 15 OECD- ríkja var 7,58 og reyndust aðeins Danir vera fyrir ofan okkur. Staða skólameistara Menntaskólans á Isafirði: Villandi réttinda- umræða skólamál „Umræðan um kennslurétt- indi og undanþágur hefur verið vill- andi í fjölmiðlum11, segir Ólína Þor- varðardóttir um stöðuveitingu skóla- meistara Menntaskólans á ísafirði. Kröfur um hæfi umsækjanda eru i fimm liðum og uppfyllir Ólína fjóra þeirra. Kröfu um kennsluréttindi uppfyllir Ólína hvað varðar háskóla- stig en ekki framhaldsskólastig, sem hún er þó reiðubúin að afla sér strax á fyrsta starfsári. „Menntamálaráð- herra hefur heimild skv. 24. gr. laga nr. 70 1996 til að setja mann til reynslu í embætti áður en hann skip- ar í það, til eins árs í senn og aldrei lengur en 2 ára og þess vegna ætti undanþáguumræðan að vera óþörf“ segir Ólína. Skólanefnd Menntaskólans var einróma um að Ólína verði ráðin. Annar umsækjandi, sem uppfyllti kröfu um kennsluréttindi, hafði dreg- ið umsókn sína til baka. ■ .-♦. Sprengju- maður fær lífstíðardóm nairobi. kenya. ap. Saudi-Arabinn, Al- ’Owhali, sem sprengdi upp sendiráð Bandaríkjanna í Nairobi í Kenya hef- ur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi. AIls létust 213 manns í sprenging- unni sem gerð var árið 1998. Ekki voru allir á eitt sáttir með dóm bandaríska dómstólsins, en margir höfðu heimtað dauðadóm yfir mann- inum. í Kenya má dæma menn til dauða, en hins vegar hefur enginn verið tekinn af lífi þar í 10 ár. ■ —4— Hamfarir: 36 látast í aurskriðu í Ekvador OUITO, EKVADOR. ap. Að minnsta kosti 36 manns létust þegar aurskriða féll á hóp mótorhjólafólks sem safnast hafði saman eftir að önnur aurskriða hafði hindrað för þeirra á mótorhjól- unum. Fólkið sat inni í yfirgefnum skúr til að hlýja sér, þegar gríðarleg aurskriðan leystist úr læðingi. Að sögn talsmanns Rauða krossins í Ekvador lifðu um 10 manns hamfar- irnar af. Alls hafa um 41 manns látist und- anfarna daga í Ekvador vegna mik- illa rigninga í Andes fjöllunum. Um 2500 manns, flestir úr austur- og suð- urhluta Amazon-svæðisins hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna flóða. ■ Breytingar á tollalögum í vikulokin: Utlit fyrir talsverða verðlækkun grænmetis grænmeti „Það er áformað að afnema erum við fjáröflunartolla af 29 teg- undum grænmetis. Þetta á við um grænmeti sem er annaðhvort ekki framleitt hérlendis eða framleitt að takmörkuðu leyti“ segir Guðmundur Sigþórsson skrifstofustjóri hjá land- niðurfelling bunaðarráðuneytinu. „Við fjáröflunar- höfum beðið eftir staðfest- tolla. ingu breytingar á tollalög- Guðmundur Sigþórs- um sem heimila þessa nið- son, skrifstofustjóri urfellingu. Staðfestinguna landbúnaðarráðuneytrs. að fá núna þessa dagana, þannig að við reiknum með að þetta geti gerst nú í vikulok“. Ýmsar græn- metistegundir ættu því að geta orðið töluvert ódýrari fyrir neytendur í næstu viku þegar afnumdir hafa verið 30 prósent fjáröflun- artollar á þvi. Sem dæmi um þær grænmetisteg- undir sem hér um ræðir má nefna lauk, spergilkál, jöklasalat og rósakál. Skiptar skoðanir hafa verið á því að jöklasalat skuli tilheyra þessum hópi, en hér á landi er heilmikil ræktun á svokallaðri staðkvæmdar- vöru og er þá átt við annað grænt salat í þessum flokki svo sem kína- kál, lambhagasalat, höfuðsalat og NEYTENDUR GETA GLAÐST Gangi áform um afnám á fjáröflunartollum á 29 tegundum grænmetis eftir má búest við að hagur grænmetisneytenda vænkist fleira. Eftir breytinguna ætti jökla- salatið hinsvegar að lúta sömu lög- málum. ■ Þrjú félög falla út úr úrvalsvísitölunni Breytingar á fyrirtækjum í úrvalsvísitölu. Opin kerfi hafa lækkaö mest - eða um 60 prósent og falla úr úrvalsflokki eins og Grandi og Þormóður rammi. Sjávarútvegsfyrirtæki og svokölluð tæknifyrirtæki virðast ekki eiga upp á pallborðið hjá fjárfestum eins og sakir standa. Stofnanafjár- festar eiga frekar viðskipti með félög í vísitölunni. HLUTABRÉFAviÐSKiPTi. „Við kaupum und- antekningarlaust í öllum félögum sem eru í Úrvalsvísitölunni af við- skiptavinum. Þar er miklu meiri velta tryggð. Ef þú átt félag í vísitöl- unni þá ertu tiltölulega tryggur um —.4— að losna við bréfin aftur á auðveldan hátt,“ segir Anna María Helgadóttir, verðbréfaráðgjafi í Kaupþingi, þegar hún var spurð að þýðingu vísitölunn- ar fyrir fyrirtæki. Fyrirtækin Opin Kerfi, Grandi og Þormóður rammi- Sæberg falla út úr vísitölunni þann 1. júlí nk. vegna slaks gengis hluta- bréfa á undanförnu ári. Betur hefur gengið hjá Kaupþingi, Olíufélaginu og SÍF og koma þau því inn í staðinn. Anna María segir að íslenskir stofnanafjárfestar á borð við Kaup- þing og Íslandsbanka-FBA eigi nán- ast kerfisbundin viðskipti með fé- lögin í vísitölunni. Því má segja að þau fyrirtækin sem detta út séu bók- staflega að falla niður í aðra deild á Verðbréfaþinginu. Anna María segist ekki kunna skýringar á því af- hverju Þormóður hafi fallið út, fé- lagið hafi verið að skila góðum hagn- aði en svo virðist sem sjávarútvegs- fyrirtæki séu einfaldlega ekki vin- sæl hjá fjárfestum um þessar mund- ir. „Mikill munur er á kaup- og sölu- verði i þessum félögum sem nánast stöðvar viðskipti með þau,“ segir Anna María. Þau félög sem hæst mark- aðsvirói hafa á Verbréfaþinginu mynda Úrvalsvísitöluna hverju sinni. Gengistap fyrirtækjanna þriggja sem falla út er mismikið; þannig hafa Opin Kerfi fallið um heil 60% á einu ári, Þormóður um 40% og Grandi um 20%. Þá hefur velta með hlutabréf þessara fyrir- tækja dregist verulega saman. ■ GRANDI Sjávarútvegsfyrirtæki hafa gengið illa á Verðbréfaþinginu undanfarin misseri. Grandi og Þormóður rammi-Sæberg falla út úr Úrvalsvísitölunni þann 1. júlí nk. Opin Kerfl út úr Úrvalsvísitölunni: „Óverðskuldað fall“ tæknifyrirtæki. „Svokölluð tæknifyr- irtæki eiga í augnablikinu erfitt upp- dráttar á hlutabréfamörkuðum og við teljum það vera mjög óverðskuldað því mörg þessara fyrirtækja hafa verið að skila ágætis árangri. Ég held að menn verði að horfa á þetta til lengri tíma,“ segir Frosti G. Bergs- son, forstjóri Opinna Kerfa um 60% gengistap fyrirtækisins á einu ári og fall úr Úrvalsvísitölunni. Frosti segir að þrátt fyrir að Opin Kerfi hafi fallið um 60% á árinu þá verði að líta til þess að miklar sveifl- ur hafi verið í verði hlutabréfanna. „Við höfum hækkað mjög mikið ef litið er yfir þriggja til fjögurra ára tímabil, en flest tæknifyritæki hafa lækkað umtalsvert á undanförnu ári.“ Nefnir Frosti að Cisco Systems, sem hefur mestu hlutbréfaveltu allra fyrirtækja í Bandaríkjunum, eða um það bil 100 milljónir hluta daglega, hafi lækkað úr 80 dollurum í 20 á tímabilinu. „Það er ekki annað að gera fyrir okkur en að halda þétt utan um rekst- urinn til að endurheimta tiltrú mark- aðarins. Sum félög sem við eigum í, til dæmis Tæknival, eru nokkuð skuldsett og fá þess vegna mikið högg á sig vegna stöðu krónunnar, en móðurfélagið er nokkuð vel sett í því tilliti. Við verðum varir við það að heldur er farið að hægja á í íslensku efnahagslífi, en munum styrkja rekstur okkar með nýju hlutafé ásamt því að sameina einingar eins og líkur eru á að verði með Aco og Tæknival," sagði Frosti þegar hann var spurður að því hvort bjartari tím- ar væru framundan hjá félaginu. ■ FROSTI G. BERGSSON Opin Kerfi hafa verið að hagræða I rekstrinum með nýju hlutafé og samein- ingu eininga í samstæðunni, til dæmis Tæknivals og Aco. Danska umhverfisstofnunin: Sólarvörn í lagi rannsóknir Danska umhverfisstofn- unin hefur komist að þeirri niður- stöðu að það sé með öllu óhætt að nota sólarvarnir sem innihalda efnið 4-methylbenzyldidende camphor. Efnið er notað til síunar útfjólublárr- ar geisla sólar. Svissnesk rannsókn hafði bent til þess að það gæti raskað hormónajafnvægi og því hafði um- hverfisstofnunin danska beint þeim tilmælum til verslunareigenda að þær fjarlægðu vörur sem innihalda efnið úr hillum. Að því er Berlingske Tidende greina frá hefur umhverfis- stofnunin verið gagnrýnd fyrir við- brögð sín í málinu en talsmenn henn- ar vísa gagnrýninni á bug. Vísindanefnd ESB hefur einnig komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið sannað að hættulegt sé að nota sólarvörn sem inniheldur ofan- greint efni, hvorki fyrir börn né full- orðna. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.